Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 ann“. Minningin um yndislega ömmu lifir með okkur. Jón Bragi og Sigrún, Óttar Már og Björk, Gísli Björn og Edda Guðrún. Þær eru margar minningarnar sem ég á um þig amma mín en eins og gengur standa sumar þeirra upp úr því þær lýsa þinni innri manneskju svo vel. Manngæska og óbilandi trú á hið góða innra með okkur öllum lýsir þér kannski best. En mínar fyrstu minningar snúast kannski mest um hjálpsemi þína og skilning. Það voru ansi margar stundirnar sem við áttum saman á Ljósvallagöt- unni þegar þú tókst að þér að kenna sex ára gutta að lesa. Það er magnað hvað þú áttir auðvelt með að gera Gagn og gaman að spennandi lesefni en kannski hafði það eitthvað að segja að ef sá stutti var duglegur að lesa í kverinu voru Andrésblöðin aldrei langt undan til að glugga í á milli lestr- aræfinga. Seinna meir þegar ég hafði hækkað aðeins í lofti tók við stærð- fræði og íslenska en eins og mörg frændsystkini mín átti ég því láni að fagna að búa í sama húsi og amma og afi. Við gátum alltaf stólað á það að eiga von á pulsum eða öðru góðgæti ef matseðillinn hentaði ekki hverju sinni og má segja að þú hafir stjanað við okkur eins og um kóngafólk væri að ræða. Alltaf áttum við barnabörnin greiða leið að fangi þínu og ef nammið var búið í krukkunni inni í eldhúsi var afi settur í að skrifa ávísun svo litlir gutt- ar gætu labbað út í Brekku að versla gotterí í krukkuna. Ekkert breyttist við að litlir menn yrðu stórir því alltaf var ég velkominn í mat, þá reyndar orðinn hálffullorð- inn og gekk í menntaskólann. Þau voru ófá skiptin sem ég nýtti mér stund milli stríða í skólanum og rölti upp á Ljósvallagötu í hádeginu. Oft á tíðum hafði pabbi þá hringt á undan sér og sátu þeir afi þá og gæddu sér á buffi og spæleggi meðan þú drakkst þinn kaffibolla og spjallaðir við mig um lífsins gagn og nauðsynjar. Heyrð- ist þá oft í afa þegar við héldum hver sína leið að við þyrftum að koma oftar, það væri svo gott í matinn þegar þeg- ar við kæmum. Ég man hvernig þú stóðst alltaf eins og klettur í jólaboðunum og stjórnaðir herskara af dætrum og tengdadætrum við matseldina á með- an karlarnir sátu frammi og spjölluðu. Alltaf hugsaðir þú fyrst og fremst um fjölskylduna og þegar eitthvað bjátaði á var stutt í styrkan faðm þinn. Nú er þessi klettur sem þú varst horfinn í lífsins ólgusjó og eigum við eftir að sakna þín sárt. Við gleymum þó ekki því sem þú kenndir okkur, að maður á að vera þakklátur fyrir þau lífsgæði sem maður hefur því margir eiga um sárt að binda. Við kveðjum þig nú með söknuði amma mín. Hvíl í friði. Arnar, Ýr og börn, Þorbjörg, Gísli. Með ömmu Gústu er gengin góð kona og hana prýddu allir kostir góðr- ar ömmu. Hún var mjög drífandi og alltaf glöð í fasi. Þolinmæði var henni í blóð borin og hún talaði við barna- börnin sem jafningja um allt á milli himins og jarðar. Henni fannst lítið mál að passa barnabörnin og lang- ömmubörnin þótt hún hefði orð á því að sér þætti betra að þau væru farin að tala – þá gæti hún spjallað svolítið við þau. Amma Gústa var skemmtileg og sanngjörn. Ekkert var henni óvið- komandi og hún fylgdist af ótrúlegri elju og nákvæmni með öllu í lífi okkar. Hún passaði upp á sitt fólk og hafði frábært skopskyn. Ströng fyrirmæli til barnabarna um að það væri strang- lega bannað að láta keyra á sig á Hringbrautinni fanga persónu hennar ágætlega. Við skynjuðum snemma að hún bar virðingu fyrir fólki og að hún treysti okkur skilyrðislaust. Sú virð- ing og það traust var alla tíð gagn- kvæmt. Það voru forréttindi fyrir okkur systkin að alast upp með ömmu Gústu og afa Nonna. Heimili þeirra á Ljós- vallagötu 24 var sannkallað ættaróðal