Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH 1/ 2/HHHHH „Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta.“ DV.IS HHHHH/ HHHHH „Óskarstilnefningar blasa við úr hverju horni.“ „Það er tillhlökkunarefni að sjá hana aftur og fylla upp í eyðurnar." „Það er óstjórnanlegur ... í fyrsta meistaraverki ársins.“ S.V-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND Í SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI NÚ ÞURFA HUNDAR OG KETTIR AÐ SNÚA BÖKUM SAMAN EF EKKI Á ILLA AÐ FARA FYRIR MANNFÓLKINU... SÝND Í SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ÆÐISLEG FJÖLSKYLDUMYND MEÐ FRÁBÆRUM HÚMOR BESTA SKEMMTUNIN STEP UP 3 kl. 8 - 10:20 7 VAMPIRES SUCK kl. 8 -10 12 STEP UP 3 3D kl. 8 3D - 10 3D 7 LETTERS TO JULIET kl. 8 L INCEPTION kl. 10 12 STEP UP 3 kl. 8 - 10:20 7 KNIGHT AND DAY kl. 8 12 22 BULLETS kl. 10:20 16 / KEFLAVÍK/ SELFOSSI/ AKUREYRIKRINGLUNNI INCEPTION kl. 8 -10:10 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L Hljómsveitin Melchior, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugn- um, gaf nýverið út tvöfalda hljóm- diskinn <1980, en um er að ræða endurútgáfu á vínilplötum sveitar- innar Silfurgrænu ilmvatni og Bala- poppi. Í tilefni útgáfunnar heldur hljómsveitin tónleika á Café Rósen- berg í kvöld kl. 21.30 þar sem lög af diskinum verða leikin. Hljómsveitin óstöðvandi „Þessi hljómsveit er náttúrlega ævagömul en hún var stofnuð þegar við vorum 14 ára. Við gáfum út eina litla plötu og tvær stórar en fljótlega eftir það lagðist sveitin í dvala. Þeg- ar við erum svo orðnir gamlir menn um fimmtugt heyrum við að fólk er farið að auglýsa eftir þessari músík því hún sé hvergi fáanleg. Við erum búnir að vera mjög nánir vinir alla tíð og haldið hópinn og endur- útgáfan hefur blundað í okkur nokk- uð lengi. Hugmyndin var að koma saman aftur og gera þetta gamla dót að- gengilegt,“ segir Karl Roth, einn af með- limum sveitarinnar. Þar til í fyrra hafði hljómsveitin ekki kom- ið fram á almennum tónleikum síðan árið 1978 en á síðasta ári gaf sveitin út plötuna Melchior, tók þátt í Listahátíð í Reykjavíkur og hélt auk þess tón- leika vítt og breitt um landið. Að sögn Karls er hljómsveitin komin til að vera. „Við eigum svo mikið efni að við erum alveg óstöðvandi núna. Það koma plötur alveg á færibandi, ég lofa því.“ Helga Möller sérstakur gestur Hljómsveitin Melchior er skipuð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I. Sigurbjörnssyni og Karli Roth, en þeir félagar syngja og leika á gítara og hljóm- borð. Gunnar Hrafnsson leikur á bassa og Stein- grímur Guðmundsson á trommur. Kristín Jó- hannsdóttir er söngkona sveitarinnar. Á tónleikunum í kvöld leika með sveitinni Mar- grét Kristjánsdóttir fiðluleikari, Ari Hróðmarsson á bás- únu og Ragnhildur Gunnarsdóttir á trompet. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Helga Möller, en þess má til gamans geta að Helga kom fyrst fram á hljómplötu með hljómsveit- inni sextán ára gömul. „Hún eiginlega hóf feril sinn með okkur. Við vorum oft í Tónabæ og þar var hún í sólóferli, sat með gítar og söng. Við drógum hana í bandið með okkur,“ segir Karl hlæjandi að lokum. hugrun@mbl.is Melchior Hljómsveitin gamalkunna snýr nú aftur og heldur tónleika ásamt góðum vinum í kvöld á Café Rósenberg. Melchior snýr aftur með plötu og tónleika Vefsíðan Baggalutur.is er komin á fullt stím eftir að samningar náðust um endurfjármögnun vefjarins, en hún nemur vel á fjórða þúsund króna. Útlit vefjarins hefur verið endurbætt og Baggalúturinn Karl Sigurðsson var tekinn örstuttu tali af þessu gleðilega tilefni. – Hvernig hafið þið bætt vefinn? „Það felst aðallega í því hvernig hægt er að skoða síðustu fréttir; með því að setja músina yfir mynd- ina af gömlu fréttinni birtist hún þarna í allri sinni dýrð. Það sama gildir um skrípóið,“ svarar Karl. Helsta nýjungin sé þó sú að síðan virki ágætlega á hina ýmsu síma. „Við reiknum með að það mælist ámóta vel fyrir hjá notendum okk- ar og þegar Facebook skiptir um útlit, alltaf gríðarleg ánægja með það.“ Karl segir ekki útilokað að menn taki fleiri rispur í gerð sjónvarps- efnis fyrir vefinn þar sem fjárheim- ildir hafi verið stórauknar. – Var þetta leiðinlegt sumarfrí? „Já, þetta var hundleiðinlegt, ekkert að gerast. Ég veit ekki hver það er sem ákveður að þessi vefur fari í sumarfrí en það er enginn okkar. Ákvörðunin virðist koma ut- an frá.“ Kannski teboð hjá Braga – Þetta er tíunda ár vefjarins, ætlið þið að fagna því sérstaklega? „Já, ég reikna með því að við höldum upp á þetta, hvort sem það verður gert eitthvað stórt úr því eða við hittumst bara í te heima hjá Braga.“ – Ætlið þið að bjóða Randveri? „Það er aldrei að vita, til að halda smá kontakt.“ helgisnaer@mbl.is Breytingar jafnvin- sælar og hjá Facebook  Vefurinn Baggalútur er kominn í gang eftir leiðindafrí Endurfundir Meðlimir Baggalúts eru komnir aftur saman eftir sumarfrí. Lagið „A Day in the Life“ er besta lagið sem Bítlarnir sendu frá sér að mati bandaríska tónlistarblaðs- ins Rolling Stone. Lagið var á plöt- unni Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band, sem kom út árið 1967 og þótti marka tímamót í útsetn- ingu á popplögum. Lagið er að mestu eftir John Lennon en millikaflinn er eftir Paul McCartney og hann átti einn- ig hugmyndina að því að láta sin- fóníuhljómsveit spila frá lægsta tóni á hljóðfærunum upp í þann hæsta og búa þannig til „hljóm- sveitarfullnægingu“, eins og útsetj- arinn George Martin kallaði það. Næstbesta lagið er að mati Roll- ing Stone „I Want to Hold Your Hand“, sem kom út 1963, og í þriðja sæti er lagið „Strawberry Fields Forever“, sem kom út á smáskífu ásamt „Penny Lane“ árið 1967. Besta Bítlalagið valið Bítlarnir Eiga mörg góð lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.