Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
10 Daglegt líf
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
Ljósahátíð verður sett í 11.sinn í dag, fimmtudaginn2. september, við Myllu-bakkaskóla í Reykja-
nesbæ, þar sem litríkum blöðrum
verður sleppt til himins að loknum
tónlistarflutningi kl. 10.30. Tónlistin
mun síðan óma það sem eftir lifir há-
tíðar í bland við fjölda annarra dag-
skrárliða sem hægt er að nálgast
upplýsingar um á vef Ljósanætur.
Unga fólkið fær sinn skammt við
Frumleikhúsið í kvöld og fjöl-
skyldan öll getur átt góðar stundir
við aðalsvið Ljósahátíðar á föstu-
dags- og laugardagskvöld þar sem
margar bestu hljómsveitir landsins
munu spila fram yfir hápunkt hátíð-
arinnar, flugeldasýningu. Það má
svo segja að tónlistarfólk í Reykja-
nesbæ slái lokatóninn í Ljósahátíð
með hátíðartónleikum Tónlistar-
félags Reykjanesbæjar í Stapa á
sunnudag, en þar koma fram allir
helstu kórar og einsöngvarar bæjar-
félagsins. Flutt verða kórverk, ís-
lensk sönglög og aríur, auk lokakafl-
ans úr Brúðkaupi Fígarós eftir
Mozart og kórs úr Hallgrímspassíu
Sigurðar Sævarssonar.
Hrókar endurtaka leikinn
Hljómsveitin Hrókar úr Kefla-
vík spilar annars konar tónlist, sem
þó er ekki síður vinsæl; Bítlarnir,
Rolling Stones, Kinks og fleiri
þekktar seventies-sveitir. Þeir komu
saman á ný eftir 40 ára hlé á Ljósa-
nótt fyrir ári og uppákoman tókst
svo vel að nú verður leikurinn end-
urtekinn, að vísu ekki á stóra sviðinu
eins og síðast, heldur á bílskúrs-
tónleikum í gamla bænum. Að
minnsta kosti fjórar aðrar sveitir
Tvíefldir Hrókar ætla að
spila hátt á Ljósanótt
Hrókar úr Keflavík komu saman að nýju þegar sveitin hafði ekki spilað í 40 ár.
Tónlistarflutningur sveitarinnar á böllum í Rockville varð að barnaverndarmáli,
enda hljómsveitarmeðlimir þá rétt skriðnir yfir fermingaraldurinn.
Ljósanóttin í ár verður tekin með stæl, spilamennska þrjá daga í röð; bílskúrs-
tónleikar í gamla bænum og dansleikur á Ránni á laugardagskvöldið.
Morgunblaðið/Ellert Grétarsso
Tvíefldir Hrókar voru á aðalsviðinu í fyrra þegar þessi mynd var tekin.
Þeir sem hafa gaman af því að borða
mat, elda mat, lesa um mat eða horfa
á mat ættu að gerast reglulegir gest-
ir á matarbloggsíðunni Lickmyspoon-
.com. Síðuhaldarinn er stúlka að
nafni Stephanie, hún er mikill matar-
unnandi og er orðin svolítil stjarna
vegna þessarar síðu. Á síðunni er hún
meðal annars með veitingahúsa-
gagnrýni, aðallega um staði í New
York og San Francisco. Hún er eftir-
sóttur veitingahúsarýnir og hefur
gagnrýni hennar birst víða. Steph-
anie bloggar líka um það sem hún er
að gera en hún ferðast mikið á alls
konar matarráðstefnur, keppnir, há-
tíðir og kynningar. Það er ekki hægt
að halda úti matarbloggi án þess að
gefa uppskriftir og velta mat fyrir sér
og það gerir Stephanie. Uppskriftir
hennar eru margskonar og allar girni-
legar. Þær eru nákvæmar og mynd-
irnar sem hún birtir með eru fallegar.
Svo geta lesendur síðunnar sett inn
athugasemdir og bætist þá oft ým-
iskonar fróðleikur við hverja færslu.
Stephanie er mjög öflug að setja inn
færslur og nýtt efni kemur inn nánast
á hverjum degi eða jafnvel nokkrum
sinnum á dag.
Lickmyspoon.com er mjög áhuga-
vert og fagmannlegt matarblogg.
Vefsíðan: www.lickmyspoon.com
Morgunblaðið/Valdís Thor
Matur Stephanie fjallar um allt sem viðkemur mat á bloggi sínu.
Sleiktu skeiðina mína
Þeir sem búa á Norður- og Austur-
landi eiga von á góðu næstu daga því
hitastigið gæti farið í og jafnvel upp
fyrir tuttugu stig. Fellibylurinn Daníel
koðnaði niður suðaustur af Ný-
fundnalandi og gæti komið heitt loft
hingað til landsins frá honum. Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir
á veðurbloggi sínu að fari svo gæti
orðið bærilegasti sumarhiti norðan-
og norðaustanlands fimmtudag og
föstudag. Það er ekki amalegt að fá
sannkallaða sumarblíðu í byrjun
september.
Samkvæmt verðurspánni verður
ágætlega hlýtt út um allt land fram
yfir helgi þótt vætu verði vart á Suð-
urlandi.
Endilega …
… njótið hita-
bylgjunnar
Morgunblaðið/Ómar
Sólin Það verður blíða á Akureyri.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er alltaf gleðifregn þegar fólk
tilkynnir að það eigi von á barni.
Hér á landi fer fréttin yfirleitt að
berast þegar konan er gengin með
um þrjá mánuði og það er engin
tilkynningahefð eða nokkrar hefðir
sem þarf að fara eftir á meðgöng-
unni. Síðan fæðist barnið og fær
ekkert sérstakt partí fyrr en það
fær nafn eða jafnvel ekki fyrr en á
eins árs afmælisdaginn. Þangað til
koma vinir og ættingjar tilviljunar-
kennt í heimsókn til að gleðjast
yfir tilvist þess.
