Fréttablaðið - 24.12.2011, Page 42

Fréttablaðið - 24.12.2011, Page 42
24. desember 2011 LAUGARDAGUR34 folk@frettabladid.is Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík sendir sjálfboðaliðum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar þeim vel unnin störf í þágu deildarinnar. Sjónvarpskokkarnir hafa galdrað fram snilldarmáltíðir á skjánum í ár og gefið áhorfendum uppskriftir að listaverkum fyrir bragðlaukana. Frétta- blaðið forvitnaðist um hvernig þeir útfæra mesta matarkvöld ársins. Sjónvarpskokkarnir galdra fram jólin FER ÚT AÐ BORÐA Sveinn Kjartansson „Ég hef farið út að borða á aðfangadag undanfarin ár,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari og eigandi Fylgifiska. Í ár fer Sveinn á Vox, þar sem boðið er upp á sérstakan jólamatseðil. „Hann var alltaf eini staðurinn sem var opinn en nú eru þeir reyndar orðnir fleiri.“ Sveinn segist hafa prófað að bjóða fólki heim og elda fyrir það. „En ég var byrjaður að reyna að geispa fólkinu út klukkan níu.“ Fyrir forvitna má geta þess að á matseðli Vox er meðal annars reykt ýsa og humar í forrétt, steikt andarbrjóst í aðalrétt og ris à l´amande í eftirrétt. STÝRIR BRÚNUÐU KARTÖFLUNUM Friðrika Hjördís Geirsdóttir „Við erum með hamborgarhrygg sem bróðir minn sér um að reykja,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka. Þótt Rikka stjórni eldhúsinu á aðfangadag hjálpast fjölskyldan öll að, pabbi sjónvarpskokksins sér um að skræla kartöflurnar og mamma hennar, sem þykir reyndar listakokkur sjálf, býr til ísinn. Rikka reiknar reyndar með að hún sjái um þá deild í ár. Rikka hefur hins vegar mestu skoðunina á brúnuðu kartöfl- unum sem hún hefur náð miklum meistaratökum á. „Ég vil ekki sjá forsoðnar kartöflur og það á að sjóða þær með hýðinu. Og svo set ég smá salt í karamelluna,“ segir Rikka en boðið verður upp á sjávarbombu í forrétt. „Þetta er brauðréttur sem er ákaflega fallega skreyttur.“ KALKÚNN FYRIR ALLA Rósa Guðbjartsdóttir „Uppáhaldið mitt eru veislur þannig að jólin eru í miklu eftirlæti,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir. Hún sér um eldamennskuna fyrir fjöl- skylduna á aðfangadag þar sem foreldrar þeirra hjóna snæða með þeim. „Ég hef verið með kalkún í fimmtán ár og það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting eftir honum,“ segir Rósa sem hefur þróað sérstaka fyllingu sem nýtur alltaf mikilla vinsælda. „Ég læt síðan kalkúninn liggja í pækli í tvo daga, það er alveg ómissandi að hafa kalkúninn og ég dunda mér lengi við hann.“ Í forrétt ætlar Rósa að bjóða upp á einhvers konar útfærslu af reyktum laxi en í eftirrétt hefur verið lögð mikil pressa á hana að bjóða upp á súkkulaðifreist- inguna svokölluðu. „Ætli við verðum þá ekki með tvo, súkkulaðifreistingu og heimagerðan ís frá ömmu.“ HEFÐBUNDIÐ OG EINFALT Jói Fel „Við erum alltaf með hamborgarhrygg sem er eldaður á hefðbundinn hátt. Við reynum að viðhalda gömlum hefðum og halda í jólin enda með fjögur börn,“ segir Jói Fel. „Krakkarnir vilja hamborgarhrygg þannig að við hjónin fáum okkur bara rjúpu á annan í jólum,“ bætir Jói við. Að sjálfsögðu er þó mikið lagt í máltíðina, sósan gerð alveg frá grunni og heimagerða rauðkálið verður að vera á sínum stað. Jói hefur engan forrétt á aðfangadag, stjórnar aðal- réttinum frá a til ö og svo er það frúin sem á heiðurinn af eftir réttinum. „Við höfum verið saman í fjórtán ár og höfum alltaf haft sömu eplakökuna sem hún býr til. Ég viðurkenni að mér fannst þetta ekki besta kakan til að byrja með en hún er alveg ómissandi núna.“ ELDA SAMAN FYRIR FORELDRANA Hrefna Rósa Sætran „Við verðum með hreindýr,“ segir Hrefna Rósa Sætran en hún ætlar ásamt kærasta sínum, Birni Árnasyni, að sjá um matreiðsluna á aðfangadag þar sem gestirnir verða for- eldrar þeirra beggja. Hrefna segist reyndar fá mikið af spurningum á aðfangadag um hvernig fólk eigi að bera sig að við mat- reiðsluna og segist svara þeim eftir bestu getu. Og sjónvarpskokkurinn hlakkar mikið til eldamennskunnar á aðfangadag því þau ætla að leggja allt í sölurnar til að gera veisluna sem besta úr garði. „Við ætlum bara að vera að elda allan daginn. Björn tekur þetta mjög alvarlega og vill gera allt frá grunni og það má ekki minn- ast á neitt svindl, við verðum með okkar eigið soð og alvöru sósu.“ Í forrétt verður boðið upp á humarsúpu og í eftirrétt verður svo sjerrí-ísinn. 15.417 YOUTUBE-NOTENDUR höfðu horft á skopstælingu af for-síðumyndatöku The Charlies fyrir Monitor minna en sólarhring eftir að myndbandið var birt. Hollenska tískutímaritið Jackie birti nýverið grein undir fyrirsögninni De Niggabitch, þar sem lesendum var sýnt hvernig hægt væri að klæða sig eins og Rihanna. Fyrirsögnin og inni- hald greinarinnar vöktu mikla undr- un og reiði enda þótti hún niðrandi. Í greininni stendur meðal annars að Rihanna sé hin fullkomna „nigga- bitch“ og sé óhrædd við að sýna það. Orðavalið vakti mikla reiði og stuttu eftir útgáfu greinarinnar birti rit- stjórinn afsökunarbeðni. Rihönnu fannst hún þó ekki duga til og las rit- stjóranum Evu Hoeke pistilinn með aðstoð Twitter-samskiptaforritsins. „Ég vona að þú getir lesið ensku því tímarit þitt er ekki í takt við þær framfarir sem hafa átt sér stað í mannréttindabaráttunni. Mér finnst þú dónaleg og lágkúruleg. Þessi tvö orð hafa enga þýðingu, hvað er „niggabitch“? Fyrir hönd kyn- stofns míns rita ég þessi tvö orð þér handa: Éttu skít!“ skrifaði söngkona á Twitter-síðu Hoeke. Las ritstjóranum pistilinn REIÐ Rihanna er bálreið út í ritstjóra hollenska tískutímaritsins Jackie og las henni pistilinn í gegnum Twitter. NORDICPHOTOS/GETTY Adam Lambert Idol-stjarna var handtekinn fyrir utan skemmti- stað í Helskinki á þriðjudaginn var. Lambert var undir áhrifum áfengis og hafði veist að kærasta sínum. Lambert er staddur í Finn- landi ásamt kærasta sínum, Sauli Koskinen, sem er finnskur, og ætla þeir að eyða jólunum þar ásamt fjölskyldu Koskinens. Þeir höfðu farið út að skemmta sér á þriðjudaginn þegar ósætti varð og réðst Lambert í kjölfarið á Koskinen. Dyraverðir skemmti- staðarins skárust í leikinn og hringdu eftir aðstoð lögreglu, sem mætti á svæðið og handtók Lambert. Koskinen skrifaði daginn á eftir á bloggsíðu sína að þeir væru orðnir sáttir á ný og hlökk- uðu til jólanna. Idol-stjarna handtekin HAND- TEKINN Adam Lambert var handtekinn í Helsinki á þriðjudaginn fyrir að ráðast á kærasta sinn. NORDIC PHOTOS/ GETTY Adele er byrjuð í raddþjálfun eftir að hafa gengist undir aðgerð á raddböndunum í síðasta mán- uði. Söngkonan ætlar einn- ig að sleppa því að drekka um jólin til að vernda röddina. Fyrri helming- ur næsta árs verður róleg- ur hjá henni, enda þarf hún að jafna sig á aðgerðinni. Engir tónleikar eru fyrirhugað- ir, engir sjónvarpsþættir, blaða- viðtöl eða neitt annað. Auk þess að vernda röddina mun Adele vera ánægð með að geta loksins tekið sér frí frá sviðsljósinu eftir annasöm síðustu ár. Adele fer í raddþjálfun AÐ JAFNA SIG Adele er á batavegi eftir aðgerð á raddböndunum í síðasta mánuði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.