Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Í dag kveðjum við kæran vin og sam- starfsfélaga til margra ára. Gunnar vann sín störf af mik- illi hógværð, var ró- legur og traustur maður sem gott var að leita til. Mér þykir vænt um að hafa kynnst svo góðum dreng þegar ég fékk hann til starfa hjá Símanum fyrir rúmum áratug. Gunnar hafði mikinn metnað í öllu sem hann tók að sér í gegnum tíðina. Hvort sem það var í rekstri, vöruþróun, þjónustu við viðskiptavini eða að efla sína starfsmenn. Orð hans í byrjun sumars segja mikið um krafta hans og metnað, en þá hafði Gunnar orð á því að hann vantaði eitthvað að gera við þann tíma sem nú væri að losna en síðustu ár var Gunnar að styrkja sig með aukinni menntun samhliða vinnu og var þeim áfanga senn að ljúka. Elsku Gunnar, þú skilur eftir þig margar góðar minningar sem við munum geyma hjá okkur. Ég sendi þinni yndislegu Ástu og fjölskyldunni allri mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð um að styrkja þau á þess- ari erfiðu stundu. Sævar Freyr Þráinsson. Aldrei grunaði okkur, að við ættum eftir að skrifa minning- arorð um Gunnar Magnússon, og það svona fljótt. Við höfðum bara þekkst í rúm 14 ár, og bjuggumst auðvitað við að dýpka okkar vin- áttu enn frekar næstu áratugina. Gunni kom með Ástu til okkar Mána, fyrst til Akureyrar og svo í sveitina. Hann varð auðvitað strax fyrir stríðninni í Mána, sem fór að kalla hann „stjúpa“. Það festist svo við hann að hann var sjaldan kallaður annað en Gunni stjúpi á heimilinu. Gunna virtist í fyrstu ekki lí- tast á þetta landbúnaðarbrölt. Þó fór það bráðlega svo að hann var kominn með reynslu af flestum verkum, sérstaklega þar sem vél- ar komu við sögu. Hann sló og snéri, rakaði og rúllaði og keyrði heim rúllunum með Mána. Fór jafnvel á kvöldvakt í sauðburð- inum með Ástu. Hann var líka orðinn fastráðinn í smala- mennskur á sexhjólinu, þó Ásta færi á hesti. Hann hafði gaman af landbúnaðarbröltinu, kannski af því að það var svo ólíkt hans dag- lega lífi. Og við grilluðum og skemmtum okkur og áttum marg- ar góðar samverustundir og góð samtöl við eldhúsborðið. Stundum vorum við saman á jólum eða páskum. Og þið Máni voruð farnir að skipuleggja fjallaferð sem við ætluðum að fara í núna í ágúst. Það var gaman að spjalla við Gunna, hann var vel að sér um flest og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Stundum dálítið stífur á meiningunni og alltaf hreinskil- inn. Við leituðum ráða hjá honum um hin ýmsu mál sem tengdust hans verkþekkingu, og fengum alltaf góðar ráðleggingar. Við gætum líka tekið hann okkur til fyrirmyndar því hann var hörku- duglegur og vinnusamur, gekk beint til verks og hafði gott skipulag á hlutunum. Öðruvísi hefði hann heldur ekki getað stundað háskólanám með fullri vinnu eins og hann gerði síðustu ár. Við hlökkuðum til að hitta hann oftar þegar náminu lyki, og hann hefði meiri frítíma. Gunni reyndist strákunum okk- ar besti „stjúpi“, vinur og félagi. Hann sýndi áhugamálum þeirra Gunnar Magnússon ✝ Gunnar Magn-ússon var fæddur 11. nóvember 1964. Hann varð bráð- kvaddur sunnudaginn 8. ágúst 2010. Útför Gunnars fór fram í Dómkirkjunni 17. ágúst 2010. og hugðarefnum áhuga, hvort sem þau snérust um legó- byggingar, gítarnám eða fótbolta, og kynnti Magnús Gunnar fyrir golf- íþróttinni. Þegar þau Ásta komu í heim- sókn voru stundum meðferðis harðir og spennandi pakkar valdir af kostgæfni af Gunna og ekki þótti honum verra að vera sjálfur með í legó- smíðinni. Við kveðjum þig í bili, kæri vin- ur, með söknuði og eftirsjá. Guð styrki Ástu mömmu, mikill er missirinn. Máni, Eydís, Magnús Gunnar og Máni Baldur. Við hjónin áttum erfitt með að trúa því að vinur okkar og mágur væri fallinn frá. Gunnar var ynd- islegur persónuleiki og að tala við hann