Við Íslendingar höfum lengi fuss-
ast og sveiast út í væmni Banda-
ríkjamanna og öllu tilstandinu þar
á bæ þegar einhver giftir sig eða á
von á barni. Eins og hefur sést í
ófáum bandarískum bíómyndum
eru svokallaðir óléttufögnuðir
(baby showers) haldnir þegar
nokkrar vikur eru í að barnið fæð-
ist. Getnaðarpartí hafa líka tíðkast
en þá heldur parið veislu til að til-
kynna að það hyggist nú fara að
geta barn. Ekki fylgir sögunni
hvort viðstaddir fái að fylgjast
með getnaðinum.
Nýjasta æðið í Bandaríkjunum í
kringum fæðingu eins sakleysingja
eru svokölluð „sex-party“ eða kyn-
partí. Þá halda foreldrarnir veislu
til að tilkynna kyn væntanlegs
barns. Oftast er þessi veisla hald-
in þegar konan er komin rúmlega
tuttugu vikur á leið, en um það
leyti er kyn barnsins yfirleitt
greint í sónar.
Spennandi umslag
Breski blaðamaðurinn Leo Hick-
man á Guardian skrifar um þessa
nýjustu tísku í vikunni.
„Pör sem eiga von á barni halda
partí fyrir vini og ættinga svo þau
geti afhjúpað kynið á væntanlegu
barni. Ef þér finnst það ekki nógu
sjálfhverft er meira; parið veit
kynið yfirleitt ekki sjálft.
Hápunktur partísins er þegar
umslag er opnað, það inniheldur
miða sem ljósmóðirin í sónarnum
hefur skrifað kyn barnsins á fyrir
foreldrana. Umslagið er opnað
með viðhöfn og þegar kynið er
ljóst brjótast út mikil fagn-
aðarlæti,“ skrifar Hickman.
Kaka leynir kyninu
Bandaríski blaðamaðurinn Greg
Bluestein hjá The Associated
Press skrifar um eigin reynslu af
Börn
Foreldrar halda kyn-partí til að
afhjúpa kyn væntanlegs barns
Fjarðarkaup
Gildir 2.-4. september verð nú verð
áður
mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1398 998 kr. kg
Svínabógur úr kjötborði .............. 498 698 498 kr. kg
Lambalærissneiðar úr kjötborði... 1498 1845 1498 kr. kg
Nauta-entrecote úr kjötborði....... 2998 3598 2998 kr. kg
Nautahakk I. fl. 2,5 kg í poka...... 2745 3433 1098 kr. kg
Fjallalambs lambalærissn. krydd. 2331 3108 2331 kr. kg
Fjallalambs verkuð svið .............. 359 449 359 kr. kg
Kjarnafæði íslenskt heiðarlamb... 1398 1998 1398 kr. kg
SS kryddlegnar lærissneiðar ....... 2262 2828 2262 kr. kg
Hagkaup
Gildir 2.-5. september verð nú verð
áður
mælie. verð
Holta kjúklingalæri m/sólþ. tóm.. 558 859 558 kr. kg
Holta kjúklingabollur .................. 903 1389 903 kr. kg
Holta kjúklingavængir í fötu ........ 399 679 399 kr. stk.
Íslandsgrís rifjasteik ................... 769 1098 769 kr. kg
Íslandsnaut nautahakk 4%......... 1479 1849 1479 kr. kg
Hagkaups spelt-pizzadeig ferskt .. 339 431 339 kr. stk.
Jóa Fel pizzadeig ferskt............... 299 372 299 kr. stk.
Myllu kornbrauð......................... 449 259 449 kr. stk.
Myllu gróft baguette................... 259 359 259 kr. stk.
Myllu muscovado-vínarbrauð ...... 139 239 139 kr. stk.
Kostur
Gildir 2.-5. september verð nú verð
áður
mælie. verð
Goði Gourmet dönsk ofnsteik...... 1573 2247 1573 kr. kg
Starbucks kaffi malað 907 g....... 2195 0 2195 kr. stk.
Baby spínat í boxi 140 g ............ 219 419 219 kr. stk.
Epli Pink Lady............................ 159 279 159 kr. kg
Lady Cat kattamatur 12,5 kg ...... 2599 4629 2599 kr. stk.
Don Simon appelsínusafi 1 lítri ... 199 299 199 kr. stk.
Don Simon eplasafi 1 lítri ........... 199 299 199 kr. stk.
Don Simon 200 ml 3 í pakka...... 168 199 168 kr. kg
Helgartilboðin
Brauð Allskonar brauð og vínarbrauð verða á tilboði.
Morgunblaðið/Ásdís
» Boðið verður upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á
föstudeginum og árgangagangan á laugardeginum er
viðburður sem enginn vill missa af.
» Fjöldi myndlistarmanna sýnir verk sín víðs vegar um
bæinn auk þess sem gallerí og vinnustofur listamanna
verða opnar.
» Margir dagskrárliðir eru sniðnir að börnum, s.s.
barnadagskrá á stóra sviðinu á laugardeginum auk
þess sem boðið verður upp á ratleik í Duushúsum og
Tilraunalandið ásamt hoppköstulum og kassaklifri
verður í skrúðgarðinum.
» Þess má geta að á þriðja hundrað einstaklinga sýnir verk sín á einn
eða annan hátt. Einnig verða opnaðar á Listasafni Reykjanesbæjar og í
sýningarrýminu Suðsuðvestur áhugaverðar sýningar.
Margt í boði um helgina
LJÓSANÓTT
Flugeldar Verða
á boðstólnum.