Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 ✝ Ágúst HörðurHelgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Hann lést á LH Fossvogi 6. ágúst 2010. Foreldrar Harðar, kenndir við Sólvang á Akureyri, voru Helgi Ólafsson, f. 10. októ- ber 1899, d. 13. maí 1976, kennari á Sauð- árkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir, f. 23. júní 1904, d. 19. janúar 1999, húsmóðir á Sauðárkróki og Ak- ureyri, síðar í Reykjavík. Systkini Harðar eru: 1) Herdís, f. 10. júlí 1928, 2) Ólafur Haukur, f. 11. apríl 1930, d. 31. október 2006, 3) Hall- dóra, f. 15. apríl 1932, d. 7. febrúar 2005, 4) Guðlaugur, f. 24. janúar 1934, 5) Anna, f. 13. janúar 1936, 6) Hálfdán, f. 24. nóvember 1937 og 7) Gizur Ísleifur, f. 23. mars 1942. Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, f. 23. nóvember 1925, d. 14. júní 1988. Þau skildu. Maki II: 1959, Marjorie Joyce, f. mennt lækningaleyfi og viðurkenn- ing sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Mary- land 1961 og í Texas 1967. Við- urkenndur sérfræðingur í meina- fræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameina- fræði (dermatopathology) 1981, við- urkennt af American Board of Der- matology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlækn- isfræði við U.S. Naval Medical Scho- ol í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavík- urhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúk- dómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965- 1969 og aðstoðarprófessor í klín- ískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og for- stöðumaður líffærameina- fræðideildar sömu stofnunar frá 1977. Útfararguðsþjónusta Harðar fór fram frá Fossvogskapellu 9. ágúst síðastliðinn og minningarguðsþjón- usta frá St. Paul’s United Methodist Church í Houston, Texas 16. ágúst. Blakeman, fædd og uppalin í Birkenhead við ána Mersey á Eng- landi, ljósmóðir og svæfingarhjúkr- unarfræðingur, f. 30. júlí 1926, d. 2005. Dætur þeirra: a) Kol- brún, f. 14. september 1958, verslunarkona í Houston, b) Þórunn, f. 14. ágúst 1960, rann- sóknartæknifræð- ingur við Baylor Col- lege of Medicine í Houston, Texas, og c) Sigríður, f. 7. april 1964, ráð- stefnustjóri í Dallas, Texas. Námsferill: Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berke- ley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoð- arlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Ho- spital í Baltimore 1961-1963. Al- Við vorum átta Sólvangssystkinin á Akureyri. Hörður Ágúst fæddist á Sauðárkróki og var elstur af þremur systkinum, sem fæddust þar. Sem elsta systkini hafði Hörður mikil og varanleg áhrif á okkur, sem yngri vor- um, bæði hvað snerti náms- og lífs- stefnu. Foreldrar okkar voru traustir upp- alendur, sem með sanngjörnum aga lögðu áherslu á reglufestu og trú- mennsku. Við nutum einnig afa og ömmu á æskuheimilinu, sem auðguðu enn frekar lífssýn okkar með umburð- arlyndi og væntumþykju. Hörður varð stúdent frá MA 1946 og innritaðist í læknisfræði við HÍ sama ár. Að loknu námi í læknisfræði hér heima, fór Hörður til Bandaríkjanna til frekara náms, fyrst sem náms- kandidat við Herrick Memorial Ho- spital í Berkeley í Kaliforníu, en síðar m.a. við John Hopkins Hospital í Balti- more. Hörður fékk almennt læknaleyfi 