Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  204. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g VEFSÍÐAN BAGGALÚTUR AFTUR Á STJÁ HVERJIR NJÓTA GÓÐS AF AUÐLINDUM OKKAR? FJÖLMARGIR VIÐBURÐIR Á LJÓSANÓTT VIÐSKIPTABLAÐIÐ HRÓKAR ÆTLA AÐ SPILA 10TÍUNDI VETURINN 37 Úttekt eftir Einar Örn Gíslason Þessar stúlkur létu fara vel um sig á Austurvelli í gær í blíðskaparveðri. Landsmenn hafa notið vel þeirra fjölmörgu sólardaga sem komið hafa á þessu sumri en meðalhiti mánaðanna júní til ágúst í Reykjavík er sá hæsti sem vitað er um frá upphafi samfelldra mælinga 1871 eða 12,2 stig. Litlu munar þó á sumrinu í ár og þeim sumrum sem eru nærri því eins hlý en meðalhiti þessara mánaða árið 2003 var 12,1 stig. » 6 Hlýjasta sumar í Reykjavík frá upphafi mælinga Morgunblaðið/Ómar  Eigendur færeysku smásölu- verslanakeðjunnar SMS greiddu sér út arð upp á 30 milljónir danskra króna á árinu 2008, eða um 615 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma jukust langtímaskuld- bindingar félagsins talsvert. EBITDA SMS hefur verið á bilinu 70-170 milljónir íslenskra króna á síðustu árum, að frátöldu árinu 2008 þegar stóra arðgreiðslan var framkvæmd. Jóhannes Jónsson hef- ur samið við Arion banka um að fá að kaupa 50% hlut í SMS af Högum. SMS rekur 10 verslanir í Fær- eyjum, þar af fimm Bónusverslanir. »Viðskipti Greiddu 615 millj- óna arð 2008 Agnes Bragadóttir Jónas Margeir Ingólfsson Búist var við að tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, um breytta ráð- herraskipan myndu auðveldlega hljóta braut- argengi, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins ríkir ekki einhugur um skipan Guðbjarts Hannessonar. Kynjahlutfallið yrði þá ekki lengur jafnt í ráðherraliðinu og því kemur til álita að Oddný Harðardóttir komi ný inn í rík- isstjórn ásamt Ögmundi Jónassyni í stað Guð- bjarts. Ljóst þykir að Gylfi Magnússon, Ragna Árna- dóttir og Álfheiður Ingadóttir hverfi úr rík- isstjórn í dag. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funduðu í gær og ræddu meðal annars nýja ráðherraskipan. Þá boðaði Jóhanna Sigurðardóttir flokks- stjórnarfund sem hefst klukkan tíu í dag, en að- eins eitt mál er á dagskrá fundarins, áform um breytingar á ríkisstjórn. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna munu funda um ráðherraskipan í dag fyrir ríkisráðsfundinn sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan hálftólf, en þar verður ný ríkisstjórn formlega ákveðin. Ósátt við ráðherravalið  Ekki víst að Guðbjartur verði ráðherra vegna kynjahlutfalls í ríkisstjórninni  Jóhanna ber listann undir flokkstjórn  Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi 11.30 MKynjahlutfallið þvælist fyrir »4  Aukaefnið „octain booster“ var í heilum skipsfarmi af bensíni sem kom hingað til lands í vor og hefur valdið gangtruflunum í mörgum bíl- um. Aukaefnið sest á kertin í vélum bifreiða sem verður til þess að þau missa virkni og veldur það gang- truflunum. Olíufélögin vissu ekki af efninu þegar bensínfarmurinn kom til landsins og seljandinn tilkynnti það ekki heldur. N1 hefur bætt nokkrum bíleigendum tjón vegna þessa. Bensínfarmurinn er nú upp- urinn á bensínstöðvum landsins. »12 Morgunblaðið/Kristinn Aukaefni valda tjóni Sigrún Rósa Björnsdóttir Guðni Einarsson Rafmagn sló út í báðum kerskálum Norðuráls á Grundartanga upp úr klukkan níu í gærkvöldi eftir að tvö högg komu á raforkudreifikerfið. Rafmagnstruflanir urðu einnig hjá Ísal og Fjarðaáli og í Hellisheiðar- virkjun í gærkvöldi. Rafmagnslaust varð í nokkra stund m.a. á Vopnafirði, á hluta Egilsstaða, á Héraði og á Höfn í Hornafirði í gær. Ekki var vitað hvað olli biluninni þegar Morgunblaðið fór í prentun en unnið var að greiningu hennar sam- kvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landsnets. Við bilunina leystist hluti Byggðalínunnar út og fór raforku- kerfið í þrjá hluta, ef svo má segja. Það er sagt geta verið eðlileg við- brögð kerfisins við truflunum. Þrjár túrbínur duttu út um tíma í Hellisheiðarvirkjun Smávægilegar rafmagnstruflanir urðu á höfuðborgarsvæðinu þegar þrjár túrbínur Hellisheiðarvirkjunar af ellefu duttu út í stuttan tíma. Helgi Pétursson hjá Orkuveitu Reykjavík- ur segir þrýsting á heitu vatni hafa getað fallið niður þegar heitavatns- dælur duttu út í smá tíma en hvergi hafi orðið heitavatnslaust. Um hálftólfleytið í gærkvöldi náð- ust báðar raflínur Norðuráls aftur í gang og að sögn Ágústs Hafberg, upplýsingafulltrúa Norðuráls, var vonast til þess að fullri framleiðslu- getu yrði náð aftur nú í morgun. Ekki var þá enn orðið ljóst hvað olli bil- uninni. Hann sagði að litlar skemmd- ir hafi orðið og enginn hafi slasast við bilunina. Slökkvilið Akraness var kallað að álverinu í gærkvöldi vegna mikils reyks. Enginn eldur var þegar það kom á staðinn en mikill reykur. Unnið var að reykræstingu en reyk- urinn barst úr raftengibúnaði. Sagði Ágúst það vera vinnureglu að kalla til slökkvilið þegar reykur kemur upp og fá það til að reykræsta. Rafmagn fór af víða um land og rafmagnstruflanir urðu í álverum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.