eða biðja hann um greiða þurfti ekki að ítreka. Er við hjónin byggðum húsið okkar í Kópavogi og sumarbústaðinn bað ég Gunnar að leggja fyrir okkur rafmagn í húsin og gerði hann það af alúð og fagmennsku. Það er ekki langt síð- an við hjónin heimsóttum Gunnar og Ástu að Reykjum á Reykja- strönd og áttum mjög góða stund með þeim og spjölluðum um margt. Við spiluðum golf með Gunnari þann eftirmiðdag á Sauð- árkróki sem var alveg yndislegt í góðu veðri. Gunnar var með ýmsar hug- myndir sem hann viðraði við mig sem reyndust vera afar áhugaverð- ar enda Gunnar búinn að leggja mikið af mörkum til að láta þann draum rætast. Það var eitthvað við þennan dag sem sagði mér að þarna hefði Gunnar fundið eitthvað sem hann og Ástu hefði langað til að gera saman í framtíðinni. Ég átti mjög góða kvöldstund með Gunnari við golfskálann í Öndverðarnesi nokkrum dögum áður en hann var kvaddur til ann- arra starfa og bar þar margt á góma hjá okkur og rifjuðust upp aftur þær hugmyndir sem hann var með ásamt öðrum hugmyndum og hvatti ég hann til að stíga skrefið að fullu ef hægt væri. Þessi stund er við sátum saman einir úti við golfskálann á Öndverðarnesi eftir að við höfðum spilað 9 holur var yndisleg og það geislaði af Gunnari, enda að fara í frí og ætl- aði að fara beint norður til að ann- ast ferðaþjónustuna þar til Ásta kæmi norður aftur. Hann gat eig- inlega ekki beðið því tilhlökkunin var slík að komast frá, enda að byrja í sumarfríi. Margt gott lét Gunnar af sér leiða í gegnum tíð- ina sem tæki langan tíma að rifja upp. Þetta voru okkar síðustu stundir saman og munum við ávallt minnast þeirra með söknuði. Það er erfitt að kveðja slíkan heið- ursmann. Guð geymi þig, elsku Gunnar, megi hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar vera með þér nú og ævinlega. Elsku Ásta og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum því missirinn er mikill. Páll og Anna Snæbjört. Með örfáum orðum vil ég kveðja góðan vin minn og vinnufélaga, Gunnar Magnússon. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman í gegn- um Starfsmannafélag Símans stuttu eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Þar tók Gunnar virk- an þátt og stýrði skipulagningu ýmissa viðburða á vegum félagsins með ákaflega góðum árangri. Enn betur kynntist ég Gunnari þegar hann hóf störf sem vörustjóri tal- símalausna. Þá kynntist ég vinnu- brögðum hans betur og hversu fastar skoðanir hann hafði og hversu vel hann fylgdi sinni sann- færingu. Hann vann verkefni sín vel, kynnti sér málin í þaula, myndaði sterkt tengslanet innan fyrirtækisins sem nýttust við að koma verkefnum áleiðis. Ef á þurfti að halda vann hann fram eftir eða um helgi til að klára verk- efni á réttum tíma. Gunnar var rafvirki að mennt, en lét ekki þar við sitja. Hann hafði mikinn áhuga á að auka við þekkingu sína og stundaði nám í viðskiptafræðum með vinnu í mörg ár. Þegar einum áfanganum var lokið, var þeim næsta bætt við og alltaf jókst þekking hans. Ég dáð- ist ætíð að þrautseigju hans og krafti öll þessi ár við að blanda saman vinnu, námi, fjölskyldu og áhugamálum. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið við rafvirkjunina um skeið kom einstaka sinnum fyrir að rykið væri dustað af verkfærakistunni og fékk ég heldur betur notið hans verkkunnáttu og ómetanlegu hjálpsemi í framkvæmdum mínum haustið 2003. Gunnar var fljótur að bregðast við þegar menn voru í vandræðum. Eitt föstudagskvöld fyrir stuttu þegar rafmagninu sló út heima var Gunnar ekki lengi á staðinn til að redda málunum. Elsku Ásta og fjölskylda. Gunn- ars verður sárt saknað. Megi góð- ur guð styrkja ykkur í sorg ykkar, en minningar um góðan dreng munu ávallt lifa. Davíð Scheving. Það var okkur mikið áfall að frétta af fráfalli félaga okkar langt