Morgunblaðið - 23.08.2010, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Ungi tollvörðurinn
hafði aðeins starfað í
fáeina daga, horft á
þúsund vegabréf og eftirlitspappíra
sem voru allir eins útfylltir. Hall-
grímur var á undan mér í röðinni
og tollvörðurinn leit á pappírana
hans. Skyndilega fölnaði hann, stóð
upp hissa og benti Hallgrími með
skjálfandi hendi að koma afsíðis, ég
fylgdi á eftir. „Þetta er allt í lagi,
Eiríkur, ég er með þetta allt á
hreinu,“ sagði Hallgrímur.
Skömmu síðar tók Boston fagnandi
á móti okkur í allri sinni dýrð með
fallegu veðri og góðum mat, það var
mikið hlegið og spjallað. Annað
slagið týndum við Hallgrími en þá
var bara að fara í næstu sjáanlegu
bókabúð, hvar annars staðar gat
hann verið? Bækur voru jú hans líf
og yndi.
Ferð okkar Hallgríms, Herdísar
Benediktsdóttur og Auðar, konunn-
ar minnar, var heitið til Wisdom
House í Connecticut, á fjögurra
daga ráðstefnu sem Mind Freedom
stóð fyrir. Þar var fjallað var um
nýja nálgun í geðheilbrigðismálum
og Hugarafli hafði verið boðið að
vera með vinnusmiðju á ráðstefn-
unni. Það leið ekki langur tími þar
til allir ráðstefnugestir voru búnir
að kynnast Hallgrími. Hann var ið-
inn við að tala við þátttakendur og
fljótur að eignast vini. Mér er
minnisstætt þegar hann spurði einn
gestanna hvaðan hann væri og við-
komandi kvaðst vera frá Lemoríu.
„Bíddu, áttu við borgríkið sem var
uppi 3.000 árum fyrir tíma Atlant-
is“. „Já, þekkir þú til þess?“ sagði
viðmælandinn undrandi. Hallgrími
fannst maðurinn kannski ekki alveg
vera með fæturna á jörðinni en það
kom ekki veg fyrir að þeir ættu
langt spjall saman um mannlífið í
Lemoríu og hvernig æðstu prestar
störfuðu þar í landi.
Vinnusmiðja Hugarafls gekk vel
og Hallgrímur vakti mikla athygli
með erindi sínu. Seinna um kvöldið
fór hann á kostum á skemmtun sem
haldin var þegar hann snaraði ljóði
eftir Egil Skallagrímsson yfir á
ensku og söng síðar íslenskt þjóð-
lag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Wisdom House er yndislegur stað-
ur. Í fallegri náttúrunni fyrir utan
húsið er stórt táknrænt völundar-
Hallgrímur
Björgvinsson
✝ HallgrímurBjörgvinsson
fæddist á Akranesi
31. desember 1975.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 10. ágúst 2010.
Útför Hallgríms fer
fram frá Grafarvogs-
kirkju í dag, 20. ágúst
2010, og hefst athöfn-
in kl. 13.
hús, gönguspírall sem
reyndist kjörin til
íhugunar fyrir Hall-
grím og minnti á
gáruna í merki Hug-
arafls. Þar fann Hall-
grímur sig, hugsaði
um lífið og tilveruna.
Eftir ráðstefnuna
sagði Hallgrímur við
mig: „Veistu það, Ei-
ríkur, að það voru all-
ir að tala um hluti
sem við í Hugarafli
erum með í farvatn-
inu eða erum búin að
framkvæma“.
Nú hefur ungi tollvörðurinn sem
starfar á Boston-flugvelli verið þar
í fjögur ár og vonandi hefur reynsl-
an kennt honum að meta fjölbreyti-
leika mannlífsins. Að hann verði
ekki lengur fyrir áfalli þótt einhver
merki samviskusamlega við reiti
sem flestir forðast eins og heitan
eldinn. Eðlislægur heiðarleiki og
sannsögli Hallgríms gerði það að
verkum að honum kom ekki annað
til hugar en að merkja samvisku-
samlega við það sem beðið var um.
