Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 16
24. desember 2011 LAUGARDAGUR16 a Ég var bara svo mikill Íslendingur og sann- færður að allt íslenskt væri best. Þá vissi ég ekki hversu miklir vitleysingar við erum. F yrri jólaplata systkinanna Ellenar Kristjánsdóttur og KK, Jólin eru að koma, frá árinu 2005, hlaut geysi- fínar viðtökur og hafa lög af henni hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans æ síðan á þessum árstíma. Fyrir þessi jól hafa þau gefið út aðra slíka plötu, sem nefnist einfald- lega Jólin. Finna þau fyrir því, í ljósi þessa, að nokkur hluti almennings sé farinn að tengja þau systkinin við jólin? Ellen: „Ef svo er þá er það mjög falleg tilhugsun.“ KK: „Já, ég finn fyrir þessu. Við erum systkin en höfum ekki gert plöt- ur saman nema þessar jólaplötur, svo fólk tekur eftir því þegar þær koma. Vinnan við þessa plötu var aðeins öðru- vísi því við vorum búin að gera hina. Við reyndum við að víkja ekki of langt frá einfaldleikanum sem einkenndi fyrri plötuna, en þó er alltaf nauðsyn- legt að vera opinn fyrir öllu og sjá hvað gerist.“ Ellen: „Eyþór [Gunnarsson, tónlistar maður og eiginmaður Ellen- ar] kom aðeins að síðustu plötu en var fullgildur meðlimur við gerð þessar- ar nýju. Ég og Kristján völdum lögin, sem var örlítið flóknara núna. Síðast tókum við uppáhaldslögin okkar, en núna drógum við alls kyns lög á flot.“ Pínulítið sorgmædd um jólin Fyrstu æviárin bjuggu Ellen og KK í Bandaríkjunum. Ellen var sex ára þegar fjölskyldan fluttist til Íslands og KK níu ára, en síðar hafa þau bæði dvalið í öðrum löndum. Til að mynda átti Ellen heima í Englandi um hríð og KK heil þrettán ár í Svíþjóð. Hversu margt muna þau frá bandarísku jóla- haldi? KK: „Ég man nú ekki margt frá jólum í Bandaríkjunum. Þau eru svo fjarlæg og ég orðinn svo gamall, hálf- sextugur maðurinn. Ég man þó að eftir væntingin í Bandaríkjunum er helst eftir jóladagsmorgni. Þá vakna krakkarnir eldsnemma og rjúka undir tréð til að opna pakkana sína.“ Ellen: „Já, á náttfötunum. Sem er í raun mun sniðugra kerfi. Hérna á Íslandi eru börnin orðin alveg yfir- spennt þegar klukkan slær sex á aðfangadag. Þá er nú sniðugra að opna bara pakkana yfir morgunkaffinu. Ég er að hugsa um að taka hreinlega þenn- an bandaríska sið upp.“ KK: „Mér þykir nú skemmtilegra þegar öll fjölskyldan gerir þetta saman á kvöldin. Að fylgjast með börnunum að springa úr eftirvæntingu. Ég kann betur við íslensku jólin, á allan hátt.“ Ellen: „Ég elska jólin, en verð samt alltaf pínulítið sorgmædd á þessum árstíma. Allir vinna svo mikið og kaupa helling, sem er auðvitað fallegt því það er gert til að gleðja aðra, en stundum gengur þetta of langt. Þá hugsa ég til þeirra sem eiga virkilega um sárt að binda. Kannski ættu jólin að snúast meira um að hjálpa öðrum.“ KK: „Já, það er nú heila málið, að allir séu góðir hver við annan á þessum dimmu dögum. En stressið er til staðar allan ársins hring, það er bara spurn- ing hvernig maður lítur á það.“ Börnin frávita af hræðslu Hver er helsti munurinn á jólahaldi hér og erlendis þar sem þið hafið eytt jólunum? Ellen: „Þegar ég bjó í Englandi komum við alltaf heim um jólin. Einum jólum eyddi ég þó hjá systur minni í Kaliforníu og þar var borið smávegis af hangikjöti á borð sérstaklega fyrir mig. Mér fannst afskaplega skrýtið að allar búðir væru opnar og fólk að versla á aðfangadag. Svo fékk ég senda eina íslenska bók í jólagjöf og þurfti að passa mig á að lesa ekki of mikið í hvert sinn því ég vildi alls ekki klára hana strax.“ KK: „Í raun er skömm að segja frá því, vegna þess hversu lengi ég bjó í landinu, en ég veit ósköp lítið um það hvernig jólin eru haldin í Svíþjóð. Þar var íslenskt samfélag sem hélt íslensk jól. Líkt og stundum er með útlendinga sem búa hér á landi vorum við ekkert sérstaklega mikið í að aðlagast öðrum siðum. Ég var bara svo mikill Íslend- ingur og sannfærður að allt íslenskt væri best. Þá vissi ég ekki hversu mikl- ir vitleysingar við erum. Manni hafði JÓLIN Ellen og KK voru ung að aldri þegar þau fluttu til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þau áttu heima fyrstu æviárin. Þau muna því takmarkað eftir bandarísku jólahaldi, en KK segist hrifnari af íslenskum jólum á allan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA verið talin trú um að við værum mesta bókmenntaþjóð í heimi og ég veit ekki hvað og hvað, en svo kom í ljós að við vorum mestu fjármálasnillingarnir. En við héldum sem sagt íslensk jól í Sví- þjóð, fluttum inn hangikjöt og lékum jólasveina fyrir börnin.