Morgunblaðið - 23.08.2010, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
Sala áskriftarkorta
í fullumgangi!
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gleðilegt nýtt leikár
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 3/9 kl. 20:00 Fös 10/9 kl. 20:00
Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið )
Þri 24/8 kl. 20:00 aukas
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fim 9/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00
Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00
Einnig sýnt á Akureyri í nóvember
Enron (Stóra svið)
Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Fös 24/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00
Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Lau 25/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00
Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 18/9 kl. 14:00 Lau 25/9 kl. 14:00
Sun 19/9 kl. 14:00 Sun 26/9 kl. 14:00
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Margir ráku upp kvein en aðrir
hrópuðu húrra þegar í ljós kom að
Sjónvarpið ætlaði að slá af Spaug-
stofuna, enda þátturinn búinn að
vera á dagskrá í ein 20 ár. En
Spaugstofumenn eru ekki einu
fyndnu Íslendingarnir sem geta búið
til sjónvarpsþætti. Blaðamaður lagði
höfuð í bleyti og kokkaði upp nokkr-
ar tillögur að mögulegum arftökum
Spaugstofumanna.
Áramótaskaupshópurinn
Ari Eldjárn, Anna Svava Knúts-
dóttir, Halldór E. Högurður, Ottó
Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson
sömdu Áramótaskaupið 2009 auk
leikstjórans Gunnars B. Guðmunds-
sonar. Gunnar er önnum kafinn við
að leikstýra og ganga frá kvikmynd-
inni Gauragangi þannig að ólíklegt
þykir að hann geti verið með. En í
ljósi þess hversu vel heppnað skaup-
ið var gæti þessi hópur varla klikk-
að. Þá kemur ekki að sök að Ari Eld-
járn er einhver besta
Bubba-eftirherma landsins og gæti
leikið hann í hverjum þætti jafnvel.
Eða þá hlaupið í skarðið fyrir hann í
Færibandinu ef Bubbi fær háls-
bólgu.
Uppistöðufélagið
Konur eru líka fyndnar! Þó karlar
hafi verið ráðandi í gríninu þá hafa
konur stimplað sig rækilega inn,
m.a. leikkonurnar sem sáu um Stelp-
urnar á Stöð 2. Uppistöðufélagið
skipa ungar konur sem gert hafa það
gott með uppistandi, m.a. þær Mar-
grét Erla Maack, Þórdís Nadia Se-
michat, Ragnheiður Maísól Sturlu-
dóttir, Helga Tryggvadóttir, Íris
Ellenberger og Katrín Björgvins-
dóttir. Því ekki að bjóða þeim að
prófa sjónvarpsþáttagerð? Það væri
skemmtileg tilbreyting að sjá unga
konu leika Davíð Oddsson, taka við
hárkollunni af Erni Árnasyni.
Ilmur, Helga og félagar
Leikkonurnar Ilmur Kristjáns-
dóttir og Helga Braga Jónsdóttir
eru miklir grínmeistarar og ein-
hverjar fyndnustu konur landsins,
hafa túlkað eftirminnilegar persónur
á borð við Gyðu Sól (í Fóstbræðrum)
og Draumakonuna (í Stelpunum).
Ilmur og Helga gætu boðið til sín
vinum eða félögum, fyndnum leik-
urum, og fengið þjóðina til að veltast
um af hlátri einu sinni í viku.
Steindi Jr
Steindi hefur gert út þáttinn
Steindinn okkar á Stöð 2 en það þýð-
ir þó ekki að Sjónvarpið geti ekki
boðið betur (kannski erfitt þó í nið-
urskurðinum). Steindi hefur slegið í
gegn með grínþáttum sínum og tón-
listarinnslögum, m.a. „Geðveikt fínn
gaur“ og „Djöfull er mér heitt“.
Færi Steindi yfir til Sjónvarpsins
kvæði við algjörlega nýjan tón í
framleiðslu gamanefnis þar á bæ og
það er svo sannarlega nokkuð sem
vantar í Sjónvarpið. Steinda á Rúv!
Laddi
Ef Sjónvarpið vill hins vegar vera
íhaldssamt og bjóða upp á eitthvað
sem stór hluti þjóðarinnar hefur
hlegið að frá því Ómar hafði hár þá
er Laddi borðleggjandi. Hann gæti
þá boðið upp á Eirík Fjalar, Saxa
lækni, Elsu Lund og allar hinar per-
sónurnar.
Baggalútur
Grínmeistarar af Guðs náð.
Baggalútur hefur haldið úti einni
fyndnustu, ef ekki allra fyndnustu,
vefsíðu landsins, um langt skeið.
Baggalútar hafa einnig gert bráðgóð
fréttamyndbönd með yfirskriftinni
Heimsljós sem finna má á YouTube
og eru sprenghlægileg. Þá var
Baggalútur einnig með vel heppnaða
fréttaþætti á Rúv í bullstíl. Er
ekki hægt að leyfa Baggalúti að
spreyta sig á sjónvarps-
þáttagerð fyrir Sjónvarpið?
Hér kemur dæmi um Bagga-
lúts-grín, fengið af vefsíðu
hópsins: „Icesave deilan svo-
kallaða hefur verið leidd til
lykta. Var skrifað undir sam-
komulag þar að lútandi snemma
í morgun og ganga allir samn-
ingsaðilar sáttir frá borði og
líta svo á að málinu sé lok-
ið, fyrir fullt og fast.
Því miður gerðist
þetta á öðru tilvist-
arstigi en okkar og
í annarri vídd,
töluvert ólíkri
þeirri sem við eig-
um að venjast. Það
er engu að síður
full ástæða til að
óska hlutaðeigandi
til hamingju.“
Radíusbræður
Steinn Ármann
og Davíð Þór voru
óborganlegir sem
Radíusbræður í Sjón-
varpinu fyrir margt
löngu og má nefna sígildar
perlur á borð við „Mench um
trefch“ og sumarhúsið sem
ekki var hægt að komast inn í.
Nú eða afgreiðslumanninn sem
vildi ekki láta viðskiptavininn
hafa þorrabakka án súrsaðra hrúts-
punga. Hjálmar Hjálmarsson tók
þátt í síðastnefnda innslaginu og
fengi hann að vera með væri komið
hið fullkomna grínþríeyki.
Mið-Ísland
Ekki má gleyma grínurunum í
Mið-Íslandi sem gert hafa fín inn-
slög fyrir Monitor á mbl.is. Mið-
Ísland hefur staðið fyrir uppistandi
undanfarin misseri en hópinn skipa
fyrrnefndur Ari Eldjárn, Dóri DNA,
Bergur Ebbi, Árni Vilhjálmsson og
Jóhann Alfreð Kristinsson.
Bergur Ebbi er mikil
Ladda-eftirherma og
fengist því úr hópn-
um bæði Bubba- og
Ladda-eftirherma.
Ekki amalegt það.
Mögulegir arftakar
Spaugstofunnar
Morgunblaðið/RAX
Sjónvarpið Þeir sem komu að gerð Áramótaskaupsins í fyrra yrðu verðugir arftakar Spaugstofunnar.
Davíð Þór og Steinn Ármann
Margrét Erla Maack og Þórdís
Nadia Semichat
Ilmur Kristjánsdóttir
Baggalútur
Helga Braga Jónsdóttir
Steindi Jr.
Laddi
Ari Eldjárn
Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að
Spaugstofan verður ekki á dagskrá Sjónvarpsins í vetur.
En hverjir eða hverjar gætu tekið við keflinu?