Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Hlýr, hress og glað- legur í viðmóti með góða kímnigáfu og frá- sagnargleði, góður fé- lagi og vinur, gestris- inn, vinsæll og vinmargur. Þessi orð lýsa mörgum af þeim góðu eingin- leikum sem einkenndu Sigurð Ólafs- son, en hann lést 4. september síð- astliðinn á 67. aldursári. Sigurður greindist með berkla þegar hann var um 14 ára gamall. Var hann þá sendur á Berklahælið á Vífilsstöðum ásamt móður sinni og tveimur systkinum, sem einnig höfðu smitast af berklum. Systkini hans hresstust fljótlega og fengu að fara heim, en hann og móðir hans voru lengur að ná fullum bata og dvöldu því lengur á Vífilsstöðum. Þetta varð til þess að leiðir Sigurðar og Ingunn- ar Elísabetar Viktorsdóttur, frænku minnar, lágu saman, en Ingunn bjó þá í foreldrahúsum á Vífilsstöðum. Ég sá Sigurð fyrst veturinn 1959- 60, þegar ég bjó hjá foreldrum henn- ar, Guðrúnu Ingvarsdóttur og Vikt- ori Þorvaldssyni. Þá voru þau Ing- unn og Sigurður góðir vinir sem hittust oft á kvöldin eða um helgar. Sigurði kynntist ég þó fyrst mörgum árum seinna. Hann og Ingunn voru þá gift og bjuggu um tíma í sama húsi og ég í Hafnarfirði. Ég minnist margra unaðsstunda með þeim, t.d. í ógleymanlegum veiðiferðum að Hlíð- arvatni á Snæfellsnesi þar sem við nutum útiverunnar og náttúrunnar eða þegar þau buðu mér með sér í ferðalag vestur að Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem veðrið lék við okkur. Þau hjónin og börn þeirra komu líka stundum í heimsóknir á æskuheimili mitt að Desjarmýri á Borgarfirði eystra. Ég minnist t.d. ánægjulegra samverustunda þar sumarið 1972. Þá fórum við Sigurður meðal annars í veiðiferð inn að Gæsavötnum á Desjarmýrarrétt og veiddum þar þá stærstu silunga sem ég hef séð, en Sigurður var skemmti- legur og góður veiðifélagi. Sumarið 2008 komu þau hjónin austur á ættarmót á Desjarmýri ásamt börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Þar naut Sigurður sín vel og söng manna mest við brennuna um kvöldið. Hann hafði sagt mér að hann hlakkaði mest til að fara til Loðmundarfjarðar. Þangað fór hann líka á síðari degi ættarmótsins ásamt Ingunni, Guðrúnu tengdamóður sinni og fleira fólki, en það var há- punktur ferðalagsins austur að hans mati. Síðustu árin sem Sigurður lifði hrakaði heilsu hans mjög og hann lá oft á sjúkrahúsum, en alltaf átti hann vísan stuðning Ingunnar, konu sinn- ar, sem stóð með honum í blíðu og stríðu. Ég sendi að lokum innilegar sam- úðarkveðjur til minnar kæru frænku, Ingunnar Elísabetar, til barna þeirra Sigurðar og fjölskyldna þeirra og annarra vandamanna. Guðgeir Ingvarsson. Sigurður Ólafsson ✝ Sigurður Ólafssonfæddist í Hafn- arfirði 20. maí 1944. Hann lést á heimili sínu 4. september 2010. Útför Sigurðar var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 14. sept- ember 2010. Sigurður Ólafsson afi okkar er farinn. Á stund sem þessari er gott að eiga góðar minningar og með bros á vör rifjum við barnabörnin upp ógleymanlegar minn- ingar sem aldrei munu gleymast. Það var alltaf jafn skemmtilegt að fara í heimsókn til afa og ömmu, hvort sem það var heim til þeirra á Sævanginn eða í Skipalónið, kíkja á slökkvistöðina þar sem við fengum heitt kakó og prófa tækin sem þar