Bergmanns-ættarinnar – eða slegts- ins – eins og fjölskylda með danskar rætur orðaði það á tyllidögum. Amma var fínleg kona og alltaf vel tilhöfð. Hún var ekki ýkja hávaxin og við grínuðumst stundum með að hún væri tæpast fokheld. Gleði barna- barna og langömmubarna var ósvikin þegar þau urðu hærri en amma Gústa enda var það órækur vitnisburður þess að menn væru komnir í fullorð- inna manna tölu. Amma geystist um alla borg með afa sem sérlegan einkabílstjóra og þótt amma hefði haft bílpróf í mörg ár ók hún ekki sjálf. Einhvern tíma spurðum við hana hvers vegna hún keyrði ekki bara sjálf og sagði hún þá að þetta væri miklu betra svona; afi að keyra en hún að stjórna. Amma hafði gaman af því að ferðast og þau afi sátu ekki auðum höndum. Allt fram á níræðisaldur fóru þau reglulega til út- landa með börnum og barnabörnum og heimsóttu barnabörn bæði austur og vestur um haf. Hún gekk að eiga afa á þjóðhátíð- ardaginn hinn 17. júní árið 1942 og sá dagur hefur alla okkar ævi verið frá- tekinn til að samfagna ömmu og afa á Ljósvallagötu. Amma og afi voru í huga okkar sem einn maður og í júní síðastliðnum höfðu þau heiðurshjón verið gift í 68 ár. Það eitt og sér segir allt um mannkosti þeirra hjóna. Dugnaður ömmu og afa kemur best í ljós í því að þar til fyrir tæpum þrem- ur árum bjuggu þau á fjórðu hæð á Ljósvallagötu. Síðustu ár hafa þau búið á Grund þar sem vel var hlúð að þeim, enda hvarflaði ekki að þeim að yfirgefa Vesturbæinn sinn. Við systkinin erum þakklát fyrir alla þá ást og umhyggju sem amma veitti okkur. Blessuð sé minning ömmu Gústu og megi afi okkar finna styrk á kveðjustund. Birna Björk, Ágústa Ýr og Halldór Benjamín Þorbergsbörn. Ágústa Bergmann var mér mjög kær. Hún var gift móðurbróður mín- um Jóni G. Bergmann. Ég var heim- alningur á heimili þeirra hjóna og barna þeirra. Ég og Jónas Bergmann sonur þeirra vorum bestu vinir og frændur. Fjölskyldan bjó fyrst um sinn á Ljósvallagötu 24 þar sem ég og móðir mín bjuggum ásamt ömmu og afa. Ég var alltaf velkomin til Ágústu eins og ég væri sonur hennar, eins og það munaði ekkert um eitt barn í við- bót, en þau áttu fimm börn. Aldrei heyrði ég styggðaryrði frá henni, hún var alltaf róleg og yfirveg- uð. Ég og Jónas vorum miklir grall- arar sem lentum oft í misjöfnum æv- intýrum sem ástæða hefði verið til að ávíta okkur fyrir. Við komum til dæm- is oft rennblautir úr sílalæknum við Hringbraut eða úr einhverjum drullu- pollinum. Eftir eitt slíkt ævintýri sagði Jónas við mömmu sína: „Tommi píndi mig út í pollinn.“ Engin eftirmál hlutust af þessu. Það lýsir því vel hversu góð mann- eskja Ágústa var að þegar Kjartan Ragnarsson nágranni okkar kom ein- hverju sinni að spyrja eftir Jónasi og Ágústa sagði að hann væri ekki heima sagði hann: „Þá ætla ég að vera hjá þér.“ Ágústa var góður kokkur og bjó til einstaklega gott karbonaði. Hún var mjög gestrisin og tók ekki annað í mál en að bera bakkelsi eða mat á borð þegar gesti bar að garði. Ísskápurinn hennar er eftirminnilegur, í neðstu skúffunni geymdi hún ullarsokka fjöl- skyldumeðlima. Ágústa tók mikið af fjölskyldu- myndum, þau hjónin röðuðu þeim í al- búm og gáfu börnum sínum. Þegar ég frétti af þessu hringdi ég í hana og spurði hvort ég ætti ekki líka að fá al- búm. Þau urðu við beiðni minni, sem mér þótti mjög vænt um, en í því eru gamlar fjölskyldumyndir sem mér þykja ómetanlegar. Ég sendi Jóni, Andreasi, Ingi- björgu, Guðrúnu, Halldóri og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég trúi því að við hittumst hjá guði og kærum Jónasi syni hennar. Tómas Bergmann og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Ágúst Jónasdóttur Bergmann bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefanía Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 27. maí 1915. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík 23. ágúst sl. For- eldrar hennar voru hjónin Ingileif Stef- ánsdóttir, f. 5. júlí 1887 að Haugs- húsum á Álftanesi, d. 3. september 1964, og Guð- mundur Krist- jánsson, skipstjóri, f. 19. október 1876 í Hvammi í Dýrafirði, d. 24. maí 1962. Stef- anía var fimmta í röð þeirra 10 systkina sem upp komust: Ásta, f. 27.6. 1907, d. 25.5. 1997, Björn, f. 23.3. 1910, d. 20.2. 1995, Kjartan, f. 20.10. 1911, d. 17.1. 1992, Ágúst, f. 25.6. 1913, d. 18.8. 2002, Sigríður, f. 21.5.1918, d. 8.1. 2005, Kristín, f. 18.3. 1920, d. 27.10. 1998, Jóhanna, f. 9.10. 1922, d. 25.7. 2008, Margrét, f. 2.3. 1924, og Ingileif, f. 6.2. 1933. Þann 11. maí 1940 giftist Stef- anía Örnólfi Magnúsi Örnólfs- syni, rafvirkjameistara, f. 23.3. 1917, d. 2.5. 1987. Foreldrar hans voru Margrét Guðnadóttir, 28.12. 1975, c) Stefanía, f. 1.7. 1979. 6) Kristjana Ólöf, f. 4.11. 1950, maki Þorsteinn Bragason. Börn þeirra: a) Stefanía Ósk, f. 22.3. 1973, b) Bragi, f. 30.3. 1976. 7) Aðalsteinn, f. 11.1. 1953, maki Unnur Sæmundsdóttir, f. 25.3. 1957. Börn þeirra: a) Hulda Þur- íður, 14.10. 1974, b) Tómas Freyr, f. 10.5. 1983. Barnabörn Stefaníu og Örnólfs eru 18, barnabarnabörn 39 og barna- barnabarnabörn 5. Stefanía ólst upp á Ísafirði. Sautján ára fór hún í síld á Siglu- firði og var það sumarvinnan hennar næstu sjö árin en á vet- urna var hún í vist í Reykjavík. Þau Örnólfur hófu búskap í Reykjavík 1940. Árið 1945 fluttu þau norður til Húsavíkur með þrjú elstu börnin þar sem eig- inmaðurinn gerðist rafveitu- stjóri. Þar fæddust næstu þrjú börnin. Árið 1952 fluttu þau aft- ur til Reykjavíkur og þar fæddist yngsta barnið. Stefanía stýrði þessu stóra heimili af mynd- arskap, var hagsýn og hög í höndum. Hún var fróðleiksfús og hafði alla tíð gaman af bóklestri. Hún vann utan heimilis við ýmis verkakonustörf, fyrst hluta úr degi en síðan allan daginn fram yfir sjötugt. Hún bjó á Sléttuvegi 11 allt þar til hún slasaðist og fór á Landspítalann í lok maí sl. Útför Stefaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 2. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. f. 11.11. 1883, d. 31.1. 1960, og Örn- ólfur Jóhannesson, f. 22.8. 1879, d. 11.7. 1955. Börn Stefaníu og Örnólfs eru 1) Ingileif, f. 31.7. 1940, d. 4.10.1999, maki Marinó Óskarsson. Börn þeirra: a) Stefanía Arna, f. 19.6. 1958, b) Theo- dóra, f. 4.2. 1963. 2) Margrét, f. 8.12. 1942, maki Jón Kristinn Valdimarsson. Börn þeirra: a) Valdimar, f. 14.9. 1963, b) Örnólfur, f. 6.6. 1967, c) Katr- ín, f. 25.4. 1971. 3) Örnólfur, f. 12.5. 1945, maki Auðbjörg Árna- dóttir, f. 10.10. 1944. Börn hans með eiginkonu I, Jónínu Elfu Sveinsdóttur, f. 23.3. 1946, d. 12.7. 1993: a) Ruth, f. 20.6. 1968, b) Örnólfur, f. 20.6. 1974. 4) Sól- ey, f. 3.12. 1946, maki Kristján G. Bergþórsson. Börn þeirra: a) Birna, f. 14.12. 1970, b) Erna, f. 14.12. 1970, c) Albert Þór, f. 27.4. 1977, d) Stefán Örn, f. 18.5. 1985. 5) Eva, f. 23.12. 1948, maki Ragn- ar Jónasson. Börn þeirra: a) Jón- as Ingi, f. 11.1. 