Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
✝ Kristín Jónsdóttirfæddist 3. janúar
1915 á Hólum í
Hjaltadal. Hún and-
aðist á Dvalarheim-
ilinu Hlíð 21. ágúst
2010. Foreldrar
hennar voru Hólm-
fríður Jónsdóttir frá
Fornastöðum í
Fnjóskadal, f. 9. nóv-
ember 1882, d. 13.
janúar 1973, og Jón
Ferdinandsson frá
Göngustaðakoti í
Svarfaðardal, f. 9.
ágúst 1892, d. 9. desember 1952.
Systkini Kristínar eru Solveig, f.
25. september 1917, látin, Ragna,
f. 25. mars 1919, látin, Ferdinand,
f. 10. apríl 1922, látinn, Anna, f.
25. júní 1925, látin, Friðrika, f. 7.
desember 1928. Foreldrar Krist-
ínar fluttu þegar hún var ung að
árum í Fnjóskadal og bjuggu á
Fornastöðum, Skógum og Birn-
ingsstöðum.
Hinn 26. október 1936 giftist
Kristín Sigurði Karlssyni, f. 30.
október 1912, d. 11. maí 1998. For-
eldrar hans voru Karl Sigurðsson
og Jónasína Dómhildur Jóhanns-
dóttir á Draflastöðum. Börn Krist-
ínar og Sigurðar: 1) Jónasína
Dómhildur, kennari og leið-
á Draflastöðum árið 1937 og
bjuggu þar með blandaðan búskap
til ársins 1987. Kristín tók virkan
þátt í bústörfum. Síðustu árin
dvaldi hún á dvalarheimili fyrir
aldraða.
Kristín hlaut hefðbundna barna-
fræðslu og var við nám í Hús-
mæðraskólanum á Laugum. Hún
var glaðsinna og félagslynd kona
og tók þátt í margskonar félags-
starfi. Kristín var um tíma formað-
ur Kvenfélagsins Bjarkar í Norð-
ur-Fnjóskadal, síðar var hún
heiðursfélagi í Kvenfélagi Fnjósk-
dæla. Kristín vann um árabil að
söfnun þjóðhátta fyrir Þjóðminja-
safn Ísland. Hún tók virkan þátt í
safnaðarstörfum, var sóknarnefnd-
arformaður, söng í kirkjukór
Draflastaðakirkju og var fulltrúi
sóknarinnar á héraðsfundum.
Kristín starfaði með kvennakórn-
um Lissý. Hún var orðhög og flutti
eigin frásögn í Ríkisútvarpinu.
Hún var meðal fyrstu einstaklinga
til að prjóna peysur og annan fatn-
að úr lopa til að selja erlendum
ferðamönnum. Kristín og Sigurður
tóku inn á heimili sitt á Drafla-
stöðum fjölda barna til sum-
ardvalar. Kristín var gestrisin,
hún bauð ætíð heim í veislukaffi
að lokinni guðsþjónustu í Drafla-
staðakirkju.
Útför Kristínar fer fram frá
Draflastaðakirkju í dag, 2. sept-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
sögumaður, f. 28. maí
1937, eiginmaður
hennar var Axel Sig-
urgeir Axelsson, f. 9.
ágúst 1945, d. 10.
ágúst 1993. Börn
hennar a) Arnhildur
Valgarðsdóttir, f. 17.
ágúst 1966, dóttir
hennar Ágústa Dóm-
hildur, b) Axel Ax-
elsson, f. 17. júní
1972, börn hans Jak-
ob Axel og Steinunn
Halldóra. 2) Jón
Ferdinand, bifreiða-
stjóri og bóndi, f. 30. október
1938, eiginkona Svanhildur Þor-
gilsdóttir, f. 26. júní 1939. Börn
þeirra a) Heiðar Ágúst, eiginkona
Hulda Ásgeirsdóttir, börn þeirra
Elín María, Aron Freyr, Hjörvar
Þór og Glódís Hildur, b) Kristín
Linda, eiginmaður Sigurður Árni
Snorrason, synir þeirra Ástþór
Örn, sambýliskona Svana Ósk
Rúnarsdóttir, Halldór Logi og Jón
Fjalar, c) Sigríður Hulda, eig-
inmaður Þorsteinn Þorsteinsson,
dætur þeirra Svanhildur Silja og
Sóldís Eik, d) Sigurður Arnar, eig-
inkona Helga Magnea Jóhanns-
dóttir, synir þeirra Tómas Karl og
Daníel Orri.
