Morgunblaðið - 23.08.2010, Page 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Íslenskir ostar – hreinasta afbragð
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-1
3
0
1
„Við förum að sjá
unga fólkið
meira heimavið
og menntun-
arstigið eykst.
Samvirkni milli
menntastofnunar
og samfélagsins
skiptir máli,“
segir Lára Stef-
ánsdóttir, skóla-
meistari Menntaskólans á Trölla-
skaga, sem settur var í fyrsta skipti
sl. föstudag.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi skólans undanfarna mánuði og
ár. Hann er til húsa í húsnæði sem
áður hýsti gagnfræðaskólann á
Ólafsfirði.
Fæstir beint úr grunnskóla
Kennsla hefst samkvæmt stunda-
skrá í dag en 73 nemendur eru
skráðir í skólann og er það mun
fleira en reiknað var með. Aðeins
um tuttugu nemendur koma beint
úr grunnskóla. Aðrir hafa byrjað í
framhaldsskóla annars staðar eða
eru að láta rætast gamlan draum
um að fara í framhaldsskóla.
Flestir eru nemendurnir frá
Ólafsfirði og Siglufirði. Héðins-
fjarðargöng, sem eru á lokastigi,
eru forsendan fyrir stofnun skólans
og sameiningu sveitarfélaganna
sem nú mynda Fjallabyggð.
Láta gaml-
an draum
rætast
Nýr menntaskóli
tekur til starfa í dag
Frá Siglufirði.
Gæsaveiðitímabilið hófst síðastliðinn
fimmtudag og fer vel af stað, að sögn
skotveiðimanna. Í fyrstu er það eink-
um heiðagæs sem veidd er, en grá-
gæsin fer síðar af stað.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotveiðifélags Íslands, segir stofn-
ana virðast sterka og hafa komið vel
undan sumri, enda hafi árferði verið
gott. Grágæsin sé enn ekki komin í
tún, hún liggi enn í móum þar sem
mikill gróður sé og æti. Því einbeiti
veiðimenn sér að heiðagæs, og þær
veiðar hafi farið vel af stað nú um
helgina. Hann gerir ráð fyrir því að
hægja muni á veiðunum fram í sept-
ember, þegar þær fari síðan af stað
fyrir alvöru.
Davíð Ingason fór á gæsaveiðar
nú fyrir helgi og skaut fimmtán gæs-
ir við annan mann. Hann segir veiði-
tímabilið fara af stað á svipaðan hátt
og í fyrra. Mikið sé af gæsum, og
margar fjölskyldur þegar búnar að
slá sér saman, oft 50-60 saman í hóp-
um. einarorn@mbl.is
Veiðar byrja vel
Morgunblaðið/Ingó
Gæsaveiði Skotveiðimenn munda skotvopn sín á gæsaveiðum.
Skotveiðimenn hófu gæsaveiðar fyrir
helgi Stofnar komið vel undan sumri
Góð þátttaka var í Reykjavík-
urmaraþoni Íslandsbanka á laug-
ardag og söfnuðust rúmlega 28
milljónir króna til góðgerðarmála á
áheitavefnum hlaupastyrkur.is í
tengslum hlaupið.
Hátt í 11 þúsund hlauparar hlupu
ýmist maraþon, hálfmaraþon, 10
km eða 3 km vegalengdir en
þátttökumet var í 10 km hlaupinu
þar sem um 3700 tóku þátt.
Áheitasíðan er hlaupastyrkur.is
og verður hægt að heita á hlaupara
í Reykjavíkurmaraþoni Íslands-
banka til loka dagsins í dag.
Tæpar 30 milljónir
í hlaupaáheit
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2010.
Ráðstefna, sem Flugakademía Keil-
is stendur fyrir hér á landi í sept-
ember um eldgosið í Eyjafjallajökli
og áhrif öskufalls á flugrekstur, er
farin að vekja athygli víða. Sam-
kvæmt frétt Reuters er von á yfir
300 sérfræðingum í jarðvísindum
og flugmálum víðs vegar að úr
heiminum.
Ekki hefur á seinni árum orðið
jafn mikil röskun á alþjóðaflugi og
vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.
Talið er að flugfélögin hafi tapað
yfir 200 milljörðum króna. Loka
þurfti flestum flugvöllum í Evrópu
um tíma og áhrif gossins teygðu sig
til nær allra heimsálfa. Meðal þess
sem rætt verður á ráðstefnunni
hvernig beri að meta hættu á ösku-
dreifingu í háloftunum en fram hef-
ur komið gagnrýni um að það mat
sé of strangt.
Ráðstefnan fer fram 15.-16. sept-
ember nk. á Ásbrú, gamla varn-
arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Augu heimsins bein-
ast að gosráðstefnu