Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 12
Finnur Orri Thorlacius
Á vordögum var fluttur inn skips-
farmur af bensíni af öllum olíufélög-
unum sem innihélt efni sem skaðað
hefur gang véla margra bíla hér-
lendis. Segja má að bylgja hafi
gengið yfir snemmsumars hjá
mörgum af stærri bifreiðaverk-
stæðum landsins þegar grunlausir
ökumenn komu með bíla sína vegna
þessara bilana. Orsaka bilananna er
að leita í kertum í vélum bílanna en
á kertin sest þetta aukaefni og húð-
ar þau að utan. Verða þau rauðleit
fyrir vikið og missa virkni, sem síð-
an orsakar gangtruflanir.
Þetta aukaefni er kallað „octain
booster“ og er sett í bensín til að
stilla af oktantölu þess. Aldrei hef-
ur áður komið bensínfarmur til
landsins með þessu efni og olíufé-
lögin vissu ekki af efninu í farm-
inum er hann kom til landsins. Selj-
andinn tilkynnti það ekki heldur.
Að sögn talsmanna olíufélaganna er
þetta efni víða bannað, svo sem í
ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna
og Kanada og er almennt ekki not-
að í Evrópu eða Asíu þótt það sé
ekki bannað þar. Ekki stendur til
að fleiri farmar komi til landsins
með þessu innihaldi.
Að sögn Sigurjóns Ólafssonar hjá
Brimborg kemur fram í gögnum frá
Ford að bensín sem inniheldur
þetta efni hafi í för með sér aukið
viðhald véla frá þeim og skipta
þurfi oftar um kerti. Í júní og júlí
fékk verkstæði Brimborgar bylgju
bíleigenda til sín sem kvörtuðu yfir
bilun í bílum sínum sem lýsti sér í
gangtruflunum í hægagangi og þeg-
ar bílarnir voru á miklum snúningi,
en þá misstu þeir afl. Þetta var á
sama tíma og gaus í Eyjafjallajökli
og þeir hjá verkstæðinu leiddu hug-
ann að því hvort orsakanna væri að
leita þar. Við eftirgrennslan hefði
síðan komið í ljós að allir þessir
bílar voru með rauðleit kerti og or-
sakanna greinilega að leita í
skemmd á þeim. Brimborg hafði
samband við Olís sem upplýsti þá
um að einn farmur hefði innihaldið
þetta efni. Hann hefði verið mældur
og komið í ljós að magn efnisins var
sex milljónustu hlutar. Það er ekki
hátt hlutfall en virðist duga til
skemmdanna.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, staðfesti við Morgunblaðið að
fyrirtækinu væri kunnugt um þenn-
an farm en hann hefði ekki valdið
það miklu tjóni að tilefni hefði verið
til stórtækra aðgerða. N1 hefði hins
vegar bætt nokkrum bíleigendum
tjón sitt ef það hefði sýnilega átt
sér stað. Það yrði áfram gert af
hálfu N1.
Jóhann Þorsteinsson,
verkstæðisformaður hjá
Toyota, tjáði
Morgun-
blaðinu að þeir hefðu einnig tekið
eftir þessu efni á kertum, ventlum,
súrefnisskynjurum og í hvarfakút-
um þeirra bíla sem komið hefðu á
verkstæði Toyota í sumar. Það
hefði samt almennt ekki orsakað
vélartruflanir og kertin virkuðu
sem skyldi. Hins vegar gæti þetta
efni skemmt þennan dýra búnað því
það hyrfi ekki nema þá helst í
hvarfakútunum, vegna þess háa
hita sem þar er.
Þurftu að skipta um kerti
Skúli Sigurðsson hjá þjónustu-
deild Ingvars Helgasonar sagði að
verkstæði þeirra hefði undanfarið
tekið á móti mörgum bílum með
gangtruflanir vegna þessa aukaefn-
is og skipta hefði þurft um kerti í
þeim.
Telja má víst að margur bíleig-
andinn eigi eftir að bera tjón af
þessum bensínfarmi olíufélaganna,
en þrátt fyrir að þeim hafi verið
kunnugt um íblöndunarefnið og
hugsanlegt tjón af völdum þess
hefur engin tilkynning bor-
ist frá þeim um málið.
Aukaefni í bensíni olli
gangtruflunum í bílum
Olíufélögin vissu ekki af aukaefninu sem var í einum farmi sem kom í vor
Bilanir Mikið annríki var á mörgum bílaverkstæðum þegar aukaefnið fór að virka á bílvélar í sumar.
Bensínfarmurinn er nú uppurinn
á bensínstöðvum landsins og
hefur hann líklega verið á mark-
aði í um fjórar vikur. Því er lík-
legt að margir bíleigendur hafi
fyllt bíla sína tvisvar sinnum
með því, en þeir sem keyra mik-
ið líklega oftar. Ekki síst þeir
sem voru á ferðalagi á þessum
tíma. Svo virðist sem bílar séu
misviðkvæmir fyrir þessu
íbætta bensíni og bílar fram-
leiddir í Bandaríkjunum við-
kvæmastir fyrir biluninni þar
sem kerti þeirra séu af við-
kvæmari gerð. Það skýrir ef til
vill af hverju svo margir eig-
endur Ford-bíla hafa leitað til
verkstæðis Brimborgar í vand-
ræðum sínum.
Var á markaði
í fjórar vikur
ÍBÆTTA BENSÍNIÐ
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
Ævar Jóhannesson hlaut nýverið
heiðursviðurkenningu bæjar-
stjórnar og umhverfisráðs Kópa-
vogsbæjar fyrir framlag sitt til
umhverfis og samfélags. Ævar er
þekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem
hann hefur í rúma tvo áratugi
soðið á heimili sínu og gefið
krabbameinssjúkum og öðrum
þeim sem hafa viljað stuðla að
styrkingu ónæmiskerfisins. Um
tíma var fjöldinn sem leitaði til
hans svo mikill að hann þurfti að
sjóða um 110 lítra af lúpínuseyð-
inu á dag.
Í umsögn með viðurkenning-
unni segir að Ævar hafi auðgað
samfélagið og nýtt náttúru lands-
ins á sjálfbæran hátt. Störf hans
séu aðdáunarverð og hann sé
fyrirmynd í íslensku samfélagi.
Frumkvöðull Ævar Jóhannesson er
þekktur fyrir lúpínuseyði sitt.
Ævar Jóhannesson
fær viðurkenningu
Dagana 11.-12. september nk.
standa Landvernd, Græna netið og
Náttúruverndarsamtök Íslands fyr-
ir vettvangsferð um fyrirhuguð
virkjunarsvæði á vatnasvæði Skaft-
ár og þá sér í lagi virkjanir sem
kenndar eru við Búland, Hólmsá og
Skál. Fyrri daginn verður m.a.
komið við á Hjörleifshöfða og farið
að fyrirhuguðu virkjunarstæði við
Hólmsá. Svo verður gist í Hóla-
skjóli. Seinni daginn verða skoðuð
virkjunaráform við Búland og Skál.
Leiðsögumaður verður Sigmundur
Einarsson jarðfræðingur. Ferðin er
opin öllum og er skráning á reyn-
irsigur@gmail.com.
Vettvangsferð um
virkjanasvæði
STUTT
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Reglubundnar tekjur menntafyrirtækisins
Keilis hafa engan veginn staðið undir reglu-
bundnum kostnaði vegna launa og almenns
rekstrar. Taprekstur Keilis á árunum 2007-
2009 nam að jafnaði 45 milljónum á ári. Í nýrri
skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur Keilis
kemur fram að reksturinn þyrfti að skila 64
milljóna króna árlegum hagnaði, næstu fimm
árin, til að Keilir geti greitt af langtímaskuld-
um sínum.
Hagnaður upp á 64 milljónir á ári samsvarar
því að Keilir hagnist um 100.000 krónur á
hverjum nemanda, en 602 nemendur stunda nú
nám við Keili, á staðnum og í fjarnámi. Á þessu
ári gerir Keilir ráð fyrir að hagnaður nemi 10
milljónum.
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis,
gagnrýndi skýrslu Ríkisendurskoðunar harð-
lega í Morgunblaðinu í gær. „Enn og aftur leyf-
ir starfsmaður Ríkisendurskoðunar sér að
víkja frá ábendingum og athugasemdum og slá
fram athugasemd um Keili án innistæðu,“
sagði Hjálmar meðal annars.
Skýlaust brot Keilis á samningi við ríkið
Ríkisendurskoðun gerði í gær athugasemdir
við þessi viðbrögð Hjálmars og benti á að nið-
urstaðan sé stofnunarinnar í heild en ekki ein-
stakra starfsmanna. Hvatt var til þess að
skýrslan yrði lesin í heild og eftirfarandi var
tekið sérstaklega fram: „Á árunum 2008 og
2009 gerðu menntamálaráðuneyti, Háskóli Ís-
lands og Keilir samninga um 235,6 m.kr. fram-
lag ríkisins til frumgreinakennslu Keilis þessi
ár. Af þeim verður ekki annað ráðið en að féð
hafi eingöngu átt að renna til frumgreina-
kennslunnar. Athugun Ríkisendurskoðunar
leiddi hins vegar í ljós að Keilir nýtti hluta þess
í aðra starfsemi skólans og staðfesti fram-
kvæmdastjóri Keilis það í bréfi til stofnunar-
innar 16. ágúst 2010. Þar segir m.a. að hluti
þess hafi verið notaður „í almennt starf skól-
ans, þ.m.t. aðrar námsbrautir viðurkenndar.
Má þar nefna ÍAK einkaþjálfara, frumkvöðla-
nám, orkuskóla, bóklegt atvinnuflug, flugum-
ferðarstjórn, flugfreyjur, auk Háskólabrúar.“
Að mati Ríkisendurskoðunar felur þetta í sér
skýlaust brot á fyrrnefndum samningum og
hefur ráðuneytið lýst sig sammála þeirri túlk-
un.“
Þá benti Ríkisendurskoðun á að forsvars-
menn skólans hefðu fengið að sjá drög að
skýrslunni. Farið hefði verið yfir ábendingar
Keilis og tekið eftir atvikum tillit til þeirra.
Ekki er venja að málsaðilar fái lokagerð
skýrslna til yfirlestrar.
Fær síst minni fjárveitingar en aðrir
Frumgreinakennsla felst í að undirbúa nem-
endur, sem ekki hafa lokið stúdentsprófi, fyrir
háskólanám. Á Keili er námið nefnt Há-
skólabrú. Sambærilegar námsleiðir eru m.a. í
boði hjá Háskólanum í Reykjavík og í Háskól-
anum á Bifröst. Í frumgreinadeildum greiða
nemendur skólagjöld, ólíkt því sem gerist í
framhaldsskólum.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að
Keilir fær bæði tekjur frá ríkinu vegna hvers
nemanda og einnig greiða nemendur skóla-
gjöld. Fyrir fullt nám, í staðarkennslu,
greiða nemendur á bilinu 435-585.000
krónur. Langflestir greiða gjöldin með
námslánum. Í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar segir að fjárveitingar ríkisins til frum-
greinadeildar Keilis hafi síst verið minni en
fjárveitingar ríkisins til annarra einkaaðila
sem veita sambærilega þjónustu og innheimta
skólagjöld eins og Keilir.
Keilir þarf 64 milljóna hagnað á ári
Taprekstur á árunum 2007-2009 jafngildir tapi upp á 45 milljónir á ári Tapið alls 136 milljónir
Ríkisendurskoðun ítrekar niðurstöðu um „skýlaust brot“ á samningum vegna frumgreinakennslu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gagnrýni Ríkisendurskoðun vill að peningar
frá ríkinu renni rétta leið, þ.e. til frumgreina.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er leitast við
að meta árangur af starfsemi frum-
greinadeildar Keilis, en tekið er fram að
það sé erfitt eftir aðeins þrjú starfsár.
„Stöðug fjölgun nemenda og aukin starf-
semi í öðrum landshlutum sýnir að vísu að
námið mælist vel fyrir og ekki er ástæða
til að efast um að það hafi opnað mörgum
eldri nemendum leið til aukinnar mennt-
unar. Um leið er ljóst að almennt hefur
nemendum framhaldsskóla fjölgað tals-
vert síðustu ár. Að því leyti sker Keilir sig
ekki sérstaklega úr,“ segir í skýrslunni.
Styrkur deildarinnar liggi einkum á sviði
félags- og hugvísinda en veik-
leikarnir á sviði stærðfræði
og náttúruvísinda. Ekki verði
ráðið af tölfræðilegum upplýs-
ingum að tilkoma Keilis hafi leitt
til hærra menntunarstigs á Suð-
urnesjum enn sem komið er.
Styrkur og veik-
leikar í starfinu
ERFITT AÐ META Á ÞREMUR ÁRUM