Morgunblaðið - 23.08.2010, Síða 30
30 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
Æ, NEI... ÞETTA LÍTUR
EKKI MJÖG
VEL ÚT
HVERNIG
KASTARI
ERTU?
ÉG
MISSTI
HANN
REYNDU
AÐ PASSA
ÞIG!
ÞÚ KASTAÐIR Í
MÖMMU MÍNA!
ÞÚ KASTAÐIR FYRSTA
BOLTA TÍMABILSINS BEINT
YFIR GIRÐINGUNA
PABBI ÞINN SAMÞYKKTI AÐ FARA MEÐ MÉR ÚT AÐ VERSLAHVAÐ ER
EIGINLEGA Í
GANGI, MAMMA?
ÞANNIG
AÐ KONAN
ÞÍN ER FÚL
ÚT Í ÞIG?
LÝGUR
ÞÚ OFT AÐ
KONUNNI
ÞINNI?
EKKERT MEIRA
EN FLESTIR.
FÓLK LÝGUR
HVORT AÐ ÖÐRU
ENDALAUST
HELDUR
ÞÚ ÞAÐ
Í ALVÖR-
UNNI?
ERTU AÐ
SEGJA AÐ ÞAÐ
SÉ EKKI SATT?
JÁ, ÉG SAGÐI HENNI
AÐ ÉG VÆRI AÐ VINNA
FRAM EFTIR ÞEGAR ÉG
FÓR Á BARINN MEÐ
STRÁKUNUM
ÉG ER SVO ÁNÆGÐ AÐ ÞÚ
SKULIR HAFA HRINGT
JÁ, ÞESSI MYND Á VÍST
AÐ VERA ALVEG FRÁBÆR
ÞAÐ ER EKKI
ÁSTÆÐAN
FYRIR ÞVÍ AÐ
ÉG ER ÁNÆGÐ
ÉG VEIT...
ÉG VILDI BARA
HEYRA ÞIG
SEGJA ÞAÐ
ÉG HEF
VERIÐ AUMINGI
ALLT MITT LÍF
NÚ ER TÍMI FYRIR
BREYTINGAR
EKKI LANGT FRÁ...
ÞETTA ER VINKONA MÍN,
HÚN EMBLA. HÚN ER MIKIL
KATTAMANNESKJA
ÁTTU VIÐ AÐ HÚN
SÉ SJÁLFSELSK
OG MUNI KLÓRA ÚR
ÞÉR AUGUN VIÐ
FYRSTA TÆKIFÆRI?
Útvarp og sjónvarp
Útvarp og sjónvarp er
ekki skemmtilegt að
mínu mati.
Þátturinn Orð skulu
standa verður víst ekki
í vetur í úrvarpinu og
finnst mér það miður,
Spaugstofan, sem mér
finnst skemmtileg,
hættir líka. Mér finnst
synd að þessir þættir
hætti.
Gömul kona.
Nýyrðið punthús
Eins og allir vita, eru sífellt að aukast
erlendar slettur í okkar ástkæra yl-
hýra máli. Sem betur fer fjölgar líka
ágætum nýyrðum. Mig langar að út-
rýma einni enskuslettu. Það er orðið
penthouse, sem fasteignasalar nota
óspart í auglýsingum um þessar fínu
íbúðir á efstu hæðum
háhýsa. Mér finnst, að
nýyrðið punthús passi
vel fyrir þessi flottu hý-
býli.
Þórir S. Gröndal.
Gagnrýni
Ég vil fá meiri umfjöll-
un um landbúnað, sjáv-
arútveg, iðnað og versl-
un í útvarps- og
sjónvarpsfréttir, stríðs-
fréttir mega hverfa fyr-
ir mér, menn opna ekki
tækin fyrir slíkar frétt-
ir. Þulir verða að vera
skýrmæltir og röddin þarf að hljóma
vel. Mér finnst of lítið lagt upp úr
fréttatímum.
Einar Vilhjálmsson.
Ást er…
… að hjálpa meira til
heima við.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.
Dalbraut 18-20 | Félagsmiðstöðin opin
kl. 9-16.45, brids kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, spjall/kaffi kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin; leiðbeinandi við til há-
degis og lomber kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, skráning í tóm-
stunda- og íþróttanámskeið haustsins
fer fram í Jónshúsi þessa viku. Opið í
Jónshúsi kl. 9.30-16 alla virka daga.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9, m.a. tréútskurður og fjöl-
breytt handavinna. Frá hádegi er spila-
salur opinn. Lagt af stað í fræðslu- og
kynnisferð um borgina kl. 13.30, leið-
sögn Magnús Sædal byggingafulltrúi,
kaffiveitingar í Hámu á Háskólatorgi.
