Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Reuters
Spánn Fjórar milljónir Spánverja,
20% vinnuafls, eru án atvinnu.
Atvinnuástand í þróuðum hagkerfum
beggja vegna Atlantsála hefur ekki
verið verra frá því á fjórða áratug síð-
ustu aldar. Fram kemur í nýrri
skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóða vinnumálasambandsins (Int-
ernational Labor Federation) að
efnahagslægðin sem skall á fyrst árið
2008 hafi eytt um 30 milljónum starfa
og skaðinn hafi fyrst og fremst átt sér
stað í þróuðustu hagkerfum heimsins.
Um 210 milljónir manna teljast nú at-
vinnulausir í heiminum í dag.
Fram kemur í skýrslunni að viðvar-
andi mikið atvinnuleysi geti grafið
undan pólitískum stöðugleika í lýð-
ræðisríkjum en langvarandi atvinnu-
leit án árangurs er sögð grafa undan
trausti manna á stofnunum sam-
félagsins. Þó svo að langvarandi at-
vinnuleysi sé ekki óþekkt vandamál á
Vesturlöndum á síðari tímum telja
skýrsluhöfundar eðlismun vera á nú-
verandi ástandi: Ástæðan fyrir því er
að allt bendir til þess að þörfin á
vinnuafli til frekari hagvaxtar verði
minni þegar fram í sækir. Með öðrum
orðum telja skýrsluhöfundar að þó
svo að hagvöxtur fari af stað á ný á
Vesturlöndum muni hann ekki duga
til að skapa ný störf í stað þeirra sem
hafa verið lögð niður. Samkvæmt
skýrslunni þarf að skapa 45 milljónir
nýrra á starfa á ári hverju einungis til
þess að viðhalda núverandi atvinnu-
ástandi.
Ráðstefna var haldin í Osló á dög-
unum um niðurstöður skýrslunnar.
Að sögn breska blaðsins The Daily
Telegraph málaði Olivier Blanchard,
aðalhagfræðingur AGS, dökka mynd
af ástandinu í ræðu sinni. Hann benti
meðal annars á að þróunin undan-
farna áratugi hefði verið á þann veg
að langtímaatvinnuleysi hefði alla
jafna aukist með hverri efnahags-
lægð. Hinsvegar hefði fallið í atvinnu-
þátttöku og lengd atvinnuleitar án ár-
angurs aukist mikið í þetta sinn.
Blanchard benti til að mynda á að
helmingur þeirra sem eru atvinnu-
lausir í Bandaríkjunum hefði verið í
atvinnuleit í meira en hálft ár. Slíkt
hefði ekki sést síðan á tímum krepp-
unnar miklu. Svipaða sögu er að segja
af mörgum ríkjum Evrópu.
Bíða verði með aðhald
í ríkisfjármálum
Blanchard segir þetta ástand sýna
þörfina fyrir að seðlabankar haldi
vöxtum í lágmarki og auki peninga-
magn í umferð. Dugi það ekki til ættu
stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evr-
ópu að huga að frekari aðgerðum á
vettvangi ríkisfjármála til þess að
örva hagvöxt þó svo að þau séu skuld-
sett upp í rjáfur nú þegar. Hann segir
að slíkt geti á endanum borgað sig
verði það til þess að draga úr kerf-
islægu atvinnuleysi. The Telegraph
hefur eftir Blanchard að flest þróuð
hagkerfi ættu ekki að draga saman
seglin í ríkisfjármálum fyrr en í fyrsta
lagi á næsta ári til þess að draga úr
líkunum á að slíkt aðhald grafi undan
viðsnúningi í hagkerfinu. Segja má að
þetta ráð aðalhagfræðingsins sé þvert
á þá stefnu sem hefur verið mótuð af
stjórnvöldum í Þýskalandi og Bret-
landi og það upplegg sem repúblik-
anar í Bandaríkjunum hafa unnið eft-
ir í aðdraganda þingkosninganna sem
fara fram næstkomandi nóvember.
