Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
50% afsláttur
af öllum fatnaði og skóm!www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Einkaklúbburinn er einn öflugasti veitinga- og
fríðindaklúbbur á Íslandi og var stofnaður árið
1992. Í dag eru þúsundir Einkaklúbbsfélaga
um allt land. Skírteini klúbbsins veitir afslátt hjá
hundruðum fyrirtækja um allt land.
Kynntu þér málið á www.ek.is eða í síma 577-2222
• Tveir fyrir einn tilboð á veitingastöðum
• Góður afsláttur af ýmsum vörum og þjónustu
• Þú færð afsláttinn strax
Hefur þú kynnt þér
Einkaklúbbinn?
Jakob Smári,
prófessor í sál-
fræði við Háskóla
Íslands, lést 19.
júlí 2010. Jakob
fæddist 11. jan-
úar árið 1950,
sonur þeirra
Bergþórs Smára
og Unnar
Erlendsdóttur
sem er látin. Systkini Jakobs eru
Erla Bergþórsdóttir Smári og hálf-
bróðir hans Júlíus Smári.
Jakob varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1970.
Hann lauk Licence-ès-Lettres prófi í
sálfræði frá Université de Provence,
Aix-en-Provence árið 1974 og Maîtr-
ise de Psychologie (meistaraprófi)
frá sama skóla ári síðar. Jakob lauk
doktorsprófi í sálfræði frá Stokk-
hólmsháskóla árið 1985. Meðfram
doktorsnámi starfaði hann við sál-
fræðideild Stokkhólmsháskóla.
Hann starfaði við geðdeild Borgar-
spítala á árunum 1978 og 1979, var
deildarsálfræðingur við geðdeild
Landspítala 1981-1993 og rak eigin
sálfræðistofu 1993-1996. Jakob var
ráðinn dósent við Háskóla Íslands
árið 1994 og varð prófessor árið
1999. Á yngri árum var Jakob eftir-
sóttur leiðsögumaður.
Fyrri kona Jakobs Smára var
Malín Örlygsdóttir og áttu þau Ör-
lyg Smára, Bergþór Smára og Unni
Jakobsdóttur Smára. Eftirlifandi
eiginkona hans er Guðbjörg Gúst-
afsdóttir. Sonur hennar er Andri
Valur Sigurðsson.
Andlát
Jakob Smári
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, hefur gefið
út reglugerð um úthlutun á 1.100
tonnum af þorski og 800 tonnum af
ýsu, sem áður hafði verið ráðstafað
til línuívilnunar. Með ákvörðun
sinni vísar sjávarútvegsráðherra til
laga nr. 116/2006 sem heimila hon-
um innan fiskveiðiársins að auka
eða minnka leyfðan heildarafla ein-
stakra tegunda.
Þessi úhlutun kemur þó ekki til
með að auka áður leyfðan heildar-
afla í þorski og ýsu á yfirstandandi
fiskveiðiári. Í tilkynningu frá ráðu-
neytinu er áréttað að hér sé ein-
ungis verið að ráðstafa þeim afla-
heimildum sem áður hafði verið
ráðstafað til línuívilnunar sem ljóst
sé að ekki munu nýtast til hennar.
„Þannig er í raun ekki um það að
ræða að með ákvörðun sinni sé ráð-
herra að auka leyfilegan heildar-
afla í tegundunum tveimur, því
1.100 tonum af þorski og 800 tonn-
um af ýsu sem sýnt þykir að ekki
nýtast til línuívilnunar, er ráðstafað
með öðrum hætti.“
Ráðherra úthlutar
1.900 tonnum
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Runólfur Ágústs-
son, lögfræð-
ingur, hefur verið
skipaður í nýtt
embætti umboðs-
manns skuldara
sem tekur til
starfa 1. ágúst
næstkomandi.
Umsækjendur
um embættið
voru níu en stað-
an var auglýst í lok júní og rann um-
sóknarfrestur út 12. júlí síðastliðinn.
Niðurstaða hæfnismats var sú að
Runólfur væri hæfastur í starfið.
Embættið mun annast fjármála-
ráðgjöf við einstaklinga sem til
þessa hefur verið sinnt af Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna en
starfsemi hennar rennur inn í emb-
ætti umboðsmanns.
Skipaður umboðs-
maður skuldara
Runólfur
Ágústsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111