Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 12
en í fyrra auk þess sem almenn
verðlækkun hefur orðið.
Sá afli sem flokkast frá og af-
skurður úr vinnslunni fer beint í
fiskimjölsverksmiðjuna sem malar
stöðugt og framleiðir hágæðamjöl
úr hráefninu.
Góð áhrif á hagkerfið
Unnið er á vöktum allan sólar-
hringinn, alla daga vikunnar. Gefið
var frí í eina viku um verslunar-
mannahelgina en annars hefur verið
unnið án verulegra stoppa frá því í
vor.
Um fimmtíu fastráðnir starfs-
menn eru við vinnslu og bræðslu
uppsjávarfisks hjá HB Granda á
Vopnafirði og á makríl- og síld-
arvertíðinni í sumar hafa verið átta-
tíu starfsmenn. Vinnslan er að
mestu mönnuð af heimafólki. Ekki
hefur þurft að fá vinnuafl að utan.
„Það hefur gengið vel að manna
þetta í sumar, framar öllum vonum,
meðal annars með skólafólki. Svo er
stemningin á Vopnafirði þannig að
fólk vill koma og hjálpa til enda eru
góðar tekjur í þessu,“ segir Magnús
Þór.
„Það hefur góð áhrif á hagkerfið
hér þegar nóg er að gera. Fram-
leiðslan skapar mikinn gjaldeyri
fyrir þjóðarbúið – ekki mun af
veita,“ segir Þorsteinn Steinsson,
sveitarstjóri á Vopnafirði, og vekur
á því athygli að reynslan sýni að
ekki sé sjálfgefið að næg atvinna sé í
sjávarþorpi eins og Vopnafirði.
Sveitarfélagið keypti sig inn í
Tanga til að halda kvótanum á
staðnum og tryggja atvinnu og veðj-
aði síðan á samstarf við HB Granda.
Sveitarfélagið lagði sitt af mörkum
með uppbyggingu dýrra hafn-
armannvirkja. „Hér er heppilegt að
vera með fiskvinnslu, meðal annars
vegna þess að hér er fólk sem vill
vinna þessi störf. Fyrirtækið hefur
byggt upp af myndarskap vinnslu
og frystihús og það skiptir sköpum
fyrir vinnslu sjávarfangs á Vopna-
firði til framtíðar,“ segir Þorsteinn
og vonast eftir góðu samstarfi við
HB Granda hér eftir sem hingað til.
Þurfum meira svigrúm
Makríllinn verður verðmætari
þegar líður á haustið. Verulega hef-
ur gengið á makrílkvótann hjá HB
Granda og reynt er að treina kvót-
ann með því að leggja áherslu á að
veiða norsk-íslensku síldina á með-
an. „Það skiptir miklu máli fyrir
okkur að fá svigrúm, fá að fara að-
eins yfir kvóta eða geyma kvóta til
næsta árs, líkt og í norsk-íslensku
síldinni. Ef við fáum ekki þetta svig-
rúm munum við frekar vera í
örugga kantinum og veiða það sem
eftir er af kvótanum fyrr en seinna,
þótt verðmætin verði ekki eins mikil
og annars hefði getað orðið,“ segir
Vilhjálmur.
Eitt verkefni tekur við af öðru hjá
fyrirtækjum sem sérhæfa sig í upp-
sjávarfiski. Venjulega tekur ís-
lenska síldin við af þeirri norsk-
íslensku á haustin og síðan kemur
loðnuvertíð. Mikil óvissa er hins
vegar með báðar þessar tegundir.
„Við höfum verkefni fram í sept-
ember eða október en vitum ekkert
hvað þá tekur við,“ segir Vilhjálmur.
Eingöngu knúin raforku
HB Grandi hefur fjárfest fyrir
rúma fjóra milljarða í uppbygging-
unni á Vopnafirði, þegar allt er talið.
Enn er unnið. Verið er að tengja
loftþurrkara fiskimjölsverksmiðj-
unnar við rafmagn. Verður hún
væntanlega fyrsta verksmiðjan þar
sem loftþurrkari er knúinn raf-
magni. Þá er verið að vinna við frá-
gang á húsum og lóð og taka til á
lóðum fyrirtækisins og hafnarsvæð-
inu.
Þótt vel hafi gengið að koma nýju
verksmiðjunum í gang hafa orðið
byrjunarörðugleikar, meðal annars
við útrásarkerfi verksmiðjunnar.
Fita hefur sloppið út í sjó og valdið
grútarmengun. „Við erum að vinna
okkur út úr því vandamáli. Við vilj-
um sjá þessa fitu sem lýsi í tönkum
en ekki grút á fjörum. Við erum
búnir að bæta núverandi útrásar-
kerfi og látum síðan gera úttekt á
því til að sjá hvort það er nógu öfl-
ugt til framtíðar,“ segir Vilhjálmur
Vilhjálmsson.
Uppgrip í makríl og síld
Ný verksmiðja og uppsjávarfrystihús HB Granda mikil lyftistöng fyrir Vopnafjörð Allir sem vett-
lingi geta valdið vinna vaktir sjö daga vikunnar Lítið verið stoppað síðan fyrir sjómannadag
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Síldarflökun Starfsmenn tína út flök sem sér á eftir að síldin hefur farið í gegn um flökunarvélina.
Eitt tekur við af öðru
» Veiðar og vinnsla á norsk-
íslensku síldinni tekur við af
makrílnum. Íslenska síldin
verður veidd í haust ef heilsa
hennar skánar og síðan loðnan
og ekki má gleyma kolmunn-
anum.
