Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kveðst ekki geta svarað því hvort til greina komi að setja lög um vexti gengislána en ríkisstjórnin fundaði með FME og Seðla- banka í gær um gengislán og viðbrögð við dómum sem fall- ið hafa í málum þeim tengdum. „Ég get ekki svarað því á þessu stigi málsins, það væri ekki rétt að gefa nein svör við slíku. Við verðum að bíða og sjá hverju fram vindur,“ sagði Steingrímur að loknum tæpra þriggja tíma fundi. Fundurinn var upplýsingafundur fyrir ráðherra ríkis- stjórnar en engar ákvarðanir voru teknar. Lítið fæst upp- gefið um næstu skref ríkisstjórnarinnar í málum er varða gengislán en dómurinn sem féll í gær í máli Lýsingar gegn skuldara staðfesti í raun áður útgefin tilmæli FME og Seðlabanka. Sérfræðingar innan ráðuneyta treysta sér enn ekki til þess að kveða upp úr um það hvort þessi dómur eða þeir sem féllu í júní í Hæstarétti og dæmdu gengistrygg- ingu lána ólöglega eigi við um bílalán eingöngu eða einnig húsnæðislán. Að sögn Steingríms er málið risavaxið og óhemjuflókið. Lánasamningar fyrirtækja öðruvísi Steingrímur segir að upplýsingafundir undanfarið með FME og Seðlabanka hafi skilað ríkisstjórninni ít- arlegum upplýsingum um það hvernig gengistryggð lán í fjármálakerfinu skiptist niður á einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, flokka fyrirtækja o.s.frv. Ljóst sé að langstærstur hluti lána snúi að fyrirtækj- um en í þeim málum sé ódæmt. „Það er ekki sjálfgefið að sama niðurstaða yrði varðandi ólögmætið þegar um fyr- irtæki er að ræða. Lánasamningarnir eru þar öðruvísi og of snemmt að gefa sér einhverja niðurstöðu.“ Engar ákvarðanir teknar  Verðum að bíða og sjá hverju fram vindur, segir fjármálaráðherra Fundað fram á kvöld » Fundur ríkisstjórnarinnar stóð frá kl. 16.30 til kl. 19 í gær. Um var að ræða upplýs- ingafund fyrir ráðherra. » Tveir ráðherrar VG fóru snemma vegna þingflokks- fundar. » Ekki er ljóst hver næstu skref ríkisstjórnarinnar verða í málinu eða hvort hún grípur til aðgerða til að eyða óvissu um vexti gengislána. Straumur ferðalanga virðist liggja norður í land þessa helgi. Í gærkvöldi var þung umferð úr Reykjavík og um Borgarfjörð. Umferðin var hæg og víða mynduðust bílaraðir, að sögn lögreglumanns í Borgarnesi. Spáð er bjartviðri norðanlands um helgina og að þar verði hlýj- ast í veðri. Vel ætti að viðra á gesti fjölmargra bæjar- hátíða sem haldnar eru um helgina, ekki síst á Norður- landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var á eftirlits- og æfingarflugi um Suðurland síðdegis, meðal annars yfir Landeyjahöfn og nágrenni. Lögreglumaður frá Selfossi var með í för og var umferðarhraðinn mældur á Hellisheiðinni. Mjög dregur úr hraða þegar þyrlan sést á sveimi og þá er tilganginum náð. Lítil umferð var í gegnum Selfoss í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglumanns, umferðin var eins og á virkum degi. Morgunblaðið/RAX Ökumenn stíga léttar á bensíngjöfina þegar þyrlan sveimar yfir Straumurinn liggur norður í land Dómstólar í Lúxemborg samþykktu fyrir helgi samkomulag milli þrota- bús Landsbankans í Lúxemborg, Landsbanka Íslands, Seðlabanka Lúxemborgar og nokkurra stærstu kröfuhafa bankans sem, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, á að tryggja innistæðueigendum fullar heimtur innan nokkurra mánaða. Samkomulagið er afrakstur margra mánaða samningaviðræðna og á að tryggja að Landsbanki Ís- lands geti hámarkað sínar heimtur úr þrotabúinu, auk þess sem inni- stæðueigendur fái greitt að fullu. Samkvæmt sömu heimildum mun hluti lánabókar fara í stýringu til Glitnis í Lúxemborg. Samkomulag náðist um þrotabú Lands- bankans í Lúx „Sjálfum segir mér svo hugur að fylgi við ferlið og umsóknina [að Evrópusamband- inu] sé heldur að aukast á Alþingi fremur en að minnka,“ segir Össur Skarphéð- insson utanrík- isráðherra í sam- tali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hann vísar gagnrýni Sjálf- stæðisflokksins á bug og segir hann vera að einangra sig í stjórnmálum í dag. „Það eru bernskubrek nýrrar forystu sem mun ábyggilega ein- hvern tímann sjá ljósið og koma fram með ábyrgari hætti.“ Hann segir samninga verða leidda til lykta, sama „þó nokkrir þingmenn komi korteri fyrir þinglok fram með tillögu um eitthvað annað.