Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 19
Vatnajökuls-
þjóðgarður, stærsti
þjóðgarður Evrópu,
liggur undir skemmd-
um. Skemmd-
arstarfsemi hefur
þrifist þar í skjóli
stjórnar garðsins sem
ber ábyrgð á Vatna-
jökulsþjóðgarði. Einn-
ig hefur ekki gengið
eftir að minnka um-
ferð um svæðin eins
og lofað var, enn eru vegir heflaðir
tvisvar á sumri þó allir viti að
slæmar samgöngur eru það eina
sem tryggir minni umferð.
Skaðræði í Jökuldal (Nýjadal)
Dalurinn sem liggur sunnan
Tungnafellsjökuls á Sprengisands-
leið er eitt aðsetra þjóðgarðs-
yfirvalda. Nýtt glæsilegt og dýrt
hús stendur þar til afnota fyrir yf-
irvöld. Þar eru einnig nokkrar ár
sem hafa runnið þarna um aldir.
Nú ber svo við að þegar þessar ár
fara að hreyfa sig eins og öllum
ám er eðlislægt, þá fara þær þang-
að sem náttúran býður. Ekki líkaði
þjóðgarðsyfirvöldum kall náttúr-
unnar betur en svo að kallaðar
voru til stórvirkar vinnuvélar til að
breyta farvegi ánna. Náttúran
fékk ekki að hafa sinn gang eins
og stofnendur Vatnajökuls-
þjóðgarðs höfðu lofað og alþjóð-
legir staðlar um þjóðgarða kveða á
um. Er þetta skaðræði í þjóðgarð-
inum og frekja og yfirgangur að
grípa fram fyrir náttúrulegt
rennsli ánna. Þó árnar narti aðeins
í Tómasarhaga við Hagakvísl er
það ekki á valdsviði þjóðgarðs-
yfirvalda að taka afstöðu með þeim
rýra gróðurbletti í náttúrulegri
baráttu við flaum ánna.
Gróður ógnar eyðimörkum
Það er einnig til marks um lé-
lega stjórn á þjóð-
garðinum að gróður
er í sókn innan marka
garðsins. Er það þvert
á þá yfirlýstu stefnu
að allur garðinn eigi
að vera óbreyttur,
„status quo“, frá og
með stofnun hans.
Koma verður í veg
fyrir frekari gróð-
urframvindu sem eyk-
ur fuglalíf og skor-
dýra sem aftur eykur
gróður og þannig koll
af kolli. Yfirvöld verða
að skilja að eyðimerkur eru í
hættu.
Náttúruleg lausn er til
Til að létta yfirvöldum þjóð-
garðsins ákvarðanatöku þá skal
bent á eitt öruggt ráð til að
tryggja viðhald eyðimarka innan
þjóðgarðsins á náttúrulegan hátt.
Það verður að auka og bæta að-
gengi sauðfjár að garðinum og þá
sérstaklega að þessum gróðri sem
ógnar eyðimörkunum. Að sjálf-
sögðu verður að girða garðinn vel
af til að ferðamenn séu ekki að
þvælast innan hans en tryggja
verður að sauðfé komist á öruggan
hátt inn á svæðið. Verður vart
deilt um að það sé náttúruleg ráð-
stöfun og algjörlega í anda þjóð-
garðsins.
Slóðar fyrir slóða.
Sem betur fer er nú í bígerð að
loka öllum slóðum á hálendinu og
tryggir það auðvitað minnkandi
umferð í anda þjóðgarðshugmynd-
arinnar. En betur má ef duga skal.
Taka þarf reiðleiðir og gönguleiðir
út af öllum kortum þannig að ein-
hverjir sem halda að þeir séu yfir
lög og reglur hafnir (skátar, reið-
menn, lögregla og björgunar-
sveitir) geti ekki farið á feitum
dekkjum sínum og bikkjum um allt
svæðið. Það verða heldur engir
ferðalangar til að bjarga (ef vel
tekst til hjá stjórn garðsins) svo
ekki verður það afsökun.
Grófrifflaðir
gönguskór? Nei takk
Það er ljóst að alltaf verður ein-
hver hópur vísindamanna, starfs-
fólk umhverfisráðuneytis og
þjóðgarðsvarða í garðinum til að
gæta þess að fólk fari ekki inn í
þjóðgarðinn, og til að fylgjast með
því að þar sé ekki fólk að þvælast.
