Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Á morgun kynnir þýski lista- maðurinn Wolfgang Müller verk sín í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Hann hyggst lesa upp úr nýjustu bók sinni um þýsku listakonuna Va- lesku Gert og kynna önnur verk sín Wolfgang Müller hefur með- al annars skrifað bækur um álfa á Íslandi (News from the Elf Front – The Truth about Iceland) og samið álfalög sem hann syngur á ís- lensku (With Wittgenstein in Krisuvik – twenty two Elf Songs for Iceland). Samkvæmið hefst kl. 20:30 og verða léttar veit- ingar í boði. Álfasögur Wolfgang Müller kynnir verk sín Wolfgang Muller Næstkomandi sunnudag halda Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Elísabet Waage hörpuleikari tónleika í Strand- arkirkju í Selvogi. Á efnis- skránni eru íslensk þjóðlög, þekktar sönglagaperlur og bænir. Þetta er í þriðja sinn sem Björg og Elísabet koma fram á tónleikum í þessari sögufrægu kirkju. Á undan tónleikunum er uppskerumessa og hefst hún kl. 14.30. Tónleik- arnir hefjast svo kl. 15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Kirkjugestir geta fengið sér hressingu að tón- leikum loknum í T-Bæ í Selvogi. Tónlist Þjóðlög og bænir í Strandarkirkju Björg Þórhallsdóttir Óskar Thorarensen heldur myndlistarsýningu í Café Loka, Lokastíg 28, frá 3. til 30. september næstkomandi. Þetta er fyrsta sýning Óskars sem hefur stundað nám hjá Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni vatnslitamálara undanfarin ár, auk þess sem hann hefur sótt námskeið í vatnslitamálun í Bandaríkjunum. Þess má geta að dómnefnd valdi eina mynd Óskars á afmælissýningu félagsins Nordiska Akv- arellsällskapet opnuð verður í Norræna húsinu í október. Opið er í Café Loka virka daga kl. 10:00-18:00, laugardaga 10:00-18:00 og sunnudaga 12:00-18:00. Myndlist Óskar Thorarensen í Café Loka Úr einni mynd Óskars. Gerður Kristný hlaut í morgun Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010 fyrir skáldsöguna Garðinn. Ólína Þor- varðardóttir, formaður ráðsins, og Dagný Kristjánsdóttir afhentu Gerði Kristnýju verðlaunin, sem nema um 1,2 milljónum íslenskra króna, við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þetta er í fimmta skipti sem verð- launin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir meðal annars að Garðurinn sé „unglingabók, sam- tímasaga og fortíðarsaga, skrifuð af fagmennsku og sjaldgæfum glæsi- brag. Nútíð og fortíð tengjast í mörgum hliðarsögum og mörkin milli hins þekkta og óþekkta eru dregin í efa“. Eftir Gerði liggur fjöldi bóka; barnabækur, skáldsögur, ævisögur, ljóðabækur. Von er á nýrri ljóðabók hennar í haust. Árið 2002 hlaut bókin Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason verðlaunin, árið 2004 bókin Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sól- veigu Þorgeirsdóttur, árið 2006 hlaut færeyska bókin Hundurinn, kötturinn og músin eftir Bárð Ósk- arsson verðlaunin og árið 2008 bók- in Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaun Gerður Kristný með við- urkenningu Vestnorræna ráðsins. Gerður Kristný verðlaunuð Garðurinn fær ung- lingabókaverðlaun Árni Matthíasson arnim@mbl.is Libia Casto og Ólafur Ólafsson opna sýningu í Nýlistasafninu á morgun kl. 20. Sýninguna nefna þau Lobbyists enda freista þau þess að draga upp mynd af þrýsti- hópafulltrúum, eða lobbíistum, við störf í Brussel og Strassborg, þar sem þeir vaka yfir og reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku Evr- ópusambandsins. Þau Libia og Ólafur búa og starfa í Rotterdam og Berlín. Þau kynntust í Hollandi 1997 þar sem þau voru við framhaldsnám og hafa starfað saman síðan. Þau hafa sýnt víða um heim, meðal annars hér á landi, í Berlin, Malaga og Amsterdam og tekið þátt í sam- sýningum í Mílanó, Linz, Trentino, Eindhoven, Amsterdam, Vilnius og Havana. Við undirbúning verksins kynntu þau sér sögulegar heimildir og samtímalegar um lobbíista og ræddu við fjölda fólks sem er tengt þrýstihópasamtökum, frjáls- um félagasamtökum og eftirlits- hópum auk þess að kanna form heimildarmynda og tónlistarmynd- banda. Ólafur segir að þau hafi leitað til Hjálma um að semja fyrir