Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Last Airbender 3D kl. 3:30 - 5:40 - 10:10 B.i. 10 ára
Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Karate Kid kl. 5:10 - 8 LEYFÐ
Salt kl. 8 - 10:50 B.i. 14 ára Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 LEYFÐ
Vampires Suck kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Ljóti andarunginn og ég kl. 4 (650 kr) LEYFÐ
Sími 462 3500
Vampires Suck kl. 4 - 8 B.i. 12 ára
The Expendables kl. 8 - 10 (KRAFTSÝNING) B.i. 16 ára
The Last Arbeinder 3D kl. 6 B.i. 10 ára
Salt kl. 10 B.i. 14 ára
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
SÝND Í SMÁRABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Jackie Chan kennir
ungum lærling sitthvað
um Kung fu í vinsælustu
fjölskyldumynd ársins!
Missið ekki af
myndinni sem
sló í gegn í
Bandaríkjunum
og fór beint á
toppinn.
ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR
Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS
HHHHH
Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem
hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd.
Gillz - DV
HHH
T.V - Kvikmyndir.is
HHHH
„Magnad madur, magnad”
ÞÞ - FBL
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
HHH
The Expendables uppfyllir
það sem hún lofar...
S.V. - MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K
Menn eru nefndir JasonFriedberg og AaronSeltzer, þeir hafagrætt fúlgur fjár á
einhverri ómerkilegustu iðju sem
vitað er um í kvikmyndabrans-
anum, að gera gjörsamlega
ófyndnar og aulalegar eftirapanir
vel sóttra mynda á borð við 300.
Nú er röðin komin að hinum feiki-
vinsælu blóðsugu- og var-
úlfamyndum kenndum við Twi-
light. Að útkoman er verri en
frummyndirnar er eitt og sér
nægileg ástæða til að vara áhorf-
endur við einni verstu mynd árs-
ins. Þar felst nokkur kaldhæðni
líka; hvernig í ósköpunum hug-
kvæmdist þeim félögum að ráðast
á garðinn þar sem hann er lægst-
ur?
Becca (Proske) flytur til hrá-
slagalegs krummaskuðs í norðvest-
urríkjunum og sest að hjá föður
sínum (Lanter), sem er fógetinn í
bænum. Becca hefur nám í skól-
anum, hún er sæt stelpa og gengur
fljótlega í augun á hinum und-
arlega Edward. Hún lætur sig litlu
skipta þótt hún verði þess vísari að
kauði er blóðsuga að langfeðgatali
og fólkið hans vill gjarnan barka-
bíta hana og totta úr henni dreyr-
ann. Edward hverfur á braut en
Becca snýr sér að næsta gaur, en
þá tekur ekki betra við, þar sem
hann er af varúlfakyni.
Vampires Suck rembist við að
hæðast að Twilight-dellunni, sem
er besta mál út af fyrir sig – ef til-
raunin mistækist ekki með öllu.
Eini kosturinn við hana er sú að
hún er í stysta lagi, sem er full
ástæða til að vera þakklátur fyrir.
Annars er fátt um afskræminguna
að segja, brandararnir eru kauðsk-
ir, grófir og mislukkaðir, oftast allt
þetta þrennt í einu. Aðalleikararnir
eru glettilega líkir kollegum sínum
í Twilight, en jafnvel enn aumari
fagmenn. Blóðlaus með öllu.
Blóðlaus og óþarfur útúrsnúningur
Mistæk Í myndinni Vampires Suck er reynt að gera grín að Twilight -myndunum.
Smárabíó, Háskólabíó,
Borgarbíó Akureyri
Vampires Suck
mnnnn
Leikstjórar: Jason Friedberg og Aaron
Seltzer. Aðalleikarar: Jenn Proske, Matt
Lanter, Chris Riggi, Diedrich Bader, Kel-
sey For. 80 mín. Bandaríkin. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Leikarinn Michael J. Fox hefur tek-
ið að sér að leika í gestahlutverki í
sjónvarpsþættinum The Good Wife,
sem sýndur verður vestanhafs í
næsta mánuð.
Árið 1991 greindist Fox með
Parkinsonsveiki og níu árum síðar
sagði þessi 49 ára gamli leikari skil-
ið við leikslistina til að einbeita sér
að góðgerðarstarfi. Síðastliðin ár
hefur The Michael J. Fox Founda-
tion safnað um 200 milljónum
bandaríkjadala fyrir rannsóknir á
sjúkdómnum. Fox á það þó til að
taka að sér lítil gestahlutverk í
sjónvarpi og hefur hann m.a. leikið
í nokkrum þáttum af Scrubs, Bost-
on Legal og Rescue Me.
Leikarinn Michael J. Fox mun leika
í þætti af The Good Wife.
Fox aftur í
sjónvarp