Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  195. tölublað  98. árgangur  BÍLAR, ÞYRLUR OG VÉLMENNI VINSÆLUST EIÐUR SMÁRI EKKI Í LANDSLIÐINU TILLÖGUR AÐ ARFTÖKUM SPAUGSTOFUNNAR HÓPURINN KYNNTUR Í DAG HELGA BRAGA Í POTTINUM 33LÆRT MEÐ LEGÓKUBBUM 10 Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur, reiknar með því að hlutfall fyrirhug- aðrar gjaldskrárhækkunar fyrir- tækisins verði „tveggja stafa tala“. Hann vonast til þess að hægt verði að leggja fram tillögur að breyttri gjald- skrárstefnu á stjórnarfundi Orku- veitunnar nú á föstudaginn. Fyrir- tækið, sem skuldar um 240 milljarða króna, er einungis fjármagnað út árið. Því er nauðsynlegt að endurskipu- leggja reksturinn í því skyni að sann- færa lánardrottna, og ekki síður mats- fyrirtækin, um að verið sé að taka á vandanum. Markmið stjórnenda er að samþætta tekjuaukningu og lækk- un rekstrarkostnaðar þannig að traustur rekstrargrundvöllur skapist og hægt sé að hugsa til lengri tíma hvað varðar fjármögnun fyrirtæk- isins. Haraldur segir að gjaldskráin muni hækka töluvert, en það sé stjórnar Orkuveitunnar að útfæra ná- kvæmlega hvernig sú hækkun muni líta út. Ákvörðun borgarstjórnar, í kjölfar bankahrunsins 2008, um að gjaldskrár borgarinnar skyldu ekki hækkaðar á árinu 2009, gerði það að verkum að Orkuveitan gat ekki brugðist við stökkbreytingu erlendra lána sinna með stækkun tekjustofna. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórn- armaður í Orkuveitunni, segir að hag- ræðingin í rekstri fyrirtækisins hafi í raun hafist árið 2008, þegar byrjað hafi verið að vinda ofan af fjárfest- ingum. Fjölmiðlaumfjöllun nú virðist hins vegar gefa það til kynna að nú fyrst sé hugað að hagræðingu. » 9 Tveggja stafa hækkun Töluvert svigrúm til hækkana hjá OR „Við erum að tala um veru- legar hækk- anir, tveggja stafa tölu.“ Haraldur Flosi Tryggvason  Unnið hefur verið sleitulaust úr makríl og norsk-íslenskri síld í nýju upp- sjávarfrystihúsi og fiskimjöls- verksmiðju HB Granda á Vopna- firði í sumar. Það sem af er vertíð- inni hafa 4.200 tonn af makríl verið fryst fyrir markað í Austur- Evrópu. Unnið hefur verið á vökt- um allan sólarhringinn, alla daga vikunnar frá því í vor fyrir utan frí um verslunarmannahelgina. »12 Uppgrip hjá HB Granda á Vopnafirði Uppgrip Frá vinnslu HB Granda á Vopnafirði.  Í tölvupósti sem ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, sendi frá sér kemur m.a. fram að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákveði „hvaða verkefni verði fyrir valinu“ í um- fangsmikilli aðlögun íslensks þjóðfélags að stofnanakerfi og regluverki sambandsins sem stendur fyrir dyrum. Evrópusambandið mun leggja fram fjóra milljarða króna til þessa verkefnis og á móti leggja íslensk stjórn- völd fram einn milljarð króna til þess. Frá þessu var greint á vefnum Evrópuvaktin.is um helgina. Ríkisstjórn Íslands vinnur nú að því að koma á fót umfangsmiklu kerfi samkvæmt forskrift Evrópu- sambandsins sem mun sjá um að ráðstafa þessum fjármunum. Hlutverk íslenskra stjórnvalda mun einkum felast í því að semja áætlanir um aðlögun íslensks þjóðfélags að sambandinu sem síðan verði lagðar fyrir fram- kvæmdastjórn þess til sam- þykktar. Stjórnvöldum er síðan ætlað í framhaldi af því að sjá um að koma þessum áætlunum í framkvæmd hér á landi. » 2 Ragnhildur Arnljótsdóttir Evrópusambandið leggur milljarða í aðlög- un Íslands að stofnana- og regluverki þess „Þetta eru slæm tíðindi – við sem erum búin að grobba okkur af þessum lögum út um allan heim. En þetta kem- ur ekki á óvart,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu. „Við óttuðumst að þetta myndi gerast í kjölfar þessara skerðinga.