1959 og viðurkenningu sem sérfræð- ingur í fæðingarhjálp og kvensjúk- dómum sama ár. Ennfremur tók Hörður amerísk læknapróf og fékk lækningaleyfi í fylkjunum Maryland og Texas. Rannsóknarstörf á sviði læknisfræðinnar urðu honum stöðugt hugleiknari, og svo fór, að ævistarf hans varð lengst af á sviði meinafræði, en hann fékk ameríska viðurkenningu sérfræðings í meinafræði 1963. Hörður var að upplagi góður kenn- ari og varð snemma aðstoðarprófessor í almennri og klíniskri meinafræði við Baylor University College of Medcine í Houston í Texas og var um tíma for- stöðumaður fyrir School of Medical Technology við Memorial Hospital System í Houston. Hann var forstöðu- maður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977 þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Sem ungur maður var Hörður góð- ur fimleika- og sundmaður og var oft í sigurliði MA í blaki. Fram til hins síð- asta hugsaði Hörður mikið um hollustu og heilbrigði, enda hélt hann líkama og anda í góðu ástandi með markvissri þjálfun og nákvæmu fæðuvali. Hörður stundaði reglulega æfingar samkvæmt ævafornu kínversku kerfi, Tai Chi, sem leggur til grundvallar hugleiðslu samfara öguðum líkamshreyfingum. Á yngri árum hafði Hörður yndi af dansi, og fyrir nokkru tók hann upp þráðinn að nýju og innritaðist í dansskóla sér til ómældrar ánægju. Hörður var alla tíð í góðum tengslum við ættingja og fjölskyldu á Íslandi. Hann fylgdist vel með öllu sem ritað var um íslensk málefni í dagblöð- um vestan hafs og sendi oft úrklippur, þar sem fjallað var um íslensk þjóðmál og, upp á síðkastið, um íslensk efna- hagsmál. Hörður kom reglulega til Íslands og dvaldi oftast þrjár vikur í senn. Síðast kom hann til Íslands 7. júlí en hafði að- eins dvalið rúman sólarhring í Reykja- vík á heimili Herdísar systur okkar, þegar hann veiktist skyndilega og var lagður inn á sjúkrahús með bráða lungnabólgu. Dætur Harðar, Kolbrún, Þórunn og Sigríður og dótturdóttirin Barbara Birna, komu til Íslands til að vera við sjúkrabeð föður síns og afa, en Hörður andaðist á gjörgæsludeild LH í Fossvogi 6. ágúst. Kæri bróðir, ég kveð þig á sama hátt og bróður okkar Ólaf – þangað til næst. Guðlaugur Helgason. Á bernskuheimili mínu á Siglufirði var rætt um Hörð frænda af miklum hlýhug og virðingu. Ég fékk strax sem barn mikið álit á honum þó að ég hefði aldrei borið hann augum. Hann var búsettur í fjarlægri heimsálfu og lang- ferðir á þeim árum voru fátíðar. Þetta jákvæða viðhorf úr foreldrahúsum átti ekki eftir að breytast þegar ég hitti Hörð og kynntist honum síðar á æv- inni. Um eða eftir 1980 kom Hörður til Íslands með nokkurra ára millibili og eftir að hann varð sjötugur árið 1997 og hættur vinnu kom hann nær ár- lega. Vinátta foreldra minna og hans efldist við þessi auknu samskipti og segja má að þau hafi beðið spennt eftir Herði þegar hann boðaði komu sína til landsins. Þau ferðuðust um landið saman og lögð var áhersla á að fara sem víðast. Hörður vildi kynnast land- inu sínu. Tvívegis komu þau til okkar Elsu á Miklabæ í Skagafirði og síðar kom hann til okkar í Reykjavík og austur í Grímsnes. Við Elsa heimsótt- um hann tvívegis til Houston og nut- um gestrisni þeirra hjóna. Á þessum árum kynntist ég hversu mikill ágæt- ismaður Hörður var. