Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 4
skala,“ sagði Sverrir Björn. Hann sagði að til-
boð LN til LSS í fyrra upp á 0,8% hækkun hafi
verið fellt og tilboðið nú hafi heldur ekki verið
nóg.
Sverrir telur að ekki þurfi að breyta upp-
byggingu kjarasamnings LSS og LN því hann
sé sniðinn að sérstöðu stéttarinnar. Hins vegar
telur hann nauðsynlegt að hækka grunnlaunin
því þau séu ekki eðlileg í ljósi þeirra krafna
sem eru gerðar til nýliða um menntun: Þá taki
það langan tíma að vinna sig upp í launum.
Heildarlaun að meðaltali 470 þúsund
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfs-
maður LN, segir að kostnaðarmat launanefnd-
ar sveitarfélaga á framlagðri kröfugerð LSS
hljóði upp á tugi prósenta. Launanefndin hafi
aftur á móti lagt fram tilboð til LSS upp á 1,4%
kostnaðarauka.
„Meðaldagvinnulaun slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna eru 252 þúsund og meðalheild-
arlaunin eru 470 þúsund,“ sagði Inga Rún. Hún
sagði upplýsingarnar fengnar úr launakerfum
sveitarfélaganna.
Dagvinnulaunin eru samsett út grunnröðun
starfs og viðbótarlaunaflokkum m.a. fyrir
menntun og starfsreynslu. Í heildarlaununum
er búið bæta við vaktaálagi, yfirvinnu og öðru
sem bætist við dagvinnulaunin samkvæmt
kjarasamningi.
Aukinn hiti í kjaradeilu
slökkviliðsmanna
Talsvert ber á milli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélaga
Morgunblaðið/Júlíus
Skilað Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á bakvakt skiluðu í gær boðtækjum sínum til slökkviliðs-
stjóra. Þeir munu ekki sinna útköllum sem koma í boðtækin fyrr en kjaradeilan hefur verið leyst.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Ekki er vitað til þess að verkfall
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna gagnvart
sveitarfélögunum hafi valdið veru-
legum vandræðum í gær. Flug Flug-
félag Íslands til Akureyrar raskaðist
þó og einhverjir sjúkraflutningar
milli deilda og heilbrigðisstofnana á
höfuðborgarsvæðinu frestuðust.
„Þetta var óvenju rólegt og það
skapaðist í engum tilvikum hætta
fyrir fólk,“ segir Jón Viðar Matt-
híasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðið
sinnti 23 sjúkraflutningum meðan á
verkfallinu stóð, kl. 8 til 16, en á
venjulegum föstudegi eru oft 55 til
75 sjúkraflutningar. Beðið var um
flutning þriggja sjúklinga sem hefðu
strangt til tekið mátt bíða, sam-
kvæmt skilgreiningu Neyðarlín-
unnar, en ákveðið var að sinna þeim
strax til þess að verkfallið bitnaði
ekki á sjúklingum. „Menn voru mjög
einbeittir í því að láta sjúklingana
ávallt njóta vafans,“ segir Jón Viðar.
Eftir klukkan fjögur var mikið að
gera í sjúkraflutningum þannig að
heilbrigðisstofnanir hafa greinilega
beðið með að biðja um akstur.
Slökkviliðsmenn fóru í nokkur út-
köll á dælubílum. Jón Viðar segir að
þau hafi öll verið þess eðlis að ekki
mátti bíða með að sinna þeim og það
var gert.
Verkfallið hafði ekki heldur nein
áhrif á dagleg störf slökkviðliðsins á
Akureyri, að sögn Jóns Knutsen,
varðstjóra hjá Slökkviliði Akureyr-
ar. Farið var í öll útköll enda voru
þau talin nauðsynleg.
Ekki þurfti að fara í neitt sjúkra-
flug til Reykjavíkur meðan á verk-
fallinu stóð.
Í gærmorgun þurfti sjúkraflugvél
að snúa við á miðju Grænlandssundi
vegna veðurs og lenda á Akureyri.
Slökkviliðsmenn mönnuðu slökkvi-
stöðina á vellinum til þess að hún
gæti lent.
Flugfélag Íslands gat ekki notað
flugvöllinn á meðan verkfallið varði,
vegna eigin starfsreglna. Það flýtti
flugi til Akureyrar í gærmorgun,
felldi niður eitt flug og seinkaði einu.
Áætlunarflug Norlandair raskaðist
ekki.
helgi@mbl.is
Rólegur dagur hjá slökkviliðum
Morgunblaðið/Ernir
Mótmæli Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn gengu í gær niður Laugaveg
og að Ráðhúsi Reykjavíkur, til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni.
Verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna olli ekki miklum vandræðum
Menn létu sjúklingana njóta vafans Röskun á áætlunarflugi til Akureyrar
Rannsókn lögreglunnar á Húsavík á
rútuslysinu í Reykjadal miðar að því
að kanna hvort hemlunarbúnaður
hafi virkað. Kallaður hefur verið til
bifvélavirki til að aðstoða lögregl-
una við að rífa rútuna í sundur og
kanna bremsurnar. Fulltrúi rann-
sóknarnefndar umferðarslysa verð-
ur einnig viðstaddur.
Hreiðar Hreiðarsson lögreglu-
varðstjóri segir að búið sé að yf-
irheyra ökumann rútunnar og verið
sé að vinna úr gögnum málsins.
Hreiðar segir að ummerki á slys-
stað og aðrar upplýsingar styðji
framburð ökumannsins um að
bremsubúnaðurinn hafi ekki virkað
þegar á reyndi við beygjuna hjá
Einarsstöðum. Það sé þekkt að
vökvabremsur geti ofhitnað í
löngum brekkum eins og bíllinn
hafði farið niður Fljótsheiðina og
hætt að virka. Því beinist rann-
sóknin að því að safna gögnum um
það.