Dökkt ástand í atvinnumálum Vesturlanda
Atvinnuástand í þróuðum hagkerfum hefur ekki verið verra frá því á fjórða
áratugnum samkvæmt nýrri skýrslu AGS og Alþjóða vinnumálasambandsins
Þetta helst ...
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,27 prósent eftir miklar hækkanir
undanfarna daga. Verðtryggði hluti vísi-
tölunnar lækkaði um 0,15 prósent en sá
óverðtryggði lækkaði um 0,57 prósent.
Munurinn á verðtryggðum og óverð-
tryggðum bréfum heldur því áfram að
aukast þrátt fyrir lækkanir gærdags-
ins. Velta á skuldabréfamarkaði nam
alls um 20 milljörðum króna .
Skuldabréf lækka
● Verð á gulli
hækkaði í gær á
markaði í Lund-
únum og komst
verðið í 1.267 dali
únsan, en það hef-
ur aldrei verið
hærra. Þýðir þetta
að kílóverð á gulli
er nú nálægt 4,8
milljónum króna.
Gull er ein
þeirra hrávara, sem halda verðgildi sínu
á verðbólgutímum eða þegar dollarinn
fellur í verði, því gull er almennt verð-
lagt í bandaríkjadölum.
Yfirlýsing bandaríska seðlabankans
að hann muni verja 1.000 milljörðum
dala til að kaupa upp bandarísk rík-
isskuldabréf rak því marga fjárfesta til
að leita skjóls í gulli. bjarni@mbl.is
Erlendir fjárfestar
flýja í gyllt skjól
Verð Gull hefur
hækkað í verði.
● Microsoft hefur
ákveðið að veita
stjórnmála- og
góðgerð-
arsamtökum í
Rússlandi, sem og
rússneskum
stjórnarandstöðu-
dagblöðum, ótak-
markað leyfi til að nota hugbúnað frá
fyrirtækinu. Rússnesk lögregluyfirvöld
hafa ráðist gegn slíkum aðilum undir
því yfirskini að verið sé að verja höfund-
arrét Microsoft. Hefur fyrirtækið sætt
gagnrýni fyrir afskiptaleysi sitt, en nú
mun rússneska lögreglan þurfa að finna
nýjar leiðir til að berja niður andstæð-
inga stjórnvalda.
Microsoft kemur í veg
fyrir misnotkun
framhjá gjaldeyrismarkaðinum, en
skilanefndir gömlu bankanna eru
undanþegnar skilaskyldu á gjald-
eyri samkvæmt lögum.
Mat á dótturfélögum hækkar um
29 milljarða frá upphafi árs og segir
Árni að þar muni um hærra bókfært
verð dótturfélagsins í Lúxemborg,
en bókfært verð Íslandsbanka hafi
ekki breyst. „Nú er svo komið að
dótturfélagið í Lúxemborg skilar
okkur um 200 milljörðum króna
meira en við gerðum ráð fyrir í upp-
hafi,“ segir hann. Árni segir að nú
hafi skilanefndin komið um fjórð-
ungi eigna sinn í verð.
„Allar aðrar eignir eru komnar á
nokkuð gott ról. Nú er bara að reyna
að greiða úr skuldamálunum og fá
niðurstöðu í þau, áður en við getum
farið að borga út og undirbúa nauða-
samninga,“ segir hann og svarar að-
spurður að ómögulegt sé að slá á
tímaramma hvað það varðar.
Dótturfélag Glitnis greiðir
þrotabúinu 71 milljarð króna
Glitnir dreifir reiðufjáreign 200 milljörðum betri útkoma í Lúx en spáð var
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glitnir Skilanefnd Glitnis færði reiðufjáreign sína að miklu leyti frá Íslandi
á fyrri hluta ársins, en 71 milljarður króna kom inn í búið frá Noregi.
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Dótturfélag Glitnis í Noregi, sem
þrotabúið seldi skömmu eftir hrun,
borgaði þrotabúinu 71 milljarð
króna á fyrri hluta ársins, sam-
kvæmt nýju uppgjöri Glitnis sem
birtist í gær.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir að þarna sé
um að ræða endurgreiðslu á víkj-
andi láni. „Við vorum gagnrýndir
fyrir að selja það, þegar áhlaup var
gert á bankann, en þá höfðum við í
huga að víkjandi lán væru til staðar.
