Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s: 897- 5300.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Eignarlóðir
undir sumarhús til sölu
Í landi Kílhrauns á Skeiðum. 50 mín-
útna akstur frá Reykjavík. Landið er
einkar hentugt til skógræktar og
útivistar. Falleg fjallasýn.
Upplýsingar í símum 824-3040
og 893-4609
Festu þér þinn sælureit í dag.
Námskeið
Leirkrúsin - Spennandi námskeið
á haustönn Námskeið í leirmótun,
rakú- og tunnubrennsla, leiðsögn á
Opinni vinnustofu og tekið á móti
hópum. Allar nánari uppl. á
www.leir.is og í s. 661 2179 / 555
1809.
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Uppl. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Ýmislegt
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 8.900,-
Dömu leður sandalar með
frönskum rennilás. Litir: Svart -
Hvítt. Stærðir 36-42.
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstud. kl.
11.00 - 17.00
www.praxis.is
...þegar þú vilt þægindi
Softshell fyrir dömur og herra
Kr. 11.900.- St.S-3XL. Margir litir.
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstud
kl. 11.00 - 17.00
www.praxis.is
Flottir og vandaðir dömuskór úr
leðri í úrvali.
Teg: 910, Litir: Rautt og svart.
Stærðir: 37 - 41. Verð: 13.450,-
Teg: 1014, Litur: Beige.
Stærðir: 37 - 41. Verð: 13.450,-
Teg: 471, Litir: Svart og blátt.
Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.885,-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Teg. LILA - Push up, nettur og mjög
fallegur í A, B, C, D, DD skálum á kr.
7.680,-
Teg. LILA - Push fyrir þær stærri en
ekki síðri í C, D, DD, E, F, FF, G, GG, H
skálum á kr. 7.680,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Verkfæri
39.900
ALHLIÐASÖG - VELTISÖG
VIÐ FELLSMÚLA
Sími: 585 2888
Bílar
Bón & þvottur
Vatnagörðum 16, sími 445-9090
Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum
að innan alla bíla, eins sendibíla,
húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum
við matt lakk svo það verði sem nýtt.
Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott.
Öll vinna er handunnin. Opnum kl.
9.00 virka daga og 10.00 laugardaga.
Bonogtvottur.is
Range Rover Vogue 2004
Á 22” felgum og með öllum búnaði.
Ekinn 64 þ.m. Bíllinn er sem nýr.
Hvort vilt þú þremur árum nýrri
Kia jeppling eða þennan glæsivagn á
svipuðu verði?
Verð aðeins 4.250 þús.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i. Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Tjaldvagnar
CAMPLET CONCORD TIL SÖLU,
árg 93. Frábær vagn í alla staði.
Motta fylgir með í fortjaldið. Innbyggt
eldhús. Léttur og auðvelt að tjalda.
Verð 350.000.
Upplýsingar í síma 863 3318.
Til sölu góður tjaldvagn
Combi Camp, árg. ‘91 m/nýlegu for-
tjaldi. Upphækkaður, á fjöðrum og
13” dekkjum. Tilbúinn í ferðalagið.
Upplýsingar í síma 618 2126.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Góður maður er
genginn.
Ottó var sannkallað
sjarmatröll og í kring-
um hann var mikil
gleði, húmor og kát-
ína.
Hann var afi hennar Svövu stóru
systur minnar og gekk henni einnig
í föðurstað. Þeirra feðginasamband
var einstakt og eitt það fegursta
sem ég veit.
Engin orð geta lýst þeim mikla
missi sem hún og hennar fjölskylda
standa nú frammi fyrir.
Við mig og systur mínar var hann
alltaf yndislegur og þó svo að blóð-
bönd tengdu okkur ekki, kom aldrei
neitt annað til greina en að við köll-
uðum hann Ottó afa líka. Enda kom
hann fram við okkur eins og hann
væri afi okkar líka. Í huga mínum
verður hann alltaf Ottó afi.
Helgi Ottó Carlsen
✝ Helgi Ottó Carl-sen fæddist í
Reykjavík 5. júlí 1933.
Hann lést á Garðv-
angi 25. júlí 2010.
Útför Helga Ottós
fór fram frá Keflavík-
urkirkju 5. ágúst
2010.
Ein af þeim minn-
ingarperlum sem ég á
í hjarta mér, og mun
seint renna mér úr
minni, var þegar ég
eignaðist dóttur mína
fyrir níu árum. Þá var
hann mættur fyrstur
manna á heimilið okk-
ar með barnabílstól af
bestu gerð að gjöf. Og
stuttu síðar mætti
hann með verkfæra-
kassann sinn til að
dytta að íbúðinni okk-
ar algjörlega óumbeð-
inn og eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara.
