Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. „Ég biðst innilega afsökunar“ 2. Fer í eins árs námsleyfi 3. Fjórir á leiðinni út úr ríkisstjórn 4. Andlát: Kristján J. Gunnarsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Martini-fatahönnunarkeppnin fer fram með pomp og prakt í kvöld kl. 21 á Spot í Kópavogi. Að þessu sinni mæta til leiks fimm ungir og upp- rennandi fatahönnuðir. Martini-keppnin hringir inn tísku- vikuna Iceland Fashion Week sem stendur fram á laugardag. Iceland Fashion Week hefst í dag  Föngum á Litla- Hrauni hefur í nokkurn tíma staðið til boða að vinna við fjöl- breytta iðju með það í huga að list- sköpunin geti haft jákvæð og bæt- andi áhrif á þá. Til stuðnings þessu jákvæða uppbygg- ingarstarfi var ákveðið að sýna og selja margvíslegar afurðir fanganna á Ljósanótt í Reykjanesbæ í Gömlu búð við Duustorg. Fangar sýna og selja verk sín á Ljósanótt  Gerður Kristný hlaut í gær Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnor- ræna ráðsins 2010 fyrir skáldsöguna Garðinn. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Garðurinn sé unglingabók, sam- tímasaga og fortíð- arsaga, skrifuð af fagmennsku og sjaldgæfum glæsi- brag. Verðlaunin nema um 1,2 milljónum ísl. kr. »32 Gerður Kristný verð- launuð fyrir Garðinn Á föstudag Suðaustan 10-18. Dálítil rigning suðvestan- og vestanlands, áfram bjart veð- ur á Norður- og Austurlandi, en annars úrkomulítið. Hiti 12-22 stig, hlýjast norðaustan til. Á laugardag, sunnudag og mánudag Stíf austanátt sunnanlands, en mun hægari suð- austlæg átt fyrir norðan. Vætusamt suðaustanlands. Hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart með köflum norðan- og austanlands. Þokuloft við ströndina sunnan og austan til, þykknar upp suðvestan til og fer að rigna eftir hádegi. Hiti 12-20 stig. VEÐUR Arna Stefanía Guðmunds- dóttir frjálsíþróttakona úr ÍR varð Norðurlandameist- ari unglinga í 400 metra hlaupi á Akureyri um sl. helgi. Arna kom verulega á óvart í úrslitahlaupinu, en hún er 15 ára og sigraði í flokki 19 ára og yngri. Arna æfir einnig handbolta með ÍR-ingum en hún býst við að draga úr æfingasókn í vetur og einbeita sér að sjöþraut. »3 Arna kom á óvart í úrslitahlaupinu Sundmaðurinn efnilegi, Sindri Þór Jakobsson, hefur fengið norskan rík- isborgararétt og um leið fórnað þeim íslenska. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í Noregi er stuðningur við íþróttamenn mun markvissari og betri en boðið er upp á hér á landi. Hann stefnir á að keppa í fyrsta sinn fyrir Noreg á stórmóti í sundi á Evr- ópumeist- aramótinu í 25 m laug undir árslok. »1 Sindri Þór er orðinn norskur ríkisborgari „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni og ég tel að þrjú stig séu eitthvað sem við eigum að stefna að,“ segir landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson m.a. um leik Íslands og Noregs sem fram fer á morgun í und- ankeppni Evrópumótsins í fótbolta karla. Leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli og er hann sá fyrsti í und- ankeppninni hjá báðum liðum. »2 Grétar vill þrjú stig gegn Norðmönnum ÍÞRÓTTIR Hún var ófögur sjónin sem blasti við fólki sem var á ferð við Hálslón um síðustu helgi. Veiðimenn sem þar höfðu verið á ferð skildu mjög ósmekklega við, hirtu bring- urnar og skildu gæsahræin eftir. „Slík að- koma er mjög ljót og ekki til að bæta mynd almennings af veiðimönnum og veiðum,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Veiðitímabil á öndum, þ.e. stokkönd, urt- önd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, há- vellu