“ Ellen: „Lékuð þið ekki líka Grýlu og Leppalúða? Það er eins og mig minni það?“ KK: „Jú, alveg rétt. Við klædd- um okkur í búninga sem við gerðum sjálfir úr íslenskum lopa og slæðum. Svo gengum við um hverfið og börnin urðu viti sínu fjær af hræðslu. Ég man að Sóley dóttir mín, sem þá var lítil, beið inni á baðherbergi og svo drösl- uðumst við þangað inn í gervunum og hún stífnaði upp af hræðslu. Annar lítill strákur tók upp trédrumb þegar við nálguðumst, rak mömmu sína inn í íbúð og öskraði: „Ég skal verja þig, mamma!“ Þetta var ekki alveg nógu gott.“ Ellen: „Er ekki barnabarnið þitt hrikalega hrætt við jólasveinana, Kristján?“ KK: „Jú, en það er nú ekki mér að kenna. Amma hans fór með hann í Rammagerðina að skoða vélmenna- jólasveinana, sem eru dálítið eins og brúðan Chucky í hryllingsmyndun- um. Hann varð ógurlega hræddur og vaknar stundum á næturnar og öskrar: „Pabbi! Jólasveinarnir!“ Ellen: „Hann er svo lítill, bara tveggja ára.“ Vont að sjá vín á fólki Hvernig er svo nánasta aðdraganda jólanna háttað á ykkar heimilum nú til dags? Ellen: „Frá því við fluttum til Íslands þegar við vorum börn hefur verið hefð hjá okkur að borða á slaginu sex. Svo lét mamma okkur vaska upp og ganga frá öllu og þá máttum við loksins opna pakkana. Þessa hefð hef ég haft í heiðri í minni fjölskyldu.“ KK: „Ég líka. Svona finnst manni bara að þetta eigi að vera, því það er svona. Það er líka hefð hjá mér að taka mér alveg frí á Þorláksmessu, burtséð frá því hvort ég sé að gefa út plötu eða ekki, og vera með fjölskyldunni. Þá röltum við í bæinn saman, fáum okkur súpu og ýmislegt fleira.“ Ellen: „Við förum líka stundum í miðbæinn. Ég fór í bæinn um síðustu helgi og þar var afskaplega jólalegt, en leiðinlegast finnst mér þegar ég sé fyllerí á fólki. Sjálf höfum við aldrei áfengi á boðstólum, hvorki á jólum né áramótum.“ Hangikjöt allan ársins hring Hvað með margumræddasta umræðu- efnið á þessum árstíma, sjálfan jóla- matinn? Ellen: „Maðurinn minn eldar mat- inn og hrísgrjónagrautinn og hefur alltaf gert. Sigga dóttir mín, Þorsteinn [Einars son úr reggísveitinni Hjálmum] tengdasonur minn og börnin þeirra búa í sama húsi og við og við ætlum öll að borða saman. Þau voru grænmetis ætur en eru nýbyrjuð að borða fuglakjöt, svo nú ætlum við að hafa kalkún svo allir geti borðað saman. Ellen, fimm ára dótturdóttur minni, dettur samt ekki í hug að borða kjöt. Hún segir bara: „Amma, ég er grænmetisæta!“ svo það verður elduð lítil grænmetissteik fyrir hana. Hér áður fyrr höfðum við oftast svínalæri með heimatilbúnu rauðkáli og slíku. Það var svolítið dönsk stemn- ing yfir því, svo núna ætti ég líklega að reyna að finna danska uppskrift að kalkún.“ KK: „Við gömlu hjónin borðum nú hreindýrakjöt en krakkarnir vilja það ekki, svo þau fá hangikjöt held ég.“ Ellen: „Nei, fá þau ekki hamborgar- hrygg? Við borðum öll hangikjöt saman heima hjá mér á jóladag!“ KK: „Nei, komið þið ekki til okkar á jóladag? Eða skiptumst við á?“ Ellen: „Nei, við erum alltaf heima hjá ykkur á gamlárskvöld. Þú ert greinilega ekki með þetta á hreinu, Kristján.“ KK: „Nú jæja. Hangikjötið er nú samt best og helst vildi ég hafa það á borðum allan ársins hring. En er ekki tilvalið að óska landsmönnum gleði- legra jóla?“ Ellen: „Jú, og hvetja alla til að fara vel með sig um jólin.“ Hræddi börnin með Leppalúða Tónlistarsystkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK eru aftur í jólagírnum í ár með plötuna Jólin, en fyrri jólaplata þeirra frá 2005 vakti mikla lukku. Þau sögðu Kjartani Guðmundssyni frá eftirminnilegu jólahaldi í útlöndum, matarvenjum og öðrum siðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.