Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mörg handtök Vel hefur gengið að manna uppsjávarvinnsluna. Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Verð frá 68.800 5 stærðir - 4 litir Gunnlaugur Auðunn Árnason Grásleppuvertíðin frá Stykkishólmi hefur verið ævintýri líkust. Aldrei áður hefur verið landað eins miklu magni af grásleppuhrognum í Stykk- ishólmi og á þessari vertíð og hráefn- isverð hefur vart verið hærra. Því eru sjómenn mjög ánægðir með sinn hlut. Stykkishólmur er aflahæsta höfn landsins á grásleppuhrognum. Ver- tíðinni lauk hinn 11. ágúst. Hver bát- ur sem er með grásleppuleyfi fær 62 daga til veiða. Veiðar á innanverðum Breiðafirði voru ekki leyfðar fyrr en 10. maí. Það er óhætt að segja að árang- urinn hafi verið góður. Alls var land- að 2.736 tunnum af grásleppuhrogn- um á móti 1.136 tunnum í fyrra. Er aflinn meira en tvöfalt meiri en á síð- ustu vertíð. Verð á grásleppuhrognum var mjög hátt og var verið að greiða 1.100 kr fyrir hvert kíló. Áætlað verðmæti aflans er um 430 milljónir króna. Í sumar stunduðu 30 bátar veiðar á móti 25 bátum í fyrra. Aukning í veiði hefur fyrst og fremst verið í norðanverðum Breiðafirði. Bátur sem þar stundaði veiðar var að fá 10 tonn af hrognum í fyrra, en í sumar var aflinn 25 tonn og var netafjöldi og veiðisvæði á svipuðum nótum og í fyrra. Aukin sókn ekki næg skýring Þessi góða veiði kom á óvart og sjómenn vita ekki ástæðuna. Sóknin var dálítið meiri en í fyrra, en hún skýrir ekki þennan mikla mun. Það er líka óvenjulegt að það fari saman góð veiði og hátt verð. Grásleppuveiðarnar hafa skilað miklu verðmæti inn í samfélagið. Margir sjómenn fengu atvinnu við veiðarnar sem gáfu góðar tekjur og hafnarsjóður fékk góða búbót. Aflinn nú tvöfalt meiri  Grásleppuvertíð- in frá Stykkishólmi er búin að vera ævintýri líkust Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Smábátar Grásleppuvertíðin í Stykkishólmi slær öll met. Veiðin » Breiðafjörður er ákjósan- legur til grásleppuveiða. Þar eru miklar grynningar og grá- sleppa leitar einmitt þangað til hrygningar. » Grásleppuveiðar eru tak- markaðar við fjölda leyfa. Leyfum er ekki fjölgað þótt vel veiðist. Hver bátur má leggja 100 net fyrir hvern sjómann sem er um borð í bátnum. af staðið undir meginhluta árs- tekna fólksins. Strákarnir á tækjunum eru ánægðir með uppgripin og benda á að fjórir nýir bílar hafi bæst í bílaflota Vopnfirðinga eftir versl- unarmannahelgina. Þá segja þeir að hörkuuppgrip séu hjá skóla- fólkinu en undanfarin ár hefur það ekki haft mikla möguleika á sumarvinnu í fiskvinnslunni. Kristján bendir á að mennta- skólanemi sem taki tólf tíma vaktir geti náð einni milljón í út- borguð laun yfir sumarið. Hann segir að þegar vertíð standi orðið stóran hluta ársins þurfi fyrirtækið að huga að því bæta við fólki. Menn vinni ekki endalaust á vöktum sjö daga vik- unnar. Ekki er laust húsnæði á staðnum og ekkert byggt þannig að það getur verið erfiðleikum bundið að bæta við fastafólki. jur „Það er mikil lífsreynsla að koma hingað í vinnu, nokkuð sem maður verður að prófa. Ég hef verið að leysa af í mörgum stöðum og finnst gaman að sjá hvernig hlut- irnir ganga fyrir sig í þessari þjóð- arvinnu,“ segir Davíð Orri Guð- mundsson, sextára ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Hann fór að athuga með sum- arvinnu rétt áður en prófin byrjuðu í MA í vor og þegar ekki var laust starf í vinnslunni hjá HB Granda fór hann í unglingavinnuna hjá Vopnafjarðarhreppi. „Verkstjórinn hjá HB Granda hringdi í mig í byrj- un júlí og spurði hvort ég væri ekki til í að prófa,“ segir Orri. Hann greip tækifærið og sér ekki eftir því. Hann hefur fengið góðar tekjur og segir að það komi sér vel í skólanum í vetur. Það hefur verið nánast samfelld vinna frá því hann byrjaði. Orri segir að þetta sé hörkuvinna enda tekur hann tólf tíma vaktir alla daga vikunnar. Það sem eftir er sólarhringsins fer í svefn og hvíld. Lífsreynsla að vinna í fiski ÚR UNGLINGAVINNU Í FISKVINNSLU Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Flakað Davíð Orri Guðmundsson sér um að síldin rati rétta leið inn í flökunarvélina. Hann hefur fengið að prófa margt í sumar. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.