voru til staðar. Einnig var farið í marga hafnarrúnta sem enduðu í ísbúðinni, kíkt á smíða- verkstæðið og svo var komið við á Kænunni til að fá sér eitthvað gott í gogginn. Hann afi okkar var ekki bara slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og handlaginn smiður heldur starf- aði hann einnig með björgunarsveit- inni. Nú á seinni árum tók hann áfram þátt í flugeldasölunni og sleppti þar ekki úr einu ári. Hvort það var ánægjan af því að afla fjár fyrir björgunarsveitina eða barnið í honum sem dreif hann áfram þá hafði hann mikinn áhuga á að taka þátt í henni. Afi var sprengjuglaður með meiru og í okkar huga algjör sprengjusérfræðingur og þar með urðu áramótin hápunktur okkar allra með honum. Sumarbústaðarferðirnar upp í Sel með afa og ömmu voru ómetanlegar sem og allar veiðiferðirnar. Hvernig hann japlaði á rauðum Ópal á leiðinni og söng hástöfum með gamalli dæg- urtónlist við mismikla lukku hinna farþeganna. Þannig munum við ein- mitt eftir afa: ungur í anda, prakkari, dellukall, sælkeri og alltaf hægt að fá hann út í ýmiss konar vitleysu. Hann hafði alveg einstakt lag á að kæta ungar sálir með uppátækjum sínum og húmor. Hann afi kenndi okkur margt og þá sérstaklega að ekkert verk væri þess vert að vinna nema maður ynni það vel og höfum við öll tileinkað okkur hans einkunnarorð sem veganesti fyrir lífið. Afi, þín verður sárt saknað, þú varst góður maður og hugsaðir vel um okkur barnabörnin og gafst þér alltaf tíma fyrir okkur. Við munum deila minningum okkar um þig með komandi kynslóðum. Takk fyrir að vera þú, afi. Barnabörn, Lúðvík, Sigurður Grétar, Viktor Ingi, Ingunn Elísabet, Sæmund- ur Bjarni, Viktoría Valdís, Viðar Elí og Veigar Orri. Fallinn er frá góður félagi. Sigurður Ólafsson eða Siggi Óla eins og hann var ávallt kallaður hef- ur í gegnum tíðina markað djúp spor í starf okkar björgunarsveitarfólks í Hafnarfirði. Lítillátur var hann en gjöfull á tíma sinn og þekkingu. Framlag hans í þágu sveitarinnar er dýrmætt þeim sem þar starfa í dag. Siggi Óla gegndi starfi bílstjóra inn- an sveitarinnar um árabil, það starf leysti hann afar vel af hendi. Ásamt því starfi tók hann alltaf ríkan þátt í öllu því sem þurfti að sinna á hverj- um tíma. Nú um síðastliðin áramót lét Siggi Óla ekki flugeldavinnuna framhjá sér fara, mættur í hús líkt og áratugina þar á undan. Tengslin hafa þannig ávallt verið mikil og ekki síst vegna þess að fjölskyldan öll hefur verið mikilvægur partur af starfi okkar. Börn hans og barnabarn fylgdu honum í þetta starf og Ingunn eiginkona hans hefur einnig fylgt Sigga Óla í starfinu, sér í lagi í kring- um hans hugarfóstur sem voru flug- eldarnir. Það kann að hljóma und- arlega að brunavörðurinn væri jafnframt verslunarstjóri í einum af stærstu flugeldasölustöðum lands- ins, en það sýnir hvað best áræðni Sigga Óla í því að vera öflugur með- limur í þeim félagsskap sem hann tók þátt í að skapa. Við félagar í Björgunarsveit Hafn- arfjarðar munum ávallt minnast Sigga Óla fyrir hans félagsskap og óeigingjörnu störf. Viljum við senda Ingunni, Krist- ínu, Viktori og Guðrúnu Lísu okkar dýpstu samúðarkveðjur sem og öðr- um fjölskyldumeðlimum. Fyrir hönd félaga í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Júlíus