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar mamma hélt upp á 80 ára afmæli sitt 10. júlí 2008 og systkini mín og makar komu saman ásamt Herði. Við áttum tvo góða daga saman í blíðskaparveðri og fórum í skoðunarferð um Suðurlandið. Í byrjun júlí síðastliðinn kom Hörð- ur til landsins og hjá mömmu beið herbergi hans tilbúið. Við hjónin höfð- um á orði hversu hraustlegur hann væri og hann sagði sjálfur að hann væri betur á sig kominn nú en fyrir tuttugu árum. En skjótt skipast veður í lofti. Hörður hafði aðeins verið hér á landi í tvo daga þegar hann fékk lungnabólgu sem leiddi hann til dauða tæplega mánuði síðar. Hörður bjó stóran hluta ævi sinnar vestur í Bandaríkjunum en hann unni fóstur- jörðinni og hér átti hann vini sem hann vildi halda sambandi við og hér lágu ræturnar. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst Herði, þar kynntist ég manni sem var dagfarsprúður, góð- viljaður og traustur. Ég vil þakka hon- um fyrir hans þátt í stofnun minning- arsjóðs um föður minn og gera það kleift, ásamt móður minni, að hluti af stórmerkilegu fornbókasafni föður míns, sem fór að Hólum í Hjaltadal, er nú aðgengilegur á netinu. Fyrir hönd ættingja og vina Harðar færi ég lækn- um og hjúkrunarfólki á Landspítala í Fossvogi bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. Ég bið kærleiksríkan Guð að blessa dætur hans og dótturdóttur og bið Drottin að umvefja Ágúst Hörð Helgason frá Sólvangi kærleiksörm- um sínum. Þórsteinn Ragnarsson. Hörður var elstur átta barna Valýj- ar ömmu og Helga afa. Þau ólust upp á kærleiksríku, söngelsku heimili í húsinu Sólvangi sem stóð ofan við Lystigarðinn á Akureyri og voru oft kennd við það hús. Kjörin voru kröpp og það þurfti dugnað og útsjónarsemi til að framfleyta svo stórri fjölskyldu og auk kennslu rak afi búskap á Sól- vangi. Auk systkinanna átta voru þar ávallt kostgangarar, skólapiltar úr menntaskólanum og þar voru Guð- laug amma og Ólafur afi en Helgi var eina barn þeirra. Guðlaug amma var frá Villinganesi í Lýtingsstaðahreppi og hún var eins og aðrir Skagfirðingar, glaðlynd og lífsglöð. Hún klæddist íslenskum bún- ingi, tók í nefið og gaf seinna út ljóða- bókina Veikir þræðir. Hennar yndi var að yrkja vísur og kveðast á. Þessa vísu orti hún um Hörð: Tæpt er þetta tímans hjól, traust á Guði skulum finna. Honum einum ávallt fól, alla framtíð vina minna. Ólafur afi var Jóhannsson úr Sléttuhlíð. Hann hafði verið kennari í Skagafirði og hann kenndi Herði og systkinum hans að lesa og draga til stafs. Hann sá að mestu um búskap- inn á Sólvangi. Á sumrin var heyjað á engjum handan við Eyjafjarðará á þeim slóðum þar sem Helgi magri landnámsmaður kveikti elda og helg- aði sér land. Þar sem vatnið sytrar um stör og fífu og reyrgresið angar í hánni ómaði glaðværð Sólvangs- barnanna Harðar og systkina hans þegar þau berfætt í rekjunni unnu í heyskapnum með Ólafi afa. Söngur þúfutittlinga fyllti loftið og þegar þykknaði upp mátti heyra lóminn sem boðaði rigningu. Þegar heyið var þurrt var hesturinn þeirra, Brúnn, sprenntur fyrir vagn og töðunni ekið heim í Sólvang. Hörður var mjög kær Ólafi afa sínum, það má vera að þján- ingar afans sem dó úr blöðruhálskirt- ilssjúkdómi hafi haft áhrif á það að Hörður lagði fyrir sig læknisfræði. Það var ávallt