Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 6
Nýting fæðingarorlofs
20.000
18.000
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Feður
Mæður
Orlofsgreiðslur til foreldra
2008
2009
2010
Mæður
MæðurFeður
Feður
Styrkur til námsmanna
Styrkur utan vinnumarkaðar
10
.3
62
10
.6
0
4
9.
79
5
18
.3
65 19
.4
67
19
.4
25
1.
57
3
1.
42
5
1.
59
6
1.
12
9
1.
0
401.
17
1
18
7
16
3
10
7
41
2
50
9
45
0
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Karlar taka nú síður fæðingarorlof en
þeir gerðu fyrir bankahrun og má
ætla að lækkun hámarksgreiðslna úr
Fæðingarorlofssjóði eigi þar þátt að
máli. Samskonar þróun hefur ekki
orðið hjá konum, en árin 2008 og 2009
voru metár í fæðingum á Íslandi.
Nokkurt jafnvægi virðist nú komið
þar á og er útlit fyrir að fæðingum
fækki um 5% milli áranna 2009-2010.
10.362 feður nýttu sér réttinn til
fæðingarorlofs árið 2008. Í fyrra voru
þeir 10.640 en í ár lítur út fyrir að þeir
verði 9.795. 18.365 konur nýttu rétt-
inn 2008. Í fyrra voru þær 19. 467 og í
ár stefnir í að fjöldinn verði 19.425.
„Það hafa verið sterkar vísbending-
ar um að karlar séu að draga úr töku
fæðingaorlofs ef þeir eru í vinnu,“
segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðu-
maður Fæðingarorlofssjóðs. Hann
bendir þó á að endanlegar tölur liggi
ekki fyrir þar sem foreldrar hafi þrjú
ár til að nýta fæðingarorlofið. Orlof-
staka karla hafi þó tekið að breytast
með hruninu og hafi breyttar út-
greiðslureglur þar eflaust sitt að
segja. „Hámarksgreiðslur voru lækk-
aðar nokkuð skarpt í þrígang, auk
þess sem útgreiðsluprósentu var
breytt. Við sjáum ákveðnar vísbend-
ingar, væntanlega í bland við efna-
hagsaðstæður, um að þá hafi karlar
farið að draga úr töku sinni.“
Nýta síður sameiginlega réttinn
Hámarksgreiðslan var 535.700 í lok
árs 2008 en er nú 300.000. Við síðustu
lækkun, sem tók gildi um áramótin
2009-2010 var útgreiðsluprósentunni
einnig breytt. Var hún áður 80% af
heildarlaunum, en er nú 80% af fyrstu
200.000 kr. og 75% eftir það.
Feðrum sem nýta fæðingarorlofið
hefur hins vegar fjölgað meðal þeirra
sem ekki eru á vinnumarkaði og segir
Leó Örn þá þróun eðlilega í takt við
aukið atvinnuleysi.
Hvort foreldri á þriggja mánaða
rétt til fæðingarorlofs og þrír mán-
uðir til viðbótar eru í sameiginlegum
rétti. Leó Örn segir mæður jafnan
hafa tekið stærstan hluta þess orlofs.
„Feðurnir voru hins vegar farnir að
auka þá töku og hún jókst jafnt og
þétt í takt við það að hámarksgreiðsl-
urnar fóru hækkandi. En um leið og
þær fóru að lækka árið 2009 þá dró úr
töku feðra á þessum sameiginlega
rétti.“ Segir hann þetta gefa ákveðna
vísbendingu um það að nýting feðra á
orlofsréttinum virðist hafa sterka
tengingu við fjárhag heimilisins.
