Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Píanóleikarinn Davíð Þór Jóns- son mun á morgun kl. 16 flytja píanóverk á Gljúfrasteini, bæði frumsamin og eftir helstu tón- skáld síðustu alda, m.a. Bach, Schumann og Chopin. Davíð Þór útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2001 með láði og gaf út fyrstu sóló- plötu sína, Rask, ári seinna. Hann hefur verið iðinn sem hljóðfæraleikari í fjölda hljóm- sveita og auk þess verið útsetjari og upptöku- maður. Þá hefur hann einnig unnið í leikhúsi og með myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni. Stofutónleikar Gljúfrasteins verða haldnir alla sunnudaga í sumar kl. 16. Aðgangseyrir kr. 1.000. Tónlist Davíð Þór á Gljúfrasteini Davíð Þór Jónsson Í dag verða haldnir tónleikar í Skálholtskirkju með yfirskrift- inni „H.I. In memoriam“ sem er nafn á nýju verki eftir Óli- ver Kentish. Verkið tileinkar hann minningu Helgu Ingólfs- dóttur, stofnanda Sumar- tónleika í Skálholti, en hún lést í fyrra. Tónleikarnir hefjast kl. 15 en á þeim mun fyrrverandi kennari Helgu, Hedwig Bil- gram orgelleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari auk Mörtu Halldórs- dóttur sópran flytja fyrrnefnt verk og tónlist eftir Bach, Genzmer, Händel og Walther. Kl. 17 verða svo tónleikar með Bachsveitinni í Skálholti, með konsertum og kantötum Bachs. Tónlist Minningartónleikar í Skálholtskirkju Johann Sebastian Bach Á morgun verður boðið upp á leiðsögn um ljósmyndasýningu Minjasafnsins á Akureyri, Fjársjóður – tuttugu ljósmynd- arar frá Eyjafirði 1858-1965. Á sýningunni gefur að líta yfirlit um ljósmyndun á Eyjafjarðar- svæðinu og afrakstur rann- sókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Hörður mun sjá um leiðsögn á morgun. Í tilkynningu er m.a. spurt: „Hefur þú séð eina fyrstu íslensku paparazzi-myndina? Hefur þú séð mynd af fyrstu konunni sem kaus á Íslandi?“ Leiðsögnin hefst kl. 14. Ljósmyndun Fræðst um ljós- myndaarfinn Hörður Geirsson safnvörður Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JohannG In English er heiti nýrrar plötu sem tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson sendi nýverið frá sér. Á plötunni eru 28 lög eftir Jó- hann sem hann valdi sérstaklega fyrir plötuna, flutt af 30 íslenskum söngvurum á ensku og eru þar engir aukvisar á ferð, m.a. Andrea Gylfa- dóttir, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst Har- aldsson, Emiliana Torrini og Páll Óskar. „Það sem ég uppgötvaði í fyrra var það að ef þú ert fjarri í 20 ár eru kannski komnar tvær kynslóðir sem vita ekkert hver þú ert (hlær) og það sem ég er að gera með þessari plötu er að segja hver ég er sem tónlistarmaður. Ég er að taka saman það besta, reyndar kom út platan Gullkorn Jóhanns G. Jóhannssonar árið 2003 og þar tekin saman ýmis vinsæl lög eftir mig. Það er nefnilega þannig með lagahöfunda að þeir eru ekki kynntir mikið sjálfir, það eru flytjendurnir sem skipta máli. Og ég hef samið fyrir svo breið- an hóp af flytjendum,“ segir Jóhann. Honum hafi fundist tími til kominn að taka saman þau lög sem hann hefur gert á ensku. Var ekki spiluð í Ríkisútvarpinu „Á sínum tíma, þegar ég fór til Bretlands, 1973-4, gaf ég út mína fyrstu sólóplötu, Lang- spil, en á henni voru m.a. lögin „Dońt Try to Fo- ol Me“ og „I Need a Woman“ sem urðu vinsæl. En það var bannað að spila plötuna á RÚV vegna þess að allir textar voru á ensku,“ segir Jóhann og hlær þegar hann rifjar þetta upp. Tónlistin á þeirri plötu hafi staðist vel tímans tönn og gæti allt eins hafa verið tekin upp í dag. Í fyrra hafi hann svo gefið út sína fyrstu sóló- plötu í 20 ár, Á langri leið, með íslenskum text- um en sú plata hafi fengið litla kynningu og spil- un í útvarpi. Platan hafi hins vegar fengið prýðilega dóma og hann tilnefndur sem „Rödd ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum. En nú er gefið út á ensku og Jóhann sér sjálfur um út- gáfu og dreifingu. „Maður er alltaf að hugsa um stærra markaðssvið sem höfundur, maður vill alltaf komast lengra og ég tel að íslensk tónlist sé tiltölulega ónýtt auðlind sem hafi ekki fengið verðskuldaða athygli. Við höfum séð að það fólk sem hefur haft hörkuna og dugnaðinn og heppn- ina með sér, eins og Björk og fleiri, til að böggl- ast áfram, það hefur náð alveg ótrúlegum ár- angri.