Morgunblaðið - 23.08.2010, Page 16

Morgunblaðið - 23.08.2010, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Náttúruöflinminnareglulega á mátt sinn og megin og smæð mannsins í þeim samanburði. Snemma árs skók gríðarlegur jarðskjálfti hina fátæku eyju Haítí og talið er að yfir tvö hundruð þúsund manns hafi farist af hans völdum. Síðustu vikur hafa gríð- arlegar hörmungar gengið yfir Pakistan í formi flóða sem lagt hafa undir sig stóran hluta landsins. Heimili hafa verið lögð í rúst, milljónir manna eru á vergangi, og talið er að alls hafi tuttugu milljónir orðið fyrir einhvers konar búsifjum vegna hamfaranna. Flóðin í Pakistan eru því með mestu hamförum síðari tíma og mikið alþjóðlegt hjálp- arstarf er hafið til að reyna að lina þjáningar þeirra sem verst hafa farið út úr flóð- unum. Búið er að safna fé eða fyrirheitum upp á um 800 milljónir dala, jafnvirði um 100 milljarða króna, í þessum til- angi, en líklegt er að mun hærri fjárhæðir þurfi til björg- unarstarfsins, að ekki sé talað um uppbygginguna að því loknu. Utanrík- isráðherra Pakist- ans hefur þakkað gjafirnar og þann samhug sem þær sýni, sérstaklega í ljósi þeirra efna- hagserfiðleika sem nú gangi yfir Vesturlönd. Þrátt fyrir þetta er umhugsunarvert hve lengi þjóðir heims voru að taka við sér þegar ógæfan dundi yf- ir Pakistan. Sennilega er skýr- ingin aðeins sú að ólíkt jarð- skjálftunum á Haítí hafa innan við tvö þúsund manns látist í Pakistan. Hörmungarnar birt- ust ekki jafn skyndilega nú og þá en vandinn hefur farið stig- vaxandi og vex enn. Vonandi tekst að hemja mannfallið og koma í veg fyrir að allt fari á versta veg, en hættan er sú að matur berist ekki nægilega tímanlega til allra þeirra milljóna sem treysta á matargjafir, auk þess sem miklar farsóttir kunna að breiðast út í kjölfar flóðanna, en talið er að merki farsótta séu þegar farin að sjást. Þjóðir heims mega ekki draga af sér í stuðningi við Pakistan. Gera þarf allt sem unnt er til að takmarka tjónið og verja þær milljónir manna sem enn eru í hættu. Náttúran hefur enn minnt manninn óþyrmilega á smæð hans} Pakistan í vanda Ekki virðisthafa þurft mikið átak til að ná samstöðu út fyrir raðir meirihlutans í borgarstjórn um að hækka gjöld á borgarbúa til Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarbúar munu því vafalítið fá hærri orkureikninga á næsta ári en verið hefur. Þetta mun taka á hjá þeim sem þegar eru hart keyrðir af hækkandi útgjöldum og minnkandi kaupmætti, en sú lýsing á við um flesta borg- arbúa og raunar aðra við- skiptavini Orkuveitunnar. Af þessum sökum er enn nauðsynlegra en ella að borg- aryfirvöld standist þá freist- ingu að hækka skatta til að mæta tekjumissi vegna lækk- andi fasteignamats í Reykja- vík. Sveitarfélög, þar með talin höfuðborgin, hafa notið þess á liðnum árum að fasteignir landsmanna hafa hækkað í verði vegna þenslu á fast- eignamarkaði. Þegar verð hækkaði voru fasteignagjöld ekki lækkuð eins og þurft hefði til að vega á móti hækkandi fasteignamati og borgararnir sátu uppi með aukin útgjöld af þeirri ástæðu einni að fast- eignamatið hafði hækkað. Þó að fólk hafi almennt getað staðið undir þess- um auknu út- gjöldum á þeim tíma er staðan allt önnur í dag. Al- menningur berst í bökkum til að ná endum saman og má ekki við hækkun skatta. Svör Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, um þetta efni valda vonbrigðum. Hann segir að „á þessu stigi“ sé ekki hægt að svara því „hvort tekju- missinum verði mætt með skattahækkunum eða nið- urskurði“. Hvers vegna er það ekki hægt? Er það rétt sem haldið hefur verið fram að vinna við fjárhagsáætlun borg- arinnar hafi ekki verið sem skyldi? Hefur nýr meirihluti verið of