Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Henni hafði svo gaman af því að bregða á leik. Hann var rammbyggð- ur sjálfstæðismaður og gat verið eins og orustuskip í þeim efnum. Þá gat verið erfitt fyrir Guðrúnu hans að hafa taum á stráknum, en hann blikk- aði bara yfir öxlina á henni og hélt sínu lipurlega striki. Einu sinni fyrir alþingiskosningar fyrir margt löngu var barist gegn vinstri stjórn. Þá var farið í fundaherferð upp á fastalandið í hópi ungra sjálfstæðismanna. Henni mætti með fulla kassa af litlum hand- sápum og dreifði þessu á bændur og búalið undir kjörorðinu: „þvoið af ykkur vinstri villuna“. Einhverjir héldu að hann væri að gefa í skyn að menn væru ekki nógu hreinir í sveit- unum, en allir höfðu gaman af þessu uppátæki Henna. Fyrir nokkrum árum var mér brugðið af bæ í Alþingi. Á mannamóti skömmu síðar hitti ég Henna og Guð- rúnu og Henni hafði engar vöflur á, heldur tók með snörum handtökum af mér forláta nýtt hálsbindi sem ég var með og lét mig hafa í staðinn sitt bindi sem var ekki alveg fyrir minn smekk. Þessum gjörningi fylgdu þau orð Henna að ég fengi ekki flotta bindið aftur fyrr en ég væru kominn aftur inn á Alþingi. Þetta gekk eftir, bæði með þingið og bindið og Henni hafði gaman af. Henni var einn af þeim mönnum sem alltaf var gott að hitta því það fylgdi honum bæði hlýja og gáski, lit- ríkur eins og Eyjarnar hans, maður allra átta til árangurs. Hann sigldi stundum taki vestanbrimsins, en sunnanblærinn var fasið hans ómeng- að. Megi góður Guð vernda Guðrúnu og fjölskylduna alla, vini og vonirnar. Í himnaranninum bankar nú nýr heimamaður með glæsilegan stíl. Árni Johnsen. Góður vinur okkar hjóna, Heið- mundur eða Henni eins og hann var alltaf kallaður, er nú horfinn á braut. Þegar við Axel heitinn fluttum til Eyja fyrir 50 árum, kynntumst við vinum okkar Rúnu og Henna. Axel og Henni voru saman í Akóges til fjölda ára, þar sem margt var brallað. Henni var alltaf hrókur alls fagnaðar, mikill gleðimaður og góður gestgjafi. Svo kær vinur okkar var hann á sínum tíma að hann var guðfaðir tví- buranna okkar. Mörg voru ferðalögin sem við fór- um með Akóges þar sem Henni lét til sín taka. Ófáar voru skemmtanirnar þar sem Henni sá um veisluföng og skemmtiatriði. Þau hjónin eiga sér bústað í Vað- neslandi þar sem margir nutu gest- risni þeirra. Henni var menntaður bakari, kom á fót heildsölu H. Sigurmundsson þar sem öll fjölskyldan vann sem einn samhentur hópur. Heildsalan hefur sett sinn svip á bæjarfélagið árum saman. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Henna sam- fylgdina og biðja Rúnu og fjölskyldu þeirra Guðs blessunar. Sigurbjörg Axelsdóttir. Hann Henni hefur kvatt okkur á besta aldri. Við kynntumst fyrst þeg- ar ég var lítil strákur og hann var að baka í Magnúsarbakaríi en þar var leikvangur minn. Alltaf tók Henni vel á móti mér og var til í að gera smá sprell og gauka einhverju góðgæti að stráknum. Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir okkar saman, en það var eftir að Henni hafði rekið heildsölu og vildi byrja að þjónusta skipaflotann í Eyj- um með kost og annað sem flotinn þurfti. Fyrirtæki hans H. Sigmunds- son ehf. var rekið af miklum mynd- arbrag af honum og fjölskyldu hans þar sem allir unnu sem einn maður við að þjónusta sem best og er einstök þjónustulund þessari fjölskyldu í blóð borin. Henni gekk reyndar undir nafninu Henni heildsali hjá okkur og kunni hann bara ágætlega við það. Henni lagði metnað sinn í að afgreiða alltaf góða vöru um borð í skipin og það hef- ur fjölskyldan lært af honum. Hér á árum áður, þegar ég rak frystitogara, þurftum við oft að landa í Reykjavík þá var alltaf pantaður kostur frá Henna heildsala í Eyjum, vegna þess að hann vissi hvað sjómennirnir vildu og lét sig ekki muna um að þjónusta skipverjana þó hann þyrfti að fara yf- ir hafið með kostinn til að koma hon- um til skila. Samheldni og jákvæðni hans og fjölskyldu hans kom sér vel þegar hann veiktist og var veikindunum tek- ið sem hverju öðru verkefni sem þurfti að takast á við. Hann mætti alltaf til vinnu um leið og heilsan leyfði og aldrei var kvartað, allt gekk svo vel og þetta var allt að koma, læknarnir voru svo frábærir og allt svo gott