» Makríll hefur komið í vax-
andi mæli inn í íslenska fisk-
veiðilögsögu og er góð búbót. Í
ár er íslenskum skipum heimilt
að veiða 130 þúsund tonn.
» Sjávarútvegsfyrirtækin hafa
fjárfest mikið í búnaði til að að
nýta stærri hluta aflans til
manneldis.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýtt uppsjávarfrystihús og fiski-
mjölsverksmiðja sem HB Grandi
hefur byggt upp á Vopnafirði er
mikil lyftistöng fyrir þorpið. Í sum-
ar hefur verið unnið þar sleitulaust
úr makríl og norsk-íslenskri síld.
Allir sem geta unnið þessa vinnu
hafa verkefni. Törnin er orðin löng
og lítið um frí í sumar en uppgripin
skila starfsfólkinu einnig góðum
tekjum.
HB Grandi hefur byggt upp nýja
fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði
ásamt tilheyrandi aðstöðu. Þá var
uppsjávarfrystihúsið stækkað og af-
köst þess aukin verulega. Meðal
annars var það útbúið fyrir makríl-
vinnslu.
Allt fryst sem mögulegt er
Makrílafli skipa HB Granda var
bræddur í fiskimjölsverksmiðjunni á
síðasta ári. Það sem af er þessari
vertíð hafa 4.200 tonn verið fryst.
„Við höfum unnið eins mikinn hluta
makrílaflans og mögulegt er og
höfðum búið okkur undir það. Það
hefur hins vegar valdið vonbrigðum
að makríllinn er smærri en á síðustu
vertíð. Framan af vertíð var erfitt
að flokka hann frá síldinni og það
dró aðeins úr því sem hægt var að
vinna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms-
son, deildarstjóri uppsjávarfisks hjá
HB Granda.
Magnús Þór Róbertsson, vinnslu-
stjóri á Vopnafirði, segir að vel hafi
gengið að vinna makríl og norsk-
íslenska síld í sumar. Þótt skipin
hafi oft komið með tiltölulega hrein-
an afla af makríl eða síld er hægt að
vinna báðar tegundirnar í einu þeg-
ar aflinn er blandaður. Þá eru not-
aðir tveir flokkarar fyrir síld og
tveir fyrir makríl.
„Það er stutt á miðin og lögð
áhersla á að kæla fiskinn vel um leið
og hann er kominn um borð. Það er
forsenda þess að hægt sé að gera
gott úr hráefninu. Makríllinn þarf
mikla kælingu,“ segir Magnús Þór.
Makríllinn er aðallega hausskor-
inn og slógdreginn fyrir frystingu
en hluti aflans hefur verið heil-
frystur. Síldin er flökuð og fryst.
Makrílafurðirnar fara á markað í
Austur-Evrópu. Vilhjálmur segir að
ágætis afkoma sé í vinnslunni þótt
verðið sé lægra en menn gerðu sér
vonir um við upphaf vertíðar. Það
stafar af því að makríllinn er minni
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Makríl- og síldarvertíðin hefur
sett strik í reikninginn hjá mörg-
um fjölskyldum á Vopnafirði.
Starfsfólkið hefur ekki tekið mik-
ið frí en á móti nýtur það tekn-
anna sem „vaktirnar“ gefa.
„Ég tel að fólk hafi ekki séð
það fyrir að það yrði nánast óslit-
in törn frá því fyrir sjómanna-
dag. Menn hafa ekki tekið frí,
ekki einu sinni vikulega frídag-
inn, því flestir héldu að það yrðu
einhver hlé á vinnslunni. Það hef-
ur ekki orðið,“ segir Kristján
Guðjónsson, trúnaðarmaður
starfsfólks hjá HB Granda. Í
fyrrasumar var makríllinn ekki
frystur og frystihúsinu lokað.
„Við viljum sem mesta vinnu og
erum ánægðir með vertíðina. Svo
kemur dauður tími inn á milli,“
segir Agnar Karl Árnason fisk-
vinnslumaður þegar hann er
truflaður við spilamennsku með
félögum sínum í kaffistofunni.
Það var þrifadagur vegna þess
að ekki náðist að veiða síld og
vinnslan stöðvaðist í tvo daga.
„Það má vera miklu meira að
gera,“ bætir Sigurbjörn Reynir
Björgvinsson við.
Þeir félagarnir hafa lítil frí
tekið sér, fyrir utan vikustoppið
í kringum verslunarmannahelg-
ina en taka fram að fólk eigi
rétt á sínum sumarleyfum og
geti fengið frí ef það kjósi.
„Það er kannski ekki vinsælt
enda hefur það gerst að tækin
hafa stoppað þegar óvant fólk
er að leysa af. En krakkarnir
eru fljótir að læra og hafa stað-
ið sig vel í sumar,“ tekur Agnar
fram.
Kristján segir að makríl-
vinnslan sé góð viðbót og skili
góðum tekjum en bendir jafn-
framt á að vertíðirnar hafi allt-
„Vaktirnar“ gefa starfsfólkinu góðar tek
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þrifadagur Ekki gefst tækifæri til að taka í spil þegar vinnslan er á fullu. Þrifadaginn geta Sigurbjörn Reynir Björg-
vinsson, Eyvindur Vopni Hauksson, Kristján Óli Sigurðsson og Agnar Karl Árnason notað til að prófa leikni sína í Kana.