Kristín og Sigurður tóku við búi
Kæra Dídí. Þá ert þú farin burt
úr þessum heimi, orðin 95 ára. Það
er hár aldur og við höfum þekkst og
verið samtíða í rúmlega fimmtíu ár.
Við bjuggum í miklu nábýli alla
tíð og þú reyndist mér og börnum
okkar Jóns ávallt vel, fyrir það er
ég þakklát. Börnin okkar áttu
margar góðar stundir hjá ykkur
Sigga og þið gáfuð ykkur tíma til að
sinna þeim.
Þegar árin færðust yfir varstu
sem áður glaðsinna og þakklát fyrir
það sem fyrir þig var gert. Þrátt
fyrir veikindi þín undanfarinn ára-
tug hélstu alltaf reisn þinni, varst
alla jafna fín og falleg. Starfsfólkið
á Dvalarheimilinu Hlíð hugsaði ein-
staklega vel um þig og hafði á orði
að það væri ánægjulegt að annast
þig því þú værir svo þakklát og já-
kvæð í allri umgengni.
Þú dvaldir oft í öðrum heimi, eða
þínum eigin heimi, en mundir þó
ýmislegt frá gamalli tíð. Þú sagðir
mér til að mynda frá ferðum ykkar
systranna í Vaglaskóg, þá voruð þið
að tína birkifræ og jafnvel að leita
að Skógakúnum. Lengi vel mundir
þú líka eftir hryssunni þinni, henni
Hæru, og ykkar samskiptum. Þrátt
fyrir að minni þitt færi dvínandi
varstu alltaf glöð þegar ég kom í
heimsókn til þín, sagðist vel þekkja
mig og vildir ýmislegt við mig tala.
Við skildum hvor aðra vel og ég veit
að þú varst löngu orðin tilbúin til að
hafa vistaskipti.
Ég þakka þér fyrir góð kynni og
samveru þessi rúmlega fimmtíu ár
sem við höfum verið samferða og
óska þér velfarnaðar á nýjum leið-
um.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Þín tengdadóttir,
Svanhildur Þorgilsdóttir.
Elsku amma mín á Draflastöðum
hefur nú fengið hvíldina.
Þær voru ófáar stundirnar sem
amma eyddi í að spila við pjakk
sem þótti ekkert skemmtilegra en
að vera í sveitinni hjá afa og ömmu.
Skrýtið hverju maður man eftir –
en ég man að amma var með svo
silkimjúkar hendur. Og amma sýndi
því alltaf sannan áhuga sem maður
tók sér fyrir hendur. Hvort sem
það snerist um hvernig hefði gengið
í prófum í skólanum, girðingavinnu
með afa eða hverskonar vegavinna
hefði verið í gangi í „móanum“. Um
þetta gat stráksi rausað við eldhús-
borðið hjá ömmu og hún hlustaði
eins og um væri að ræða nýjustu
fréttir af þjóðmálunum.
Þegar við gáfum hænunum
bjuggum við til mikla spennu í
kringum það hvort haninn myndi
nú haga sér almennilega. Og ég
verð að minnast á skyrið. Enginn
bjó til betra skyr en amma. Ég er
sannfærður um að hún var með ein-
hverja leyniuppskrift. Þegar árin
liðu og sá stutti fullorðnaðist var
eins og amma vissi alltaf hvort eitt-
hvað væri að eða ekki. Hún bara
vissi það. Enda sagðist hún stund-
um vera „göldrótt“.
Og þannig var amma – alltaf svo
góð við strákinn úr kaupstaðnum.
Hún var með nammiskúffu í búrinu
sem mér þótti spennandi. Og amma
lét mig fá sælgæti við hverja brú á
ferðalögum. Stundum fórum við að
ryksuga ægilegt magn af dauðum
flugum í kirkjunni. Það þótti mér
gaman. Mér þótti alltaf gaman hjá
ömmu hvað sem við vorum að bar-
dúsa – og það lýsir henni betur en
fleiri orð.
Guð blessi þig amma mín – takk
fyrir mig.
Dal einn vænan ég veit,
verndar Drottinn þann reit.
Allt hið besta þar blómgast hann
lætur.
Þar er loftið svo tært,
þar er ljósblikið skært. –
Þar af lynginu er ilmurinn sætur.
(Hugrún)
Axel.
Nú er hún fallin frá amma mín
hún Kristín á Draflastöðum, 95 ára
að aldri. Hún var húsfreyja, bóndi
og handverkskona, orðhög og virk í
félagsmálum og menningu, kór-
söngvari og kvenfélagskona sem
vann að mannúðarmálum.
