Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Umhverfisverndarsamtökin Green- peace sögðu í gær að fjórir félagar þeirra hefðu sofið í tveimur tjöldum undir borpalli olíuleitarfyrirtækis- ins Cairn Energy undan vestur- strönd Grænlands. Samtökin sögðu að fjórmenningarnir myndu halda mótmælunum áfram, þótt farið væri að hvessa, og ekkert benti til þess að þeir þyrftu að fara af bor- pallinum. Þeir vonuðust til þess að geta seinkað olíuleit Cairn Energy þannig að fyrirtækið gæti ekki bor- að eftir olíu á fleiri stöðum í sumar. Grænlenska ríkisútvarpið hafði eftir talsmanni Cairn Energy að borunin hefði verið stöðvuð í öryggisskyni en mótmælin hefðu ekki haft alvarleg áhrif á olíu- leitina. Halda áfram mót- mælum Reuters Olíuleit stöðvuð Grænfriðungar mótmæla undir borpalli olíuleitarfyrirtækis undan strönd Grænlands. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tony Blair, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, dregur upp fremur nöturlega mynd af eftir- manni sínum í endurminningum sem gefnar voru út í gær. Hann segir þar meðal annars að Gordon Brown hafi stundum verið „óþol- andi“, hann sé að mörgu leyti vel gefinn en hafi ekki snefil af „tilfinn- ingagreind“. Í bókinni er fjallað ítarlega um samband þeirra tveggja á árunum 1997 til 2007 þegar Blair var for- sætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra. Blair lýsir Brown sem „afburðasnjöllum“ fjármálaráð- herra en kveðst hafa vitað að stjórn Verkamannaflokksins myndi falla ef langþráður draumur Browns um að verða forsætisráðherra rættist. Hann segir að það hafi verið „nán- ast ómögulegt“ að koma í veg fyrir að Brown tæki við embættinu vegna sterkrar stöðu hans í Verka- mannaflokknum og mikils stuðnings við hann í fjölmiðlunum. „Ekki gagnlegt fyrir flokkinn“ Blair segir að Verkamanna- flokkurinn hafi verið fær um að sigra í þingkosningunum sem fram fóru í maí en tapað vegna þess að Brown hafi fallið frá stefnu „Nýja Verkamannaflokksins“ í grundvall- aratriðum og fært flokkinn of langt til vinstri. Blair lýsir Brown sem lævísum stjórnmálaref og grunar hann um að hafa staðið á bak við rannsókn á ásökunum um að forystumenn Verkamannaflokksins hafi selt sæti í lávarðadeildinni og veitt auðmönn- um orður í staðinn fyrir fjárfram- lög. Leiðtogakjöri Verkamanna- flokksins lýkur 25. þessa mánaðar og einn frambjóðendanna, Diane Abbot, sakaði Blair um „stinga hnífi“ í Brown. „Ég er hissa á því Tony Blair skyldi ekki bíða í sóma- samlegan tíma áður en hann tók að stinga hnífi í Gordon Brown. Þetta er ekki gagnlegt fyrir flokkinn á þessu stigi.“ Lýsir Gordon Brown sem óþolandi ref  Tony Blair gagnrýnir eftirmann sinn og kennir honum um kosningaósigurinn Reuters Togstreita Samherjar en ekki vinir. Þótti sopinn góður » Blair viðurkennir að hann hafi verið háður áfengi um tíma vegna mikils álags, m.a. vegna uppreisnartilrauna stuðningsmanna Browns. » Blair kveðst alltaf hafa talið sig hafa „stjórn“ á áfengis- drykkjunni en viðurkennir að hann hafi verið við „ytri mörk- in“, drukkið daglega til að geta slakað á og staðist álagið. Sænskur sak- sóknari kvaðst í gær ætla að hefja að nýju rannsókn á því hvort Julian Assange, stofn- andi uppljóstr- unarvefjarins WikiLeaks, hefði gerst sekur um nauðgun. Slík ákæra var gefin út í Svíþjóð 20. ágúst en yfirsaksóknarinn Eva Finne ákvað að afturkalla hana daginn eftir. Julian Assange segir nauðg- unarásökunina lið í ófrægingar- herferð bandarískra yfirvalda á hendur sér til að koma óorði á upp- ljóstrunarvefinn vegna skjala um stríðið í Afganistan sem birt hafa verið á vefnum. Rannsókn á meintri nauðgun stofnanda WikiLeaks Julian Assange SVÍÞJÓÐ Sérfræðingar bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA fóru í gær til Chile til að aðstoða björg- unarmenn við að búa 33 námu- menn undir allt að fjögurra mán- aða einangrun til viðbótar í göngum sem hrundu fyrir fjórum vikum. Sérfræðingarnir voru fengnir til aðstoðar vegna reynslu þeirra af því að búa geimfara und- ir langvinna einangrun í geimnum. Sérfræðingarnir hafa meðal annars ráðlagt embættismönnum og björgunarmönnum í Chile að segja námumönnunum hreinskilnislega frá því hversu langan tíma það tekur að bjarga þeim. Þeim hefur þegar verið sagt að biðin eftir björgun verði löng en engin dagsetning hefur verið nefnd þar sem embættismenn hafa áhyggjur af því að námumennirnir leggist í þunglyndi. The Washington Post hefur eftir bandarískum sérfræðingum að meðal annars sé mikilvægt að námumennirnir sofi á nóttunni og vaki á daginn þrátt fyrir niða- myrkrið í námugöngunum. Erfitt geti verið fyrir námumennina að sofna og það geti leitt til þreytu, skapstyggðar og slæmra ákvarð- ana. Við þessar aðstæður sé alltaf hætta á átökum og ofbeldi. Leiðindi eru á meðal hættuleg- ustu óvina þeirra sem eru í slíkri einangrun og sérfræðingarnir hafa m.a. mælt með því að frægir Chile- menn verði fengnir til að hýrga námumennina. Sjá þurfi til þess að þeir hafi allir hæfilega mikla vinnu og finni að strit þeirra hafi tilgang, en einnig nægan hvíldartíma. Þurfa að moka grjóti Líklegt er að námumennirnir hafi nóg fyrir stafni því þeir þurfa að fjarlægja grjótmulninginn sem hrynur niður í námuna þegar björgunargöngin eru boruð. Sálfræðingar segja að leiðtogar hópsins þurfi að sjá til þess að allir námumennirnir vinni og leiki sér saman. Hvetja þurfi þá til að bind- ast sterkum vináttuböndum – en án þess að hópurinn skiptist í klík- ur. Þótt þröngt sé í afdrepi þeirra í göngunum þurfi allir að geta átt einkalíf – án þess að einangra sig alveg frá hópnum. bogi@mbl.is NASA hjálpar í bar- áttu gegn leiðindum  Reynt að afstýra því að námumenn falli í gryfju þunglyndis Eigendur gull- og koparnám- unnar sem hrundi báðust í gær „afsökunar á sálarkvölinni“ sem slysið hefur valdið námumönn- unum. Eigendurnir lögðu þó áherslu á að göngin hefðu ekki hrunið vegna vanrækslu af þeirra hálfu og sögðu að öllum öryggisreglum hefði verið hlítt í hvívetna. Harma kvölina HRUNIÐ ENGUM AÐ KENNA Estudio R. Carrera fyrir 1 2 3 4 Heimildir: El Mercurio, La Tercera Borinn Strata 950 66 cm Tækið vegur 40 tonn og nauðsynlegt var að steypa grunn undir hann vegna þyngdarinnar. Var settur saman á mettíma, það tók fjóra daga að hefja borunina sem hófst á mánudagskvöld Fyrst verður boruð mjó hola, þráðbeint niður að afdrepi námumannanna, um það bil 702 metra undir yfirborðið. Áætlað er að hægt verði að bora átta til fimmtán metra á dag Þegar holan hefur verið boruð verður annar bor notaður til að breikka hana. Námumennirnir þurfa að moka mörgum tonnum af grjótmulningi sem hrynur niður frá bornum. Það gæti tekið þrjá til fjóra mánuði að bora björgunargöngin Þegar björgunargöngin hafa verið boruð verður loksins hægt að hífa námumennina upp á yfirborðið í björgunar- hylki, einn í einu. Það gæti tekið 3-5 daga að hífa alla mennina upp NÁMUMÖNNUM BJARGAÐ Öflugur bor er byrjaður að bora göng sem nauðsynleg eru til að bjarga 33 námumönnum sem hafa þurft að hírast í námu á um 700 metra dýpi í fjórar vikur, eða frá því að aðalgöng námunnar hrundu 5. ágúst 38 cm ATH.: Teikningarnar eru ekki í réttum hlutföllum Í nýju bókinni, „A Journey“, kveðst Blair ekki iðrast þeirrar ákvörðunar að Bretar tækju þátt í innrásinni í Írak árið 2003 en hann leggur áherslu á að hann harmi mjög mannfallið í stríðinu. Hann viðurkennir að tímabil- ið eftir innrásina hafi verið miklu verra en hann hafi búist við. „Eftir- köstin voru miklu blóðugri, skelfilegri og hryllilegri en nokkur hefði get- að ímyndað sér,“ segir hann. „Ég veit það bara að ég gerði það sem ég taldi rétt,“ segir Blair og hrósar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, fyrir „pólitískt hugrekki“. Harmar mannfallið í Írak KVEÐST EKKI IÐRAST INNRÁSARINNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.