“ – Og þá skiptir auðvitað máli hver gefur út og dreifir plötunum … „Jú, auðvitað og það er ekki að gerast hér, ís- lensku fyrirtækin, því miður, þessi stærri fyrir- tæki, virðast vera mjög fjárhagslega tæp þannig að þau taka ekki mikla áhættu. Með mína plötu í fyrra var ekkert lagt í auglýs- ing- ar og það tókst ekki almenni- lega að fá spilun þannig að sú plata hefur algjörlega farið framhjá fólki.“ Stína og Sigrún Jóhann er ekki aðeins með þekkta söngvara á plöt- unni, sumir eru að hasla sér völl í tónlistinni og þ. á m. Stína Ágúst, en brátt kemur út hér á landi plata, Concrete World, með Stínu þar sem hún syngur valin lög eftir Jó- hann, mörg af hans þekktari lögum. Jóhann seg- ir plötuna afbragðsverk og hrósar Stínu mikið fyrir söng sinn. Þá syngur Sigrún Vala líka á plötunni en hana þekkir fólk úr síðustu Söngva- keppni Sjónvarpsins en í henni flutti hún lagið „Angels“. Þeir sem hafa áhuga á því að kaupa plötuna af Jóhanni geta pantað hana á www.johanng.is eða með því að senda honum tölvupóst á netfangið jog@heimsnet.is. Þar geta menn fengið aðgang og hlustað á plötuna í heild, skoðað plötu- umslagið og lesið lagatexta. Sama gildir um verslanir sem vilja fá plötuna í sölu. Plötukápa JohannG In English. Ljósmyndina tók Ragnheiður Arngrímsdóttir í sumar. Jóhann G. á ensku  Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson sendir frá sér plötu með völdum lög- um sem sungin eru á ensku  Margir af bestu söngvurum þjóðarinnar syngja Þjóðlistasafnið í London heldur sýn- ingu á verkum ítalska listmálarans Leonardo da Vinci veturinn 2011 og 2012. Að sögn Luke Sysons, sýn- ingastjóra, á safnið krefjandi en skemmtilegt verk fyrir höndum þar sem talið er að einungis fjórtán verk sé að finna eftir da Vinci í heiminum. „Leonardo trúði því að það væri betra að búa yfir fáum og stór- fenglegum verkum en að hespa mörgum af.“ Sýningin mun leggja áherslu á þau ár er da Vinci var við hirðina í Mílanó á árunum 1482 til 1499. „Hann málaði Monu Lisu ekki á þessu tímabili. Louvre myndi hvort sem er aldrei lána hana,“ var haft eftir Synson. Safnið hefur nú þegar tryggt sér verkin „La Belle Fèrr- oniere“ úr Louvre, „The Madonna Litta“ úr the Hermitage og „Saint Jerome“ úr Vatíkaninu. Safnið áætlar að halda fleiri sýn- ingar á árinu 2011. Verk flæmska listamannsins Jan Gossaert verða til sýnis frá 23. febrúar til 30. maí, en liðin eru fjörutíu ár frá síðustu sýn- ingu á verkum hans. Frítt verður inn á sýningar safns- ins á norskum og svissneskum landslagsmyndum frá 19. öld, sem og ítölskum ölturum. Þá verður sýning í gangi til heið- urs fyrsta framkvæmdastjóra safns- ins, Sir Charles Eastlake. Leonardo da Vinci í London Sýning á verkum frá árunum 1482-1499 La Belle Fèrroniere Olíumálverk da Vincis frá árinu 1490. Uppi varð fótur og fit við þessar fréttir, aðdáendur hreinlega brjál- uðust 34 » Mótettukór Hall- grímskirkju held- ur sumartónleika í Hallgrímskirkju á mánudaginn, 26. júlí, kl. 20. Á tónleikunum verða flutt trúar- leg og þjóðleg verk eftir íslensk tónskáld og textahöfunda, m.a. Báru Gríms- dóttur, Gunnstein Ólafsson, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Önnu S. Þorvaldsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru trúarleg verk en á sinni hlutanum veraldlegar, íslenskar kórperlur. Stjórnandi kórsins er Hörður Ás- kelsson. Trúarlegt og veraldlegt hjá Mótettukórnum Hörður Áskelsson Emilíana TorriniPáll Óskar Hjálmtýsson 30 íslenskir söngvarar flytja lög Jóhanns á plötunni JohannG In English. Söngvaranir eru: Andrea Gylfadóttir, Björg- vin Halldórsson, Daníel Ágúst, Erna Hrönn, Ey- þór Ingi, Eyjólfur Kristjánsson, Friðrik Ómar, Ellen Kristjánsdóttir, Emilíana Torrini, Heiða Ólafsdóttir, Hera Björk, Helgi Björnsson, Jó- hann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Jó- hanna Guðrún, KK, Magni Ásgeirsson, Magnús Þór, Margrét Eir, Páll Óskar, Páll Rósinkranz, Regína Ósk, Selma Björnsdóttir, Sigga Bein- teins, Sigrún Vala, Samúel J. Samúelsson, Stefanía Svavarsdóttir, Stefán Hilmarsson, Stína Ágúst og Svavar Knútur. Platan er tvö- föld. Á fyrri disknum syngur Jóhann eigin lög en á þeim seinni eru lögin flutt af öðr- um. Lögin á seinni disknum eru „Don’t Try To Fool Me“, „Dead Man’s Dance“, „Money Can’t Buy You Love“, „Wisdom Of Love“, „I’m Talkin About You“, „My Girl“, „Asking For Love“, „Love Like This“, „I Miss You Tonight“, „Dance All Night“, „Your Love“, „I Can’t Take It No More“, „Life is Like The Wind“ og „IF“. Þjóðþekktar raddir og lagasmellir SÖNGVARARNIR OG LÖGIN Björgvin Halldórsson myspace.com/jogjo johanng.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.