Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
E
in fegursta og hjartnæm-
asta kveðja ársins verð-
ur flutt í útvarpi allra
landsmanna klukkan sex
í kvöld. Hún fylgir í kjölfar fagn-
andi hljóms jólaklukkna og er
svohljóðandi: Útvarp Reykjavík.
Gleðileg jól.
„Ég verð ekki beinlínis við-
kvæm á þessari stóru stund, enda
óheppilegt að láta tilfinningarn-
ar bera sig ofurliði. Ég finn hins
vegar vel fyrir hátíðleika jólanna
og mikilvægi hlutverks míns,“
segir Anna Sigríður, sem í kvöld
sest í þriðja sinn við hljóðnemann
á gömlu gufunni til að tilkynna
Íslendingum nær og fjær, til sjáv-
ar og til sveita, að jólin séu komin
með sínum himneska herskara og
hátíð í bæ.
„Fimmtán mínútum fyrir jól
þagnar útsending Ríkisútvarps-
ins og sú þögn er mörgum mik-
ils virði. Síðan hefst stígandi
klukknahljómur og á sekúndunni
sex fer ég með sömu kveðjuna og
sögð hefur verið í áratugi. Allt er
þetta dýrmætur hluti af hefðum
jólanna, eins og aftansöngurinn
sem ætíð er sendur beint úr Dóm-
kirkjunni,“ segir Anna Sigríður og
hlakkar til vaktarinnar í dag.
„Ég læt hugann hvarfla um allt
land, og ekki síst inn í sveitir, dali
og þangað sem afskekkt er, því
sjálf er ég úr litlu þorpi vestur
á Fjörðum. Hugurinn streymir
því gjarnan heim í gamla þorp-
ið mitt,“ segir Anna Sigríður og
er hvergi hrædd um fótaskort á
tungunni þegar hún færir birtu og
gleði í hvert einasta kot með vissu
um að jólin séu loks komin.
„Ég hef aldrei verið hrædd um
að fipast. Ég gæti þess að róa
hugann, fá yfir mig jólaskapið og
hvíla í því, og vona að það skili sér
til hlustenda. Þá er mikill styrkur
að tæknimanninum sem bakkar
upp þulinn og losar um stressið.“
Önnu Sigríði er starfið ljúf
skylda þegar jólin ganga í garð. „Í
útvarpshúsinu ríkir hátíðlegt and-
rúmsloft og vel hugsað um okkur í
hvívetna. Á boðstólum eru ávext-
ir, sætar kökur og sælgæti eins og
hver getur í sig látið, og hlaðborð
af fínasta jólamat. Ég hverf svo
í faðm eiginmannsins sem bíður
mín heima að vakt lokinni og þá
höldum við okkar jól,“ segir Anna
Sigríður.
En fylgir sérstök tilfinning því
að vera sá boðberi sem kemur af
stað bylgju kærleika og óska um
gleðileg jól um hvert byggt ból?
„Ég reyni að velta mér ekki um
of upp úr áhrifum kveðjunnar.
Mestu skiptir að bera virðingu
fyrir hlutverki mínu og hlust-
endum. Ég er bara boðberi heil-
agra jóla og finnst það reglulega
ánægjulegt.“
thordis@frettabladid.is
Anna Sigríður Einarsdóttir, útvarpsþulur á Rás 1, tilkynnir landsmönnum að jólin séu komin klukkan sex.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Boðberi heilagra jóla
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólar-
hringinn yfir hátíðarnar líkt og alla aðra daga ársins. Þar veita
þjálfaðir sjálfboðaliðar stuðning vegna þunglyndis, kvíða,
fjármálavandræða, vanlíðunar og einsemdar. Þá eru veittar
upplýsingar um samfélagsleg úrræði eins og matar-
úthlutanir og opnunartíma ýmissa athvarfa.
UM
HVE
RFISMERKI
Prentgripur
141 825
Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 59 50 300 www.isafold.is
við prentum
TÍMARIT
o.fl. o.fl.
sögur
uppskriftir
leikirgjafir