Hún amma sem sagði mér frá því
á einu sælu sumarkvöldi að hún
væri sannfærð um að ekkert væri
eins spennandi og dauðinn. Hann
væri hliðið og handan hans ævin-
týraheimur sem enginn vissi í raun
hver væri fyrr en gegnum hliðið
væri komið, nú er hún þar. Þar er
líka afi minn Sigurður Karlsson á
Draflastöðum. Kristín og Sigurður,
amma og afi, sem í æsku minni lifðu
eins og kóngur og drottning í ríki
sínu á ysta bænum í Fnjóskadaln-
um að austan, þar var heimurinn
þeirra, þar vildi ég vera, þeirra vil
ég minnast í nokkrum orðum.
Í mínum augum voru Draflastað-
ir bæði hús afa og ömmu og spenn-
andi ævintýraland. Það er svo
margt að minnast á, alltumvefjandi
andrúmsloftið í ríki ömmu, eldhús-
inu og fjörið í fjósinu með afa, sög-
ur, spaug og hlátur. Þar var Gráf-
lekka svo heimspekileg á fyrsta bás
og þar skaut afi rotturnar með riffli
milli bása haustið sem þær komu til
landsins með fóðurblönduskipinu.
Fjárhúsin þar sem vordægri litast
af náttúrufræði, dýrafræði, þjóðleg-
um fróðleik, baráttu lífs og dauða,
kandís og ljóðum með ömmu og afa.
Á björtum sumardegi er ég með
afa og kaupastrákum að moka þurr-
heyi í blásara ofan við hlöðu, við
mokum vagninum inn af kappi og
krafti og hendum okkur svo flötum
á hólinn og afi segir stórlygarasög-
ur og við hlæjum hátt og karlalega
að sögunum hans. Svo kemur amma
fyrir hlöðuhornið í gula sumarkjóln-
um sínum, henni fylgir hlýja, sól og
sæla og svo er hún með djús í hendi
og kökur í krús. Eftir kvöldmjaltir
komum við mjólkurbrúsunum í kæl-
irinn eða lækinn. Svo fáum við bita
af rúgbrauði hjá ömmu, förum með
beislin suður í Höllin, teymum hest-
ana heim og leggjum á, höldum
saman í fjör og frelsi kvöldreiðtúrs-
ins.
Nú sé ég ástkæran afa minn Sig-
urð þar sem hann ber við bláan
himin á hæstu brún Draflastaða-
fjalls á röskum fáki, brosið er breitt
og augun leiftra af eldmóði og
áhugahvöt. Bóndinn sem gjörþekkti
jörðina sína og elskaði hana og allt
sem þar lifði og dafnaði, jurtir, dýr
Kristín Jónsdóttir
✝ Eiríkur Jensenfæddist í Efstabæ,
Spítalastíg 4A í
Reykjavík 2. október
1917. Hann lést á
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 23.
ágúst síðastliðinn.
Foreldar Eiríks
voru Carl Jensen, f.
21.4. 1987 í Dan-
mörku, d. 30.7. 1952 í
Reykjavík, og Kristín
Eiríksdóttir, f. 25.7.
1885 í Sölvholti í
Flóa, d. 20.7. 1966 í
Reykjavík. Þau eignuðust alls átta
börn sem eru nú öll látin. Börn
þeirra voru: 1) Guðrún Karólína,
f. 1908, d. 16.2. 1985. 2) Martin, f.
1909, d. 2.1. 1996. 3) Svala, f.
1912, d. 5.11. 1966. 4) Bertha
María, f. 1914, d. 26.11. 1998. 5)
Eiríkur, f. 2.10. 1917, d. 23.8.
2010. 6) Guðmundur, f. 1919, d.
16.3. 2007. 7) Sigríður Anna, f.
1921, d. 7.1. 1968. 8) Karl Pétur, f.
1924, d. 31.12. 1938.
Hinn 27. október 1951 kvæntist
Eiríkur Ósk Sigmundsdóttur, f.
29.6. 1903 í Görðum á Akranesi,
d. 8.6. 1995. Foreldrar hennar
voru Sigmundur Guðmundsson, f.