sig lag en þegar á reyndi áttu Hjálmarnir til grunn að lagi. „Við þurftum þó talsvert lengra lag þannig að þeir bjuggu til sitt fyrsta dub-lag og svo syngja þeir textann og breska leikkonan Caroline Dalton leikles á móti þeim,“ segir Ólafur en textinn er blaðagrein sem bresk blaðakona skrifaði sérstaklega fyrir verkið. Fígúra lobbíistans áhugaverð „Við ætluðum að finna raunveru- lega blaðagrein en þegar grannt er skoðað er hver einasta grein sem fjallar um lobbíisma lobbíismi í sjálfu sér og við fórum því þá leið að fá breska blaðakonu til að skrifa fyrir okkur grein sem væri eins hlutlæg og unnt er. Það þýðir þó ekki að við höfum enga skoðun eða að það komi eng- in sjónarmið í gegnum verkið, en við reynum að leiða fólk áfram og hafa það eins opið og hægt er.“ Að sögn Ólafs fannst þeim Libiu fígúra lobbíistans áhugaverð, enda sé hún á gráu svæði þó málum sé svo háttað að lóbbíistar starfi ekki aðeins fyrir iðngreinar og aðra valdamikla hópa í þjóðfélaginu heldur starfi þeir einnig fyrir ýmsa sem vinna að almannaheill og berj- ist fyrir náttúru- og umhverfis- vernd svo dæmi séu tekin. Áhugavert Myndskot úr verkinu Lobbyists eftir þau Ólaf Ólafsson og Libiu Casto. Í verkinu freista þau þess að draga upp mynd af þrýstihópa- fulltrúum, eða lobbíistum, við störf í Brussel og Strassborg. Lobbíistar í Nýlistasafninu Víðförul » Lobbyists hefur m.a. verið sýnd á Prix de Rome sýning- unni í De Appel í Amsterdam og Witte de Whit í Rotter- dam 2009, á 5. Norræna Mo- mentum tvíæringnum í Moss 2009, á ARCO myndlistar- kaupstefnunni í Madríd 2010 og í Pompidou-safninu í París 2010. » Libia og Ólafur höfnuðu í 3. sæti með Lobbyists við afhendingu myndlistarverð- launanna Prix de Rome. » Þau munu sýna fyrir hönd Íslands á Feyneyjatvíær- ingnum 2011. » Lobbyists verður einnig sýnd á Circuit Off kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í september og ARGOS Centre for Art and Media sýnir myndina í Brussel í nóv- ember.  Libia Casto og Ólafur Ólafsson opna sýningu í Nýlistasafninu Danska þjóðlagatríóið Trio Gáman er nú í heimsókn hér á landi og heldur þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru í Norræna húsinu í gærkvöldi, en í kvöld leikur tríóið í Frystihúsinu á Egilsstöðum og á laugardag í Hofi á Akureyri. Trio Gáman er skipað þeim Bolette Roed, sem leikur á blokkflautu, Rune Tonsgaard Sørensen, sem leikur á fiðlu, og Andreas Borregaard, sem leikur á harmonikku. Þrátt fyrir ung- an aldur eru þau öll þekkt í heima- landi sínu sem einleikarar í sinfón- ískri tónlist og margverðlaunuð fyrir færni og framtak, hvort sem er í sí- gildri tónlist eða þjóðlagamúsík. Trio Gáman varð til fyrir þremur árum og hefur leikið á tónleikum víða á Norðurlöndunum og fór meðal ann- ars tónleikaferð um Grænland og Færeyjar fyrir tveimur árum. Tón- listin sem tríóið leikur er gömul nor- ræn alþýðutónlist og nýrri tónsmíðar í bland. Tónleikarnir á Egilsstöðum í kvöld hefjast kl. 20:00 og á sama tíma í Hofi á laugardagskvöld. Blanda af gamalli og nýrri alþýðutónlist Alþýðutónlist Danska þjóðlagatríóið Trio Gáman; Andreas Borregaard, Rune Tonsgaard Sørensen og Bolette Roed.  Trio Gáman leikur á þrennum tónleikum í Íslandsheimsókn Jón Laxdal Halldórsson opnar sýn- ingu í Gerðubergi á laugardag kl. 14:00. Jón nefnir sýninguna Við- brögð. Á henni er myndröð sem unnin er úr gömlum eintökum af vikublaðinu Fálkanum, þar sem hann raðar saman formum, textum og myndum í einskonar klippimynd- ir. Jón fæddist á Akureyri. Hann stundaði nám í heimspeki við Há- skóla Íslands á árunum 1971-1975. Jón hefur verið virkur í menningar- starfi á Akureyri, átti hlut að rekstri Rauða hússins og var bæjar- listamaður Akureyrar árið 1993. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga bæði innanlands og erlendis. Auk sköpunar eigin verka hefur Jón stundað ýmis störf og sent frá sér ljóðabækur auk þess að semja texta- kver hljómsveitarinnar Norðanpilta. Viðbrögð í Gerðubergi  Myndröð unnin úr gömlum Fálkum Viðbrögð Jón Laxdal Halldórsson. Það sem rekur hing- að frá Grænlandi er alla jafna illa séð 35 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.