Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 „Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að niður- staða fáist og væntum þess að hinir aðilarnir geri það líka. Það er forsenda þess að árangur náist,“ sagði Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Framsetning tilvísunar á forsíðu blaðsins í grein um samningaviðræðurnar þykir hins vegar hafa verið villandi, en í fyrir- sögn var ýjað að því að Íslendingar þyrftu að gefa „ýmislegt“ eftir. Því ber að árétta að orðalagið sem notað var í fyrirsögn er ekki frá Tómasi komið og alfarið á ábyrgð Morgun- blaðsins, sem biðst afsökunar á vill- andi orðalagi. Ísland, Noregur, Færeyjar og Evr- ópusambandið, hafa sett sér einhliða makrílkvóta sem gefa til kynna hvaða væntingar þeir hafa hver um sig um hlutdeild í stofninum. „Það er hins vegar alveg ljóst að menn verða að gefa eftir ef það á að nást samkomu- lag þar sem kvótarnir samanlagðir eru langt umfram það sem Alþjóða- hafrannsóknaráðið (ICES) hefur ráð- lagt. Það þurfa því allir að leggja sitt af mörkum svo samkomulag náist og er Ísland ekki undanskilið í þeim efn- um,“ sagði Tómas og einnig að vax- andi skilningur væri á því að sam- komulag væri nauðsynlegt og í allra þágu. Taka þarf tillit til breytts göngumynsturs makríls Sjónarmiðum Íslands hvað varðar makrílveiðar hefur verið gert hærra undir höfði í erlendum fjölmiðlum upp á síðkastið. Tómas segir að æ fleiri viðurkenni að það hafi verið mistök að neita Íslendingum um sæti við samn- ingaborðið og halda þeim frá stjórnun makrílveiða. Taka þurfi tillit til hins breytta göngumynsturs makrílsins sem hafi gengið í íslensku lögsöguna í miklu magni á undanförnum árum og ná samkomulagi milli strandríkjanna fjögurra til að tryggja heildarstjórn- un makrílveiðanna. Allir aðilar þurfa að leggja sitt af mörkum í málinu  Íslendingar vilja ná samningum og tryggja þannig sjálfbærni makrílveiða Tómas H. Heiðar Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Róbert R. Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, telur ekki tilefni til að draga í efa að vanræksluákvæði í lögum um ráð- herraábyrgð, sem hugsanleg ákæra gegn fyrr- verandi ráðherr- um mun byggjast á, standist kröfur um skýrleika refsiheimilda. Þá hafi Mannrétt- indadómstóll Evrópu komist að þeirri niður- stöðu á árinu 1999 að málsmeðferð fyrir danska ríkisréttinum í svoköll- uðu Tamíla-máli brjóti ekki gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Eins og kunnugt er leggur meiri- hluti þingnefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis til að Alþingi höfði mál gegn fjórum fyrr- verandi ráðherrum fyrir alvarlega vanrækslu í aðdraganda banka- hrunsins. Meirihluti nefndarinnar telur að þessi háttsemi brjóti gegn b- lið 10. greinar um ráðherraábyrgð og því eigi að stefna þeim fyrir lands- dóm. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessa niðurstöðu og m.a. sagt að lög um landsdóm standist ekki kröfur nútímans um skýrleika réttarheim- ilda. Málsmeðferðin brjóti sömuleið- is í bága við lög um mannréttindi og þá standist það ekki að þingnefnd skuli leggja fram ákærur. Grein um vanrækslu er skýr Í grein eftir Róbert R. Spanó frá 2005 kemst hann að þeirri niður- stöðu sinni að a-liður 10. greinar laga um ráðherraábyrgð sé svo óskýr að ekki standist kröfur stjórnarskrár- innar. Í samtali við Morgunblaðið í gær tók hann á hinn bóginn fram að hann hafi í sömu tímaritsgrein kom- ist að öndverðri niðurstöðu hvað varðar b-lið 10. greinar, sem tillögur þingmannanefndarinnar eru m.a. reistar á. Þá sé ótvírætt að 8. gr. c, sem tillögur þingmannanefndarinn- ar byggjast einnig á, standist kröfur stjórnarskrárinnar. Róbert segir að afar mikilvægt sé að skipta álitamálum um meðferð Al- þingis á málinu í tvennt. Annars veg- ar fjalli málið um álitaefni sem teng- ist ákæruvaldi þingsins og málsmeðferð saksóknara þingsins fyrir landsdómi samkvæmt gildandi lögum. Hins vegar sé deilt um hvort kerfið sem slíkt sé gamaldags og hvort það geti verðið svona til fram- tíðar. Sambærilegt við Danmörku Hvað fyrrnefndu spurninguna varðar bendir Róbert á að nú sé deilt um hvort málsmeðferð landsdóms brjóti í bága við mannréttinda- ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar eða Mannréttindasáttmála Evrópu. „Ég bendi þar aðeins á að sambæri- legt fyrirkomulag, og raunar mjög sambærileg málsmeðferð og gildir hér á landi, var notuð í Danmörku þegar danska þingið höfðaði mál gegn danska dómsmálaráðherranum árið 1993, en í framhaldi af sakfell- ingu fyrir danska ríkisréttinum, í júní 1995, reyndi á málsmeðferðina fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem vísaði málinu frá á árinu 1999,“ segir Ró- bert. Í því tilfelli hafi reynt á landsdómskerf- ið í heild sinni, á hæfi lands- dómsmanna, á málsmeðferð fyrir landsdómi og fleira. Þar hafi sömu- leiðis verið rannsóknarnefnd sem hafi verið ætlað að gera tillögu til þingsins um hvort beita ætti ákæru- valdinu. „Öllum sjónarmiðum, sem fram komu um að danska kerfið bryti í bága við mannréttindi ráð- herrans og réttláta málsmeðferð, var hafnað af Mannréttindadómstóln- um,“ segir hann. „Þessi niðurstaða er skýr vísbending um að ekki sé ástæða til að ætla að okkar lands- dómskerfi brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar eða mannrétt- indasáttmálans um réttláta máls- meðferð.