fyrir aldur fram. Nokkrum dögum áður hafði hann kvatt okkur, léttur í lund á leið í sumarfrí. Gunnar var ávallt sá maður sem við gátum treyst á að koma hlutunum í verk, hann var ekki maður margra orða en lét þess heldur verkin tala svo tekið var eftir. Mörg okkar höfðum átt samleið með Gunnari í öll þau 10 ár sem hann starfaði hjá Síman- um. Hann var því meira en vinnu- félagi í augum margra. Ávallt var hans minnst sem kraftmikils ein- staklings sem lét aldrei sitt eftir liggja og tók áskorunum fagnandi. Það var aðdáunarvert að sjá hve skipulagður hann var í tengslum við samræmingu á vinnu og skóla, en hann stundaði nám í Háskól- anum í Reykjavík af fullum krafti samhliða vinnu. Aldrei kom það þó niður á afköstum eða umræðum í vinnu, dáðumst við að honum fyrir vikið. Kæri félagi, guð varðveiti þig. Okkar innilegustu samúðarkveðjur fara til Ástu og ættingja á þessum sorglegu tímum. Kveðja. F.h. vinnufélaga hjá þjónustu fyrirtækjasviðs Símans, Davíð Stefán. Eitt símtal og allt orðið breytt, ég trúði ekki að þetta væri raun- veruleikinn, tryggur og sannur fjölskylduvinur kvaddur á brott án nokkurrar fyrirvara. Ég minnist þess þegar Ásta mágkona kynntist Gunnari, þá sá ég mjög fljótt hvaða persónu hann hafði að geyma, hann var hægur, fastur fyrir, hafði sterkar skoð- anir og var hreinskilinn. Þegar við vorum að byggja leit- uðum við til hans með rafmagnið í húsið, og ekki stóð á því að hann var boðinn og búinn til þess að hjálpa okkur og leiðbeina á allan hátt sem þurfti til verksins, frá- bært fannst mér að sjá hvað fór vel á með honum og Sigga mínum þegar þeir hófust handa, unnu svo vel saman og allt stóð eins og stafur á bók með framkvæmdirn- ar. Síðasta ferðalag okkar saman var þegar við brugðum okkur norður í land á þorrablót í janúar síðastliðnum, það var svo gaman hjá okkur, auðvitað var grín og glens í gangi en jafnframt allt svo afslappað og notalegt, ég hafði orð á því við Ástu á leiðinni hvað Gunnar var slakur í aftursætinu með tölvuna sína, hann kunni að njóta ferðarinnar og var jafn- framt skipulagður að læra. Metn- aður hans var mikill og dugnaður í mínum augum enda í krefjandi námi með fullri vinnu. Gunnar hafði glöggt auga fyrir hlutunum, tók vel eftir því hvað aðrir voru að sýsla og talaði um það hvað væri fallegt og smekklegt hjá öðr- um. Fyrir stuttu vorum við fjöl- skyldan boðin í mat hjá Gunnari og Ástu sem var afar notalegt eins og alltaf, Kristófer og Sæþór voru svo lukkulegir með heim- sóknina og töluðu um hvað það hefði verið gaman að fá að velja sér óskasteina, leika með kubbana hans Gunnars og skunda svo í ís- búðina til þess að velja sér ís í eftirrétt. Ég þakka allar góðu samveru- stundirnar sem ég átti með Gunn- ari og geymi þær í huga mínum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Fjölskyldu Gunnars sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, guð blessi ykkur öll. Elsku Ásta og fjölskylda, megi algóður guð vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Um grein og stofn renna straumar hljóðir ég streyma þá finn um minn eigin barm og veit, að þeir hvika um víðisins arm. Svo vítt þeir renna sem sólirnar brenna. Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund og hefta minn fót við þessa grund. Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir, ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Ég veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns himins slóðir. (Einar Benediktsson) Við vorum svo heppin að kynn- ast Valborgu þegar hún keypti sér íbúð í Brekkubyggð í Garðabæ. Fljótt kom í ljós að þarna var dugnaðarkona sem lét sér annt um Valborg Sigurbergsdóttir ✝ Valborg Sig-urbergsdóttir fæddist á Eyri við Fá- skrúðsfjörð 26. maí 1926. Hún andaðist á Landspítalanum 2. ágúst 2010. Valborg var jarð- sungin frá Árbæj- arkirkju í Reykjavík 10. ágúst 2010. umhverfi sitt, enda hafði hún fengið verðlaun fyrir garð- inn sinn á Seltjarn- arnesinu. Hún hafði áhuga á myndlist og átti nokkur málverk og mér er minnis- stætt hvernig hún gagnrýndi myndir í bók, sem ég lánaði henni, af nærfærni og með persónuleg- um blæ. Henni þótti gott að hlusta á tón- list, sérstaklega söng. Bækur las hún töluvert, einkum hafði hún gaman af ævisögum. Fyrir 6 árum greindist hún með illkynja sjúkdóm. Það var aðdáun- arvert hvernig hún tók því og hvernig hún lifði lífinu, alltaf tilbú- in að takast á við verkefnin eins og þrekið leyfði. Hún var brosmild og létt í lund þegar hún sat yfir kaffi- bolla með okkur nágrönnum sínum og það fór ekki fram hjá henni þegar einhver sagði brandara. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Hallgrímur J. Hallgrímsson) Aðstandendur hafa samúð okk- ar. Samúel, Ragnhildur, María, Jón og Sigríður. Hún er engill á jörðu, sagði Sig- ríður Klingenberg þegar hún sagði mér frá Valborgu fyrir nokkrum árum. Ég varð að sjálfsögðu að hitta þessa konu og komst að því að Sigga hafði rétt fyrir sér. Í framhaldi af því vandi ég komur mínar til Valborgar og síðasta vet- ur fór ég til hennar á hverjum mánudagsmorgni í svæðanudd og spjall. Þar áttum við stundir sem lifa munu innra með mér um ókomna tíð. Ég kallaði mánudagsmorgnana „Well- nessdays“ og hlakkaði til þeirra alla helgina. Einstaka sinnum á lífsleiðinni hittir maður lærimeistara sem gefa bara og kenna. Valborg var ein af þeim. Á yngri árum dreymdi mig um að hitta göfugan indíánahöfð- ingja sem vissi svörin við öllum lífsins gátum. Það var svo í vetur sem það rann upp fyrir mér að draumurinn hafði fyrir löngu ræst. Valborg var einstök kona sem hafði engu tapað af huglægri orku sinni og visku þrátt fyrir háan ald- ur. Hún var mikill náttúruunnandi og sumarið var hennar tími í görð- unum sínum, enda kaus hún sér það lífsstarf að hjálpa öðrum að blómstra, hún var lótusblómið holdi klætt. Ég sagði eitt sinn við hana að það hlyti að vera frábært fyrir fólkið hennar að eiga svona mömmu, ömmu og langömmu eins einstök og hún væri en hún hló bara að þessari vitleysu í mér af sinni stöku hógværð. Það draup fróðleikur og viska af hverju orði hennar og af þeim lærði ég margt. Hún kenndi mér t.d. að ekkert eitt svar væri hið rétta svar. Hún kenndi mér hóg- værð, æðruleysi og hún kenndi mér að gefa. Allt þetta kenndi hún mér án þess endilega að ætla sér það, fróðleikurinn og viskan streymdi frá henni. Hún var með hreint hjarta, hjarta gjafarans. Hún lánaði mér sumar bækurn- ar sem hún hafði sankað að sér síðastliðna áratugi með fróðleik um lífið og tilveruna. Ég hafði áhuga á nánast öllu sem hún bauð upp á. Mér fannst stundum eins og við hefðum þekkst í 1.000 ár. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt með henni allar þessar góðu stundir þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér frá æsku sinni og lífs- hlaupi, hvað hún hefði reynt og lært, við hlógum saman eins og enginn væri aldursmunurinn og fórum yfir litróf lífsins meðan okk- ur entist tími. Síðastliðinn vetur töluðum við oft um nýlegan missi hennar á Reyni sínum sem hún saknaði svo sárt. Ég reyndi eftir minni bestu getu að styðja hana þá. Það skein í gegnum tal hennar á þeim tíma að hún vissi sinn vitj- unartíma og hún hafði rétt fyrir sér í því eins og svo mörgu öðru. Hún sagðist kveðja sátt við lífið og tilveruna enda búin að skila sínu. Með Valborgu er gengin kona sem sáði hlýju, birtu og lærdóms- fræjum inn í líf fjölda fólks sem hana þekkti. Við Inga sendum samúðarkveðjur okkar til aðstand- enda og vina. Takk fyrir allt, elsku Valborg mín. Þinn vinur, Eyþór Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.