Margir, og nú síðast ráðherra um-
hverfismála, hafa bent á hættuna
af notkun á grófriffluðum göngu-
skóm. Þetta er tímamótaábending.
Það er því skýlaus krafa þessa
hóps að aðeins verði leyfilegt að
ganga um þjóðgarðinn á sauð-
skinnsskóm (fást í Gallerí Surtlu í
Ljósavatnsskarði). Þetta gildi sér-
staklega fyrir starfsmenn þjóð-
garðsins, sem fengju þannig þjóð-
legt yfirbragð.
Af kveðskap
Jónas orti um fund Tómsar vin-
ar síns á þessum vesæla gróð-
urbletti árið 1835:
Tindrar úr Tungnafellsjökli
Tómasarhagi þar,
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.
Sem ætti frekar að hljóma í
minni útgáfu:
Tindrar nú áin og tekur á skrið
tel ég það vera í lagi
Jónas má jarma með Tómasar klið
jafnskjótt hverfur sá hagi!
Vá í Vatnajökulsþjóðgarði
Eftir Sigurjón
Benediktsson
» Grófrifflaðir göngu-
skór: Nei takk. Það
er því skýlaus krafa að
aðeins verði leyfilegt að
ganga um þjóðgarðinn á
sauðskinnsskóm.
Sigurjón
Benediktsson
Höfundur er tannlæknir.
Umræðan 19BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Fuglar, spendýr og maðurinn hafa
gegnum tíðina yfirleitt haft frekar
minna en of mikið matar og virðist
líka líkams-
starfsemi okkar
vera aðlöguð
þessu til að lifa af.
Maðurinn fær
orku úr prótíni,
fitu og sykrum.
Éti hann umfram
þörf geymir lík-
aminn umfram
magn þessara
þriggja orkugjafa til verri tíma sem
hann breytir í fitu og geymir.
Geymsla sykra sem glýkógens er
bara til um15 klukkustunda. Í löngu
svelti fer líkaminn loks að brenna
prótínum vefja sinna. Sama skeður
hjá dýrum og fuglum.
Fyrir um 150 árum hófst þróun
sem endaði með að berklar og ýmsir
smitsjúkdómar ásamt lungnabólgu
urðu viðráðanlegir eftir gífurlegan
fjölda dauðsfalla. Þetta hafði það í
för með sér að meðalaldur hækkaði
um 30-35 ár á Vesturlöndum. En
Adam var ekki lengi í paradís því
velmegunin í mörgum löndum
tryggði ofgnótt fæðu. Nokkuð sem
endaði með lífsstílsjúkdómnum of-
fitu og óþarfa sliti á líkamanum sem
þurfti nú að endast mun lengur.
Hugsum okkur farfuglana. Þeir
kæmust ekki af landinu ef þeir hefðu
offitað sig eða og tígrisdýrið væri of
feitt næði það engri bráð. Nú er
sunnudagamatur alla daga vikunnar
og enginn vill skilja vandann. Við
ættum að skammta okkur matinn og
hætta allri matargræðgi þótt við
hefðum annars efni á henni. Hún
leiðir líklega til helmings allra sjúk-
dóma sem hrjá fólk á efri árum. Og
nú er margir læknar eru víst að yf-
irgefa sökkvandi skip er ráð fyrir
okkur hin flest að snúa vörn í sókn
og verða heilsuhraustari með því að
spara peninga í mat. Annars hagar
sér víst rottan eins og við enda alæta
eins og maðurinn. En hver vill líkj-
ast henni?
PÁLMI STEFÁNSSON
efnaverkfræðingur.
Mannskepnan
og matargræðgin
Frá Pálma Stefánssyni
Pálmi Stefánsson
Ef þú, lesandi góður, átt barn í Hlíða-
skóla þá ertu í góðum málum. Auk
hefðbundinna námsgreina fær barn
þitt kennslu í
dansi, tónlist og
leiklist. Í sumum
skólum hér í borg
fá börn enga
kennslu í dansi,
tónlist eða leiklist.
Í hvorum skól-
anum viltu hafa
þitt barn? Hver
heilvita maður
veit að menntun
er ekki bara að læra að lesa og skrifa
en þú sem foreldri færð engu um það
ráðið hvort barnið þitt lendir í skóla
þar sem dans, leiklist og tónlist eru
kennd eða ekki. Það er skoðun mín að
dansnám eigi að vera sjálfsagður og
eðlilegur þáttur í uppeldi hvers
barns. Dans er innri þörf allra
manna, elst allra listgreina, og alls
staðar í hávegum hafður.
