Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Hlauparar Liðlega 10 þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og Latabæjarhlaupinu í fyrradag auk þess sem nokkrir ferfætlingar voru eigendum sínum til halds og trausts. Eggert Með trúnaðarskyldu taka menn á sig mikla byrði. Það er ekki gert til að hylma yfir með glæpamönnum og því síður til þess að þagga niður brot eða hindra fórnarlömb ofbeldis í að leita rjettar síns. Augljóst er, að á prest- um hvílir sú meg- inskylda að verja þá sem varnarlausir eru. Eitt það úrræði sem við prestar höf- um til þess að hjálpa brotaþolum, er að geta talað við brotamenn í trúnaði og þannig reynt að hjálpa þeim til að gangast við brotum sínum og láta af þeim. Ef það að tala við prest er í huga brotamanns það sama og að tala við lögregluna, þá mun hann ekki leita til prestsins. Hugleiðingar um tilkynn- ingaskyldu presta, sje þeim trúað fyr- ir hinum alvarlegustu glæpum, hafa hins vegar litla raunhæfa þýðingu, því án trúnaðar verður þeim aldrei trúað fyrir nokkru. Slík tilkynn- ingaskylda verður í reynd ekki til þess að tilkynningar berist frá prest- um, heldur mun fremur til þess eins, að brotamenn leiti ekki til þeirra, og fái þannig síður hjálp til þess að horf- ast í augu við gjörðir sínar og láta af brotum sínum. Það bætir ekki stöðu brotaþola, og allra sízt í kynferð- isbrotamálum, að brotamaður þori hvergi að leita hjálpar. Með þeirri kröfu um fortakslausa tilkynn- ingaskyldu allra stjetta, sem menn tala fyrir, vitaskuld í góðum hug, er mikil hætta á að þeir vinni brotaþol- um í raun ekki það gagn sem þeir vilja og vona. Hlíta ber lögum Í fyrri grein minni um skriftamál og trúnaðarskyldu er tekið fram, að enginn maður og engin stofnun eru hafin yfir lög. Landslögum ber að hlýða og þau skulu jafnt yfir alla ganga. Hins vegar er á það bent, að taki prestur eða ríki sjer það vald að ógilda þann trúnað sem er skilyrði skrifta og sálusorgunar, þá eru for- sendur þeirrar prest- legu þjónustu brostnar. Vel þekki eg ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem kveða á um að tilteknar starfs- stjettir skuli tilkynna barnaverndaryf- irvöldum verði þær þess áskynja, að barn verði fyrir ofbeldi. Er eg auðvitað undir þau lög settur eins og aðrir, og fer að sjálfsögðu eft- ir gildandi rjetti í landinu í störfum mínum. Sjerstök trúnaðarskylda tiltekinna stjetta Það er athyglisvert, að í nýlegum lögum um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar 2009, er lögð ríkari trúnaðarskylda á presta, for- stöðumenn trúfjelaga og verjendur en aðrar stjettir. Samkvæmt lögunum er dómara heimilt að skylda lækna, end- urskoðendur, fjelagsráðgjafa, sál- fræðinga og aðra til þess að upplýsa um það sem skjólstæðingur hefur trú- að þeim fyrir, en sjerstakt bann lagt við því að prestar vitni um slíkt. Þann- ig er prestum fortakslaust bannað, jafnvel í lokuðu þinghaldi, að skýra frá því fyrir dómi sem ákærður maður hefur trúað þeim fyrir um málsatvik. Í greinargerð með lögunum eru rakt- ar sjerstaklega ástæður þess, að trún- aðarskylda þessara stjetta skuli vera ríkari en annarra. Þær ráðstafanir hefur löggjafinn ekki gert að ástæðu- lausu. Eftir Geir Waage Geir Waage Höfundur er sóknarprestur. Þagnarskylda presta »Hugleiðingar um til- kynningaskyldu presta, sje þeim trúað fyrir hinum alvarleg- ustu glæpum, hafa hins vegar litla raunhæfa þýðingu, því án trún- aðar verður þeim aldrei trúað fyrir nokkru. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um frumvarp sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra til breytinga á búvöru- lögum. Því miður hef- ur sú umræða þvælst inn á talsverðar villi- götur og oft fjarri því að vera upplýsandi um raunveruleika málsins. En hvernig horfir þetta mál við bændum? Engin lög án viðurlaga Í gildi er samningur milli ríkis og bænda um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslunnar. Samkvæmt honum er framleiðslukvóta út- hlutað til bænda sem ætlað er að tryggja jafnvægi milli framleiðslu og sölu á innanlandsmarkaði. Þar með skal öll mjólk sem framleidd er utan kvóta flutt á erlendan markað. Þetta fyrirkomulag bygg- ist á ákvæðum búvörulaga sem verið hafa í gildi frá árinu 1993. Samkvæmt þeim má hver sem er setja á laggirnar kúabú, kaupa kýr og framleiðslukvóta og framleiða fyrir