upptekinn af auka- atriðum til að taka afstöðu til fjárhagsstöðu borgarinnar? Hefur nýr meirihluti ef til vill ekki gefið sér tíma til að taka afstöðu til þess hvort hann er í grundvallaratriðum fylgjandi eða andvígur hækkun skatta á borgarbúa? Borgarbúar þurfa miklu frekar skýr svör við slík- um spurningum en ýmsum þeim vangaveltum sem borg- aryfirvöld hafa verið með að undanförnu. Borgaryfirvöld þurfa að veita svör við spurningum um stóru málin} Hver er stefnan í borginni? L ýðskrum er einn af leiðum fylgi- hnöttum lýðræðis. Í því felst að stjórnmálamenn standa ekki við eigin sannfær- ingu, heldur reyna að falla í kram- ið og geðjast eigin hugmyndum, oft rang- hugmyndum, um vilja almennings. Þeir veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir og elta al- menningsálitið í smáu og stóru. En þeir gæta sín ekki á því, að um leið bregð- ast þeir því umboði, sem þeir fengu í lýðræð- islegum kosningum. Stjórnmálamenn eru kosnir út á orð sín og það sem þeir standa fyrir. Ef almenningur getur ekki treyst því, að þeir standi við orð sín og sannfæringu, hvað er þá eftir af umboðinu? Í 48. grein stjórnarskrárinnar segir að al- þingismenn séu „eingöngu bundnir við sann- færingu sína“. Vert er að hafa í huga að þingmenn vinna drengskaparheiti að stjórnarskránni. Mér finnst blasa við að málamiðlanir í grundvall- armálum séu engu skárri lýðskruminu. Um slíkar málamiðlanir mætti nefna mörg og mis- alvarleg dæmi. Það er til dæmis augljóst, að Vinstri græn- ir sviku kjósendur með því að greiða götu aðildarumsókn- ar að Evrópusambandinu, ekki aðeins vegna þess að það gengur gegn orðum þeirra og sannfæringu, heldur varðar slík aðild grundvallarhagsmuni þjóðarinnar til framtíðar, svo sem fullveldið og auðlindirnar í hafinu. Það getur ekki verið skiptimynt í málamiðlunum. Og öfugt við það sem margir halda er ekkert óljóst við það hvað kemur út úr samninga- viðræðunum. Sótt var um Evrópusambandið og það er það sem við fáum. Það er ekki eins og stjórnmálamenn hafi ekkert val. Það er til dæmis heilbrigðara og meiri „drengskapur“ að vísa slíkum málum í dóm þjóðarinnar. Þjóðin sýndi í atkvæða- greiðslunni um Icesave að hún lætur ekki véla sig eða kúga. En svo má það aldrei verða óhugsandi, að stjórnmálamenn kjósi að slíta stjórnarsam- starfi og afsala sér völdum, fremur en að víkja frá sannfæringu sinni og ganga á bak orða sinna. Lýðræðið er hornsteinn velferðar á Vest- urlöndum. Það segir sína sögu að lýðræðisþjóð hefur aldrei farið í blóðugt stríð við aðra lýð- ræðisþjóð. Valdið er fært kjósendum á fjögurra ára fresti og þannig er stjórnmálamönnum veitt aðhald. Sú grundvallarhugsun, að stjórnmálamenn séu í þjón- ustu almennings, felur í sér að erfiðara er fyrir þá að tak- marka frelsi eða réttindi almennings. Það er ekki síst þess vegna, sem Vesturlandabúar njóta meira frelsis og rétt- inda en tíðkast víðast hvar annars staðar. Og það er aftur ávísun á meiri framfarir og velmegun. Þegar stjórnmálamenn ganga á svig við stjórnarskrána með því að svíkja sannfæringu sína, þá eru þeir ekki að- eins að bregðast sjálfum sér, þeir eru að grafa undan lýð- ræðinu. Pétur Blöndal Pistill Virðingin fyrir lýðræðinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is F lóðin sem komið hafa í kjölfar úrhellisrigninga í Pakistan eru þau verstu sem gengið hafa yfir landið í 80 ár og hafa haft áhrif á líf 20 milljóna manna. Úrhellisrigningar hafa einnig orðið í Danmörku og Kína, þar sem þær hafa valdið manntjóni. Mesta hitabylgja sem orðið hefur öldum saman gerði Rússum síðan lífið leitt nú í sumar og loks brotnaði ísjaki á stærð við Möltu úr Grænlandsjökli fyrir skemmstu. Í ofanálag var í júlí slegið hitamet yfir meðalhita