í kringum hann. Við hjónin áttum þess kost að fagna með honum 75 ára afmælinu á þessu ári. Þann dag ljómaði okkar maður og bar ekki utan á sér að hafa gengið í gegnum erfiða meðferð. Þau hjónin Rúna og Henni voru glæsileg þetta kvöld eins og alltaf og nutum við þess innilega að vera með þeim á þessum degi. Það var þung fregn sem Olli sonur þeirra færði okkur að faðir hans hefði fengið heilablæðingu sem leiddi hann til dauða þann 13. júlí síðastliðinn. Hugur okkar er hjá samheldnu fjölskyldunni hans sem stórt skarð er höggvið í en við vitum líka að þessi já- kvæða fjölskylda á margar góðar minningar til að ylja sér við þegar söknuðurinn herjar á þau og minning Henna heildsala mun lifa. Lóa og Magnús Kristinsson. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRÍÐU HELGADÓTTUR, Efstalandi 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Skjóls, fyrir alúð og góða umönnun á liðnum árum. Magnús Gunnar Pálsson, Þóra J. Hólm, Bertha S. Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Hanna M. Baldvinsdóttir, Svavar Pálsson, Helgi Pálsson, Pálína Reynisdóttir, Málfríður Ágústa Pálsdóttir, Páll Garðar Pálsson og ömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýnt hafa okkur einstakan hlýhug og stuðning vegna andláts okkar ástkæra, ÓSKARS STEFÁNSSONAR, Katrínarlind 5, Reykjavík. Einnig viljum við færa starfsfólki á bráðamóttöku og gjörgæslu Landspítala í Fossvogi, sem og þeim sem komu að tónlistarflutningi við útförina, kærar þakkir. Sérstakar þakkir fá Séra Sigrún Óskarsdóttir, samstarfsmenn Óskars og yfirmenn hjá Elkem Ísland, fyrir ómetanlegan stuðning. Guð geymi ykkur. Ísabella Alexandra Óskarsdóttir, Stefán Eiríksson, Guðmunda Óskarsdóttir, Nanna Maren Stefánsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, Seljudal 24, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 11.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Egilsson, Dagur Jóhannsson, Þórdís Skarphéðinsdóttir, Egill Jóhannsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, VILBORG PÉTURSDÓTTIR, Vippa, Skjólbraut 9a, Kópavogi, lést mánudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 15.00. Við þökkum fjölskyldu og vinum hlýhug og stuðning á þessum erfiðu tímum. Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunarþjónustu, starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og allra þeirra sem önnuðust hana af alúð og virðingu í veikindum hennar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Sigurður Kristinn Haraldsson, Pétur Steinn Sigurðsson, Jóhanna Eysteinsdóttir, Haraldur K. Sigurðsson, Jóhanna L. Aðalsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SVEINDÍS MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR, lést á heimili sínu miðvikudaginn 21. júlí. Halldór G. Bjarnason, Prakob Prawan, Kristinn Jón Arnarson, Ekaterina Ivanova, Margét Marín Arnardóttir, Einar S. Karlsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG KALDAL, Selvogsgrunni 3, Reykjavík, er látin. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. júlí kl. 13.00. Sigurður Kaldal, Rúna Magdalena Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson, Írena Líf Svavarsdóttir, Ingibjörg Kaldal Sigurðardóttir, Dagmar Kaldal. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN L. SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Kirkjubraut 5, Akranesi, lést fimmtudaginn 22. júlí. Erna Arnórsdóttir, Þór Jóhannsson, Aðalheiður Arnórsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES EMILSSON, til heimilis að, Lundargötu 15, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. júlí kl. 13.30. Guðlaug Jóhannesdóttir, Helgi J. Jóhannesson, Gerður Geirsdóttir, María Jóhannesdóttir, Gylfi Sv. Gylfason, Pétur S. Jóhannesson, Kristbjörg H. Jóhannesdóttir, Árni V. Jóhannesson, Nancy Georgsdóttir, Gunnar Þ. Jóhannesson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR BLÖNDAL. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Holtsbúð Garðabæ fyrir góða umönnun. Jóhannes Blöndal, Maj Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Guðrún Blöndal, Theódór Sigurðsson, Lárus L. Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Dröfn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.