Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Dæmdur til að lamast fyrir lífstíð Dómstóll í Sádi-Arabíu íhugar að lama karlmann vísvitandi en hann hefur verið fundinn sekur um að vera valdur að lömun annars eftir slagsmál þar sem hnífi var beitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Segja samtökin að starfsmenn dómstólsins hafi leitað til nokkurra sjúkrahúsa um að skera mænu mannsins í sundur en fórn- arlamb mannsins óskaði honum slíkrar refsingar. Amnesty segir að eitt sjúkrahús hafi svarað játandi, að slíka aðgerð væri hægt að framkvæma. Hafa samtökin nú leitað til dómsmála- ráðherra landsins vegna málsins. Í Sádi-Arabíu er það viðurkennd refsing, samkvæmt íslömskum lög- um, að aflima fólk fyrir þjófnaði og afhöfða morðingja, nauðgara og smyglara. Talsmaður Amnesty Int- ernational segir að í stað slíkra refs- inga væri hægt að koma á sáttum milli fjölskyldna fórnarlamba og gerenda, sem m.a. gætu falið í sér fé- bætur. „Þetta stendur í Kóraninum; auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,“ segir Ahmed Almobi, sérfræðingur í ísl- ömskum fræðum. „Í íslam er leitað fyrirgefingar en ef fórnarlambið krefst einhvers er það réttur þess.“ Dómstólinn hefur sagt að til greina komi að hýða manninn frekar opinberlega eða fangelsa. Lamaði annan mann og skal sjálfur lamast BAKSVIÐ Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Yngstu fórnarlömb mansals í Bretlandi sam- kvæmt opinberum gögnum eru fjórtán ára stúlk- ur. Þær eru flestar af erlendum uppruna, fluttar til Bretlands til að svara aukinni eftirspurn eftir vændiskonum, á markaði sem virðast alls engin takmörk sett. Talið er að a.m.k. 2.600 konur séu nú starfandi á vændishúsum landsins eftir að hafa verið fluttar þangað mansali, um helmingur þeirra frá Kína. Samkvæmt rannsókn lögregl- unnar, sem gerð var opinber í síðustu viku, eru um 10 þúsund konur til viðbótar á „gráu svæði“, þ.e. hugsanlega fórnarlömb mansals. Niðurstaða rannsóknarinnar er umdeild m.a. vegna þess að talið er að um 2.300 vændishús séu í höfuðborg- inni London einni saman. Þá kemur einnig á óvart að engin kona frá Afríku virðist hafa verið flutt mansali til Bretlands en á sama tíma dvelja þó 56 konur frá álfunni í athvarfi fyrir fórn- arlömb mansals í London. Þá stangast þessar töl- ur á við niðurstöður umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið á mansali í Bretlandi frá árinu 2008 en hún sýndi fram á að um 18 þúsund konur væru hnepptar í þrældóm kynlífsiðnaðar- ins í landinu. Enginn ákærður vegna verslunar með breskar konur Nú er einnig nýr flötur á mansali til umræðu í Bretlandi: Verslun með breskar stúlkur í eigin landi. Samkvæmt tölum frá Bresku mansalsmið- stöðinni (UK Human Trafficking Centre) voru 38 Bretar skráðir fórnarlömb mansals í heimalandi sínu á tímabilinu apríl 2009 til mars 2010. Í úttekt breska dagblaðsins The Independent segir að ein leiðin sem þrælahaldararnir noti sé að lokka til sín ungar stúlkur, jafnvel 12 ára gamlar, vinna traust þeirra, kynna þær fyrir næturlífinu og skuggakimum þess, selja þær svo í vændi og losa sig að lokum við þær átján ára gamlar, þegar þær eru orðnar eiturlyfjafíklar og eiga ekki í nein hús að venda. Enginn hefur enn sem komið