Þannig var Hallgrímur. Hreinn og
beinn og heiðarlegur maður sem
þráði að eyða fordómum og opna
augu fólks fyrir því að allir eru ekki
eins.
Elsku Bóel, Björgvin, Kristinn,
Loftur og fjölskyldur, ættingjar,
Hugarafl og vinir.
Hugur minn og samúð er hjá
ykkur.
Eiríkur Guðmundsson.
Halli er dáinn. Mig setti hljóða
við fréttirnar. Af hverju var þessi
ljúfi drengur tekinn frá okkur
svona alltof snemma? Þegar fyrst
áfallið var liðið hjá fóru minning-
arnar að streyma fram. Við kynnt-
umst þegar Hallgrímur kom í skól-
ann á Króknum. Þessi flotti strákur
heillaði alla með lífsgleði sinni og
fallega brosi og þar á meðal mig.
Það var bara svo gaman að vera
þar sem hann var. Ég gleymi aldrei
kvöldinu í Drekahlíðinni þegar hon-
um gekk eitthvað illa að ná athygli
minni og greip á það ráð að setjast í
fangið á mér til að ræða málin.
Hann átti athygli mína óskipta eftir
það. Hann var fróður og víðlesinn
og það var ótrúlega gaman að sitja
og ræða við hann um allt milli him-
ins og jarðar. Og oftar en ekki opn-
aði hann augu mín fyrir vinklum
sem ég kom ekki auga á sjálf. Ekki
vorum við alltaf sammála og eftir
rökræður sem við áttum á Hörpu-
götunni vorum við sammála um að
vera ósammála og virtum afstöðu
hvort annars. En mikið óskaplega
fannst mér sárt að horfa upp á
neysluna. Ég bara gat ekki skilið af
hverju þeir félagarnir völdu þessa
leið og geri það ekki enn. En svona
er lífið og vegna minnar afstöðu dró
ég mig oft í hlé um skeið og frétti
því ekki af veikindum hans strax.
Ljúft þótti mér því að ná
tengslum á ný og fylgjast með hon-
um núna síðustu árin í starfi sínu
fyrir Hugarafl og Hlutverkasetrið.
Hvernig hann gat nýtt sér reynslu
sína til hjálpar öðrum. Það var frá-
bært og ég veit að það gaf honum
mikið. Hann átti svo auðvelt með að
tala við fólk og miðla þekkingu
sinni. Hann bauð mér að koma með
í eina draugagönguna sína um þetta
leyti í fyrra. Það var farið að
rökkva svo það þurfti að draga upp
vasaljósin í garðinum og jók það á
dulúð frásagnarinnar. Það var mjög
gaman að sjá hann að störfum og
sjá hvað hann hélt athygli gestanna
óskiptri.
Oft hittumst við ekki í langan
tíma en það skipti engu máli hvað
leið langt á milli, alltaf var eins og
við hefðum hist síðast í gær. Nú
þarf ég að sætta mig við að hafa
ekki hlustað á innri röddina sem að
sagði mér að ég yrði að fara að
hitta Halla, ég bar við annríki en
ætlaði samt að hitta á hann áður en
ég flytti. Nú er það of seint. Minn-
ing um góðan dreng situr eftir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Halli minn, takk fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin. Þú munt
alltaf eiga þinn sérstaka sess í
hjarta mínu.
Ég votta fjölskyldu og vinum
Halla mína dýpstu samúð. Missir
okkar allra er mikill.
Heiða.
Þær voru þungbærar fréttirnar
sem bárust mér síðdegis þriðjudag-
inn 10. ágúst síðastliðinn, Hallgrím-
ur Björgvinsson, vinur og starfs-
félagi til síðustu ára var látinn.