24.3. 1856, bóndi á Görðum, og
bæ, Spítalastíg 4A. Síðar flutti
fjölskyldan í húsið Merkistein í
Sogamýri og síðan á Laugaveg
27b. Eftir stutta skólagöngu fór
hann að vinna ýmsa vinnu til að
létta undir með barnmörgu heim-
ili foreldra sinna. Hann varð send-
ill aðeins níu ára gamall. Síðar
vann hann almenna verkamanna-
vinnu, var við vegagerð á Holta-
vörðuheiði sumarið 1935. Á styrj-
aldarárunum átti Eiríkur við
langvarandi veikindi að stríða og
lá lengi á Landakotsspítala. Eirík-
ur vann hjá Reykjavíkurborg í 11
ár og síðar hjá rafgeymaverk-
stæðinu Pólum í Reykjavík frá
árinu 1964 til 1986. Eiríkur og
Ósk bjuggu frá árinu 1953 til 1981
í litlu húsi sem Eiríkur byggði á
Suðurlandsbraut 91E í Reykjavík,
þau fluttu síðar að Grensásvegi 52
þar sem þau bjuggu til ársins
1993, en fluttu þá til Akraness þar
sem þau bjuggu á Höfðagrund 6.
Eftir að Ósk lést 1995 bjó Eiríkur
einn og sá um sig sjálfur þar til í
janúar á þessu ári er hann flutti á
Höfðagrund, dvalarheimili aldr-
aðra á Akranesi.
Eiríkur lauk myndlistarnámi
frá Myndlistarskólanum í Reykja-
vík árið 1968. Hann málaði mikið
þegar tækifæri gafst til og var
einstaklega listfengur.
Útför Eiríks fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 2. september
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
k.h. Vigdís Jóns-
dóttir, f. 22.1. 1866,
d. 23.6. 1924. Eirík-
ur og Ósk voru
barnlaus en hjá
þeim ólust upp að
nokkru leyti þrjár
systurdætur Eiríks.
Þær eru: 1) Simon-
ette Haaland, fædd
Bruvik, hjúkr-
unarfræðingur og
ljósmóðir í Figgjø,
Noregi. Hún hefur
starfað í áratugi við
kristniboðsstörf í
Afríku. M. Alf Haaland, húsa-
smíðameistari og kristniboði. 2)
Bertha Svala Bruvik, f. 3.5. 1944,
lengi kennari á Akureyri, M. Jó-
hannes Hermannsson. Þau skildu.
Börn þeirra: a) Sverrir, f. 11.7.
1966, b) Hermann Þór, f. 31.5.
1968, c) Anna Guðrún, f. 10.1.
1971. 3) Kristín Anna Whitehead,
fædd Bruvik, f. 22.12. 1944. M.
Brendon Carr Whitehead. Þau eru
búsett í Suður-Afríku. Börn
þeirra: a) Ósk Carrie-Anne, f. 8.1.
1968, b) Deborah-Anne Solomon,
f. 3.3. 1969, c) Tanya Darlene f.
7.6. 1970, d) Brendon Carr, f.
28.10. 1984.
Eiríkur Jensen ólst upp í Efsta-
Í dag verður Eiríkur Jensen list-
málari jarðsettur. Hann fæddist í
litlu timburhúsi sem í daglegu tali
var nefnt Efstabær eða Litlibær,
sem seinna varð Spítalastígur 4A.
Húsið byggði afi Eiríks, Eiríkur
Magnússon. Húsið er nú á Árbæj-
arsafni. Þegar hann var ársgamall
fékk hann spönsku veikina, svaf í
nokkra sólarhringa en varð ekki
meira meint af. Það var því greini-
legt snemma að honum var ekki
fisjað saman. Hann ólst upp í sárri
fátækt í stórri fjölskyldu. Skóla-
ganga hans var erfið, hann hafði
mjög slæma sjón og fékk ekki við-
eigandi gleraugu fyrr en löngu síðar
á lífsleiðinni. Hann var því snemma
látinn fara að vinna til að styðja við
heimilið.
Aðeins níu ára gamall varð hann
sendill í nýlenduvöruverslun Hall-
dórs L. Gunnarssonar í Aðalstræti
6. Fyrsta daginn datt sendillinn
ungi tvisvar á hjólinu. En eins og
oftar í lífinu reis Eiríkur upp aftur
og hélt áfram. Sumarið 1935 var Ei-
ríkur í vegavinnuflokki á Holta-
vörðuheiði. Hestar voru notaðir til
að draga kerrur með möl. Í eitt
skipti fældist kerruhestur, sleit af
sér beisli en kúskurinn flæktist í
taumunum. Eiríkur var þar nærri
og með snarræði og ótrúlegu þreki
tókst honum að stöðva hestinn og
bjarga kúskinum frá því að örkum-
last. Það varð síðar oft gæfa Eiríks
að hjálpa fólki sem misst hafði
taumana í lífinu og gat litla björg
sér veitt.