“ Telur stuðning við ESB vera að aukast Össur Skarphéðinsson MMeira á mbl.is Grunur er um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli og er unnið að innköllun vörunnar. Þetta er í þriðja skipti á árinu sem Matfugl þarf að innkalla kjúklinga vegna gruns um salmonellusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- fugli er kjúklingur hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga og passi að blóð- vökvi fari ekki í aðra vöru, en hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér er það beðið um að skoða rekjan- leikanúmerið, sem er að finna á um- búðunum, og skila kjúklingnum. Um er að ræða rekjanleikanúm- erin 011-10-24-4-31. Innköllun í þriðja skipti á árinu Ríkisendurskoðun vekur athygli á því í skýrslu um athugun á fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins Álfta- ness að 200 milljóna króna lántaka í júní 2009 hafi ekki verið borin upp og samþykkt í bæjarstjórn. Ekki verði annað séð en að bæjarstjórn og embættismenn hafi staðið form- lega rétt að afgreiðslu og samþykkt annarra mála. Kæra vegna þessarar lántöku fyrrverandi bæjarstjóra hjá Kaupþingi banka er til meðferðar í ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Ríkisendurskoðun telur að ákvarðanir sveitarstjórnar Álfta- ness á árunum 2006 til 2009 valdi þeim alvarlega fjárhagsvanda sem sveitarfélagið á nú í. Afdrifaríkustu ákvarðanirnar tengjast leigusamn- ingi við Eignarhaldsfélagið Fast- eign um uppbyggingu og leigu á íþróttamannvirkjum í ársbyrjun 2007 en einnig eru tilgreindir samn- ingar við Búmenn um leigu á mið- stöð vegna þjónustu við aldraða og við Ris um byggingu þjónustuhús- næðis. Þá er vakin athygli á því að tekin hafi verið mikil áhætta með því að hafa stóran hluta lána sveit- arfélagsins bundinn gengi erlendra gjaldmiðla. Loks hafi ýmsar ákvarðanir sveitarfélagsins orðið til þess að hækka mjög rekstrarkostn- að, meðal annars að taka unglinga- deild grunnskólans heim til Álfta- ness. Reksturinn þaninn út Fram kemur að sveitarfélagið glímdi við fjárhagsvanda þegar í lok árs 2006, eins og endurskoðendur bentu á. „Í stað þess að bregðast við vandanum með raunhæfum hætti var rekstur sveitarfélagsins stöðugt þaninn út,“ segir í skýrsl- unni. Unnið hafi verið eftir fjár- hagsáætlunum sem byggðust á því að hægt væri að afla hundraða milljóna króna árlega í viðbótar- tekjur með sölu lóða og bygging- arréttar. „Lausatök voru á rekstri bæjarfélagsins og virðist lítið að- hald hafa verið með kostnaði,“ segir þar ennfremur. Ríkisendurskoðun telur að draga megi þann lærdóm af þessu máli að fjármálareglur um sveitarstjórnar- stigið þurfi að vera strangari og setja þurfi skorður við því með hvaða hætti sveitarfélög geti stofn- að til skuldbindinga. Um leið þurfi eftirlit með fjárhagsstöðu sveitarfé- laga að vera virkt svo hægt sé að bregðast tímanlega við ef ekki er farið að reglum. Snorri Finnlaugsson, forseti nú- verandi bæjarstjórnar, vísar til nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar um lántökuna á síðasta ári og telur ein- sýnt að látið verði reyna á stöðu sveitarfélagsins í því máli. Það verði skoðað þegar ráðuneyti sveitar- stjórnarmála hafi úrskurðað í kæru- málinu. helgi@mbl.is Lausatök á rekstri bæjarins Í vikunni var 73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgar- svæðinu, en jafnmörgum kaupsamn- ingum hefur ekki verið þinglýst frá því í fyrstu viku októbermánaðar 2008. Fasteignasali hjá Eignamiðlun telur markaðinn senn kalla á ný- byggingar. „Þessar tölur eru alveg í takt við það sem ég upplifi á markaðnum,“ segir Þorleifur St. Guðmundsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, og bætir við að meira hafi verið að gera hjá honum þessi dægrin en undan- farin misseri. „Ég held að við séum á leið upp.“ Að meðaltali hefur 54 kaupsamn- ingum verið þinglýst á viku undan- farnar 12 vikur. Fleiri óseldar íbúðir 1997 Þrátt fyrir að mikið sé af óseldu, hálfkláruðu húsnæði á höfuðborgar- svæðinu telur Þorsteinn að huga þurfi að byggingu fleiri íbúða. „Það voru mun fleiri íbúðir óseldar árið 1997 þegar markaðurinn tók kipp og það tók innan við ár að hreinsa það upp, þannig að ég held að það skapist fljótlega á næsta ári þörf fyrir að menn fari að byrja að byggja því það tekur ákveðinn tíma að ljúka við byggingu eftir að hún hefst.“ „Held að við séum á leið upp“ 73 kaupsamningum þinglýst í vikunni Básar á Goðalandi Gott tjaldsvæði og frábært gönguland l i tt tj l i fr rt l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.