Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 40
24. desember 2011 LAUGARDAGUR32 á minningum um líf sem ég er mjög þakk- látur fyrir.“ Hvernig var Hanna? „Hanna tók mikinn þátt í mannúðar- málum og kirkjustarfi. Hún söng sína sálma og ræktaði sína dulrænu reynslu sem átti rætur að rekja í þá náttúruþögn sem rann í blóði hennar. Af þessu naut ég góðs. Hún var áreiðanlega sömu skoðunar og breska skáldið John Betjeman sem ég átti langt samtal við á sínum tíma. Hann flutti pistla í útvarp, og birti síðar í bók, um breska sálma og sálmaskáld á þeim forsendum að sálmar væru bókmenntir fólksins, eins og hann komst að orði. Hanna hafði yndi af góðum sálmum og tók mikinn þátt í kirkjustarfinu í Neskirkju, en hún var ekki alltaf að velta fyrir sér hvað væri heims- list og hvað væri alþýðulist heldur var hún áreiðan lega þeirrar skoðunar að góðir sálm- ar væru bókmenntir fólksins.“ Matthías segir Söknuð að mörgu leyti rökrétt framhald af næstsíðustu ljóðabók sinni Vegur minn til þín. „Sú bók var valin úr handritum mínum af Ástráði Eysteins- syni sem sá um útgáfuna og gerði það svo fallega að ég sagði við hann í gríni að hann ætti meira í bókinni en ég. Þessi bók er hins vegar alveg ný og samin með það fyrir augum að standa sem einhvers konar minn- isvarði um Hönnu.“ Ljóðið og náttúran Söknuður skiptist í fjóra hluta: Hún var jörð- in, Án hennar, Tilbrigði við orðið söknuður og Sprengja er hjarta mitt. Í kaflanum Til- brigði við orðið söknuður kveðst Matthías á við önnur skáld, til dæmis fyrrnefndan Montale, Jóhann Sigurjónsson, Ljóðaljóðin og Jónas Hallgrímsson. „Ég hef alltaf verið að skírskota í einhverja aðra. Ljóð fyrir mér er tvennt, annars vegar ferðalag og hins vegar eins konar samtal. Þá er ég kannski að tala við einhvern sem lifði fyrir mörg- um árum eða öldum eins og tíminn sé ekki til. Mér er þetta alveg eiginlegt af því að við eigum svo mikla menningararfleifð og mér finnst að við eigum að rækta hana, ekki síst nú á tímum þegar við erum berskjölduð fyrir öllum mögulegum áhrifum. Áhrif geta verið ágæt en þegar maður gleypir allt sem er erlent þá er það ekki gott. Þá er gott að eiga sér viðnám í mikilli menningu og hana eigum við, þannig að ég er mjög hallur undir það að minna á þessa arfleifð okkar og að hún getur bæði verið innblástur og áskor- un um ræktun og varðveislu. Virðing okkar er nefnilega ekki fólgin í því að allir haldi að við séum upp alin á Wall Street. Virðingu okkar sækjum við í sögustaði eins og Reyk- holt og Fagurey og aðra þá staði þar sem þessi menning varð til á sínum tíma. Sem betur fer er það nú þannig að það er allt- af verið að ávaxta þessa arfleifð okkar með einhverjum hætti, jafnvel þótt við vitum ekki af því, og það er gott.“ Þótt dauðinn og missirinn séu fyrirferðar miklir í Söknuði þá segirðu líka á einum stað að þú elskir lífið. „Já, ég elska það eins og hvert annað kraftaverk. Ég lít á lífið sem part af sköpuninni og við getum ekkert breytt lífinu, það er bara eins og það er. Það er náttúrulega engu líkt hvað sköp- unin hefur búið til úr efninu. Sterkasta til- finning mín er þó sú að við séum partur af náttúrunni og ég hef í mínum skrifum skírskotað mikið í náttúruna og horft á líf mannsins sem part af henni. Einhvern tíma sá ég í minningargrein í Morgunblaðinu að verið var að tala um bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð og í þessari grein var vitnað í ljóð eftir mig sem er svona: Bringan er vaxin grasi og villtum blómum og af öxlinni vex hálsinn inn í stórskorið andlit fjallsins og bláan himin. Af lýsingu greinarhöfundar að dæma virðist þetta ljóð geta átt jafn vel við bónd- ann framliðna og umhverfi hans. Þann- ig höfum við frá fyrstu tíð myndhverft umhverfi okkar og þótt við höfum ekki skapað það í eigin mynd, eins og guð skap- aði okkur að sögn gamallar bókar, þá höfum við umgengist landið og náttúruna eins og hvern annan þátt í lífi okkar og persónugert það ef svo ber undir. Það er ekki einungis í kveðskap sem slíkar lýsingar koma fyrir, heldur í öllu tali okkar og hugsun og af því má sjá að við lifum og hugsum í skáld- skap og ljóðlist án þess að gefa því gaum og stundum án þess að vita það. Skáldskap- ur er þannig partur af tilveru okkar. Hann er okkur inngróinn og í blóð borinn og svo hversdagslegur í daglegri umgengni okkar við land og fólk að við tökum ekki eftir því.