er verið ákærður fyrir verslun með breskar konur í sínu heima- landi. Sheila Taylor, forseti samtaka sem berjast fyrir ungmenni og börn sem orðið hafa fórn- arlömb kynlífsiðnaðarins, segir mansal breskra stúlkna eiga sér stað í öllum borgum og mörgum bæjum landsins. Opinberar tölur sýni aðeins toppinn á ísjakanum. Fórnarlömb mansals í eigin landi  38 Bretar sem skráðir eru fórnarlömb mansals í eigin landi eru aðeins toppurinn á ísjakanum  Þúsundir kvenna af erlendum uppruna á vændishúsum í landinu Morgunblaðið/Kristinn Fangin Flest fórnarlömb mansals í Bretlandi koma frá Kína en töl- urnar um fjöldann eru á reiki. Hjúkrunarkonan Sunita Laxman Jadhav er einn fjölda „sölumanna“ sem ganga milli húsa í þorpum á Indlandi með tilboð sem mörgum finnst ekki hægt að hafna: Bíddu í tvö ár með að eignast barn og rík- isstjórnin mun greiða þér fyrir. Meðal þeirra sem eru heimsóttir eru nýgift pör og þeim boðnar sem nemur um 12 þúsund krónum með því skilyrði að þau bíði með barn- eignir. Er þetta m.a. gert í þeim tilgangi að hvetja ungt, nýgift fólk til að ljúka menntun sinni en einnig til að sporna við mjög örri fólksfjölgun í landinu. Indverjar eru ung þjóð, um helmingur þeirra er yngri en 25 ára. Nýgift pör geta valið um að fá bónus í stað barna INDLAND Ungir sem aldnir tóku í gær þátt í trúarathöfn í ítalska bænum Guardia Sanframondi sem m.a. felur í sér písl- argöngu þar sem þátttakendur sýna iðrun sína og yf- irbót með því að slá sig varlega með keðjum á brjóstið. Allir klæðast píslarvottarnir hettum, flestir eru hvít- klæddir en aðrir í rauðu og þeir yngstu í svörtu. Hátíð- in er haldin á sjö ára fresti til að minnast þess er stytta af Maríu mey og syninum fannst á akri við bæinn fyrir mörg hundruð árum. Þátttakendur biðla til guðsmóð- urinnar um að forða því að hamfarir á borð við þurrka og jarðskjálfta verði en einnig er beðið fyrir almennri vellíðan og hamingju. Guardia Sanframondi er smábær a Suður-Ítalíu sem fyllist af kristnum mönnum meðan á athöfninni stendur. Ekki alls fyrir löngu voru það að- eins íbúarnir sem tóku þátt og þekktu söguna um stytt- una á akrinum. En nú safnast saman í bænum brott- fluttir og afkomendur þeirra sem vilja njóta góðs af þeim trúarlega innblæstri sem skapast í kringum at- höfnina. Eftir að píslarvottarnir hafa gengið í gegnum bæinn er styttan fræga, sem alla jafna er geymd í kirkjunni, afhjúpuð, þátttakendur krjúpa í mínútu og halda svo áfram göngunni, annað hvort á hnjánum eða ganga aft- urábak framan við styttuna. Reuters Ungir og forvitnir píslarvottar Talið er að ítalska mafían noti vinsælan fótboltaþátt til að koma boðum sín á milli. Í þættinum býðst áhorfendum að senda sms- skilaboð sem renna svo yfir skjá- inn. Er talið að með þessum hætti komi mafían skilaboðum til fé- laga sem eru bak við lás og slá. Skilaboðin virðast saklaus, seg- ir ítalskur saksóknari, en eru í raun mjög mikilvæg. Ein þeirra voru t.d. „Allt er í lagi, Paolo“. Áður fyrr var notast við frum- stæðari aðferð til að koma skila- boðum inn og út úr fangelsum. Þá voru skilaboð rituð á mjög þunnan pappír sem sendiboðar rúlluðu upp og settu á milli tánna. „Allt er í lagi, Paulo“ ÍTALÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.