innanlandsmarkað. Einnig er unnt að sleppa því að kaupa kvóta og framleiða til útflutnings. Þann- ig standa allir jafnfætis gagnvart lögum hvað varðar framleiðslu mjólkur. Eins er öllum heimilt, án takmarkana, að stofna mjólk- urvinnslu og selja afurðir hér hvort heldur þær eru framleiddar úr mjólk innan kvóta fyrir innan- landsmarkað, eða úr umframmjólk fyrir erlendan markað. Hinsvegar er mjólkursamlögum óheimilt að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta og markaðssetja af- urðir úr henni á innanlandsmark- aði. Með frumvarpinu er einungis verið að leggja viðurlög á þá sem fara út fyrir ramma laganna. Þetta fyrirkomulag er fyllilega sambæri- legt við það sem gerist í nágranna- löndunum; í Noregi og öllum lönd- um Evrópusambandsins. Ýtt undir nýsköpun Einu raunverulegu breyting- arnar eru að með frumvarpinu er ýtt undir nýsköpun. Samkvæmt því er bændum í fyrsta skipti heimilt að framleiða mjólk- urvörur úr sem sam- svarar 10 þúsund lítr- um af mjólk umfram kvóta. Þessi breyting kemur til móts við alla þá sem vilja byggja upp lítil ný- sköpunarfyrirtæki og selja afurðir sínar beint frá býli. Líklegt er að þessi heimild verði aukin í 15 þús- und lítra, samkvæmt tillögu land- búnaðarnefndar Alþingis. Spila eftir reglunum Hundruð kúabænda hafa á und- angengnum árum skuldsett sig til að kaupa framleiðslukvóta. Heild- arskuldir kúabænda vegna kvóta- kaupa nema nú 14 til 16 millj- örðum króna. Það er því ósanngjarnt gagnvart bændum, sem hafa farið að reglum, að gera nokkuð sem stefnir kvótakerfinu í bráðan voða án nokkurrar aðlög- unar. Það myndi stefna fjárhag þessara bænda og fjölskyldna þeirra í mikla hættu og í versta falli kollvarpa þeirri gróskumiklu mjólkurframleiðslu sem byggð hefur verið upp í landinu. Fjölbreytt úrval – hagstætt verð Opinber verðlagsnefnd, sem í sitja fulltrúar ríkisins, ASÍ og BSRB ásamt fulltrúum bænda og mjólkuriðnaðarins, ákveður mjólk- urverð til bænda. Þar standa allar mjólkurvinnslur jafnar gagnvart öflun hráefnis og hafa því bændur ekki sjálfdæmi um verðlagningu á hráefninu. Augljóst er að útgefið lágmarksverð til bænda heldur ekki án þess að jöfnuður sér í framboði og eftirspurn. Því er kvótakerfið forsenda þessarar verðlagningar. Sama nefnd verð- leggur einnig heildsöluverð helstu vöruflokka mjólkurafurða, sem stærsti hluti mjólkurframleiðsl- unnar rennur jafnframt til. Vinnslufyrirtækin hafa því ekki heldur sjálfdæmi um sína verð- lagningu. Athygli vekur að á síð- ustu fimm árum hefur verð á mjólkurvörum lækkað að raungildi um 16% undir þessu kerfi. Eins kemur fram í verðkönnun sem Hagstofa Íslands birti 29. júní 2010 að verð á mjólkurvörum hér- lendis er 9% lægra en meðaltali í Evrópu. Hér á landi er einnig óvenjufjölbreytt úrval mjólk- urvara, enda er neysla mjólkuraf- urða mjög mikil, en Íslendingar neyta um 60% meira af mjólkuraf- urðum en að jafnaði í Evrópu. Því væri ósanngjarnt að segja að þetta fyrirkomulag hefð reynst íslensk- um neytendum illa. Aðlögun nauðsynleg Evrópusambandið hyggst leggja kvótakerfið af, a.m.k. í núverandi mynd eftir fimm ár. Gert er ráð fyrir að við taki svipað eða annað kerfi til þess að stjórna framleiðsl- unni. Þær tillögur sem fram eru komnar gera t.d. ráð fyrir því að samtök kúabænda geti samið um mjólkurverð fyrir hönd umbjóð- enda sinna. Það er hins vegar lyk- ilatriði að allar breytingar hafi nægan aðdraganda. Umræðan í aðildarlöndum ESB um afnám kvótakerfis í mjólkurframleiðslu hófst fyrir 12-14 árum. Verði kvótakerfið lagt af í löndum Evr- ópusambandsins eða breytt hinn 1. apríl 2015, munu bændur hafa haft tæpa tvo áratugi til að búa sig undir nýtt framleiðsluumhverfi. Núverandi samningur ríkis og bænda um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslunnar rennur út 31. desember 2014. Ekki hafa verið gefin út nein fyrirheit um hvað þá taki við. Það er hinsvegar fráleitt að ætla íslenskum kúabændum óstöðugra lagaumhverfi eða minni aðlögun að breyttu fram- leiðsluskipulagi en kollegum þeirra í nágrannalöndunum. Bændur og búvörulög Eftir Sigurð Loftsson » Breytingarnar snú- ast einungis um tvennt: að fylgja eftir gildandi lögum og íviln- andi ákvæði gagnvart heimavinnslu mjólk- urafurða. Sigurður Loftsson Höfundur er formaður Lands- sambands kúabænda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.