Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Jeppadekk í miklu úrvali
Bílabúð Benna er umboðsaðili BFGoodrich og TOYO TIRES á Íslandi.
Komdu við á nýju fullkomnu hjólbarðaverkstæði að Tangarhöfða 8.
Stofnað 1975
Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333
Reykjanesb
æ
Rey
kjavík
„Þessi var alveg margfalt stærri en
allt það sem ég hef séð og var greini-
legur eldhnöttur neðst sem hvarf á
nokkrum sekúndum og rákin eftir
hann var einnig stór,“ segir Daníel
Freyr Jónsson á Selfossi, sem á leið
sinni yfir Hellisheiði um hálfeitt að-
faranótt sunnudags varð vitni að
loftsteinahrapi.
Hann segist hafa verið akandi á
heimleið af Menningarnótt ásamt
unnustu sinni. Er þau komu upp
brekkuna við Skíðaskálann í Hvera-
dölum „birtist þessi stóri loftsteinn á
himninum í austri,“ eins og Daníel
orðar það. „Út úr þessum blossa kom
svo löng gulgrá lína sem varð mjög
löng og þráðbein niður og hvarf svo
á nokkrum sekúndum.“ Hann segist
oft hafa séð stjörnuhrap, þar sem lít-
il rák birtist á himni og hverfi um
leið, en þetta hafi verið margfalt
stærra en allt sem hann hefur áður
séð. „Við hrukkum bæði við, enda
ekki beint eitthvað sem gerist á
hverju kvöldi,“ segir Daníel Freyr
við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni hafa fleiri tilkynningar
ekki borist um stjörnuhrap á þessum
tíma. Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur hefur rætt við
Daníel og telur að samkvæmt lýs-
ingu hans hafi verið um vígahnött að
ræða.
Greinilegur eldhnöttur á himni
Sá vígahnött á leið
yfir Hellisheiði
Reuters
Loftsteinahrap yfir Mexíkó Rákin
sem Daníel Freyr sá var minni.
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og stjórnar-
maður í Orkuveitu Reykjavíkur, seg-
ir að skilja megi fréttaflutning und-
anfarið þannig að nú fyrst sé verið að
hefja hagræðingu í rekstri Orkuveit-
unnar. Hið rétta sé að hagræðingin
hafi hafist þegar árið 2008, og auk
þess hafi verið undið ofan af fjárfest-
ingum. Kjartan segir að hina slæmu
skuldastöðu Orkuveitunnar nú megi
fyrst og fremst rekja til fjárskuld-
bindinga sem gerðar voru á árunum
2003 til 2006. Á meðal þess sem gert
hafi verið árið 2008 var að fresta
áformum um Bitruvirkjun um
óákveðinn tíma, hún hefði falið í sér
mikla fjárfestingarþörf. Þessar að-
gerðir hafi verið gagnrýndar á sínum
tíma, en það sýni sig nú að þær hafi í
raun verið skynsamlegar.
Í kjölfar bankahrunsins náðist
samstaða um það innan borgar-
stjórnar Reykjavíkur að hækka ekki
gjaldskrár borgarinnar á árinu 2009.
Ekki var farið í hækkanir á fyrri
hluta þessa árs, enda gjaldskrár-
hækkanir ekki vinsælar í aðdrag-
anda kosninga. Með þessu var komið
í veg fyrir að Orkuveitan gæti aukið
tekjur sínar, þó stökkbreyting lána
félagsins, sem að mestu eru í er-
lendri mynt, hafi beinlínis kallað á
gjaldskrárhækkun samhliða um-
fangsmikilli rekstrarhagræðingu.
Á aðalfundi Orkuveitunnar í júní
sagði Guðlaugur G. Sverrisson, sem
þá var stjórnarformaður, í bókun að
„lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá
stæði fyrirtækinu fyrir þrifum þegar
leitað hafi verið eftir nýju lánsfé.“
Ákvörðun borgarstjórnar setti
Orkuveitunni stólinn fyrir dyrnar,
og nú er svo komið að félagið er ein-
ungis fjármagnað út árið. Kjartan
óttast að borgarstjórnarskipti fyrr á
árinu, sem og forstjóraskipti í Orku-
veitunni, muni tefja þá endurskipu-
lagningarvinnu sem hófst á síðasta
kjörtímabili.
Töluvert svigrúm til hækkana
„Auðvitað er þetta flókinn rekst-
ur, en þegar allt kemur til alls er
þetta einfalt – það þarf að hækka
tekjur og lækka kostnað. Síðan er
það framtíðarverkefni að tryggja
langtímastöðugleika með réttri fjár-
mögnun,“ segir Haraldur Flosi
Tryggvason, stjórnarformaður
Orkuveitunnar. Hann segir spurn-
inguna nú ekki vera þá hvort hækka
eigi gjaldskrána, heldur hversu mik-
ið og með hvaða hætti. Hann vonast
til þess að á stjórnarfundi næstkom-
andi föstudag verði hægt að leggja
fram tillögur um gjaldskrárbreyt-
ingar sem síðan verði tekin afstaða
til. „Það sem við höfum verið að leit-
ast við að gera er að finna almenni-
legt samhengi rekstrar og gjald-
skrár þannig að við getum sýnt fram
á hversu mikið minna við þurfum að
hækka með því að skera niður,“ segir
Haraldur. Hann segir að nú sé búið
að kafa ofan í reksturinn og það liggi
fyrir að nauðsynlegt sé að taka
ábyrgt á málunum. Fyrir vikið muni
Reykvíkingar fá töluverða gjald-
skrárhækkun. Það sé síðan stjórn-
arinnar að ákveða hvernig hún
leggst út. Haraldur segist reikna
með að hækkunin verði „tveggja
stafa tala“. Gjaldskráin hafi lítið
breyst á fimm árum, en á sama tíma
hafi vísitöluhækkunin verið um 50%.
Það sé því töluvert svigrúm til gjald-
skrárhækkana.
Hagræðing í
rekstri engin
stefnubreyting
Gjaldskrárhækkun „tveggja stafa tala“
41,9
milljarða afborganir af lang-
tímalánum til 31. mars 2011
244
er andvirði vaxtaberandi skulda
Orkuveitunnar í milljörðum
90%
er hlutfall vaxtaberandi skulda sem
eru í annarri mynt en krónum
1199
milljónir í laun og launatengd gjöld
fyrstu þrjá mánuði ársins
‹ ERFIÐ SKULDASTAÐA ›
»