Tveir af farþegum rútunnar eru
enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og einn á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Sjúklingarnir á
Akureyri bíða flutnings með sjúkra-
flugi til Frakklands og Sviss, sam-
kvæmt upplýsingum lækninga-
forstjóra. Sautján voru í rútunni
sem valt á miðvikudagskvöld og sex
þeirra voru lagðir inn á spítala.
helgi@mbl.is
Rannsókn á rútu-
slysinu beinist að
bremsum bílsins
Laugardalslaugin verður opin allan
sólarhringinn yfir helgina. Mikil
aðsókn var í laugina á fimmtudags-
nótt og hafa vafalaust margir viljað
busla eilítið eftir að börunum var
lokað í miðborginni klukkan eitt.
Ölvuðu fólki var ekki hleypt ofan
í og reyndu þá einhverjir að klifra
yfir girðingar til að komast í vatnið.
Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri
laugarinnar, segir þó að mikil
vandræði hafi ekki skapast. „Við
vorum með mjög vel mannað og
sterkt lið hjá okkur. Það kom hol-
skefla af fólki sem var búið að
djamma dálítið og fannst dýrt að
kaupa sig inn og vildi komast ofan í
hina leiðina.“
Einhverjir íbúar í kring hafa
kvartað yfir háværum skrækjum
frá lauginni að næturþeli.
Ölvuðu fólki var
neitað um aðgang
að Laugardalslaug
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
lagði hald á 72 kannabisplöntur
sem fundust við húsleit í raðhúsi í
Garðabæ á fimmtudag. Plönturnar
voru ræktaðar í bílskúr hússins og
voru á lokastigi ræktunar. Kona á
fimmtugsaldri var handtekin vegna
ræktunarinnar.
Konan játaði sekt sína hjá lög-
reglu og telst málið því upplýst.
Konan hefur lítið sem ekkert komið
við sögu lögreglu áður.
Kona á fimmtugs-
aldri með kannabis-
ræktun í bílskúrnum
Við nýráðningu raðast slökkviliðsmaður í til-
tekinn grunnlaunaflokk. Ljúki hann sérhæfðu
námi og þjálfun hækka launin. Afli hann sér
t.d. grunnnáms í sjúkraflutningum hækkar
hann um tvo launaflokka og þrjá ef hann lýkur
framhaldsnámi í sjúkraflutningum (neyðar-
flutningum). Leitar- og björgunarkafarar
hækka um þrjá flokka og landflokksmenn,
sem t.d. vinna í óbyggðum, um tvo.
Slökkviliðsmenn á útkallssviði,
aðrir en varðstjóri og aðalvarðstjóri,
geta mest hækkað sig um sex launa-
flokka með viðbótarmenntun og
þjálfun.
Bráðatæknar sem ljúka sérhæfðu
námi raðast fjórum launa-
flokkum hærra en þeir
myndu ella raðast, svo
dæmi séu tekin um
launakerfi slökkvi-
liðs- og sjúkraflutn-
ingamanna.
Viðbótarmenntun
hækkar kaupið
LAUNAKERFI LSS
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fóru í
verkfall frá klukkan 8 til 16 í gær til að leggja
áherslu á kröfur sínar. Í Reykjavík gengu þeir
fylktu liði niður Laugaveginn að ráðhúsinu. Þar
efndu þeir til fræðslu fyrir starfsfólk og kenndu
því rétta notkun slökkvitækja. Einnig ræddu
slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn við Dag B.
Eggertsson, formann borgarráðs, og ýmsa
embættismenn og starfsmenn borgarinnar.
Um leið og boðaðar aðgerðir hófust skiluðu
slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á frívakt
boðtækjum til slökkviliðsstjóra. Þeir munu því
ekki sinna neyðarútköllum sem berast í boð-
tækin fyrr en deilan hefur verið leyst. Í máli
fulltrúa slökkviliðsmanna við ráðhúsið kom
fram að það sé ekki viðunandi ástand að engir
séu á bakvakt.
Kjaraviðræður Landssambands slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna (LSS) við launanefnd
Sambands íslenskra sveitarfélaga (LN) eru á
forræði ríkissáttasemjara. Nýr fundur hafði
ekki verið boðaður um miðjan dag í gær. Kjara-
samningar LSS við LN hafa verið lausir frá 31.
ágúst 2009.
Krefjast hækkunar grunnlauna
„Við förum fram á leiðréttingu á grunn-
launum og sú krafa hljóðar upp á innan við tug
prósenta í heildina,“ sagði Sverrir Björn
Björnsson, formaður LSS. Hann sagði að þar
sé bæði krafa um hækkun grunnlauna og aðrir
þættir kjara slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna. Sverrir Björn mótmælir tölum sem
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfs-
maður LN, hefur nefnt um kröfur LSS og segir
að þær séu fjarri veruleikanum. Vísar hann til
upplýsinga LSS um meðallaun hjá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins því til stuðnings (sjá
skýringarmynd).
Sverrir telur að slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn líði fyrir það að kjarasamningur
þeirra og umbun fyrir aukna menntun og
reynslu sé frábrugðið því sem almennt gerist í
samningum sveitarfélaga við starfsmenn sína.
Ekki hafi verið tekið tillit til þessarar sér-
stöðu t.d. í stöðugleikasáttmálanum. Hann
bendir á að gerð sé krafa um að slökkviliðs-
menn séu með a.m.k. iðnmenntun eða
annað fjögurra ára framhaldsskóla-
nám. Þá þurfi þeir að afla sér endur-
menntunar og símenntunar utan
vinnutíma meðan margar
stéttir geri það í vinnutíma.
„Grunnlaunin okkar eru lág
og við verðum að lyfta þeim