Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Svört olían marar í flæðarmálinu og
a.m.k. einn hefur drukknað við
hreinsunarstarfið, sem gengið hefur
illa. Baðstrendur við Dalian-strand-
lengjuna eru nú margar lokaðar og
skelfiskrækt hefur verið hætt tíma-
bundið í kjölfar eins stærsta olíuslyss
sem orðið hefur í Kína. Þó umfang
olíulekans sé ekki nema brot af því
sem farið hefur út í Mexíkóflóa eru
afleiðingar slyssins engu að síður al-
varlegar. Hefur breska dagblaðið
Guardian eftir kínverskum yfirvöld-
um að olíulekinn kunni að valda mikl-
um spjöllum á dýralífi á svæðinu.
Illa hefur líka gengið að hreinsa
upp olíuna, en að sögn kínverskra
ráðamanna er búið að stöðva olíulek-
ann. Olíuflekkurinn á haffletinum
hefur engu að síður tvöfaldast að
stærð sl. viku og er nú 430 ferkíló-
metrar.
Slysið átti sér stað síðasta föstu-
dag þegar tvær olíuleiðslur sprungu
er verið var að dæla óhreinsuðum
brennisteini úr olíuskipi. Ríflega
2.000 slökkviliðsmenn tóku þátt í
baráttunni við eldhafið sem þá kvikn-
aði og tók innan við sólarhring að
slökkva það. Verr hefur hins vegar
gengið að hreinsa upp olíuna sem fór
í hafið og hefur sterkur vindur og
mikið regn á svæðinu hamlað
hreinsiaðgerðum að sögn Bloom-
berg-fréttaveitunnar.
Plastfötur og prjónar
Mikill mannafli hefur tekið þátt í
björgunaraðgerðunum sem líkt og í
Mexíkóflóa líða fyrir lélegan útbúnað
og slælegan undirbúning. „Við höfum
ekki almennilegan olíuhreinsunar-
búnað, þannig að starfsmenn okkar
nota gúmmíhanska og prjóna,“ hefur
kínverskt dagblað eftir ríkisstarfs-
manni á vettvangi. Fjöldi sjálfboða-
liða hefur tekið þátt í að koma fyrir
sekkjum sem draga eiga olíuna í sig
og þá hafa yfir 800 fiskibátar tekið
þátt í hreinsunarstarfinu. Zhong Yu
hjá Greenpeace-samtökunum segir í
viðtali við Financial Times að sjó-
menn safni olíunni ýmist í plastfötur
eða taki hana upp með höndunum. 40
hreinsunarskip og 23 tonn af olíu-
étandi bakteríu eru einnig notuð við
hreinsaðgerðirnar.
Kínversk stjórnvöld hafa verið
treg til að lýsa einhvern ábyrgan fyr-
ir slysinu, en Financial Times hefur
eftir sérfræðingum í olíuiðnaðinum
að slysið sé líklegt til að herða á
reglugerðum í landinu.
Hreinsa olíuna með höndunum
Illa gengur að hreinsa upp eftir eitt
stærsta olíuslys sem orðið hefur í Kína
Reuters
Olían veidd Hreinsunaraðgerðirnar eru um margt frumstæðar líkt og bún-
aðurinn, en hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í aðgerðunum.
Bandarískur dómstóll hefur úr-
skurðað að fimleikadansinn sem
klappstýrur sýna sé of óskipulagð-
ur til að flokka megi klappstýringu
sem keppnisíþrótt. Henni sé betur
lýst sem stuðningsaðgerðum.
Það voru leikmenn kvennaliðsins
í blaki við Quinnipiac-háskólann í
Connecticut sem fóru með með mál-
ið fyrir dómstóla. En háskólinn til-
kynnti í mars sl. að kvennablak yrði
tekið af dagskrá til að spara fé.
Þess í stað yrði, að sögn New York
Times, lögð áhersla á að koma á fót
keppnisliði í klappstýringu. Blak-
liðið sagði í málshöfðun sinni að
skólinn mismunaði þeim með því að
velja í staðinn æfingar sem ekki
teldust til íþróttagreinar.
Dómurinn kann að hafa afleið-
ingar fyrir klappstýrur víðar, en
þær hafa lengi talist til vinsælustu
stúlkna bandarískra háskóla.
„Klappstýring sem keppnisgrein
kann í framtíðinni að flokkast sem
íþrótt. Í dag er athöfnin hins vegar
of vanþróuð og óskipulögð til að
hægt sé að flokka hana sem raun-
verulega keppnisgrein,“ sagði í úr-
skurði dómarans, Stefan Underhill.