Uppl. um starfsemi og þjónustu á staðn-
um og s. 575-7720.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Félagsvistin kl. 13 í Setrinu, kaffi á eftir.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10, frá Haukahúsinu Völlum, félagsvist
kl. 13.30. Haustdagskráin kemur út í
september.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50. Stefánsganga kl. 9, félagsvist kl.
13.30. Skráningu í starf og námskeið lýk-
ur 30. ágúst, 53 atriði um að velja.
Hausthátíð 3. sept. kl. 14. Kynning-
arheimsókn í World Class 7. sept. Rúta
kl. 9.20. Uppl. s. 411-2790.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað-
gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15, há-
degisverður kl. 11.45, kaffiveitingar kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun-
stund, handavinnustofan opin, Erla les
framh.söguna kl. 12.30, boccia kl. 10,
stóladans kl. 13.15, frjáls spilamennska.
Byrjað er að skrá í námskeið vetrarins,
bútasaum, tréútskurð, bókband, postu-
línsmálun, glerbræðslu og leirlist. Skrán-
ing í síma 411-9450. Námskeiðin opin
öllum óháð aldri.
Pétur Jónsson á Gautlöndum,þingmaður Suður-Þingeyinga,
notaði oft orðið „prinsip“ í ræðum
sínum. Andrés Björnsson orti á
aukaþinginu 1914:
Allt var gott, sem gerði Drottinn forðum,
prinsip þetta þó hann braut
þegar hann bjó til Pétur Gaut.
Pétur var atvinnumálaráðherra í
ráðuneyti Jóns Magnússonar, en
lést í því embætti 20 janúar 1922.
Urðu nú hörð átök um, hver skyldi
verða eftirmaður hans. Bróðir
hans, Steingrímur sýslumaður
Jónsson, hafði setið á þingi sem
konungkjörinn þingmaður og var
heimastjórnarmaður eins og Pétur.
Hann bauð sig nú fram, enda áttu
þau hjón sterkan frændgarð í sýsl-
unni, svo að hann átti stuðning
margra, m.a. Björns Líndals, sem
nú var fluttur á Svalbarð við Eyja-
fjörð. Ingólfur Bjarnarson í Fjósa-
tungu bauð sig fram fyrir Fram-
sóknarflokkinn og beitti Jónas frá
Hriflu sér mjög fyrir kosningu
hans.
Björn Líndal var í Íhalds-
flokknum og þingmaður Akureyr-
inga frá 1923-1927. Hann hafði
mörg járn í eldinum, var málflutn-
ingsmaður og sýslumaður um skeið,
rak síldarútgerð og síldarverslun
og auk þess myndarlegt sauðfjárbú
á Kaðalstöðum í Fjörðum, en þau
urðu endalok þess, að fjárhúsin sóp-
uðust burt í snjóflóði. Á þessum ár-
um var veldi Jónasar mikið um hin-
ar þingeysku byggðir, Menn hentu
því gaman að því þegar hestur
Björns hnaut svo að hann féll af
baki og lærbrotnaði skammt frá
Hriflu. Varð það mörgum að yrk-
isefni. Konráð Erlendsson, kennari
á Laugum, orti af því tilefni:
Ræningjanna brutu bein
brúnaþungir stríðsmenn forðum;
Líndal fæti stakk við stein
stendur lögmál enn í skorðum.
Aðrir hafa vísuna svona:
Ræningjanna brutu bein
byrstir stríðsmenn forðum;
Líndal steytti legg við stein
lögmál standa í skorðum.
Og Björn svaraði um hæl:
Þér er vorkunn aðeins ein
er það gömul saga
að hundar jafnan brotin bein
bryðja, tyggja, naga.
Enn var ort af sama tilefni en höf-
undur ókunnur:
Hriflu draugur harðsnúinn
heldur Inga á floti
en Líndal greyið lærbrotinn
liggur í Holtakoti
Holtakot er næsti bær við Hriflu.
Hér kemur síðan þingeysk vísa
gömul:
Þó að góð sé þagmælskan,
þarf að opna vindhanann,
ef að djöfuls uppþemban
ætlar hreint að drepa mann,.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af drottni og „prinsipi“