Í fyrstu vildi ég ekki trúa þessum
fréttum og í raun og veru þá held
ég að ég sé ekki enn búinn að átta
mig á þessu og ég á vafalaust eftir
að hugsa til hans öðru hverju næstu
ár.
Ég kynntist Hallgrími fyrir um
sex árum í kjallara Drápuhlíðarinn-
ar þar sem höfuðstöðvar Hugarafls
voru á þeim tíma, en þá vorum við
báðir notendur í Hugarafli og tók-
um þátt í fundarhöldum og NsN-
vinnu. Það var alltaf hlegið mikið í
vinnu með Hallgrími því hann hafði
einstaklega góðan húmor sem ég
kunni vel að meta. En í mínum
huga var hann ekki bara fyndinn,
hann var hjartahreinn og góður
maður, sagði skemmtilega frá og
var alltaf boðinn og búinn að að-
stoða aðra.
Eftir að ég fór að starfa á geðsv-
iði Landspítalans voru samskipti
okkar Hallgríms töluvert mikil og
þau voru ófá símtölin á þann veg að
ég spurði hvort hann væri til í að
ræða við og aðstoða einhvern með
sömu sjúkdómsgreiningu og hann
og það stóð aldrei á svarinu: „Já
minnsta mál, ég get hitt viðkom-
andi og hann má líka hringja í mig
ef hann vill.“ Þeir eru líka ófáir
fræðslufundirnir með sjúklingum,
nemum eða heilbrigðisstarfsfólki
þar sem Hallgrímur fræddi fólk um
veikindi sín og bataferlið síðustu
árin. Ég veit að mörgu þessu fólki
þótti gaman og lærdómsríkt að
hlusta á hann og það er alveg ljóst
að Hallgrímur hjálpaði mörgum
með því einu að segja sína sögu, en
á sinn einstaklega skemmtilega
hátt.
Síðast hitti ég Hallgrím í Hlut-
verkasetri föstudaginn fyrir andlát
hans, það var gaman að hitta hann
þarna því ég hafði verið í sumarfríi
og ekki séð hann í langan tíma. Við
heilsuðumst vel og innilega og
göntuðumst eins og við gerðum
jafnan þegar við hittumst. Eftir
vinnu okkar beggja þarna kom til
mín aðstandandi sem á barn með
sömu greiningu og Hallgrímur var
með og úr varð að við töluðum báð-
ir við hana. Þetta var síðasta við-
talið sem ég sat með honum og það
var unun að sjá hvernig hann talaði
raunsætt en skemmtilega um jafn
erfiðan sjúkdóm og hann getur ver-
ið.
Ég á Hallgrími Björgvinssyni
mikið að þakka og ég þakka guði
fyrir að hafa fengið að kynnast hon-
um.
Elsku Hallgrímur, takk fyrir
góðan vinskap og ómetanlega að-
stoð í gegnum tíðina.
Aðstandendum Hallgríms sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi trú, von og kærleikur styrkja
ykkur og efla á þessari sorgar-
stundu.
Bergþór G. Böðvarsson.
Í dag kveð ég hann Halla. Það
voru forréttindi að vera honum
samferða í smástund í lífinu og sjá
hvernig hann reif sig lausan úr viðj-
um erfiðs sjúkdóms; sjúkdóms sem
fyrir stuttu var álitinn ólæknandi
og vonlaus. Og Halli dafnaði og óx
frá því ég kynntist honum í árs-
byrjun 2004. Þá var hann þessi sem
svaf voða-mikið, meðan við lögðum
á ráðin um byltingu og heimsyfir-
ráð geðsjúkra. Draumarnir voru
stórir og Halli átti sinn þátt í þeim.
Hann var alltaf tilbúinn með tillögu
eða brandara eða bara knús ef svo
bar undir. Við vorum þrjú sem unn-
um mikið saman, því við ákváðum
að sækja um fjármagn í sjóði ESB.