1972, b) Sigrún, f. Stefanía, tengdamóðir mín, var Vestfirðingur, alin upp á Ísafirði hjá foreldrum og í stórum hópi systkina, „Í faðmi fjalla blárra“ eins og segir í upphafi ljóðsins sem kalla má þjóðsöng Ísfirðinga. Arf- leifðin var henni að skapi, heima- slóðirnar einstaklega kærar í minningunum, alltaf sól og pollur- inn sléttur. Lífið á Brunngötunni var gott og var heimilinu stýrt af ráðdeildarsemi og myndarskap. Af tíu systkinum sem upp komust eru núlifandi Margrét, búsett í Banda- ríkjunum, og Ingileif, búsett á Ísa- firði. Ég man fyrst eftir Stefaníu á Húsavík við Skjálfandaflóa þar sem ég ólst upp. Allir í bænum þekktust og stráklingurinn fylgdist með störfum Örnólfs, eiginmanns Stefaníu, sem þá var rafveitustjóri bæjarins. Hann sá líka stundum konu hans sem var dugleg og glað- sinna og svo stóra barnahópinn þeirra. Þau virtust njóta sín vel í þessu samfélagi, langt frá skyld- mennum sínum, og tóku þátt í fé- lagsstörfum í bænum, en ekki grunaði mig þá að í barnahópnum væri verðandi konan mín. Stefanía sagði mér oft frá sumr- unum sjö sem hún átti á Siglufirði á síldarárunum. Þar eignaðist hún marga vini og suma fyrir lífstíð eins og hjónin Ólöfu og Kristján sem voru henni afar góð bæði þá og ætíð meðan þau lifðu. Kristján var verkstjóri hennar á staðnum og sagði mér eitt sinn að Stefanía hefði verið með alduglegustu síld- arsöltunarstúlkunum þarna, hand- fljót og ósérhlífin. Yngstu og fimmtu dóttur sinni gaf hún nafn þessara hjóna. Í Reykjavík kynntist Stefanía manni sínum, Örnólfi Magnúsi Örnólfssyni, sem þá var að læra rafvirkjun hjá Eiríki Hjartarsyni, og þar byrjuðu þau búskap. Þau voru nýbúin að byggja sér lítið hús í Reykjavík og komin með þrjú börn þegar Örnólfi bauðst starf rafveitustjóra á Húsavík sem hann þáði og flutti norður með fjölskyld- una í byrjun sumars 1945. Árin þar urðu sjö en þau flytja aftur suður sumarið 1952. Þá voru börnin orðin sex og eitt til viðbótar fæddist svo í Reykjavík. Nú tóku við býsna erfið ár með barnahópinn en húsmóðirin var viljasterk og dugnaðarforkur til allra verka, saumaði og prjónaði og vann þar að auki ýmis störf utan heimilis. Stefanía var oft þrjósk, sem gat verið henni til trafala, en þrjóskan var líka oft nýtileg og já- kvæð. Þegar börnin uxu úr grasi og af- koman varð betri fóru Stefanía og Örnólfur að ferðast til útlanda og heimsóttu mörg lönd. Mér er ógleymanlegt hvað þau nutu þess í ríkum mæli. Í einni slíkri ferð lést Örnólfur, rétt orðinn sjötugur, og missti þá Stefanía sinn góða og trausta lífsförunaut. Hún ferðaðist þó út fyrir landsteinana eftir það með vinkonum sínum eins lengi og heilsan leyfði. Alla tíð hafði Stef- anía einstaka ánægju af að spila og sótti félagsvist á ýmsum stöðum en tapsár var hún með afbrigðum. Þá gaf lestur bóka og blaða henni mikla lífsfyllingu á seinni árum. Hún kveður okkur í hárri elli og það heyrist ekki lengur „nú fáum við okkur góðan kaffisopa“, en það var hún vön að segja þegar hún gladdist yfir gestakomu. Ég er þakklátur Stefaníu fyrir samfylgdina í hálfa öld og alla hennar vinsemd í minn garð. Bless- uð sé minning hennar. Jón Kristinn Valdimarsson. Elsku Stefa amma. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd. Í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún E. Vormsdóttir) Ruth, Örnólfur, makar og börn. Stefanía Ósk Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég mun hugsa til þín elsku amma mín þegar ég sit og prjóna lopapeysur. Ég mun hugsa til þín þegar ég steiki kleinur úr gamla hraðsuðupott- inum frá þér. Ég mun hugsa til síðustu heimsóknarinnar í íbúð- ina þína, þar sem þú sast í stólnum þínum og brostir. Þú varst svo falleg. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Þín Birna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR AMMENDRUP, Eskiholti 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. september kl. 15.00. Páll Ammendrup, Anna Kristmundsdóttir, María J. Ammendrup, Ólafur Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU ÞORSTEINSDÓTTUR, Laugateig 11, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Berglind Bragadóttir, Hjálmar Jónsson, Ingibjörg Klemenzdóttir, Brynjar Jónsson, Steinunn Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.