og toppönd, hófst í gær. Helsingja er nú einnig leyfilegt að veiða utan Skafta- fellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25. september. Veiðar á svartfugli, þ.e. álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda, hófust í gær auk þess sem leyft er að veiða dílaskarf, toppskarf, fýl, hvítmáf, hettumáf og rytu. Af þessu gefna tilefni vill stofnunin minna veiðimenn á að ganga vel um auð- lindina og stilla veiðum í hóf. Einnig eru veiðimenn hvattir til að nýta bráðina sem best. sisi@mbl.is Hirtu bara bringurnar  Skildu fuglshræin eftir á víðavangi Vítavert Þannig skildu veiðimenn við bráðina við Hálslón um helgina. Á morgun verður opnuð sýning í Nýlista- safninu sem nefnist Lobbyists en þar freista þau Libia Castro og Ólafur Ólafs- son þess að draga upp mynd af þrýstihópa- fulltrúum, eða lobbíistum, við störf í Brussel og Strassborg. Við undirbúning verksins kynntu þau sér sögulegar og samtímalegar heimildir um lobbíista og ræddu við fjölda fólks sem tengist þrýstihópasamtökum. » 32 Þrýstihópafulltrúar sýndir í Nýlistasafninu Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þau hafa verið kölluð Nóbels- verðlaun tónlistarinnar, Polar- verðlaunin sænsku, og er það ekki að ósekju. Þessi verðlaun hafa nú verið veitt síðan 1992, en þá hlotn- aðist Paul McCartney og Eystra- saltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen heiðurinn. Verðlaunin þykja ein þau virtustu í heiminum og er mengi þeirra sem koma til greina sem vinningshafar ansi vítt. Þeir sem verðlaunin fá eru þó alltaf þeir sem þykja hafa náð einstökum árangri innan tónlistarinnar, að með henni hafi þeir valdið nokkurs konar tímamótum í tónlistinni og rutt henni nýjar og stundum oft framandi brautir. Risar eins og Karlheinz Stockhausen og Witold Lutosławski hafa t.d. fengið þessi verðlaun og Bob Dylan, Ray Char- les og Led Zeppelin eru þar einnig á meðal. Í ár voru verðlaunin veitt Björk okkar Guðmundsdóttur og ítalska kvikmyndatónskáldinu En- nio Morricone, sem er hvað þekkt- astur fyrir tónlist sína við hina svo- kölluðu spagettívestra. Hjartað á réttum stað Björk fór út til Svíþjóðar og var viðstödd hina veigamiklu verð- launahátíð. Karl Svíakonungur af- henti henni verðlaunin og sinfóníu- hljómsveit og valdir sænskir söngvarar fluttu lög Bjarkar. Morgunblaðið sló á þráðinn til söngkonunnar og innti hana við- bragða við þessu öllu saman. Björk lýsir því m.a. hvernig aðstand- endur hátíðarinnar eru með hjart- að á réttum stað þegar kemur að tónlistinni. Það eykur þá enn á hve merkilegur þessi viðburður er að Björk er yngsti tónlistarmaðurinn sem verðlaunin hefur fengið. „Já, mér finnst það dálítið sér- stakt verð ég að viðurkenna. Morricone er t.a.m. kominn yfir áttrætt. Mér finnst eins og það sé verið að verðlauna fólk fyrir ævi- starfið og ég hef aldrei hugsað um minn feril sem einhverja heild. Ég bara geri þetta og þetta, og síðan geri ég þetta og þetta. Ég get ekki horft á þetta í einhverju samhengi, mér líður eins og ég sé rétt að byrja.“ »34 PolarPress/Karin Törnblom Við athöfnina Björk ásamt kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone. „Mér líður eins og ég sé rétt að byrja“  Björk tjáir sig um Polar- verðlaunin Polar-verðlaunin » Stofnað var til Polar- verðlaunanna af Stikkan Anderson, sem var innsti koppur í búri Abba-veldisins, einnar áhrifaríkustu popp- sveitar allra tíma. » Björk er yngsti tónlistarmaðurinn sem hef- ur fengið þessi verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.