Þetta var mikil vinna, og þegar
svefnleysi og geðveikin voru við það
að taka völdin hafði Halli ótrúlegt
lag á að ná okkur niður á jörðina
aftur. Við fórum gegnum þetta ferli
tvisvar, og Halli átti stóran þátt í að
við komumst í gegnum það í bæði
skiptin. Það voru líka forréttindi að
heyra Halla segja frá sjálfum sér
og baráttunni við geðið og lífið.
Alltaf svo æðrulaus og fullur af
húmor og kímni. Stereótýpan sem
hann teiknaði upp fyrir okkur af
geðklofanum er enn jafn fyndin, og
ég brosi alltaf þegar ég sé rósótta
kjóla!
Við brölluðum margt og áttum
stóra drauma. Og þó draumarnir
hafi ekki allir ræst, þá sáum við
suma þeirra verða að veruleika.
Ég kveð í dag góðan dreng með
sorg, en líka svo miklu þakklæti. Og
minni mig á að draga ekki á langinn
að hitta fólkið mitt þegar tækifæri
gefst, því allt í einu er það orðið of
seint. Ég er líka þakklát fyrir að
baráttu hans sé lokið, þó við hefð-
um viljað hafa hann lengur meðal
okkar. Og ég veit að hann átti stóra
drauma og svo margt ógert, en við
fáum fæst ráðið því hvenær tími
okkar er kominn.
Fjölskyldu Halla votta ég mína
dýpstu samúð á þessari stundu og
einnig öllum þeim fjölmörgu vinum
og samferðafólki sem syrgja góðan
dreng. Dreng sem var tekinn frá
okkur svo alltof fljótt.
Geðheilbrigðismál voru Halla
nærkomin, og við fráfall hans er
mikið skarð fyrir skildi í þeim mála-
flokki. En hann skilur líka mikið
eftir sig, sem komandi kynslóðir
geta vonandi nýtt sér í þessum mál-
um. Ég er viss um að Halli heldur
áfram að fylgjast með okkur að
handan, er við fetum í fótspor hans
við að tryggja geðsjúkum sömu
réttindi og virðingu og öðrum í
þjóðfélaginu.
Takk fyrir samferðina. Ég kveð í
dag, ríkari fyrir að hafa þekkt
þennan gæðadreng með stóra
hjartað.
Berglind Nanna.
Kveðja frá Hugarafli
Í dag kveðjum við félaga okkar
og vin, Hallgrím Björgvinsson.
Hallgrímur var einn af stofnendum
Hugarafls og dýrmætur félagi allt
frá stofnun þess fyrir 7 árum. Sök-
um mannkosta kom hann víða við í
félagsskap okkar og áhrif hans
voru mikil. Á síðustu misserum var
hann máttarstólpi í Geðfræðslunni
sem Hugarafl stofnaði. Hann miðl-
aði af reynslu sinni til ungs fólks í
skólum landsins. Þar naut sín, sá
sögumaður sem hann var, fullur af
persónutöfrum.
Hallgrímur hafði ræktað með sér
djúpstæðan innri frið samhliða
veikindum sínum. Hann var að
mörgu leyti orðinn eins og landið
sem fóstraði hann, æðrulaus. Þegar
hugsað er þannig til hans kemur
manni til hugar eftirfarandi orð úr
Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar:
Og kyrrðin drottnaði yfir okkur
þessi kyrrð sem er í rauninni sál
fjallanna.
Hugarafl mun sárt sakna Hall-
gríms og skarð hans verður vand-
fyllt.
Við sendum fjölskyldu hans, ætt-
Nú er hann Jón
smiður eins og hann
var kallaður á mínu
heimili farinn í ferðina
miklu. Okkar kynni
hófust árið 1985 þegar hann tók að
sér að smíða einbýlishús fyrir fjöl-
skylduna. Verkið þótti það snúið að
arkitektinn hafði ekki mikla trú á að
Jón gæti leyst það vel af hendi enda
þekktust þeir ekki. Ekki leið langur
tími þar til Jón var kominn í guða
tölu á þeim bæ. Ótrúlegt þótti hvað
hann var fljótur að læra allar teikn-
Jón Helgason
✝ Jón Helgasonfæddist í Hraun-
túni í Biskupstungum
12. nóvember 1921.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 8. ágúst 2010.