“ Hún segir at- vinnuöryggi einnig hafa áhrif. „Maður getur ímyndað sér að karlar þori varla að fara í fæðingarorlof því það hefur verið meira atvinnuleysi meðal karla en kvenna. Launamunurinn spilar líka inn í en tekjutapið verður meira hjá körlum en konum. Þetta er auðvitað bakslag en sjálft kerfið er til staðar eftir sem áður. Við verðum að vona að þetta sé bara tímabundið.“ Bakslag sem búast mátti við Kristín Ástgeirsdóttir Anna Sigríður Einarsdóttir og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Sterkar vísbendingar eru um að karlar hafi dregið úr töku fæðing- arorlofs eftir bankahrun og má leiða líkur að því að skertar há- marksgreiðslur úr fæðingarorlofs- sjóði hafi haft áhrif þar á. Þá hefur dregið úr því að feður taki hluta af þriggja mánaða sam- eiginlegum rétti foreldra til fæð- ingarorlofs, en slíkt hafði aukist í aðdraganda hrunsins. Konum sem nýta sér fæðingarorlofsrétt hefur hins vegar fjölgað í takt við fjölgun barnsfæðinga árin 2008 og 2009. Árið 2008 nýttu 10.362 feður rétt til fæðingarorlofs og í fyrra voru þeir 10.640 talsins. Í ár stefnir hins vegar í að einungis 9.795 karlar taki fæðingarorlof. Á sama tíma fjölgaði konum í fæðingarorlofi úr 18.365 árið 2008 í 19.467 í fyrra og í ár er útlit fyrir að fjöldinn verði 19.425. Á þessum tíma hafa hámarks- greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verið skertar í þrígang, auk þess sem útgreiðsluprósentu var breytt. Þannig var hámarksgreiðslan 535.700 á mánuði í lok ársins 2008 en er nú 300.000 krónur. Telur Leó Örn Þorleifsson, for- stöðumaður fæðingarorlofssjóðs, þetta gefa vísbendingu um að nýt- ing feðra á fæðingarorlofsréttinum hafi sterka tengingu við fjárhag heimilisins. Færri karlar taka fæðingar- orlof eftir hrun  Skertar hámarksgreiðslur úr fæðing- arorlofssjóði virðast hafa sitt að segja Fæðingarorlofssjóður » Fjárlög ársins 2010 gera ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofs- sjóðs verði 9.531 m.kr. » Útgjöld fyrstu sjö mánuði ársins eru 5.535 m.kr. og hefur meirihluti þeirrar upphæðar verið greiddur til mæðra. » Endanleg útgjöld sjóðsins verða 9.475 m.kr. skv. út- gjaldaspá hans. MTaka nú síður »6 Ríflega 4.200 sex ára börn setjast í fyrsta skipti á skólabekk í dag og næstu daga og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Alls eru rúmlega 43.000 börn á grunnskólaaldri hér á landi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í skólabyrjun þurfa nemendur að hyggja að mörgu. Þeir fá innkaupalista í skólunum en auk þess þurfa þeir að eiga tösku undir skólavörurnar og þá getur verið úr vöndu að ráða, því úrvalið er mikið. Morgunblaðið/Eggert Úr vöndu að ráða við kaup á skólatösku fyrir veturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.