Á voru landi virðast æði margir
foreldrar láta sér nægja að barnið
hafi gaman af að elta bolta og þá
hljóti allt að vera í lagi.
Það er í eðli flestra stráka að vera
með fordóma gagnvart stúlkum. Slíkt
læknast strax í fyrsta eða öðrum
danstíma ef byrjað er nógu snemma
að kenna þeim dans og þá að sjálf-
sögðu í leiðinni almenna kurteisi.
Ég og margir fleiri töldu strax og
farið var að ræða um sparnað í skóla-
kerfinu að ráðist yrði á listgreinarnar
og það var rétt athugað. Ég held að til
þurfi að vera sjóður og úr honum
verði greidd laun þeirra sem list-
greinar kenna svo stjórnendur skóla
sem ekki átta sig á þýðingu greina
eins og dans, tónlistar og leiklistar,
láti þær greinar í friði þegar þarf að
spara.
Ég hef nýlega frétt að í Mennta-
skólanum í Borgarnesi séu nemendur
skyldaðir til að læra dans í þrjá vetur.
Húrra fyrir þeim. Þeir fáu strákar
sem hugsanlega gagnrýna þetta
munu síðar kunna að meta þá stað-
reynd að enginn geti talist menntaður
maður sem ekki kann undir-
stöðuatriðin í dansi.
Ágæta foreldri, þú ættir að athuga
hvað börnunum þínum er kennt. Það
er of seint að byrgja brunninn þegar
barnið er dottið ofan í. Sjálfs er hönd-
in hollust og þú skalt held ég ekki
berjast fyrir þínum rétti með kurteis-
ina eina að vopni, í dag er ég kominn á
þá skoðun að best sé að berja í borðið
og jafnvel reka upp öskur líka.
Mikið vildi ég óska að allir sæju að
dans, tónlist og leiklist eru mjög þýð-
ingarmikil fög og það er synd að ekki
skuli allir fá að njóta þeirra.
HEIÐAR RÓBERT
ÁSTVALDSSON
danskennari.
Mismunun í námi barna í
grunnskólum Reykjavíkur
Frá Heiðari Róberti Ástvaldssyni
Heiðar
Ástvaldsson
Þann 11. ágúst síðastliðinn lék Þýska-
land vináttuleik við Danmörku á úti-
velli. Nokkur forföll voru í þýska lið-
inu og það skýrði
að vonbrigðin við
jafntefli urðu ekki
mjög mikil. Áfallið
kom hins vegar
með mjög óvæntu
tapi U-21 lands-
liðs Þjóðverja
gegn Íslandi 1-4.
Það var fréttin
sem vakti athygl-
ina. Margir Þjóð-
verjar vissu um Hafnarfjörð, staðinn
þar sem Ísland lagði Þýskaland.
Ástæða þessarar miklu athygli
sem úrslit leiksins fengu, var að við
undirbúning að heimsmeist-
arakeppninni í knattspyrnu var
ákveðið að byggja að miklu leyti á
leikmönnum sem höfðu orðið Evr-
ópumeistarar í knattspyrnu fyrir
leikmenn yngri en 21 ára. Þessi
ákvörðun var talsvert umdeild, og
gagnrýnin fór vaxandi þegar eldri
leikmenn sem áttu að bera liðið uppi
heltust úr lestinni. Árangur Þjóð-
verja í heimsmeistarakeppninni í
Suður-Afríku varð hins vegar til þess
að sýna fram á að yngri leikmönnum
er fyllilega treystandi ef rétt er að
málum staðið.
Nú er spurningin hvaða leið KSÍ
velji. Verður lögð áherslu á að koma
U-21 árs liðinu í úrslit Evrópukeppn-
innar, eða verða skammtímasjón-
armið valin. Við höfum tækifæri nú til
þess að koma okkur upp mjög sterku
landsliði á komandi árum.
Árangur strákanna hans Eyjólfs
Sverrissonar vakti mun meiri athygli
í Þýskalandi en á Íslandi. Það segir
okkur að við þurfum bæði hjá félög-
unum og landsliðunum að virða betur
eigin uppbyggingu.
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON,
knattspyrnuáhugamaður.