Taka síður fæðingarorlof núna
Tengsl virðast vera milli töku fæðingarorlofs hjá körlum og
hámarksupphæðar greiðslna en önnur þróun er hjá konum
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
www.noatun.is
FLJÓTLEGT
OG GOTT
Hafðu það
gott með
Nóatúni
ÝSA Í KONÍAKS-
HUMARSÓSU
KR./KG
1498
1798
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
FERSKIR
Í FISKI
17%
afsláttur
Myndlistaskólinn í Reykjavík hélt átta vikunám-
skeið í sumar, þar sem sex til 12 ára gömul börn
fengu innsýn í frumbyggjaarkitektúr. Verkefn-
inu lauk fyrir helgi, en börnin lærðu að byggja
úr efni úr nánasta umhverfi með hliðsjón af mis-
munandi aðstæðum og veðurfari. Krakkarnir
nýttu sér efni á Lýsislóðinni í vesturbæ Reykja-
víkur, hálm, njóla, steina og fleira, til þess að
byggja kofa, en fengu auk þess trjágreinar ann-
ars staðar til þess að styrkja grindina.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir kennari segir að
vel hafi til tekist, en hún býr í Finnlandi og var
stuðst við sambærilega kennslu þar í landi. „Við
kenndum þeim aðferðirnar og leyfðum þeim svo
að byggja eftir eigin höfði,“ segir hún.
Börn og unglingar byggja kofa að hætti frumbyggja á Lýsislóðinni í Reykjavík
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Lærðu aðferðirnar og byggðu síðan eftir eigin höfði
Óhætt er að segja að mikið hafi ver-
ið um að vera í höfninni á Neskaup-
stað um helgina. Stærsta skip ís-
lenska fiskiskipaflotans, frystitogar-
inn Kristína EA, landaði þar um tvö
þúsund tonnum af makríl. Kristína,
sem sést bundin við bryggju á
myndinni hér til hliðar er 105 metra
löng, og 20 metrar á breidd og er í
eigu Samherja á Akureyri. Vilhelm
Þorsteinsson EA, sem einnig er
frystitogari í eigu Samherja, lá við
bryggju á sama tíma. Hákon EA
landaði frosinni síld auk þess sem
Beitir NK landaði til vinnslu í höfn-
inni um helgina.
Til viðbótar við þessi skip var
hlaðið á flutningaskip sem er síðan á
leið til Afríku. Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn-
ar á Neskaupstað segir að þó alltaf
sé líf í höfninni á Neskaupstað hafi
þetta verið stór helgi. „Það var dá-
lítið af skipum, já. Þetta eru miklar
tölur sem flæða, mikil verðmæti
sem flæða fram og til baka,“ sagði
Gunnþór. einarorn@mbl.is
Miklu landað í Neskaup-
staðarhöfn um helgina
Kristína EA
landaði tvö þúsund
tonnum af makríl
Stærðarmunur Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans sést hér bundið
bryggju. Skipið við hliðina virðist agnarsmátt í samanburði.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
„Mér sýnist á
öllu að það geti
náðst sátt um
samningaleiðina
í þessari nefnd.
Það er allavega
alveg ljóst að
það er enginn
áhugi á fyrning-
arleiðinni, því
það hefur ekki
verið talað fyrir
henni núna upp á síðkastið,“ segir
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins og
fulltrúi í starfshópi um endur-
skoðun á fyrirkomulagi um fisk-
veiðistjórnun.
Gunnar segir að um tíma hafi
a.m.k. annar ríkisstjórnarflokk-
urinn viljað koma tillögu um fyrn-
ingarleið í gegn en eftir að farið
hafi verið að skoða málið ofan í
kjölinn hafi menn séð að sú leið
væri „gjörsamlega ófær.“
Gunnar segir að ef horft sé til
þess starfs sem farið hefur fram
innan hópsins sé ljóst að fyrning-
arleiðin sé algerlega út af borðinu.
„Það er vilji til þess að fara
samningaleiðina í einhverri út-
færslu og að tala um nýtingarrétt.
Síðan er eftir að ræða hvernig
greiða eigi fyrir afnot af auðlind-
inni. Það er auðvitað þegar verið
að því í dag í gegnum veiðigjald,“
segir Gunnar. hjorturjg@mbl.is
Fyrningarleið í
sjávarútvegi
„gjörsamlega ófær“
Gunnar Bragi
Sveinsson