Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Smám samaner að komaskýrar í ljós
hvaða raunveru-
legar ástæður
liggja að baki hjá
þeim sem hafa
beitt sér fyrir því að nokkrir
fyrrverandi ráðherrar verði
dregnir fyrir dóm vegna
starfa sinna. Á laugardag
greindi Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra frá
því hver hennar sjónarmið
væru í þessu sambandi. Hún
var spurð hvort hún teldi að
tillögur þingmannanefnd-
arinnar sem Atli Gíslason
veitti forystu myndu „róa al-
menning“. Svar forsætisráð-
herra var skýrt: „Ég vona það,
til þess var þetta nú sett á
laggirnar.“
Flestir höfðu væntanlega
vonað að tilgangurinn væri sá
að draga fram staðreyndir
málsins og ná fram réttlæti
eftir því sem hægt væri, en
það var ekki það sem vakti
fyrir forsætisráðherra. Hún
lítur á vinnu þingmannanefnd-
arinnar og þingsins í fram-
haldinu sem lið í að róa al-
menning.
Þetta er vitaskuld alvarlegt
mál og fullkomlega óeðlileg af-
staða til þess verkefnis sem nú
stendur yfir. Afstaða forsætis-
ráðherra er mikið áhyggju-
efni, en afstaða annars stjórn-
arliða er það ekki síður.
Lilja Mósesdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, heldur úti
vefsíðu á Facebook þar sem
hún hefur meðal annars tjáð
sig um þessi mál. Í einni
færslu sinni segir Lilja: „Til-
laga meirihluta þingmanna-
nefndarinnar um að mæla með
að landsdómur verði kallaður
saman er ekki merki um refsi-
gleði heldur nauð-
synlegt uppgjör
við öfgafulla
markaðshyggju og
afskiptaleys-
isstefnuna sem
innleidd var af
Sjálfstæðisflokknum og studd
af Framsókn og Samfylking-
unni.“
Nú geta menn haft ýmsar
skoðanir á afstöðu Lilju til
þess hvort hér hafi verið rekin
öfgafull markaðshyggja og af-
skiptaleysisstefna, en það er
aukaatriði í þessu sambandi.
Meginatriðið er að þingmað-
urinn telur að rétt sé að gera
upp um pólitísk mál og gera
upp við pólitíska andstæðinga
sína með því að reka gegn
þeim sakamál fyrir landsdómi.
Stjórnarþingmaðurinn Lilja
Mósesdóttir telur að eðlilegt
sé að pólitískir andstæðingar
hennar verði dæmdir í fang-
elsi fyrir að hafa haft aðrar
skoðanir en hún á tilteknum
málum á hinum pólitíska vett-
vangi.
Vald er vandmeðfarið, líka
pólitískt vald, en erfitt er að
ímynda sér meiri misbeitingu
þess en að reyna að fá póli-
tíska andstæðinga dæmda og
jafnvel fangelsaða vegna skoð-
ana þeirra.
Íslendingar hafa í gegnum
tíðina fylgst úr fjarlægð með
pólitískum átökum í ríkjum
þar sem slík viðhorf til valds-
ins hafa þótt sjálfsögð og fjöldi
manna hefur mátt sæta þess
háttar meðferð af hálfu póli-
tískra andstæðinga sinna.
Hingað til hefur okkur þótt
nóg um að þurfa að fylgjast
með þessari misnotkun valds-
ins úr fjarlægð, en líklega
hefði enginn maður spáð því
að við þyrftum að takast á við
slík viðhorf í návígi.
Vilja stjórnarliðar fá
pólitíska andstæð-
inga dæmda fyrir
skoðanir sínar? }
Misbeiting valds
Í nýjum upplýs-ingum um
greiðsluafkomu
ríkissjóðs á fyrstu
sjö mánuðum árs-
ins má sjá að inn-
heimta tekju-
skatts af einstaklingum er
6% undir áætlun fjárlaga.
Þetta þýðir að fjármálaráð-
herra ofmat ávinninginn af
hækkun skatta á ein-
staklinga.
Ástæða ofmatsins er ein-
föld. Fjármálaráðherra, líkt
og ríkisstjórnin í heild, hefur
misskilið áhrif skattahækk-
ana á efnahagslífið. Fjár-
málaráðherra telur að dýpt
vasa landsmanna sé föst
stærð sem skatta-
hækkanir hans
hafi engin áhrif á.
Þetta hefur marg-
sinnis verið sýnt
fram á að er röng
forsenda. Hækk-
un skatta dregur mátt úr
efnahagslífinu. Vinnuframlag
minnkar, framleiðsla dregst
saman og þar með eru áhrifin
á skattheimtu neikvæð. Þetta
er ein af skýringum þess að
hagvöxtur mælist enn mjög
neikvæður hér á landi. Þessi
stefna mun halda áfram að
draga úr hagvexti og þar með
úr lífskjörum almennings, á
meðan henni verður fylgt
fram.