Þór Gunnarsson. Nú er tengdafaðir okkar, Siggi Óla, allur. Hann var góður tengda- faðir, mikill félagi og vinur. Það má segja um Sigga Óla að alla tíð sýndi hann áhuga og vilja til að fylgjast með börnum sínum tengda- börnum og barnabörnum. Velferð niðja hans var honum mikils virði og stuðlaði hann að því með góðum ráð- leggingum og handleiðslu ásamt því að leggja hönd á plóg ef á þurfti að halda. Hjá Sigga Óla lærðum við meðal annars að meta gildi fjölskyld- unnar á lífsins göngu og nú þegar við kveðjum þennan mikla höfðingja finnum við hversu gott það er að tengjast öll, ekki bara fjölskyldu- böndum heldur einnig vinaböndum. Hann miðlaði af þekkingu og kunn- áttu við smíðar, múrverk og ýmis störf sem féllu til hvort heldur á heimilum okkar eða í Seli og alltaf jafnviljugur að taka þátt í þeim. Ekki má gleyma grill- og matreiðslu- kennslu því Siggi Óla var kokkur góður og mikill sælkeri. Frá viðburðaríkri ævi gat Siggi Óla löngum stundum sagt okkur sögur frá æsku sinni, fjölskyldu, veru á Víf- ilsstöðum, smíðavinnu í Dröfn og ferðum með Fiskakletti, Litla leyni- félaginu, einstaka veiðitúrum og ferðalögum um land allt ásamt fjöl- skyldu og vinum. Við upplifðum álíka ferðalög undanfarin 20 ár þar sem Siggi Óla fór á kostum við staðar- og mannlýsingar en hann þekkti vel staðhætti og fólk í flestum sveitum. Gáski og glaðværð Sigga Óla fylgdu í ferðalögum okkar sem smituðu allt samferðafólk. Það voru allir jafnir fyrir Sigga Óla og hver einstaklingur hafði eitt- hvað gott fram að færa, hann taldi alla bera einhverja kosti og gat oft bent á þá kosti ásamt því að hvetja aðra til að meta þá. „Ég á góða vini,“ sagði Siggi Óla fyrir nokkru enda var hann vinmargur og vinur margra. Segja má að nánast við fyrstu kynni hafi hann orðið sá vinur okkar tengdabarna hans sem við best gát- um kosið. Bestu þakkir Siggi Óla fyrir það hversu vel þú tókst okkur í fjölskyldu þína, þín verður sárt saknað, en við munum minnast þín með gleði í hjarta. Takk fyrir allt. Sæmundur, Viðar og Ásthildur Elín. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU AÐALBJARGAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Obbu, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð. María Björg Jensen, Jón Ingi Guðjónsson, Birgir V. Sigurðsson, Inga Skaftadóttir, Erlín Linda Sigurðardóttir, Guðjón Sigurbjörnsson, Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðmundur Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem hafið sýnt okkur samhug, stuðning, hjálpsemi og vináttu eftir fráfall dóttur okkar, systur, barnabarns og frænku, ÁSTRÍÐAR TÓMASDÓTTUR og minnst hennar af hlýju og vinsemd. Ásta Svavarsdóttir, Tómas R. Einarsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Ása Bergný Tómasdóttir, ömmur og afar, frænkur og frændur. Nú í byrjun vetr- arstarfs okkar sökn- um við félagarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, góðs vinar og ötuls liðsmanns. Garðar Halldórsson féll frá á miðju sumri, þegar veður var fallegt og sólin hátt á lofti. Það eitt og sér er táknrænt fyrir Garðar og verk hans fyrir Lionsklúbbinn okk- ar. Hann var stór á öllum sviðum, bæði á velli og í verkum sínum fyr- ir klúbbinn. Í yfir fjóra áratugi var hann einn af okkar helstu og