land- svæða á norðurhveli jarðar og þá voru maí og júní einnig óvenjuheitir samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar. Í Reykjavík var hitamet jafn- að í júlí og júnímánuður var sá hlýj- asti sem mælst hefur í borginni. Loks heldur hafísbreiðan áfram að dragast saman eitt árið enn. Það er e.t.v. ekki að ósekju sem spurningar um merki gróðurhúsa- áhrifanna skjóta upp kollinum. Ný- lega lét Konrad Steffen, jöklafræð- ingur við háskólann í Colorado, hafa eftir sér að þetta væri „viðvörun um breytingarnar sem við erum að upp- lifa“ er borgarísjakinn brotnaði úr Grænlandsjökli. Ísjakinn er 250 km² og sá stærsti sem brotnað hefur úr jöklinum í hálfa öld, en Steffen hefur yfirumsjón með Grænlandshluta skýrslu Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrifin. Stórir atburðir inn á milli „Það hafa margir verið að velta þessu [veðurfarinu í sumar] fyrir sér, en loftslagsbreytingar eru hins vegar ekki eitthvað sem menn greina fyrr en eftir á. Þannig að það ber að fara varlega í slíkar fullyrðingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands. Meðal veð- uráhrifa þessa sumars séu þó veru- lega stórir atburðir og nefnir hann hitabylgjuna í Rússlandi sem dæmi. „Rússar segja sjálfir að slík hita- bylgja komi ekki nema á þúsund ára fresti, þannig að þetta hefur ekki gerst mjög lengi,“ segir Halldór. Þær upplýsingar byggja vísindamenn á skriflegum heimildum, gögnum um uppskerubrest og öðrum mælingum. Minni athygli veki að stórt stykki hafi brotnað úr Grænlands- jökli. „Það brotna alltaf af og til svona stykki þótt vissulega sé þetta líka óvenjulegur atburður.“ Sama gildi um aftakarigninguna sem varð í Dan- mörku fyrir skemmstu. „Á svæði á stærð við Evrópu má búast við af- takaúrkomu einhvers staðar. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort hún sé tíðari nú en áður.“ Halldór kveðst ekki vita til þess að það hafi verið skoðað, en á von á að það sam- ansafn óvenjulegs veðurs sem orðið hafi vart undanfarna mánuði leiði til þess að málið verði skoðað betur. Tekur nokkur ár að vinna úr Þessi fjöldi óvenjulegra veður- farsatburða kunni enda að vera merki um að loftslag hafi breyst. „Enn sem komið er vitum við það hins vegar ekki og það er ekkert hægt að fullyrða út frá þeim gögnum sem við höfum í dag.“ Nokkur ár tekur að vinna úr þeim upplýsingum sem vísindamenn nú hafa við höndina, auk þess sem fylgst verður með veðurfari næstu ár- in. Veðurfarsviðburðirnir nú séu hins vegar sambæri- legir við þær breyt- ingar sem menn hafa talað um að fylgt gætu loftslagsbreyt- ingum. „Það er til dæm- is talið að aftaka- veður verði algengara.“ Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga? Reuters Flóðasvæði Milljónir manna eru heimilislausar eftir flóðin í Pakistan og eymdin er mikil, en flóðin eru þau verstu sem orðið hafa í landinu í 80 ár. Loftslagsbreytingar eru mikið hitamál innan vísindaheimsins og Veðurstofa Íslands fylgist með umræðum þar líkt og ann- ars staðar. Veðurstofan fylgist líka náið með útbreiðslu hafísbreið- unnar og segir Halldór hana dragast mikið saman þessa mánuðina. „Það verður líklega ekkert met slegið í ár, en samt sem áður þá er þetta enn eitt árið þar sem mikill samdráttur er í hafísbreiðunni.“ Haf- ísbreiðan hafi t.d. aldrei verið minni í júní en á þessu ári, en svo hafi hægt á samdrætti hennar í júlí. „Miðað við árs- tíma þá er hún í minna lagi, en það liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en um miðjan september eða þar um bil hversu mikið hún dregst saman áður en hún byrjar að þenjast út á ný.“ Hafísbreiðan dregst saman VEÐURMÆLINGAR Ísjaki Hafísbreiðan hefur dregist saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.