Vegna misskilnings
um áhrif skatta-
hækkana er tekju-
skattur ofmetinn}
Ofmat fjármálaráðherra M
argir Íslendingar kannast við
það að verða vandræðalegir og
vita ekki hvert þeir eigi að
horfa mæti þeir manni hér úti á
götu sem er þeldökkur á hör-
und. Sjálfkrafa viðbragðið er að virða viðkom-
andi fyrir sér vegna þess að hann sker sig úr
hópnum en í staðinn líta margir grunsamlega
snöggt undan til að forðast að vera dónalegir.
Í báðum tilfellum eru viðbrögðin önnur en
gagnvart þeim sem ekki vekja athygli með því
að skera sig úr hópnum. Okkur er ákveðin vor-
kunn sem bregðumst svona við enda búum við í
afar einsleitu samfélagi. Hver sá sem t.d. hefur
nýtt sér almenningssamgöngur í öðrum höf-
uðborgum Evrópu getur vottað það að ólík and-
lit venjast fljótt þegar þau eru alls staðar fyrir
augunum á manni alla daga. Sem betur fer þarf
þessi sjálfkrafa forvitni ekki að þýða að fordómar búi að
baki en það ætti þó engum að koma á óvart að á Íslandi við-
gengst kynþáttahatur ekki síður en annars staðar og við
þurfum að horfast í augu við þá staðreynd en telja okkur
ekki trú um að á því sviði eins og svo mörgum öðrum séum
við öðrum þjóðum betri. Í vikunni bárust fremur óhugnan-
legar fréttir af því að íslenskir feðgar af kúbverskum upp-
runa sáu sig knúna til að flýja landið vegna ítrekaðra hótana
í þeirra garð. Í gær var svo greint frá niðurstöðum rann-
sóknar sem gerð var við Háskólann á Akureyri, en þar kem-
ur meðal annars í ljós að börn sem eiga forelda af erlendum
uppruna eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í skól-
anum en börn íslenskra foreldra. Í litlu sam-
félagi er alltaf auðveldast að kenna utanbæj-
armanninum um það sem miður fer og það gera
Íslendingar ítrekað.
Sem dæmi má nefna að í tveimur skelfilegum
morðum, öðru sem framið var á Sæbraut 2007
og hinu í Hafnarfirði nú í ágúst, var dómstóll
götunnar fljótur að komast að þeirri niðurstöðu
að litháískir glæpamenn væru sökudólgarnir,
áður en í ljós kom að í báðum tilfellum reyndist
um ástríðumorð íslenskra karlmanna að ræða.
Íslendingar eiga afskaplega erfitt með að með-
taka að einhver sem ekki getur rakið ættir sínar
aftur til landsnámsmanna geti samt verið Ís-
lendingur.
Þetta fá t.d. ættleidd börn að reyna, börn sem
hafa búið hér alla sína ævi og hvergi annars
staðar og tala íslensku að móðurmáli uppfylla
samt ekki þau ströngu skilyrði sem þarf til að teljast Íslend-
ingur í huga sumra. Það sama á við um Íslendinga sem fæð-
ast og búa erlendis í nokkrar kynslóðir, jafnvel þótt þeir vilji
gjarnan kalla sig Íslendinga eru ekki allir landar þeirra til-
búnir að leyfa þeim það, a.m.k. ekki ef þeir tala ekki ís-
lensku. Sama fólk sér samt ekkert að því að kalla kínverska
Bandaríkjamenn Kínverja, jafnvel þótt þeir hafi búið vest-
anhafs í sjö kynslóðir. Þessi þrönga skilgreining á þjóðerni
er hugsunarháttur sem á litla samleið með heiminum eins
og hann er í dag. Við erum ekki lengur afskekkt þjóð sem
bíður eftir vorskipunum til að fá lykt af umheiminum. Við
erum hluti af heiminum og hann af okkur.
Una Sig-
hvatsdóttir
Að vera eða vera ekki Íslendingur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Frumstæðar kenndir
komnar á kreik
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Á
rás sem gerð var á heim-
ili í Reykjavík og talin
er tengjast kynþátta-
hatri gagnvart þel-
dökku fólki hefur valdið
ótta við að vandinn sé að færast í
aukana hérlendis. Erfitt er að full-
yrða nokkuð um það enda ekki verið
gerðar umtalsverðar rannsóknir á út-
breiðslu kynþáttafordóma á Íslandi.
Hugtakið sjálft, kynþáttafordómar/
kynþáttahatur, er varasamt. Sé það
ofnotað eins og merkimiði á „rangar“
skoðanir og framkomu getur nið-
urstaðan orðið auknir fordómar.
Fólki sem er bara sekt um klaufa-
skap eða fáfræði þykir vegið að sér
með ósanngjörnum hætti fái það á sig
stimpilinn.
En íslenskt samfélag er ekki
laust við þetta fyrirbæri fremur en
önnur. Nóg er að fara nokkrum sinn-
um á knattspyrnuleiki þar sem leik-
menn af öðrum kynþætti en hvítum
eru á vellinum til að sannfærast um
það, segja dyggir fótboltaunnendur.
Orðbragðið sé stundum hrikalegt en
gjarnan afsakað með hjárænulegu
glotti, að þetta sé „bara djók“.
Oft er talað um andúð á innflytj-
endum, framandi kynþáttum og
trúarbrögðum eins og íslam í sömu
andránni en það getur verið mjög
misvísandi þótt oft séu tengsl á milli
þessara kennda. Og menn geta verið
miklir ættjarðarsinnar án þess að
vera rasistar. Vandinn er að línan
þarna á milli getur verið hárfín.
Hræðumst hið óþekkta
Rannsóknir í grannlöndum eins
og Bretlandi hafa sýnt að mestur er
óttinn og andúðin meðal innfæddra
hvítra í garð fólks með annað útlit hjá
þeim sem engin dagleg samskipti
hafa við þannig samborgara. Ef fólk
fái að venjast og kynnast „öðruvísi“
fólki dragi venjulega úr fordóm-
unum.
Eva Heiða Önnudóttir og Njörð-
ur Sigurjónsson, lektor við Háskól-
ann á Bifröst, gerðu árið 2008 könnun
á kynþáttahyggju og viðhorfum til
innflytjenda á Íslandi. Þar kom með-
al annars fram að afstaða manna til
innflytjenda hefði orðið neikvæðari í
takti við hlutfallslega fjölgun þeirra.
En Íslendingar voru þó jákvæðari en
grannþjóðirnar reyndust vera í sams
konar könnun sem lögð var fyrir þær
2002.
En getur verið að oft verði þel-
dökkir menn hér fyrir áreiti eða jafn-
vel grófum árásum án þess að gera
nokkuð í málinu? Er þöggun í gangi?
„Ég sá mann í Bónus um daginn,
hann kom inn og ók innkaupakerr-
unni sinni á blökkukonu af öllu afli,
greinilega af ásettu ráði þegar vitni
voru fá,“ sagði heimildarmaður. Og
þegar konan var spurð hvort hún
vildi ekki kvarta hjá verslunarstjór-
anum var svarið nei. Hún hefði ekki
meitt sig, þetta væri alveg í lagi.
Prestur innflytjenda, Toshiki
Toma, sagði í gær í útvarpsviðtali að
mikið væri um dulda kynþáttafor-
dóma hér. Kúbversku feðgarnir væru
alls ekki einu útlendingarnir sem flú-
ið hefðu land vegna slíks eineltis. En
hann sagðist samt sem áður álíta að
heldur hefði dregið úr fordómum hér
síðustu árin.
Innflytjendur með framandi út-
lit, að ekki sé talað um þá sem eru
ættleiddir eða að hluta til afkom-
endur fólks af öðrum kynþætti, eru
misjafnlega viðkvæmir fyrir móðg-
unum og ruddaskap. Erfiðast segja
sumir heimildarmenn vera að bregð-
ast við fólki sem beitir markvissri
hundsun, t.d. afgreiðslufólki sem
þykist ekki sjá útlendinga sem skera
sig úr, þykist skilja enn minna en það
geri í ensku. Allt er þetta hluti af mis-
munun sem erfitt er að festa hönd á
eða mæla en er ef til vill mun um-
fangsmeiri en margan grunar.
Morgunblaðið/Billi
Góð viðbót Ungir og efnilegir Íslendingar fást nú í margvíslegum útgáfum
en um leið láta áður duldir fordómar meira á sér kræla.
Almenn hegningarlög, grein
233 a, kveða á um refsingu
vegna kynþáttahaturs. Þar seg-
ir: „Hver sem með háði, rógi,
smánun, ógnun eða á annan
hátt ræðst opinberlega á
[mann eða hóp manna]1)
vegna þjóðernis þeirra, lit-
arháttar, [kynþáttar, trúar-
bragða eða kynhneigðar]1)
sæti sektum …2) eða fangelsi
allt að 2 árum.]
Aðeins hefur verið dæmt
einu sinni eftir þessari greina,
þá var um að ræða niðrandi
ummæli manns um aðra kyn-
þætti í viðtali við DV.
Ljóst er að oft getur verið
snúið að túlka lög af þessu
tagi. Varla er hægt að dæma
menn seka nema þeir hafi not-
að afar hrátt orðalag þannig
að ekki fari á milli mála að
þeir hafi vísvitandi ætlað sér
að meiða eða ógna með orð-
um. Klókindalegra orðalag get-
ur tryggt sýknu þótt mark-
miðið sé af sama toga.
Bannað með
lögum en …
AÐ MEIÐA MEÐ ORÐUM