Sumarið 1936 var Eiríkur í
kaupavinnu á bænum Gröf í Lund-
arreykjadal. Þar var lax á borðum í
flest mál. Ekki kvartaði Eiríkur yfir
einhæfu fæði, hafði á orði að þetta
sumar væri í fyrsta skipti sem hann
gæti borðað nægju sína á hverjum
degi. Hann tók því út þroska og
vöxt kominn fast að tvítugu. Þetta
sumar þegar heitt var í veðri og
vinnufólkið átti frí gerði Eiríkur sér
það að leik að synda yfir Hvítá þar
sem áin er tiltölulega djúp og lygn.
Það gera ekki nema hraustmenni.
Bóndinn á Gröf sveik reyndar bláfá-
tækan kaupamanninn um hálft sum-
arkaupið. Löngu síðar þegar Eirík-
ur rifjaði upp viðskipti sín við hinn
svikula bónda vildi hann ekki nefna
nafnið hans en bætti við að hestur
hefði staðið þar í túninu og hann
hefði vel getað hugsað sér að fá
hestinn sem greiðslu fyrir því sem á
vantaði, hann gæti eins vel selt
hrossið eða slátrað því og lagt kjötið
til með heimilinu. Oft lýsir lítið at-
vik persónu manna betur en ára-
tuga kynni.
Á árum síðari heimsstyrjaldar-
innar var Eiríkur lengi rúmfastur.
Þá lá hann ýmist heima eða á
Landakotsspítala. Á þessum árum
kynntist hann Ósk Sigmundsdóttur,
sem þá var starfsstúlka á spítalan-
um. Þau giftu sig árið 1951. Ósk
hjúkraði Eiríki mikið í veikindum
hans en löngu síðar snerist dæmið
við. Af einstakri nærgætni hugsaði
Eiríkur um Ósk síðustu árin sem
hún lifði. Og eftir lát hennar setti
Eiríkur fallega málaðan legstein á
leiði hennar og þangað fór hann
daglega í mörg ár hvernig sem viðr-
aði. Umhyggja hans var hafin yfir
gröf og dauða.
Að lokum vil ég þakka áratuga
kynni af einstökum öðlingsmanni.
Slíkir menn eru fágætir.
Karl Smári Hreinsson.
Okkur langar að minnast föður-
bróður okkar, Eiríks Jensen. Við
höfum ætíð hugsað til hans með
mikilli hlýju og stolti. Eiríkur fór
sínar eigin leiðir, fór t.d. allra sinna
ferða í Reykjavík á reiðhjóli. Hann
var frístundamálari og lét sig ekki
muna um að hjóla neðan úr bæ upp
í Rauðhóla til að mála. Eftir að
hann og Ósk, kona hans, tóku sig
upp á efri árum og fluttu til Akra-
ness á æskuslóðir hennar tók við
nýtt tímabil. Þar bjuggu þau í ynd-
islegu raðhúsi nálægt dvalarheim-
ilinu Höfða. Þar ræktaði Eiríkur
sitt grænmeti og málaði á steina í
garðinum heilt ævintýri. Einu sinni
kom önnur okkar (Dóra) í heimsókn
til hans með fulla rútu af fólki frá
félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7 í
Reykjavík, og í annað skipti með
starfsfélögum. Gestirnir vildu helst
fá að kaupa allar myndirnar á
veggjunum, sem Eiríkur hafði mál-
að. En þær voru ekki falar. Þau
hjón voru mjög trúuð, biblían alltaf
á náttborðinu. Eftir að Ósk lést fór
Eiríkur upp í gil upp undir Akra-
fjalli, náði þar í stóran stein og mál-
aði á hann mynd af æskuheimili
Óskar, þar sem sólin var að koma
upp. Þetta varð legsteinninn henn-
ar. Við viljum þakka Eiríki fyrir
þann hlýhug, sem hann sýndi föður
okkar, þegar hann var orðinn veik-
ur maður. Engin afmælisveisla hjá
pabba var fullkomin nema Eiríkur
kæmi, með rútu ofan af Skaga. Að-
standendum sendum við innilegustu
samúðarkveðjur.
Þínar frænkur,
Halldóra og Kristjana Margrét.
Eiríkur Jensen