Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 12
24. desember 2011 LAUGARDAGUR12 M argir listamenn eru hrifnir af svona outsider- list, naívisma og þannig, því þeir geta ekki horfið aftur til þess að teikna þannig sjálfir. Ég væri til dæmis alveg til í að geta enn þá teiknað svona eins og barn. En það er ekki hægt að aflæra það sem maður kann, nema það komi bara eitthvað alvarlegt fyrir heilann í manni,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarkona. Hrósað fyrir að teikna Allir krakkar teikna og þeir gera flestir ævintýralegar mynd- ir sem bera vott um óendanlegt ímyndunar afl. Svo gerist það oftar en ekki að þeir hætta því, missa niður hæfileikann og ná honum aldrei upp aftur. „Ég held að þetta megi rekja til þess að ekkert þykir skemmtilegt að gera, nema maður sé góður í því. Ég held ég hafi til dæmis farið mína leið í lífinu af því mér var hrósað fyrir að teikna þegar ég var barn. Þess vegna trúði ég því sjálf að ég væri góð í því. Svo hefur þetta fóðrað sjálft sig, ég hélt áfram að fá jákvæða athygli og hélt þess vegna áfram. Ég held kannski að hlutirnir séu of fljótir að breytast í keppni á milli barna, svo þau hætta snemma að gera það sem þeim þykir skemmti- legt.“ Andrés og Viggó viðutan Lóa hefur alla tíð teiknað mikið og, ólíkt mörgum öðrum, aldrei hætt. „Ég sat yfirleitt alltaf á rassinum sem barn, las Andrés- blöð, Viggó viðutan eða teiknaði. Ég var ekki með neitt sérstaklega mörg önnur áhugamál. Ég var menntaskólaneminn sem næstum hótaði leikfimikennaranum fyrir að fremja á mér mannréttindabrot því ég þurfti að standa á höndum í lokaprófinu.“ Hótunin virkaði ekki sem skyldi og mamma Lóu þurfti að kenna henni að standa á höndum, kvöld- ið fyrir lokaprófið í leikfimi. Hún náði, en fékk þó ekki verðlaun fyrir fallegustu handstöðuna. Dreifbýlisjussurnar „Ég var að lesa upp úr bókinni minni í gær,“ stingur Lóa inn, og á þar við teiknimyndasöguna sína, Alhæft um þjóðir, sem var að koma út á ensku. „Það var dálítið eins og ég væri að lesa upp úr atómljóða- bók. Það hló enginn! Ég var með míkrófón, það ískraði í kerfinu og ég með eitthvert slide-show í gangi. Þetta var mjög misheppnað,“ segir Lóa og dregur öööö-ið. En hún virð- ist ekki vera sérstaklega leið yfir því, heldur þvert á móti, ef marka má breitt brosið. „Það er eitthvað svo brjálæðislega fyndið við svona vonlausar aðstæður. Það er eitt- hvað miklu áhugaverðara við að klúðra heldur en að vinna alltaf.“ Titillinn segir allt sem segja þarf um bókina Alhæft um þjóð- ir og það sama má segja um þá bók sem Lóa hefur nú í smíðum – Dreifbýlisjussur. „Sögusviðið er einhver dauður bær úti á lands- byggðinni í ímynduðu landi. Þetta er svona klisjugrín. Það er alltaf verið að draga fólk í dilka, alhæfa og flokka. Svo standast alhæfing- arnar aldrei.“ JÓLATRÉ, STÚFUR, STELPA OG JÓLASVEINN Á BÁTI. ÁLFHEIÐUR, BRÁÐUM 5 ÁRA Ég vildi geta teiknað eins og barn Krakkarnir á Barnaheimilinu Ósi við Bergþórugötu eru með ímyndunaraflið í lagi, eins og teikningar þeirra af jólalegum furðu- fígúrum sýna. Teiknarinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir lagðist yfir myndirnar og útfærði þær eftir sínu höfði. Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir spjallaði við Lóu, meðal annars um hvernig forða má börnum frá því að týna sínum innri listamanni á fullorðinsárum. BARA JÓLATRÉ. ORRI, 5 ÁRA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.