Útför Jóns fór fram
frá Lágafellskirkju
19. ágúst 2010.
ingar og málsetningar
utan að.
Hann var listasmið-
ur af guðs náð, ná-
kvæmur, úrræðagóð-
ur og leysti mörg verk
af hendi sem enginn
annar hefði betur gert.
Hann var hamleypa til
verka, afkastaði á við
þrjá menn og vann oft
einn en hafði með sér
aukamenn þegar mik-
ið lá við.
Fyrir átta árum
urðu okkar kynni enn
nánari þegar undirritaður ákvað að
reisa sumarhús norður á Ströndum.
Arkitektinn sem áður er getið teikn-
aði húsið og treysti nú engum betur
en Jóni sem þá var orðinn 82 ára en
vel á sig kominn líkamlega og and-
lega. Með hálfum hug bað ég Jón að
vera mér innan handar en úr varð að
hann tók að sér verkið.
Unnið var við erfiðar aðstæður,
siglt á sjó til og frá byggingarstað í
ýmsum veðrum. Þarna vorum við
Jón og Viðar sonur hans í þrjár vikur
við smíðar, ég með mikið samvisku-
bit að fara svona með gamlan mann-
inn.
Margar ferðir fórum við Jón síð-
ustu árin norður bæði til smíða og
okkur til skemmtunar. Þá kynntist
ég nýjum hliðum á Jóni sem gerir
hann í mínum huga merkilegasta og
besta mann sem ég hef kynnst.
Hann elskaði ljóð og fór með heilu
bálkana eftir hin ýmsu ljóðskáld ut-
anbókar. Hann kunni Passíusálmana
alla frá orði til orðs. Jón var mjög
trúaður og hafði lesið Bibíuna mörg-
um sinnum og var meiri fræðimaður
á því sviði en margur guðsmaðurinn.
Hann var vel að sér í heimspeki og
stjörnuspeki og hugsaði hann mikið
um óravíddir alheimsins og hversu
smá við værum í okkar sólkerfi.
Jón var meðalmaður á hæð, blá-
eygður með leiftrandi augnaráð,
frekar stórgerður með stórar og
hlýjar hendur.
Frásagnargáfa og kímni ein-
kenndu hann og ógleymanlegar eru
lýsingar hans á æskunni og lífs-
hlaupinu almennt og þeim erfiðleik-
um sem sem hans kynslóð stóð
frammi fyrir. Aldrei heyrðist Jón
kvarta hann var aldrei þreyttur,
svangur eða syfjaður og ekki kenndi
hann sér meins í skrokknum. Hann
tjáði mér fyrir nokkrum árum að
hann hlakkaði til að deyja. Þá biði
skemmtilegasta og dásamlegasta
ferðalag sem mannskepnunni stæði
til boða
Nú er Jón að ferðast og veit ég að
hann á góða heimkomu.
Fjölskyldunni sendum við okkar
hlýjustu samúðarkveðjur.
Tómas Á. Einarsson.
Kynni mín af Jóni Helgasyni eða
Jóni smið, eins og hann var alltaf
kallaður á æskuheimili mínu, hófust
á frekar dramatískan hátt. Við
bjuggum þá í Skeiðarvoginum og
eins og venja var í þá daga var ávallt
eldaður hádegismatur, í minning-
unni yfirleitt ýsa með hömsum og
læri um helgar. Móðir mín skaust
inn í stofu og „datt“ í dönsku blöðin,
sem þá voru alls ráðandi á hverju
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn-
ingu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendi-
kerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á
netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar