Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is S íðustu árin fyrir hrun var Reykjavík óspart hamp- að í erlendum fjölmiðlum og sagt að borgin væri með afbrigðum hipp og kúl, hvergi í heiminum væri saman- kominn jafn mikill fjöldi vínveit- ingastaða á jafn litlu svæði og í mið- borginni. Þarna væri mikið fjör og frelsi. En minni áhugi var á því að kynna sér neikvæðu hliðarnar. Mið- borgin breytist reglulega í þann stað á landinu þar sem mest er um líkam- legt ofbeldi, oft tilefnislausar árásir og sumar alvarlegar. En aðeins að kvöld- og næturlagi um helgar. Að öllu jöfnu er ofbeldi ekki algengara þar en annars staðar. Oft hafa íbúar kvartað í fjöl- miðlum undan öskrum, dúndrandi tónlistarhávaða og glerbrotum í grennd við suma skemmtistaðina. „Við verðum vör við að fólk er að bera út áfengi af stöðunum, sem er óheimilt, oftar en ekki eru ílátin glös eða flöskur,“ segir Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn. „Þegar drukkið fólk klárar grýtir það þessu oft frá sér. Þá er það undir hælinn lagt hvort það lendir í hús- vegg eða öðru fólki. Þetta hefur stundum lent í andlitinu á fólki og valdið verulegum skaða.“ Reynt hafi verið að fá veitingamenn til að sam- einast um að reyna að draga úr hættunni með því að selja eingöngu bjór í plastglösum eftir miðnætti um helgar, eins og algengast sé í Banda- ríkjunum. Sumir fari að þessum til- mælum en ekki allir. Leyfishafi og rekstraraðili er ekki alltaf einn og sami maðurinn. En þótt stað sé lokað vegna brota á reglum er einfalt að skipta um kennitölu á rekstrarfélaginu. Þá er byrjað aftur með hreint borð, séð með augum yfirvalda. Að vísu getur sami maður ekki verið leyfishafi í fimm ár hafi hann verið alveg svipt- ur rekstrarleyfi. En leppun er há- þróuð íþrótt í viðskiptalífinu. Einn heimildarmaður fullyrti að finna mætti dæmi um huldumenn að störf- um þótt andlitið út á við væri nýtt. Hvaða hlutverk? Hvaða hlutverki á miðborgin að gegna? Á hún að vera aðallega versl- unarhverfi eða skemmtanahverfi, jafnvel rauðuljósahverfi með vænd- ishúsum? Eða blanda af öllu? Víða er mikil íbúðarbyggð í næsta nágrenni við vinsælustu krárnar en það kallar vissulega á vandamál að blanda hlut- unum saman á þennan hátt. Ef til vill skiptir mestu að skipulagsstefna sé í fastari skorðum, reglur skýrar þannig að aðilar sem úrskurða í deil- um milli veitingahúsaeigenda og al- mennra íbúa hafi traust viðmið. Geð- þóttinn sé ekki við stýrið. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að vandinn vegna ofbeldis í tengslum við skemmtanalíf í miðborg sé ekki séríslenskt fyrirbæri. „Ég held að við séum með allt of mikið frelsi á þessu sviði, t.d. hvað varðar afgreiðslutíma og fjölda veit- ingastaða í miðborginni,“ segir Stef- án. „Þessu fylgja mörg vandamál, mikið ofbeldi eins og tölur okkar hafa sýnt. Við höfum hvatt borgaryf- irvöld til að móta sér skýra stefnu um þessi mál. Ég er að ræða þetta við koll- ega mína í höfuðborgum hinna landanna á Norðurlöndunum þessa dagana. Þar eru menn að leggja til enn frekari tak- markanir á afgreiðslutíma; ég held að hvergi sé jafn frjálslynd stefna varðandi af- greiðslutíma og hjá okkur.“ Miðborg fyrir ofbeldis- menn – og alla hina Ljósmynd/Halldór Kolbeins Skál! Fjörugt næturlífið í miðborg Reykjavíkur heillar marga erlenda túr- ista en skuggahliðarnar eru líka augljósar, fyllirí og ofbeldi. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ MörðurÁrnasonþingmað- ur hefur sagt að strax eigi að af- greiða tillögu um að afturkalla að- ildarumsókn að Evrópusam- bandinu og verði slík tillaga samþykkt beri að efna þegar til kosninga. Undir þetta taka töskuberar Össurar Skarp- héðinssonar utan þings. Hugs- unin er sú að þannig megi hræða þá þingmenn sem óör- uggastir séu um sæti sín frá stuðningi við afturköllun. En svo vill til að þeir sem þessu hóta eru að fylgja eftir stefnu sem stríðir gegn þjóðarviljan- um. Kosningar munu því hitta þá sjálfa fyrir, ekki síst þing- mann sem krækti í sæti sitt með því að rægja samflokks- þingmann úr vegi sínum. En hótanir af þessu tagi eru einnig settar fram til þess að forðast málefnalegar umræð- ur. Því þetta sérstaka mál er þannig vaxið að þingmenn sem studdu það lýstu því sumir yf- ir um leið að þeir væru þó al- gjörlega á móti málinu en vildu gefa öðrum, sem ekki væru enn jafnsannfærðir, tækifæri til að sjá „hvað væri í pakkanum“. Nú er ljóst orðið, sem vitað var, að ESB býður ekki upp á þess háttar versl- unarferð. Þetta er ekki bæjar- ferð til Brussel þar sem menn þurfa ekkert að kaupa og geta jafnvel látið sér nægja glugga- gláp kjósi þeir það. Það eru og voru ætíð blekkingar. Ekki þó blekkingar Brusselmannanna, heldur þeirra sem höfðu rík- ustu trúnaðarskyldurnar við íslensku þjóðina. Brussel- mennirnir hafa á hinn bóginn verið bærilega hrein- skilnir. Þannig hefur fyrrverandi stækkunarstjóri, Olli Rehn, sagt efnislega: Aðildarviðræður eru ekki samningaviðræður. Undirstrika þarf strax í upp- hafi að hugtakið „samninga- viðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar beinast að því að ræða skilyrði og tímasetningu á því að umsóknarríki taki upp og fullnusti reglur Evrópu- sambandsins sem liggja fyrir á 90.000 (níutíu þúsund) síð- um. Olli Rehn vill ekki taka þátt í því að kalla aðlögunarvið- ræður aðildarviðræður eða samningaviðræður. Það vilja samfylkingarmenn gera vegna þess að þeir hafa ekki heimild þingsins til aðlögunarvið- ræðna. Og hluti embættiskerf- isins hefur því miður tekið þátt í hinum ljóta leik. Þegar embættismenn eru staðnir að því að vera farnir í aðlögunar- ferli fyrir þrýsting frá ráð- herrum Samfylkingar segjast þeir vera að bæta úr 15 ára vanrækslu á EES-samningn- um, „í tilefni af aðildarviðræð- unum“. Eftir að Jón Bjarna- son landbúnaðarráðherra benti á hvernig komið er í að- ildartilbúnaðinum langt út fyrir heimild þingsins hófust á hann árásir og fóru samráð- herrar hans í Samfylkingu fyrir því. Önnur mál en þau sem hann gerði athugasemdir við voru notuð til þess. Hans eigin formaður virtist láta sér það vel líka. Það veit ekki á gott. Össur Skarphéð- insson brýtur það umboð sem þingið veitti} Heimildarlaus framganga Bandaríkjamennganga á tveggja ára fresti til kosninga um þriðjung sæta í öldungadeild sinni og öll sæti full- trúadeildarinnar. Þær kosn- ingar sem falla til á miðju kjör- tímabili forsetans eru honum oftast öndverðar. Demókrata- flokkurinn hefur vissulega drjúgan meirihluta í þinginu nú og þolir því töluvert tap án þess að missa meirihlutastöðu sína. Þegar er ljóst að áhrif repúblik- ana verða allt önnur og meiri en nú er. Óraunsæjar væntingar voru bundnar við kjör Obama, en stuðningur við forsetann hefur minnkað meira á þessum tveimur árum en sem þeim nemur. Forsetinn þykir hikandi og ekki veita þá for- ystu sem Bandarík- in þurfa. Stríðs- reksturinn í Afganistan er ekki sannfærandi enda forsetinn sjálfur tvíátta í málinu. Við- brögð hans við efnahagserfið- leikunum vestra voru hikandi og fálmkennd og náðu of skammt .Forsetinn fékk sitt tækifæri til að rétta efnahaginn við. Til þess þurfti pólitískan vilja og styrk. Þingstyrkurinn var nægur og forsetinn í byrjun með öflugan stuðning landa sinna. En hann skorti persónu- legt þrek til að gera strax af fullu afli það sem þurfti til. Þess vegna stendur hann illa. Nóvember kosningar í Bandaríkjunum munu veikja forset- ann} Að hika og tapa Í landinu mun enn vera til pólitískt afl sem nefnist Sjálfstæðisflokkurinn. Fáar frægðarsögur hafa farið af þess- um flokki síðustu misseri. Stund hans fegursta frama virðist að baki. Sem er ansi dapurlegt því þessi ágæti flokkur átti í langan tíma brýnt erindi við landsmenn. Nú er eins og forystulið flokksins hafi litla trú á eigin ágæti og treysti sér ekki til verka. Þetta fólk ætti þó að finna huggun í því að það getur ekki verið verra en þeir varðhundar for- sjárhyggjunnar sem nú híma á ráðherrastól- um og telja það eitt meginhlutverk sitt að segja almenningi hvernig hann eigi að haga lífi sínu. Nýjasta uppgötvun ríkisstjórnar- innar er sú að brýnna sé að banna auglýsingar á léttöli en að leiðrétta skuldastöðu heimil- anna. Stöðugt berast nýjar fréttir af vandræðaheimili ríkis- stjórnarinnar. Nú stendur til að „styrkja ríkisstjórnina“ með því að setja frá besta ráðherrann, Rögnu Árnadótt- ur, og planta þar í staðinn alkunnum pólitískum vand- ræðamanni, Ögmundi Jónassyni. Enn mun sitja í ríkis- stjórninni nátttröllið Jón Bjarnason, fastur í fortíðinni. Og félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, er haldinn sérstakri fælni sem lýsir sér í því að hann kemst í upp- nám í hvert sinn sem kona sækir um embætti sem fellur undir hans ráðuneyti. Honum finnst skelfilegt að „ein- hver kona“ fái vel launaða vinnu þegar góðir karlkyns- vinir hans eru einmitt í atvinnuleit. Hvað segja femínist- arnir í Vinstri-grænum um þessa kvenfælni ráðherrans? Er ekki kominn tími til að álykta? Sjá mætti ljósglætu í pólitísku lífi á Íslandi ef til væri pólitískt afl sem tæki að sér að standa vörð um atvinnulífið, liti ekki á erlent fjármagn sem sendingu frá djöflinum og berðist af alefli gegn forsjárhyggju. Það er þyngra en tárum taki fyrir jafnaðarmenn að viðurkenna að Samfylkingin uppfyllir ekki þessi skilyrði. En það skrýtnasta er að Sjálf- stæðisflokkurinn leggur ekki neitt sérstak- lega mikið á sig til að standa sig á þessum sviðum. Það er ævinlega hik á forystumönn- um flokksins, þeir tala ekki af festu um ein- stök málefni og koma ekki með skýrar lausn- ir. Það er engu líkara en þeir kæri sig ekkert um að komast í ríkisstjórn. Sem er undarlegt þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Hvað hefur komið fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Þetta er flokkur sem lengi vel átti alvörutöffara í sínum röðum, fólk sem horfðist óhrætt í augu við erfiðleika vegna þess að það vildi leysa úr þeim. Sjálfstæðisflokkurinn á í dag ótal sóknarfæri, en virð- ist ekki hafa áhuga á að nýta sér þau. Það er ekki bara vont fyrir flokkinn, þjóðin er einnig að skaðast. Samkrull Vinstri-grænna og Samfylkingar var feigðarflan því inn- an Samfylkingar eru of margar veiklundaðar sálir sem láta afturhaldssemi Vinstri-grænna glepja sig. Með vondum afleiðingum fyrir þjóðina. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Flokkur í tilvistarkreppu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lög um áfengisveitinga- og skemmtanaleyfi eru frá 2007 og þar eru sett ákveðin skilyrði. Markmið laganna er m.a. sagt vera að stuðla að „stöðugleika í rekstri“ og því að starfsemin falli að skipulagi viðkomandi sveitarfélags. Lögreglustjóri getur sektað fyrir brot á lögum og reglum sé um minniháttar- brot að ræða, til dæmis að menn beri áfengi út af staðnum. Einnig má grípa til viðurlaga sem tilgreind eru í stjórn- sýslulögum. Þá er beitt tíma- bundnum lokunum gegn rekstr- araðilanum, ef til vill í viku og hægt að ganga svo langt að svipta hann leyfinu til fram- búðar. Sviptingu hefur aðeins verið beitt tvisvar í Reykjavík frá 2007 og þá aðeins tímabundið. Má svipta menn leyfi REKSTUR Á KRÁ Ofbeldi fylgir skemmtanalífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.