mjög kært með þeim Sólvangssystkinum. Þau komu saman og glöddust og sungu og varla var hægt að ímynda sér glæsilegri og samstæðari systkinahóp. En það var ekki bara hið ytra. Hörður sýndi stór- mennsku sína og drenglyndi þegar á móti blés. Hann var boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Þannig kom hann til hjálpar Dóru litlu systur sinni, móður minni, þegar hún lenti í alvarlegum fjárhagshremmingum vegna sviksemi vandalausra manna. Þar sem aðrir höfðu gengið frá kom Hörður og dró hana upp úr kviksyndinu. Síðustu árin urðu ferðirnar heim til Íslands fleiri og alltaf var komið á æskuslóðirnar á Akureyri því „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Nú þegar við kveðjum Hörð gyllir síðsumarsólin engjarnar við Eyja- fjarðará sem fyrr, þegar berfætt börn tipluðu þar á hamingjudögum æsku sinnar. Þorvaldur Friðriksson. Hörður var léttur í lund og spori þegar við Herdís tengdamóðir mín sóttum hann á flugvöllinn í byrjun júlí. Hann var kominn í sína árlegu heim- sókn til Íslands og ætlaði að njóta hvers dags, hverrar stundar. En skjótt skipast veður í lofti, fáeinum dögum síðar var hann lagður inn á spítala með lungnabólgu. Það reyndist banalegan. Enda þótt Hörður væri búsettur í meira en hálfa öld í Bandaríkjunum var hann alla tíð mikill Íslendingur. Það var augljóst af samtölum við hann. Hann hafði mikinn áhuga á ís- lenskum þjóðmálum og var umhugað um velferð þjóðarinnar. Margs var að spyrja á leiðinni í bæinn frá flugvell- inum í sumar, sem endranær, enda tók Hörður efnahagskreppuna nærri sér. Í þessu sambandi man ég hvað Hörður varð þakklátur þegar ég kynnti honum undraheim mbl.is um árið, upp frá því gat hann auðveldlega fylgst með fréttum að heiman á hverj- um degi. Fáa menn hef ég þekkt sem höfðu þægilegri nærveru en Hörður. Hann var réttnefndur öðlingur. Hann naut velgengni í störfum sínum sem læknir í Bandaríkjunum og komst í álnir. Eigi að síður barst hann aldrei á, þvert á móti var alþýðlegri maður vandfundinn. Örlætið var Herði í blóð borið og nutu margir góðs af því í gegnum tíðina. Eftirminnileg er ferðin um Suður- land á áttræðisafmæli Herdísar, tengdamóður minnar og systur Harð- ar, fyrir tveimur árum. Hörður lék þar á als oddi. Snaraði sér á striga- skónum bak við Seljalandsfoss svo meira en fjörutíu árum yngri menn máttu hafa sig alla við til að halda í við hann. Hörður vissi fátt skemmtilegra en að ferðast um Ísland. Enda þótt Atlantsálar skildu þau að mestalla ævi var samband Harðar og Herdísar alltaf náið. Það einkenndist af gagnkvæmri virðingu og væntum- þykju. Við komuna í Auðarstræti tók alltaf sama athöfnin við. Herdís tæmdi allt út úr ísskápnum og bar á borð fyr- ir bróður sinn. Hann hlyti að vera svangur eftir langt ferðalag. „Elsku stúlkan,“ sagði hann þá jafnan með þessum dásamlega ameríska hreim. „Vertu ekki að hafa svona mikið fyrir mér, gefðu mér bara heitt vatn.