Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Alls fengu nærri 700 fjölskyldur út- hlutað matargjöfum hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd í gær. Þá var opnað hjá Mæðra- styrksnefnd eftir sumarfrí en hjá Fjölskylduhjálpinni var opnað aftur hinn 18. ágúst sl. „Við úthlutuðum til um 360 fjöl- skyldna og það vekur athygli að þar voru útlendingar í meirihluta eða um 60% þeirra. Jafnt konur sem karlar og bæði barnafólk og einstak- lingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, framkvæmdastjóri Fjöl- skylduhjálparinnar. „Liðlega 300 manns fengu úthlut- að matargjöfum sem er ósköp svipað og á venjulegum miðvikudegi,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar. Svo fari að fjölga þegar taki að líða á mánuðinn þar sem tekjurnar endist oft ekki út mánuðinn. „Kjör útlendinga lakari“ Ásgerður segir að svo virðist sem kjör útlendinganna séu eitthvað lak- ari en Íslendinganna sem hafi verið að fá bæturnar sínar. Það sýni sig að Íslendingar komi ekki nema þeir þurfi virkilega á því að halda sem er þá frekar seinni hluta mánaðarins. Ragnhildur tekur undir með Ás- gerði og segir einnig að fleiri útlend- ingar hafi leitað aðstoðar en oft áð- ur. Þá hafi stærri og yngri fjölskyldur bæst í þann hóp sem leiti aðstoðar. Báðar búast þær við fleira fólki í vetur. „Í fyrra voru þeir sem þáðu aðstoð farnir að nálgast sjötta hundraðið í lok mánaðar og stundum jafnvel yfir það,“ segir Ragnhildur. Þá segist Ásgerður kvíða vetrin- um vegna bágborins húsnæðis. Það sé ekki boðlegt að bjóða fólki upp á að standa tímunum saman úti í vetur og bíða aðstoðar. Fleiri útlendingar í neyð  Um 60% úthlutana hjá Fjölskylduhjálp Íslands fóru til bágstaddra útlendinga  Nærri 700 fjölskyldur fengu úthlutað matargjöfum frá hjálparsamtökum í gær Víða er þörf fyrir aðstoð » Nokkuð er um að fólk komi úr nágrannasveitarfélögunum, s.s. Hafnarfirði og Kópavogi, til að leita aðstoðar. » Sumir jafnvel alla leið frá Selfossi og Reykjanesbæ. Í gær var byrjað að steypa síðari hluta Hvítár- brúar. Steyptir verða hundrað og tuttugu lengd- armetrar en hundrað og fimmtíu metrar voru steyptir í nóvember á síðasta ári. Í brúnni verða eitt þúsund og fimm hundruð rúmmetrar af steypu, en til glöggvunar eru það rúmlega tuttugu steypubílar. Einn rúmmetri af steypu vegur 2,6 tonn. Þannig vegur steypan í brúnni u.þ.b. fjögur þúsund tonn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundssom Steypa síðari hluta Hvítárbrúar Sjálfstæðisflokk- urinn er stærsti flokkur landsins og nýtur stuðn- ings 35% kjós- enda. Báðir stjórnarflokk- arnir njóta meiri stuðnings nú en í fylgiskönnun í júlí. Þetta eru niðurstöður fylgiskönnunar Þjóðarpúls Gallup sem greint var frá í fréttum RÚV í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 25% atkvæða nú en fékk 24% samkvæmt Þjóðarpúls- inum í júlí. Vinstri grænir fengju 21% atkvæða í stað 19% síðast. Framsóknarflokkurinn fengi 12% atkvæða en 8% segja að þeir myndu kjósa aðra flokka. 16% myndu skila auðu Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 45% atkvæða styðja einungis 40% ríkisstjórnina, sam- kvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. 16% aðspurðra í könnuninni segj- ast myndu skila auðu ef gengið yrði til þingkosninga nú. Könnun Gallup var gerð frá 28. júlí til 29. ágúst og fram kemur að rúmlega 6.300 manns voru spurðir í gegnum netið og í síma. Svarhlut- fallið var 63,3%. Stjórnar- flokkarnir bæta við sig 40% segjast styðja ríkisstjórnina Meiri stuðningur nú en í júní. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samfara auknum flutningum Íslend- inga til útlanda og þá einkum til Norðurlanda, hefur stefnubirtingum í viðkomandi löndum fjölgað til muna á nýliðnum árum. Utanríkisráðuneytið fer með ís- lenskar stefnubirtingar erlendis, en stefnur til birtingar erlendis koma frá lögmannsstofum. Ráðuneytið sendir stefnurnar til viðkomandi sendiráðs og felur því að hlutast til um að stefnan verði birt. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs utanrík- isráðuneytisins, segir að töluverð umsýsla sé í kringum hverja stefnu- birtingu og þær hafi valdið miklu álagi í fámennum sendiskrifstofum á Norðurlöndum. Stefnubirtingarnar gangi fyrir ansi mörgum öðrum verkefnum og ekki hafi verið bætt við fólki heldur þvert á móti hafi starfsfólki fækkað. Gjald ríkisins fyrir hverja stefnu- birtingu er 8.300 kr. en síðan geta komið til aukagreiðslur í sumum til- vikum. Pétur segir að ekki fari allar stefnubirtingar í gegnum ráðuneytið því í sumum tilfellum nái stefnuvott- ar að semja um birtingu viðkomandi stefnu á Íslandi og þá þurfi fólk ekki að greiða gjald vegna stefnubirting- ar erlendis. Stefnubirtingum erlendis hefur fjölgað til mikilla muna frá 2007  Sjöfalt fleiri í Noregi 2009 miðað við árið fyrir bankahrun og þrefalt fleiri þegar á heildina er litið Fjöldi stefnubirtinga eftir sendiráðum á hverju tímabili 1.1. - 30.8. 2007 2008 2009 2010 Kaupmannahöfn 122 219 303 144 Osló 35 53 240 176 Stokkhólmur 40 56 102 50 Önnur sendiráð 51 57 96 81 Heildarfjöldi 248 385 741 451 Stefnubirtingar » Árið 2007 voru stefnubirt- ingar á vegum sendiráðsins í Kaupmannahöfn 122 en 303 í fyrra og 144 það sem af er líð- andi ári. » Í Osló fóru þær úr 35 árið 2007 í 240 í fyrra, en eru 176 til þessa í ár. » Í Stokkhólmi voru 40 stefnubirtingar 2007, 102 í fyrra og 50 frá ársbyrjun til loka ágúst í ár. Lögreglan stöðvaði þýskan ferða- mann á 137 km hraða í Víðidal í Húnsvatnssýslu í gær. Maðurinn ók Toyota Auris og voru þrír fullorðnir í bílnum og mikið af farangri. Þykir því furðu sæta að manninum hafi tekist að aka svo hratt á fullhlöðnum smábíl. Maðurinn baðst afsökunar og sagðist vera vanur miklum öku- hraða á þýskum hraðbrautum. Maðurinn var sektaður á staðn- um líkt og aðrir erlendir ferða- menn sem brjóta umferðarlögin. Ferðakostnaður hans hækkaði því um 67.500 krónur. Ofsaakstur á smábíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.