Stórsigur Íslands
Frá Sigurði Þorsteinssyni
Sigurður
Þorsteinsson
Mikið hefur verið
rætt um gengistryggðu
lánin og áhrif dóma
Hæstaréttar í þeim efn-
um. Ráðherrar banka-
mála og fjármála hafa
jafnvel látið hafa eftir
sér að í ljósi niðurstöð-
unnar sé eðlilegt og
skynsamlegt að menn
borgi okurvexti,
ákvarðaða af Seðla-
bankanum fyrst ekki
var hægt að hnoða stökkbreytingunni
sem í falli krónunnar fólst upp á
skuldara. Skipulögðum áróðri hefur
verið komið af stað um að annað
gangi ekki upp og ógni fjármála-
stöðugleika landsins. Að „gengis-
tryggða liðið“ sé að njóta ávinnings á
kostnað hinna „skynsömu“ lántak-
enda verðtryggðra lána og almennra
skattborgara þessa lands. Að þeir
þurfi að bera hallann af „lottóvinn-
ingum áhættufíklanna“ sem tóku
gengistryggð lán. En líta málin svona
út í raun?
Í skýringu nr. 29 í ársreikningi
NBI hf. fyrir árið 2009 er að finna eft-
irfarandi texta: „Þann 28. október
2008 keypti bankinn skuldabréf
nokkurra peningamarkaðssjóða sem
voru í umsjá Landsvaka hf., dótt-
urfélags bankans, þegar sjóðunum
var slitið. Útgefendur þessara
skuldabréfa eru aðallega innlend fyr-
irtæki, sem sum er komin í þrot, og
var kaupvirði skuldabréfanna 61,6
milljarðar króna. Nettótap af þessum
skuldabréfum að upphæð 38,2 millj-
örðum króna var gjaldfært á núvirði í
rekstrarreikning tímabilsins 7. októ-
ber til 31. desember 2008, fyrst og
fremst vegna breytingar á útlánaá-
hættu mótaðilans. Tap-
ið var mest í tengslum
við þrjá aðila, Baug
Group hf., Kaupþing hf.
og Eimskipafélag Ís-
lands hf. Að auki varð
5,0 milljarða króna tap
af skuldabréfum vegna
leiðréttingar á gang-
virði kröfu bankans á
Landsbanka Íslands hf.
sem er til komin vegna
greiðslujöfnunarsamn-
ings á milli Landsvaka
hf. og Landsbanka Ís-
lands hf.“
Það er nefnilega það. 38,2 millj-
arðar (38.200.000.000 kr.) voru sem
sagt á einu bretti færðir til fjár-
magnseigenda á kostnað skattgreið-
enda og lántakenda.
Fyrir mig sem endurskoðanda og
lesanda ársreiknings NBI hf. lítur
þetta mál alvarlega út. Annaðhvort
hafa stjórnendur bankans gert svo
hrikaleg fjárfestingarmistök að sér-
stakrar rannsóknar er þörf eða að
vísvitandi hafi verið tekin ákvörðun
um að kaupa ónýtar eignir til að
hygla ákveðnum aðilum. Í slíku felast
alvarleg umboðssvik. Ég hallast að
seinni ályktuninni enda var vitað um
hina alvarlegu stöðu framangreindra
félaga þegar ákvörðunin um kaupin
áttu sér stað auk þess sem bréfin
virðast hafa verið færð niður strax
eftir kaup.
Í ljósi framangreinds er rétt að
krefja stjórnendur og handhafa
hlutabréfa bankans svara við eftirfar-
andi spurningum:
1. Hver tók ákvörðun um fram-
angreindar fjárfestingar?
2. Voru hagsmunir bankans og
hluthafa (skattgreiðenda) hafðir að
leiðarljósi þegar ákvörðunin var tek-
in?
3. Hvernig var staðið að mati bréf-
anna þegar þau voru keypt og hver
mat virði þeirra?
Á meðan mál sem þetta stendur út
af borðinu ættu menn að varast að
fullyrða um það hver beri skaða eða
hver njóti ávinnings við það að dæmt
er eftir lögum þessa lands.
Hver er að borga fyrir hvern?
Eftir Gunnlaug
Kristinsson » 38,2 milljarðar
(38.200.000.000 kr.)
voru sem sagt á einu
bretti færðir til fjár-
magnseigenda á kostn-
að skattgreiðenda og
lántakenda.
Gunnlaugur
Kristinsson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi.
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100