Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 215. tölublað 98. árgangur
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
–
2
3
8
6
TOMMY HILFIGER
AÐ Í TÍSKUNNI
Í ALDARFJÓRÐUNG
VEIÐISÖGUR
OG VERKUN
VILLIBRÁÐAR
SULTURNAR
GEYMAST VEL Í
FRYSTIKISTUNNI
SKOTVEIÐI 30-33 SYKURINN VAR LEIÐIN 10AFMÆLISVEISLA 41
Meiri ásókn er í
utanlandsferðir
en á sama tíma í
fyrra. Mikið er
bókað í borgar-
ferðir, bæði til
Evrópu og
Bandaríkjanna,
og uppselt er í
einhverjar ferðir
þótt framboð hafi verið aukið frá
síðasta ári. Þá eykst það mjög að
ferðirnar séu notaðar til að versla.
Mikil aukning hefur verið í golf-
ferðum undanfarin ár og aukning er
í skíðaferðir og Kanaríeyjaferðir,
svo dæmi séu tekin. Sömu sögu er að
segja af ferðum á tónleika, fótbolta-
leiki og ýmsa aðra viðburði. »2
Aukinn áhugi á
ferðum til útlanda
Stenst skýrleikakröfur
Forseti lagadeildar Háskóla
Íslands segist telja að hugs-
anleg ákæra gegn fyrrverandi
ráðherrum standist kröfur
um skýrleika refsiheimilda.
Sambærilegt fyrirkomulag
var notað í Danmörku þegar
mál var höfðað gegn dóms-
málaráðherranum árið 1993,
en hann var sakfelldur. »9
Agnes Bragadóttir
Kjartan Kjartansson
Umræður um þingsályktunartillög-
ur þingmannanefndar um málshöfð-
un gegn fyrrverandi ráðherrum hefj-
ast líklega á föstudagsmorgun að
sögn Ástu R. Jóhannesdóttur, for-
seta Alþingis. Hún segir ómögulegt
að áætla hvenær umræðum um til-
lögurnar ljúki. Þingfundir standa því
enn um sinn en fyrirhugað var að
þeim lyki í dag.
Á morgun mun formaður nefnd-
arinnar, Atli Gíslason, mæla fyrir
áliti meirihluta hennar um að höfðað
skuli sakamál fyrir landsdómi gegn
fjórum fyrrverandi ráðherrum, þeim
Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og
Björgvini G. Sigurðssyni. Einnig
verður önnur tillaga frá fulltrúum
Samfylkingarinnar í nefndinni lögð
fyrir en í henni er gert ráð fyrir að
Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrver-
andi ráðherra bankamála, verði hlíft
við ákæru.
Þingið ákveður nefndir
Enn er alls óvíst til hvaða nefndar
tillögunum verður vísað að loknum
fyrri umræðum. Vilji er innan Sjálf-
stæðisflokks og hjá einhverjum
þingmönnum Framsóknarflokks og
Samfylkingar fyrir því að tillögunum
verði vísað til allsherjarnefndar. VG
og aðrir þingmenn munu vera því
andvígir.
Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur
er það þingsins að ákveða hvaða
nefnd tekur tillögurnar fyrir. „Sam-
kvæmt þingskaparlögum fara tillög-
ur aftur til sömu nefndar og flytur
þær. Þingmenn og viðkomandi nefnd
getur einnig óskað eftir að fá álit
annarra nefnda,“ segir hún.
Óvissa er með framhaldið
Samkvæmt þingskaparlögum fara tillögur aftur til sömu nefndar og flytur þær
Þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu vilja að málið fari í allsherjarnefnd
MÞingmannanefndin » 6
Fyrsta lægð haustsins hafði lítil áhrif á hundinn,
sem gekk vasklega meðfram ströndinni í gær.
Hann lét hvassviðri og slæma veðurspá lítið á sig
fá, enda prýddur dýrindis feldi. Göngufélagarnir
þurftu aftur á móti að klæðast þykkum vetrar-
úlpum til varnar veðri og vindum. Afar hvasst
var víða á landinu klukkan 18 í gær, á Kára-
hnjúkum var vindstyrkur 23 m/s, 19 m/s á Höfn í
Hornafirði og 8 m/s í Reykjavík. Heldur tók að
lægja er líða tók á kvöldið. Ökumenn með aftaní-
vagna voru beðnir um að vera ekki á ferð að
óþörfu. Lítið tjón hlaust af veðrinu, fyrir utan
tvo ljósastaura sem skemmdust í snarpri vind-
hviðu á Akureyri, en þar var nokkurt slagviðri.
annalilja@mbl.is
Hvassviðri hamlaði ekki haustgöngu
Morgunblaðið/Kristinn
Unnið er að
undirbúningi úr-
bóta í öryggis-
málum á hvera-
svæðinu við
Geysi í Hauka-
dal. Settar verða
nýjar kaðlagirð-
ingar við gang-
stígana og fleiri
viðvörunarskilti.
Umgengni hefur stundum ekki
verið til sóma á þessum fjölfarna
ferðamannastað. Þannig voru
sorpílát Umhverfisstofnunar full
um helgina og drasl í kringum þau.
Enginn virðist bera ábyrgð á svæð-
inu. »4
Úrbætur í öryggis-
málum við Geysi
Þrotabú Glitnis, sem er í eigu er-
lendra kröfuhafa bankans, fékk á
fyrri helmingi ársins greiðslu frá
fyrrverandi dótturfélagi sínu í Nor-
egi upp á 71 milljarð króna. Um var
að ræða síðustu greiðslu af víkjandi
láni, en þrotabú Glitnis seldi dótt-
urfélagið skömmu eftir hrun í októ-
ber 2008.
Búið er að selja um fjórðung
eigna Glitnis, en skilanefnd bank-
ans færði á fyrri hluta ársins drjúg-
an hluta reiðufjáreignar þrotabús-
ins frá Íslandi. Bókfært verð
dótturfélags bankans í Lúxemborg
hækkaði um 29 milljarða króna og
segir Árni Tómasson, formaður
skilanefndar, að félagið muni skila
200 milljörðum króna meira í búið
en upphaflega hafi verið gert ráð
fyrir. »14
Glitnir fær 71
milljarð frá Noregi