Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Þriðjudagskvöldið 24. ágúst verður gengið um Öskju- hlíðina undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar, jarðfræðings, og Stefáns Pálssonar, sagn- fræðings. Öskjuhlíðin er forvitnilegt, bæði út frá náttúrufræðilegu og sögulegu sjónarhorni, auk þess sem starfsemi Orkuveitunnar tengist svæðinu á ýmsan hátt. Lagt verður af stað frá Perlunni kl. 19:30. Gönguferð um Öskjuhlíðina • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 08 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Ríkisstjórnin og Evrópusam-bandið segjast vilja upplýsta umræðu um Evrópusambandið hér á landi vegna aðildarumsóknar Ís- lands. Þetta hljómar ágætlega en er því miður ekki mjög trúverðugt.     Bent hefur verið á að þegar rík-isstjórnin og Evrópusambandið fyndu að málið hefði ekki hljóm- grunn hér á landi yrði gripið til ör- væntingarfullra aðgerða til að sannfæra Íslendinga.     Nú hefur þettagerst.     Össur Skarp-héðinsson utanríkisráð- herra fór fyrir helgi í viðtal til Heimis Más Pét- urssonar á Stöð 2 og fullyrti þar að ávinningur ís- lensku þjóðarinnar af því að ganga í ESB væri á annað hundrað millj- arðar króna. Rökstuðningurinn var vitaskuld enginn og Heimir Már spurði einskis.     Svo hélt Össur áfram og fullyrtiað Ísland væri ekki í aðlög- unarviðræðum þó að sýnt hafi verið fram á að svo sé.     Hann fullyrti líka að samning-urinn sem kæmi út úr viðræð- unum yrði töluvert betri en haldið væri fram núna og að „bábiljur“ andstæðinga aðildar um sjávar- útvegsmál væru vitleysa.     Þetta og fleira lét utanríkisráð-herra út úr sér þrátt fyrir að stækkunarstjóri sambandsins hafi sett ofan í við hann fyrir einmitt svona tal.     Gefur þetta góðar vonir um upp-lýsta umræðu? Össur Skarphéðinsson Upplýst umræða um ESB Veður víða um heim 22.8., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 6 rigning Egilsstaðir 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 20 skýjað Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 skýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 13 skýjað London 21 skýjað París 27 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 21 skýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 17 skúrir New York 25 alskýjað Chicago 24 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:44 21:18 ÍSAFJÖRÐUR 5:38 21:33 SIGLUFJÖRÐUR 5:21 21:17 DJÚPIVOGUR 5:11 20:50 Töluvert margir ökumenn þurfa að greiða sektir sem þeir hlutu fyrir að leggja bílum sínum ólöglega á Menn- ingarnótt. Að sögn Kristjáns Ó. Guðnasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var sú ný- breytni tekin upp að loka fyrir um- ferð um Þingholtin til að koma í veg fyrir að götur þar myndu stíflast líkt og aðrar Menningarnætur, en það skapar hættu vegna aðkomu neyð- arbíla. „Að því leytinu til tókst þetta mjög vel því ástandið var mun betra en áður. Hins vegar héldu lokanir ekki í einhverjum tilvikum og það er auðvitað áhyggjuefni því það skapar hættu fyrir fólk sem á ekki von á um- ferð.“ Undir þetta tekur Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs, sem segir ljóst að margir hafi kosið að fara í bæinn með strætó. „Það voru klárlega mun færri á bílum en fyrri ár.“ Þau segja þó töluvert hafa verið um ólöglegar bílstöður við lokanirnar og voru skrifaðar sektir á ökumenn þeirra bifreiða. Í gær lá ekki fyrir hversu miklum upphæðum sektirnar námu. Að öðru leyti gekk umferð þokka- lega fyrir sig; sex voru teknir fyrir ölvunarakstur og nokkuð var um minniháttar umferðaróhöpp auk þess sem sigling skemmtibáts var stöðvuð vegna ölvunar skipstjórans. Þá fylltust fangageymslur en greiðlega gekk að leysa flest mál. M.a. var ölvuð kona um þrítugt handtekin fyrir að iðka „ósiðlegan dans“ í miðborginni en „ekki er talið að atriði hennar hafi verið hluti af dagskrá Menningarnætur“, eins og segir í tilkynningu lögreglu. Skipu- lega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útivist barna og ung- linga. Var nokkru magni af áfengi hellt niður en ástandið þó ekki verra en oft áður. Nokkur fíkniefnamál komu sömuleiðis til kasta lögreglu. Margir sektaðir á Menningarnótt Morgunblaðið/Eggert Gleði Ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega á Menningarnótt.  Ölvuð kona handtekin fyrir „ósiðlegan dans“ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við hefðum að sjálfsögðu óskað þess að þetta hefði farið öðruvísi og við hefðum getað valið úr þessum hópi umsækjenda. Hins vegar er þetta enginn stóridómur og við mun- um fara í það að leita á ný. Við erum komin með nokkur nöfn sem við er- um að skoða og ég er mjög bjartsýnn á að það muni ganga upp,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Öllum umsóknum hafnað Tilkynnt var fyrir helgi að enginn af 17 umsækjendum um starf sveit- arstjóra Skagafjarðar yrði ráðinn og að hafin yrði leit að einstaklingi í starfið án auglýsingar. Stefán segir að ekki hafi náðst sátt í meirihlut- anum í sveitarstjórn um neinn af þeim sem sóttu um og ekki verið taldar forsendur til þess að kalla neinn þeirra í viðtal. Áður en starfið var auglýst var einnig gerð tilraun til þess að ráða í starfið án auglýsingar en án þess að það skilaði tilætluðum árangri. „Ég var sveitarstjóri í 14 ár og rak ráðgjafarþjónustu í tíu ár og veit vel hvernig svona umsóknir eru með- höndlaðar. Ef einhverjir koma til greina eru þeir kallaðir í viðtal. Það er afskaplega ófagmannlega staðið að þessu,“ segir Jón Baldvinsson, einn umsækjandanna. Aðspurður sagði Stefán Vagn að faglega yrði staðið að ráðningunni. Þriðja tilraunin gerð til ráðningar  Öllum umsóknum um starf sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnað  „Afskaplega ófagmannlega staðið að þessu,“ segir umsækjandi um starfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.