Minningar um Ottó eru ljós í lífi
okkar sem þekktum hann og þær
verma hjartarætur og munu færa
bros á okkar varir um ókomna tíð.
Ég þakka Guði fyrir að hafa feng-
ið að njóta svo gjöfullar og ánægju-
legrar samveru með Ottó afa, og bið
allar góðar vættir að umlykja hann
um alla tíð.
Ég vil votta fjölskyldu og vinum
mína innilegustu samúð við fráfall
hans.
Blessuð sé minning Ottós Carl-
sen.
Júlía Björgvinsdóttir.
Látinn er í hárri elli
Gunnar Már Péturs-
son, fyrrum deildar-
stjóri. Gunnar starfaði
við vátryggingar í
meira en hálfa öld og
var einn hinna traustu og reyndu ís-
lensku vátryggingamanna, sem um-
gengust fag sitt af virðingu og þekk-
ingu. Hann réðst til Almennra
Trygginga hf. árið 1947, þá nýkom-
inn til landsins frá Danmörku þar
sem hann var fæddur og gekk í
skóla. Gunnar var menntaður í við-
skiptagreinum og var kærkomin við-
bót við fámennt starfslið félagsins
sem var stofnað fjórum árum áður.
Lengst af starfaði Gunnar við bruna-
tryggingar eða það sem í dag nefnist
eignatryggingar. Hann varð deildar-
stjóri brunatryggingadeildar árið
1954 og gegndi því starfi til ársins
1975. Um það leyti voru erlendar
Gunnar Már Pétursson
✝ Gunnar Már Pét-ursson fæddist í
Danmörku 16. októ-
ber 1919. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans 5. ágúst 2010.
Útför Gunnars fór
fram frá Neskirkju
11. ágúst 2010.
endurtryggingar
orðnar fyrirferðar-
miklar í reikningum
íslensku vátrygginga-
félaganna. Vegna mik-
ils taprekstrar inn-
lendra vátrygginga,
einkum bílatrygginga
sem háðar voru verð-
lagseftirliti freistuðust
félögin til þess að leita
viðskipta erlendis,
enda litu þau viðskipti
vel út í upphafi. En
það breyttist fljótt og
þessi viðskipti reynd-
ust félögunum ákaflega erfið og
gengu jafnvel af sumum þeirra dauð-
um. Erfiðleikar Almennra Trygg-
inga voru síst minni en annarra og
því var ákveðið að fá til þess að
greiða úr málum einn reyndasta
starfsmann félagsins. Það var Gunn-
ar Már. Enda þótt starfsvið hans
hefði fram að því verið allt annað var
hann fljótur að kynna sér þessi við-
skipti og vann þar frábært starf.
Gunnar var afar talnaglöggur og átti
auðvelt með að greina kjarnann í
hverju máli. Úrlausn mála krafðist
góðs samstarfs við fjölda útlendinga
og Gunnar átti auðvelt með að eign-
ast kunningja og jafnvel vini í þeim
hópi. Þótt Gunnar væri kominn af
léttasta skeiði þegar þessi kafli á
starfsferli hans hófst virtist það ekki
há honum á nokkurn hátt. Hann var
deildarstjóri endurtryggingadeildar
félagsins frá 1978 til 1989. Það ár
varð hann sjötugur og Almennar
Tryggingar höfðu sameinast Sjóva
ári fyrr. Hann hélt áfram að starfa
fyrir hið nýja félag næstu árin og ég
veit raunar ekki hvenær formlegum
afskiptum hans af erlendum endur-
tryggingum félagsins lauk því svo oft
var hann kallaður til skrafs og ráða-
gerða um einstök mál eftir að venju-
legum starfsdegi lauk. Gunnar Már
átti ríkan þátt í því að mál á þessum
vettvangi leystust á farsælan hátt.
Við Gunnar kynntumst árið 1963
þegar ég hóf störf hjá Almennum
Tryggingum. Samstarf okkar var
alltaf mjög gott en aldrei betra og
nánara en á þeim árum sem hann
sinnti endurtryggingum. Á þeim ár-
um þurftum við oft að ferðast saman
og sinna saman erlendum viðskipta-
mönnum. Gunnar naut sín þá vel og
einkum ef hans góða kona Anna sem
lést í byrjun síðasta árs var með í för.
Við Jóhanna eigum margar góðar
minningar frá þeim tíma. Gunnar var
hreinskilinn og hreinskiptinn maður
í umgengni við annað fólk og ætíð var
stutt í kímni þegar slíkt átti við. Við
gamlir samstarfsmenn Gunnars Más
kveðjum hann nú með þakklæti og
virðingu og minnumst góðs félaga.
Ólafur B. Thors.