“ Byggist á rannsókn Róbert telur að ýmislegt skorti á að þeir sem hafa gagnrýnt landsdóm hafi fært fullnægjandi rök fyrir máli sínu. Vissulega sé landsdómur og þær reglur sem um hann gilda frá- brugðnar réttarfari í hefðbundnum sakamálum. Menn verði að átta sig á því að þau mál sem koma til kasta landsdóms séu ólík þeim sem fjallað sé um í venjulegum sakamálum. „Hér er um að ræða ákæru vegna pólitískra embættisbrota ráðherra. Þetta er mjög sérstakt fyrirbæri. Þegar stjórnarskráin var sett taldi Alþingi að ef ákæra ætti ráðherra fyrir brot í starfi sínu, sem eru tekin í pólitísku umhverfi, þá þurfi hún að koma frá þinginu sjálfu,“ segir hann. Róbert segir að vissulega verði hugsanleg ákæra þingsins ekki byggð á eiginlegri sakamálarann- sókn. Hún byggist hins vegar á rann- sókn rannsóknarnefndar Alþingis. Alþingi hafi sjálft ákveðið með skýr- um hætti í lok árs 2008 að sú rann- sókn hefði öðrum þræði þann tilgang að draga saman upplýsingar til að Alþingi gæti tekið afstöðu til hugs- anlegra brota á lögum um ráðherra- ábyrgð. Þetta er í meginatriðum sami háttur og var hafður á í danska Tamíla-málinu og var talin standast ákvæði mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Þingmenn taki ákvörðun Réttarstaða einstaklinga fyrir rannsóknarnefndinni hafi verið tryggð með því að þeir gátu neitað að tjá sig, þeir gátu líka haft með sér lögmann og þar að auki megi ekki leggja neitt af því sem þeir sögðu fyrir rannsóknarnefndinni fyrir landsdóm. „Saksóknari þingsins verður að leggja alveg nýjan grunn að málinu, með yfirheyrslum, vitna- leiðslum og svo framvegis,“ segir Róbert. Þá er ljóst að landsdómur hafi verulegt svigrúm til að túlka málsmeðferðarreglur laganna um landsdóm til samræmis við mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað varðar gagnrýni á að lands- dómskerfið sé úrelt, segir Róbert að vel geti verið að þingmenn vilji breyta því síðar. Það sé sjálfstætt álitamál. Nú standi þeir hins vegar frammi fyrir því að fjalla um mál ráðherranna út frá þeim lögum sem eru í gildi núna. „Þingmenn verða að gegna stjórnskipulegri skyldu sinni og leggja efnislegt mat á fyrirliggj- andi gögn og málsatvik í því kerfi sem nú er í gildi og fylgja þar sann- færingu sinni,“ segir hann. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ráðuneyti Meirihluti þingnefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Al- þingis vill ákæra fjóra ráðherra sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Stenst stjórnarskrá og kröfu um skýrleika  Ákvæði um vanrækslu í lögum um ráðherraábyrgð er skýrt  Reynt hefur á sambærileg ákvæði hjá Mannréttindadómstólnum Ágreiningur um hvort lög um ráðherraábyrgð séu gölluð eða hvort lands- dómur sé úrelt fyrirbæri, komu ekki til umræðu á Alþingi þegar lög voru sett um þingnefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Lögin um þingnefndina voru viðbót við lög um rannsóknarnefnd Alþing- is. Forsætisnefnd þingsins lagði frumvarp um nefndina fram á Alþingi í lok nóvember 2009. Allsherjarnefnd bætti síðan við ákvæði um nefndin hefði sömu stöðu og rannsóknarnefnd og væri falið að athuga störf ráðherra, sbr. lög um ráðherra- ábyrgð. Nokkuð var rætt um hvaða áhrif lögin hefðu á fyrningarfrest en ekki um hvort lög um ráðherraábyrgð eða um landsdóm væru of óskýr til að hægt væri að byggja ákæru á þeim. Lögin voru samþykkt í lok des- ember 2009. Ekki rætt þegar lögin voru sett DEILT UM HVORT LÖG SÉU ÓSKÝR Lög um ráðherraábyrgð » Í 8. gr. c segir m.a. að það varði við lögin ef ráðherra gerir ekki það sem mælt er um fyrir að gert sé í stjórnarskránni. » Í 10. gr. b-lið, segir m.a. að ráðherra verði sekur ef hann framkvæmir nokkuð sem stofnar heill ríkisins í fyrir- sjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að fram- kvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu. Róbert R. Spanó Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Ný sending Sparidress og -kjólar Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.