Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
Lífið á hvolfi Þessi unga snót brá sér í sveitina í lok sumars og naut síðustu sólargeislanna þar sem hún lék sér með hundinum sínum í Reykholti í Biskupstungum. Það er gaman að róla sér á
hvolfi í trjánum og skoða heiminn frá nýju sjónarhorni. Nú þegar skólarnir eru byrjaðir skiptir daglegt líf heldur betur um lit hjá mörgum börnunum þó ekki snúist það alveg á hvolf.
Árni Sæberg
Mílanó | Ítalir og
aðrar Evrópuþjóðir
eiga í verulegum erf-
iðleikum með að
borga eigin skuldir,
hvort sem þær eru
opinberar eða í einka-
geiranum, þannig að
það kynni að virðast
skortur á hógværð
fyrir Evrópubúa að
ræða hinn alvarlega
og vaxandi skuldavanda Banda-
ríkjamanna. En hinn fjárhagslegi
vandi, sem blasir við beggja vegna
Atlantshafs þessa dagana, er mjög
svipaður og það er aðeins vegna
þess að enn eimir af tiltrúnni á
Bandaríkin að líf er í væntingum
sumra Evrópubúa um að hinni erf-
iðu skuldastöðu landsins verði
bjargað með stórkostlegum banda-
rískum tilþrifum.
Mesta ógnin við öryggi
Auðvitað gera margir Banda-
ríkjamenn sér grein fyrir umfangi
skuldabyrðarinnar. Mike Mullen,
aðmíráll og yfirmaður bandaríska
heraflans og þar með háttsettasti
herforingi Bandaríkjanna, sagði ný-
lega: „Þjóðarskuldirnar eru mesta
ógnin við öryggi Bandaríkjanna.“
Fjórir af hverjum tíu Bandaríkja-
mönnum eru honum sammála, en
færri en þrír af hverjum tíu líta svo
á að meiri hætta stafi af hryðju-
verkamönnum eða Írönum.
Staða Bandaríkjanna sem stór-
veldi hefur alltaf verið
bundin við skuldastöðu
þeirra. Skuldleysi átti
þátt í því að Bandaríkin
urðu að heimsveldi á
milli 1914 og 1917.
Bandaríkin höfðu
skuldað þrjá milljarða
dollara (einkum Bret-
um) en sneru dæminu
við með því að veita
bandamönnum gegn
Þjóðverjum sex millj-
arða dollara stríðslán.
Þriggja milljarða doll-
ara lán til viðbótar til stuðnings
uppbyggingu í Evrópu eftir stríðið
tryggði stöðu Bandaríkjanna sem
helsta lánardrottins heims og námu
alþjóðleg lán umfram skuldir við út-
lönd rúmlega 8% af þjóðarfram-
leiðslu Bandaríkjanna á þeim tíma.
Þessi breyting varð til þess að
Bandaríkin leystu í grundvall-
artriðum Bretland af hólmi sem
hjarta fjármála- og peningakerfis
heimsins. Áður hafði gullfóturinn og
pólitískur stöðugleiki í Bretlandi
tryggt að í rúma öld var City í
London helsta uppspretta peninga
og fjármagnstrygginga í heiminum.
Hið nýja skeið hófst skyndilega í
janúar 1915 þegar byrjað var að
flytja gull til New York í stöðugt
meira magni eftir nokkurra mánaða
óvissu. Nokkrum mánuðum áður
hafði Henry Lee Higginson, gam-
alreyndur fjármálamaður frá Bost-
on, útlistað í bréfi til Woodrows
Wilsons forseta hvaða nýju stefnu
Bandaríkin ættu að fylgja. „Þetta
er okkar tækifæri til að ná fyrsta
sætinu,“ skrifaði hann. Koma þyrfti
lagi á fjármál Bandaríkjanna,
greiða allar skuldir og viðhalda
trausti eins og Bretar hefðu gert
um langt skeið og þýddi að tryggja
varð að hægt væri að skipta doll-
aranum fyrir gull.
Bandaríkin voru eina stórveldi
heims sem tókst að tryggja að
skipta mætti dollaranum fyrir gull
út fyrri heimsstyrjöld. Þegar friður
komst á urðu dollarinn og Wall
Street ráðandi afl í fjármálum
heimsins. Reglurnar sem settar
voru um fjármálamarkaðinn eftir
1933 í nýja sáttmála (New Deal)
Franklins Roosevelts komu því til
leiðar að dollarinn leysti sterlings-
pundið af sem þungamiðja hins al-
þjóðlega kerfis.
Forustan glatast
Hlutverk Bandaríkjanna sem
bankamaður heimsins var óumdeilt
næstu 40 árin þar til Richard Nixon
tók dollarann af gullfætinum. Þó
hélt dollarinn sessi sínum í krafti
efnahagsmáttar síns og endur-
vinnslu olíudollara.
Reyndar héldu Bandaríkjamenn
sessi sínum sem helsti lánardrottinn
heimsins til 1986-1987 þegar þau
fóru að skulda meira en þeim var
skuldað á ný. Næstu tvo áratugina
var skuldastaða Bandaríkjanna að
jafnaði um 3.000 milljarðar dollara,
hækkaði og lækkaði í samræmi við
gengi dollarans.
Eftir 1990 fór innflutningur
Bandaríkjanna á fjármagni að
aukast, einkum frá Asíu. Eftir 2000
tók Kína forustuna í fjármögnun
skulda og Bandaríkjamenn voru
ánægðir vegna þess að það gerði
bandaríska seðlabankanum kleift að
halda vöxtum niðri.
Sumir sáu hættuna, sem þessu
fylgdi. Sænski hagfræðingurinn Ax-
el Leijonhufvud sá fyrir verðbólgu í
verði eigna – sérstaklega húsnæðis
– og hrakandi gæði lána. Frumleiki
í fjármálagjörningum varð brátt til
þess að sú spá rættist. Nóg er að
rifja upp að árið 2008 fengu aðeins
12 almenningsfélög einkunnina
AAA í lánshæfismat, en í boði voru
rúmlega 60.000 fjármálagjörningar
– flestir bandarískir – sem metnir
voru AAA. Bandaríkin, bankamaður
heimsins, höfðu umbreyst í vog-
unarsjóð heimsins.
Með þessari breytingu gleymdist
hið hefðbundna skylduboð banka-
mannsins um að viðhalda trúnaði og
trausti – að „halda trúnni“ eins og
Higginson orðaði það. Og það er í
hinni opinberu skuld Bandaríkjanna
sem rústir brostinna vona fjár-
málakerfis þeirra liggja rétt eins og
feiknlegar opinberar skuldir Ítalíu
bera vitni fyrra þjóðarbruðli.
Tölurnar fyrir Bandaríkin eru
svimandi. Opinberar skuldir ná ekki
aðeins til 13.200 milljarða dollara
skulda alríkisins, heldur skulda ein-
stök ríki, sýslur og borgir 3.000
milljarða dollara til viðbótar. Að
auki skulda íbúðalánastofnanir
(Fannie Mae, Freddie Mac og
fleiri), sem njóta stuðnings ríkisins
og ábyrgjast 90% allra húsnæð-
islána í Bandaríkjunum, 3.900 millj-
arða dollara. Fyrir vikið eru op-
inberar skuldir Bandaríkjanna
komnar í rúmlega 140% af þjóð-
arframleiðslu.
Enginn arftaki í augsýn
Bandaríkjaþing veit fullvel hvað
þessar tölur þýða, en þingmenn
hafa kosið að horfa annað. Forset-
inn þarf ekki einu sinni lengur að
leggja fram fimm ára spá um fjár-
málastöðu landsins eins og venjan
var. Nú er talið nóg að horfa eitt ár
fram í tímann.
Hvað þýðir þetta fyrir hagkerfi
heimsins? Ekki er neitt upprenn-
andi stórveldi, sem getur axlað
ábyrgð á fjármálum heimsins, eins
og 1914. Þá var Wall Street í stakk
búið til að taka verkið að sér. Ein-
hvern tímann gætu Sjanghaí og
Hong Kong verið í þeirri stöðu, en
sá möguleiki hjálpar lítið nú.
Eftir Mario
Margiocco »Ekki er neitt upp-
rennandi stórveldi,
sem getur axlað ábyrgð
á fjármálum heimsins,
eins og 1914. Þá var
Wall Street í stakk búið
til að taka verkið að sér.
Mario Margiocco
Nýjasta bók höfundar heitir „Il dis-
astro americano. Riuscirà Obama a
cambiare Wall Street e Washington?“
(Bandaríska ógæfan: Mun Obama
breyta Wall Street og Washington?)
©Project Syndicate, 2010.
www.project-syndicate.org
Skuldir og hnignun Bandaríkjanna