Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 32
Felulitirnir þurfa að víkjafyrir þeim skæru,“ segirÓlafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Þegar rjúpnaveiðin hefst í nóvember hef- ur oft hent að skyttur týnist þannig að björg- unarsveitir þurfi að fara af stað með víðtækri leit. Útköll flestar helgar „Flestar helg- ar á haustin meðan veiði- tímabilið stendur yfir hafa lög- regla og björgunarsveitir þurft að sinna verkefnum þegar rjúpna- skyttur heltast úr lestinni, skila sér ekki til byggða á áætluðum tíma og svo framvegis,“ segir Ólaf- ur Helgi sem telur nauðsynlegt að nú verði málum mætt með nýjum hætti. Hann hefur því rekið áróður fyrir því að veiðimenn klæðist skærgrænum eða appelsínulitum endurskinsvestum þegar gengið sé til rjúpna. Slíkt dragi úr líkum á því að skyttur týnist og það auð- veldi jafnframt leit björgunarsveit- armanna ef til þess kemur „Þetta er ekki bara mál veiði- mannanna sjálfra. Ef þeir týnast varðar það fjölskyldur þeirra sem og hjálparsveitir og sjálfboðaliða sem þær skipa. Stundum fara þús- undir vinnustunda í einstök leit- arverkefni,“ segir Ólafur Helgi. Hann vísar í þessu sambandi meðal annars til leitar að rjúpnaskyttu sem týndist á Skáldabúðaheiði í uppsveitum Árnessýslu haustið 2008 og fannst ekki fyrr en á vor- dögum árið eftir. Breytt viðhorf Ólafur Helgi telur að hljóm- grunnur sé fyrir þessari hugmynd. Hugarfar veiðimanna sé að hans dómi breytt frá því sem var; magn- veiðar tíðkist varla lengur og nú Vill skyttur í skærum litum Morgunblaðið/Ernir Skytta í skógi Vestið gerir gæfumuninn. Villist veiðimaðurinn á regin- fjöllum að haustnóttum finnst hann væntanlega fyrr klæddur í skæra liti. Ólafur Helgi Kjartansson Æskilegt er að skyttur á fjöllum séu í grænum eða appelsínugulum vestum, að mati sýslumannsins á Sel- fossi. Hugarfar veiðimanna hefur tekið breytingum. gangi menn til rjúpna sér einkum og helst til skemmtunar og því ætti þá að fylgja meiri og betri vit- und um þau atriði sem auki ör- yggi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Rjúpur Víða sjást rjúpur, bæði uppi til fjalla og stundum líka í þéttbýlinu, þar sem engum dytti í hug að skjóta á þær. „Flestar helgar á haustin meðan veiðitímabilið stend- ur yfir hafa lögregla og björgunarsveitir þurft að sinna verkefnum þegar rjúpnaskyttur heltast úr lestinni, skila sér ekki til byggða á áætluðum tíma og svo framvegis.“ Hreindýraveiðin í sumarhefur gengið vel, endaþótt austlægar áttir ogþoka sem legið hefur yfir hér niðri á fjörðum hafi sett talsvert strik í reikninginn,“ segir Sævar Guðjónsson, hreindýraleið- sögumaður á Mjóeyri við Eski- fjörð. Þau Berglind Steina Ingv- arsdóttir, eiginkona hans, reka þar ferðaþjónustu og er þjónusta við veiðimenn gildur þáttur í starfsemi þeirra. Harðsótt á heiðum „Vegna veðráttu hafa hreindýr á Fljótsdalsheiði ekki haldið sig á þeim slóðum þar sem venjan er. Því hefur veiðin þar verið nokkuð harðsóttari en gjarnan gerist. Þá er búið að stöðva veiðar á svæði 9 í kringum Hornafjörð og suður á Mýrum þar sem fá dýr hafa sést á því svæði í haust,“ segir Sævar sem í haust sem endranær hefur einkum farið með hópa hreindýra- veiðimanna um svonefnt svæði 5 sem nær yfir Gerpissvæðið svo- kallaða; það er Eskifjörð, Vöðlavík, Hellisfjörð, Viðfjörð, Barðsnes og fleiri nærliggjandi slóðir. Einnig hefur hann farið með hópa í Hjaltastaðaþinghá, suður í Foss- árdal sem og á Fljótsdalsheiðina. Kvóti í níu hólfum Hreindýraveiðitímabilið hófst hinn 15. júlí. þegar veiði á törfum hófst og kýrnar máttu menn byrja að skjóta 1. ágúst. Veiðitímabilinu lýkur nú í september. Heildarkvóti þessa árs eru alls 1.272 dýr en veiðisvæðinu sem nær frá Vopnafirði og í Suðursveit er skipt upp í níu hólf. Ákveðinn kvóti gildir um hve mörg dýr má veiða í hverju hólfi um sig. Hvar menn bera niður þurfa veiðimenn að tilgreina í umsókn til Umhverf- isstofnunar og er tilgreint þegar og ef þeir fá veiðileyfi úthlutað. Í fyrsta skipti í ár er bannað að veiða kálfa með kúnum. „Veðráttan hefur haft þau áhrif að Fljótsdalsheiðin hefur að nokkru leyti brugðist væntingum manna. Dýrin halda sig ekki þar sem þeirra hefur helst verið að vænta; hjarðirnar eru austar og sunnar svo sem á Múlunum sem svo eru kallaðir og á Hraunum við Maður þarf nánast að grípa í gikkinn Veðrátta hefur gert hreindýraveiðina harðsótta. Dýrin halda sig sunnar en áður en heildarkvóti ársins eru 1.272 dýr. Annasamt hjá leiðsögumönnum. Ljósmynd/Sævar Guðjónsson. Kátir Ánægðir veiðimenn með í fjörunni við Rauðubjörg á Barðsnesi. Tals- vert er af hreindýrum á Gerpisssvæðinu, en sýnu meira upp á heiðunum. Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson hefur í áraraðir farið upp um fjöll og fyrnindi með skyttur. 32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Skotveiði  Nú í vikunni fer fram í fyrsta skipti hérlendis kvennakeppni í haglabyssu- skeet sem heitir Ladies Grand Prix. Mótið fer fram á völlum Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi Keppendur á mótinu eru sex íslenskar skotkonur og fjórán erlendar. Keppt er bæði föstudaginn 17.september, en þá hefst keppnin kl.10:00 og síðan laug- ardaginn 18. september kl.11:00. Skotnir verða 3 hringir, það er 75 leirdúfur, hvorn daginn og síðan er keppt til úrslita í A og B flokkum á laugardeginum. Keppendum verður skipt í fjóra riðla og eru fimm í hverj- um. Keppt verður á tveimur völlum. www.sr.is Kvennamót í Álfsnesi Skotveiði Fjöldi vopnaðra skot- veiðikvenna hittist um helgina. Morgunblaðið/ÞÖK Í færi Það skiptir miklu að miða vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.