Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 AF RAUNVERU-- LEIKAÞÁTTUM Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Ég er búin að vera að hugsa um raunveruleikaþætti upp á síðkastið, eða allt frá því að upp komst um framleiðendur raunveruleikaþátt- anna The Hills. Eftir heilar sex serí- ur kjaftaði aðalstjarnan, Stephanie Pratt, frá vel varðveittu leynd- armáli; Stór hluti söguþráðarins var fyrirfram skrifaður. Uppi varð fótur og fit við þessar fréttir, aðdá- endur hreinlega brjáluðust og MTV-sjónvarpsstöðin tók þá ákvörðun að hætta framleiðslu. Þrátt fyrir að hafa ekki séð einn einasta þátt af The Hills komu þess- ar fréttir mér ekki á óvart. Við- brögðin við fréttinni fannst mér samt áhugaverð, er fólk virkilega ekki búið að átta sig á því að sárafá- ir raunveruleikaþættir standa und- ir nafni?    Ég man þá tíð er raunveru- leikaþættir hreinlega réðu yfir sjónvarpsdagskránni. Mig minnir að æðið hafi byrjað með Survivor og svo fylgdi American Idol fast á eftir. Einhvern veginn hafði ég á til- finningunni að þessi gerð þátta yrði nú ekki langlíf, en boy ó boy, mér skjátlaðist stórlega. Samkvæmt IMDb eru seríur Survivor orðnar tuttugu talsins og framleiðendur með að minnsta kosti tvær aðrar í bígerð. Seríur American Idol er þó enn hægt að telja á fingrum beggja handa, enda ekki „nema“ níu. Sjálf tók ég þátt í Survivor- æðinu … til að byrja með. Ég mætti gallvösk í bíó í góðra vina hóp til þess eins að horfa á lokaþátt af Survivor 3. Þar sigraði hinn sæti Ethan Zohn kollega sína í Afríku og hlaut milljón dollara fyrir vikið. Þetta var síðasta Survivor-serían sem ég fylgdist með. Í dag finnst mér ekkert meira óspennandi en Survivor 20. Ég staldraði aðeins lengur við American Idol, en býst við að kveðja hann fyrir fullt og allt eftir að snillingurinn Simon Cowell yfirgefur svæðið.    Í dag er hægt að finna raun- veruleikaþætti um næstum allt: Fyrirsætur berjast með kjafti og klóm í America’s Next Top Mod- el, einhleypir finna ástina í Bache- lor og Bachelorette, lúðar fá gullið tækifæri til að hitta sætar stelpur í Beauty and the Geek, rokkarar rokka í Rockstar, hæfileikaríkir og hæfileikalausir dansa dátt í So You Think You Can Dance, allskonar fólk mætir til leiks í X-Factor og America’s Got Talent og stórbein- óttir taka á honum stóra sínum í The Biggest Loser. Þetta er ein- ungis brotabrot af þeim hafsjó sem fyrirfinnst af þessum raunveru- leikaþáttum. Með tilkomu þáttanna varð til ný kynslóð stjarna. Þátttakend- urnir verða nefnilega margir hverj- ir frægir fyrir nákvæmlega ekki neitt. Þessi gerð frægðar er þó mjög skammvinn og berjast þátt- takendurnir við að lengja frægðar- tíma sinn á einn eða annan hátt, eft- ir að þeir kveðja skjáinn. Þeir setja til að mynda á markað eigin fata- línu, eiga í ástarsambandi við enn frægari manneskju, kæra þátta- framleiðendur fyrir allt mögulegt, já eða taka jafnvel þátt í öðrum raunveruleikaþætti. Þeim er ekkert heilagt.    Frægustu raunveruleikaþætt- irnir eiga flestir uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna eða Bret- lands. Önnur lönd hafa svo apað eft- ir. Til að mynda hafa Frakkar framleitt níu seríur af Survivor og Japanir fjórar. Þá hefur Idolið breiðst út eins og eldur í sinu um allan heim. Nokkrir raunveruleikaþættir hafa litið dagsins ljós í íslenskri út- gáfu, þar má nefna Bachelorette, Idol, X-Factor og Wipe Out. Mikið er ég fegin að þetta æði hafi ekki gripið okkur með kjafti og klóm líkt og Kanann. Raunveruleikaþættir verða nefnilega hálfpínlegir í litlu samfélagi. Raunveruleikaþættir halda enn velli »Einhvern veginnhafði ég á tilfinning- unni að þessi gerð þátta yrði nú ekki langlíf, en boy ó boy, mér skjátl- aðist stórlega. Hressleiki Idol-þáttastjórnendurnir íslensku Simmi og Jói fengu William Hung, keppanda ameríska Idolsins, í heimsókn. Karate Kid FORSÝNING kl. 1 (laugardag) / 8 (sunnudag) LEYFÐ Shrek 4 3D íslenskt tal kl. 1 (950 kr) - 3:30 - 5:45 LEYFÐ Babies kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 1 (650 kr) - 3:30 LEYFÐ Babies kl. 2 - 4 - 6 LÚXUS Shrek 4 3D enskt tal kl. 1 (aðeins laug. / 950 kr) -3:40 - 5:50 LEYFÐ Predators kl. 8 - 10:20 (laug.) / 10:45 (sun.) B.i. 16 ára Knight and Day kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Predators kl. 8 - 10:20 (laug.) / 8 - 10:45 (sun.) LÚXUS Grown Ups kl. 1 (650 kr) - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Sími 462 3500 Karate Kid FORSÝNING kl. 8 (laugardag) / 3:30 - 8 (sunnudag) LEYFÐ Predators kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára Knight and Day kl. 4 (Aðeins laug. / 600 kr) - 8 - 10 B.i. 12 ára Killers kl. 4 (600 kr) - 6 B.i. 12 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Forsýnd SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um Kung fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins! Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Stórfín hugmynd sem útfærð er á einfaldan og áhrifaríkan máta -Ó.H.T. Rás 2 Börnin í einlægni sinni og sakleysi eru bæði yndisleg og sprenghlægileg -H.G., MBL „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.