“ Eftir að þau misstu maka sína um líkt leyti fyrir fimm árum styrktist samband Herdísar og Harðar enn frekar, símtölin voru ófá yfir hafið. Missir hennar er mikill nú. Og þeirra systkina allra. Það var ánægjulegt að endurnýja kynnin við dætur Harðar, Kolbrúnu, Þórunni og Sigríði og dótturdótturina Sami, enda þótt tilefnið hefði mátt vera annað. Við Dóra vottum þeim okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Orri Páll Ormarsson. Ágúst Hörður Helgason Nú kveð ég vinkonu mína Helgu Hauks- dóttur frá Kvíabóli. Ég var svo lánsöm að vera ráðin til sveitastarfa hjá henni og eiginmanni hennar Sigurði Marteinssyni fyrir rúmum 40. árum. Í þeim hjónum eignaðist ég vini til lífstíðar. Helgu hefði verið best lýst sem kvenskör- ungi og höfðingja, þannig kom hún mér fyrir sjónir 13 ára unglingnum sem leit til hennar með lotningu og ótta fyrstu dagana, en svo hvarf ótt- inn. Hún gekk jafnt í úti sem inni- verk, á því mannmarga heimili og stórbýli, sem þau hjónin ráku þá og stýrði meira og minna daglegum rekstri, þar sem Sigurður vann mikið utan heimilis, sem mjólkurbílstjóri ásamt öðrum viðvikum. Þrátt fyrir mikið annríki svignuðu borð alltaf undan heimagerðum kræsingum bæði á matmáls- og kaffitímum, svo Helga Hauksdóttir ✝ Helga Hauks-dóttir fæddist í Garðshorni í Kalda- kinn í Suður- Þingeyjarsýslu 11. ágúst 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 29. júlí 2010. Útför Helgu fór fram frá Akureyr- arkirkju fimmtudag- inn 12. ágúst 2010. að ég borgarbarnið hafði aldrei séð annað eins nema þá helst á hátíðar- og tyllidögum. Helga var dugnaðar- forkur og hún var minn húsmæðraskóli, hjá henni tók ég þátt í slát- urgerð í tunnuvís, gerði sperðla, sauð nið- ur kjöt, saftaði og sult- aði fjölda tegunda. Þegar aðrir voru með rabarbarahnausa þá var hún með garð. Þrátt fyrir þetta virtist hún alltaf finna tíma aflögu. Hún var formaður kvenfélagsins um árabil og tók þátt í kóra- og félagsstarfi. Það var einstaklega gott fyrir ókunnugan ungling að koma inn á heimili þeirra, hlýja er tilfinningin sem mætti mér strax og fljótlega fannst mér ég vera ein af fjölskyld- unni og sú tilfinning hefur í raun aldr- ei horfið. Hún mátti ekkert aumt sjá og börnin og unglingarnir sem hafa verið hjá þeim hjónum skipta tugum. Foreldrar hennar höfðu skjól hjá þeim hjónum í elli sinni. Helga var skoðanaföst og hafði oft aðra sýn á mönnum og málefnum en almennt var. Hún þreyttist aldrei á að lýsa fyrir „Reykjavíkurdömunni“ breytingunni sem varð við komu kaupfélaganna. Jafnframt benti hún á að konur væru ekki síður bændur en eiginmenn þeirra, sem var ný sýn um 1970. Kvenréttindi og jafnrétti voru oft umræðuefni og þar lá hún ekki á skoðunum sínum. Helga var komin af bændum í báð- ar ættir og bjó lengst af í sinni sveit Köldukinn, utan nokkur ár um tví- tugt. Hún elskaði sveitina sína og landið. Í mónum þekkti hún hvert blóm og hvern fugl. Eftir að næsta kynslóð tók við búinu fluttu þau hjón til Akureyrar. Þar sýndi Helga enn sinn innri mann, þar sem hún sótti í umönnunarstörf, m.a. á Skjaldarvík, Hrafnistu og á Dvalarheimilinu Hlíð, þar sem hún síðar dvaldi síðustu æviárin. Áttræðri var Helgu haldin afmæl- isveisla, þar sem hún gladdist með fjölskyldu sinni og samferðamönnum. Sjúkdómur var farinn að hrjá hana, en þarna áttum við saman yndislegan dag. Að lokum vil ég kveðja vinkonu mína með erindi úr ljóðinu Lilja eftir Gunnar Dal. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt liljan mín hvíta sem lokast í nótt. Elsku Sigurður og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þóra, Flosi og Þórir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.