Mary Ann Powers, þjálfari
klappstýranna, kvaðst vonsvikin
með úrskurðinn. Stöðluð mynd
hefði verið dregin upp af klappstýr-
ingu. Robin Spark, þjálfari blakliðs-
ins, kvaðst hins vegar stolt af blak-
liðinu. „Ég tel mig heppna að vinna
með svona sterkum ungum konum
sem ekki eru hræddar við að fylgja
eigin sannfæringu.“
Rúmlega 5.000 klappstýrur tóku
í ár þátt í landsleikum bandarísku
klappstýrusamtakanna.
AP
Íþróttagreinar Klappstýrurnar lutu
í lægra haldi fyrir blakliðinu.
Telst ekki
til keppnis-
íþrótta
Klappstýrulistirnar
of óskipulagðar
Hverjum þykir sinn fugl fagur … kynnu að verða
viðbrögð einhverra þegar þeir sjá kýrnar sem
blasa við í Libramont í suðurhluta Belgíu.
Kýrnar tvær sem hér sjást eru meðal fjölda
annarra þátttakenda í árlegri kúafegurð-
arsamkeppni sem er hluti af fimm daga bændahá-
tíð í bænum. Og það er til mikils að vinna því
bóndinn með fallegustu kúna fær að launum bæði
verðlaunapening og viðurkenningarskírteini.
Reuters
Spegill, spegill herm þú mér …
Jon Venables, sem myrti tveggja ára dreng er
hann var aðeins 10 ára gamall, var í gær dæmdur í
tveggja ára fangelsi fyrir vörslu og dreifingu
barnakláms og hefur málið vakið mikla athygli.
Venables myrti ásamt öðrum dreng, Robert
Thompson, tveggja ára snáða, James Bulger, árið
1993. Málið vakti reiði bresku þjóðarinnar og
vakti ungur aldur gerendanna ekki síst athygli.
Þeir hlutu reynslulausn 2001 og fréttist ekkert
af þeim fyrr en nú er Venables var dæmdur fyrir
vörslu barnakláms sem sýndi börn allt niður í
tveggja ára aldur. Í dómsalnum kom í ljós að
þetta er ekki í fyrsta sinn frá 2001 sem Venables
kemst í kast við lögin, m.a. vegna óspekta og eit-
urlyfjaneyslu. AFP-fréttastofan hefur eftir móð-
ur Bulgers, Denise Fergus að
full þörf sé á að rannsaka hví
Venables hafi ekki verið stung-
ið inn á ný við fyrri brot.
Nýju nafni Venables, sem
lýsti sig sekan af öllum ákæru-
atriðum, var haldið leyndu og
segir Daily Telegraph dómar-
ann þann eina sem fékk að sjá
andlit Venables á myndbands-
yfirheyrslu af hinum ákærða.
Í yfirlýsingu frá Venables
sjálfum lýsti hann fangelsisdómnum sem létti og
kvaðst vona að fangavistin nú hjálpaði honum að
komast á réttan kjöl. annaei@mbl.is
Hlaut tveggja ára fangelsis-
dóm fyrir vörslu á barnaklámi
Barnamorðinginn Venables lýsti sig sekan af öllum ákæruatriðunum
Lögreglumynd Jon
Venables árið 1993.
Vakti mikla reiði
» Málið vakti mikla athygli vegna ungs ald-
urs gerendanna. Tældu þeir Bulger á brott úr
verslunarmiðstöð í Liverpool og fóru með
hann að járnbrautarteinum þar sem þeir
börðu hann með múrsteinum og járnpípum.
» Venables og Thompson fengu reynslu-
lausn 2001 ásamt nýjum nöfnum til að
tryggja mætti öryggi þeirra, þar sem morðið
á James Bulger er ekki gleymt í Bretlandi.
800
Fiskiskip taka þátt í björgunar-
aðgerðunum og er mikill skortur á
réttum búnaði. Menn nota gúmmí-
hanska, prjóna og jafnvel berar
hendur við hreinsistarfið.
430
ferkílómetrar er stærð olíuflekks-
ins. Kínversk yfirvöld segjast hafa
stöðvað lekann en olíuflekkurinn
hefur þó tvöfaldast að rúmmáli sl.
viku. Lekinn er þó ekki nema brot af
olíunni sem komin er í Mexíkóflóa.
‹ BJÖRGUNARAÐGERÐIR ›
»