bestu fánaberum í leik og starfi. Engu máli skipti hvaða verk honum voru falin, hann rækti þau alltaf af mik- illi einurð og samviskusemi, svo eftir því var tekið. Sífellt hlóðust því á hann fleiri og ábyrgðarmeiri störf. Garðar var kjörinn til helstu embætta í klúbbnum og var meðal annars formaður hans. Fyrir þessi miklu og óeigingjörnu störf sín var hann gerður að „Melvin Jones“- félaga, það er æðsta viðurkenning sem Lionsklúbbur getur veitt fé- laga sínum. Viðurkenningin var staðfest með myndarlegu fjárfram- lagi til Alþjóða hjálparsjóðs Lions Garðar Halldórsson ✝ Garðar Hall-dórsson fæddist í Reykjavík þann 4. nóvember 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi aðfaranótt 15. júní. Útför Garðars var gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 22. júní 2010. og er tengd þar heið- urssjóði í nafni Melv- in Jones, stofnanda Lionshreyfingarinn- ar. Á gleðistundum í klúbbnum var Garðar jafnan hrókur alls fagnaðar og naut hann sín vel í góðra vina hópi. Á konu- kvöldum, árshátíðum og vorferðum var Sigrún kona hans jafnan með og tók hún ríkan þátt í starfi klúbbsins með Garðari, meðan hennar naut við. Öllum mönnum er hvatning að starfa með fólki eins og Garðari Halldórssyni. Slíkir eldhugar sem hann var eru alltaf leiðandi og gera okkur hinum lífið auðveldara. Garðar var vel máli farinn og rök- fastur, hann átti því auðvelt með að lýsa skoðunum sínum og gera grein fyrir þeim. Ekki er öllum gefin sá eiginleiki sem Garðar hafði, að fá menn til að hlusta, allt datt í dúna- logn á fundum þegar hann kvaddi sér hljóðs, þá vissu menn að nú vildi hann segja eitthvað sem máli skipti og vert væri að taka vel eftir. Það væri óðs manns æði og í raun engum manni fært að ætla sér, að tíunda alla kosti Garðars Halldórssonar, því verður það ekki reynt hér. Við félagarnir söknum Garðars og eigum góðar minningar um hann. Við vottum fjölskyldu Garðars samúð okkar og minnumst góðs drengs. F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Halldór Svavarsson. Elsku frænka mín og ein besta vinkona, Rúna. Það var eins og að fá högg í hjartastað þegar Erla systir þín hringdi og sagði mér að þú værir dáin, það var svo óvænt og óvægið. Mér komu í hug nokkrar ljóð- línur, sem hljóða svona: Lífið er fljótt; líkt er það elding sem glampar um nótt ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson.) Kristrún Guðmundsdóttir ✝ Kristrún Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 7. október 1945. Hún lést á heimili sínu 1. september 2010. Útför Kristrúnar fór fram frá Graf- arvogskirkju 13. sept- ember 2010. Við höfum gengið saman veginn frá því að við fæddumst og ég er afar þakklát fyrir að hafa átt vin- áttu eins og þína. Þú varst einstök, heiðar- leg, dugleg, gáfuð og ekki síst góð mann- eskja. Þó þú sért dáin er lífi þínu ekki lokið, því þú lifir áfram í börnunum þínum, barnabörnum og minningunum sem allir ástvinir þínir eiga eftir um þig og þá ekki síst í minningum Geira, mannsins þíns. Við vottum Geira, börnum og allri fjölskyldu þinni, okkar dýpstu samúð. Ég þakka fyrir allt, elsku hjart- ans frænka mín og vinkona. Ég elska þig af öllu hjarta. Kveðja, Soffía V. Jónsdóttir (Sossa) og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.