“ fridrikab@frettabladid.is 32 menning@frettabladid.is Söknuður nefnist ný ljóðabók Matthíasar Johannessen sem komin er út hjá Veröld. Þar yrkir skáldið saknaðaróð til konu sinnar, Hönnu Johannessen, sem lést árið 2009. Ljóðin eru þrungin tilfinningum og harmi en um leið eru þau óður til sextíu ára samlífs hjóna. „Mér er það alveg eðlilegt að yrkja um til- finningar mínar og þá með tilliti til þess hvernig þær bregðast við umhverfinu,“ segir Matthías spurður hvort ekki hafi verið erfitt að senda frá sér svo persónu- leg ljóð. „Ef menn fást við skáldskap þá eru þeir alltaf að fást við hjartað og þeir sem ekki gera það eru bara einhverjir trékarlar. Ég treysti lesendum mínum fyrir þessari bók og held að það sé dálítið mikið traust að treysta þeim fyrir harmi sínum og minn- ingum og einnig gleði sinni. Ég fór reynd- ar ekki með þetta handrit til forlags. Vinur minn Þröstur Helgason sá handritið hjá mér og áður en ég vissi af var hann búinn að tala við forlagið og þeir búnir að ákveða að gefa það út. Mér þótti það bara ágætt og hugsaði ekkert meira um það. Þegar maður er búinn með verk þá er það liðin tíð.“ Hanna og Matthías voru saman í sextíu ár, kynntust þegar bæði voru nítján ára og skildu ekki upp frá því fyrr en Hanna lést í apríl 2009. Hann segist ekki hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að yrkja þessa bók, hún hafi komið til sín. „Ég var síyrkjandi þessa bók eftir að Hanna fór og ljóðin voru alltaf að koma til mín í einhverri mynd. Það sem er erfiðast við svona bók er að finna rétt andrúm og mér skilst á þeim sem hafa lesið bókina að það hafi tekist.“ Ástin og Hanna Það er mikil ást í þessari bók. „Það er ekkert óalgengt að skáld yrki um ást sína, hvað eiga þau að yrkja um annað? En ást skáldanna getur verið ást annarra líka. Það veit enginn í raun og veru hver var ást Jónasar. Samt hefur enginn ort betur um ástina en hann. En hjá mér hefur það alltaf verið þannig að landið og nátt- úran hafa runnið saman við hugmyndir mínar um ástina á stúlkunni sem gengur einn góðan veðurdag inn í hjarta manns. Þetta sér maður til dæmis í Jörð úr Ægi. Hanna er þar, ef maður leitar að henni, en það getur hver sem er fundið sína Hönnu í þeirri bók, ef hann vill. Mér er líka minnis- stætt þegar ég las fyrir mörgum árum ljóðabók ítalska skáldsins Montale um lát konu hans. Hann lokaði sig inni á hótel- herbergi og fór ekki þaðan út fyrr en hann var búinn að taka á móti þessum fallegu minningarkvæðum um ást sína. Það hafði mikil áhrif á mig hvað hann gerir þetta af mikilli tilfinningu.“ Margir sálfræðingar mæla með því að fólk skrifi sig frá erfiðleikum og sorgum. Hjálpaði það að yrkja þessa bók? „Já, en ég byrjaði náttúrulega ekki að yrkja hana fyrr en það erfiðasta var liðið. Þá sneri ég mér að minningunum. Ég fékk óskaplega fallegt bréf frá Árna Bergmann, sem hafði upplifað það sama, og hann hvatti mig til að snúa mér að minningunum. Í þeim væri besta hugsvölun sem ég gæti fengið. Það var alveg rétt hjá honum. Þessi bók er reist Ástin á stúlkunni sem gengur inn í hjarta manns „Ég treysti lesendum mínum fyrir þessari bók og held að það sé dálítið mikið traust að treysta þeim fyrir harmi sínum og minningum og einnig gleði sinni,” segir Matthías Johannessen um ljóðabókina Söknuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ OPIÐ UM HÁTÍÐARNAR Þjóðmenningarhúsið verður með sérstakan opnunartíma um jól og áramót. Sýningar og verslun verða opnar alla helgidagana nema jóladag. Þó verður aðeins opið til kl. 14 á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag. 26. til 30. desember verður opið frá klukkan 11 til 17. Á gamlársdag og nýársdag verður opið frá klukkan 11 til 14.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.