Þau lán eru sem sagt að borgast
núna,“ segir Árni og bætir við að
þessi greiðsla sé sú síðasta af því
láni.
Hreint innflæði reiðufjár í
þrotabúið frá áramótum nemur alls
114 milljörðum króna. Á tímabilinu
dreifði Glitnir reiðufjáreign sinni,
þannig að 31% hennar er nú á Ís-
landi og 69% erlendis, í stað 81% á
Íslandi og 19% erlendis í byrjun árs.
Árni segir að það sé gert til að dreifa
áhættu, en einnig hafi endanlega
komið í ljós hverjir kröfuhafar bank-
ans væru um síðustu áramót. Því
hafi verið hægt að leggja reiðufé inn
í banka sem fullvissa væri um að
ættu ekki kröfu á bankann og gætu
því ekki skuldajafnað einhliða.
Bókfært verð
dótturfélaga hækkar
Meðal annars dró bankinn 19
milljarða króna út úr Seðlabanka Ís-
lands, en Árni segir að það sé gert í
góðu samstarfi við Seðlabankann,
þannig að gjaldeyrismarkaðurinn
raskist ekki.
Viðskiptin hafi þannig farið
Þrotabú Glitnis
» Skilanefnd hefur unnið úr
eignum þrotabús Glitnis frá
hruni í október 2008.
» Nú er búið að koma fjórð-
ungi eigna þrotabúsins í verð.
» Dótturfélag Glitnis í Noregi
greiddi móðurfélaginu af víkj-
andi láni upp á 71 milljarð
króna á fyrri helmingi ársins.
» Dótturfélag Glitnis í Lúx-
emborg skilar 200 milljörðum
hærri endurheimtum en reikn-
að var með.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Ef þróun tekna og gjalda ríkissjóðs dreifist með
sama hætti yfir árið og gerðist í fyrra stefnir í að
tekjujöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður um 95,5
milljarða króna á þessu ári. Ef ekki kæmi til hagn-
aður sem verður til í eitt skipti upp á um 19 millj-
arða, m.a. vegna sölu fasteigna erlendis og ráð-
stöfunar eigna Avens í Lúxemborg, mætti gera
ráð fyrir tekjuhalla upp á rúma 127 milljarða
króna, en í fyrra var tekjuhalli ríkissjóðs um 136,9
milljarðar.
Meiri lántökur í ár en í fyrra
Tekjujöfnuður ríkisins á tímabilinu janúar til
júlí í ár var neikvæður um 57,1 milljarð króna. Ef
ekki kæmu til áðurnefndar tekjur sem verða til í
eitt skipti væri jöfnuðurinn neikvæður um rúma
86 milljarða króna, en á sama tímabili í fyrra nam
tekjuhallinn um 81,9 milljörðum króna.
Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var neikvæð-
ur um 107,7 milljarða á fyrstu sjö mánuðum þessa
árs, samanborið við 81,2 milljarða á sama tíma í
fyrra og afborganir lána nær tvöfölduðust. Fóru
þær úr 72,7 milljörðum í fyrra í 136,3 milljarða á
fyrstu sjö mánuðum þessa árs.
Þetta gerir það að verkum að lántökur ríkis-
sjóðs voru á fyrstu sjö mánuðum ársins mun meiri
en á sama tíma í fyrra. Námu þær 254,9 millj-
örðum í ár en voru 144 milljarðar í fyrra. Tæpur
helmingur lántökunnar er innanlands, en ríkið
hefur tekið um 133 milljarða að láni erlendis það
sem af er árinu.
Útlit fyrir mikinn halla
Tekjuhalli ríkissjóðs nam 57,1 milljarði á fyrstu sjö
mánuðum ársins Lántökur aukast mjög á milli ára
Morgunblaðið/Ásdís
Aukning Tekjur ríkissjóðs jukust um 13,7 pró-
sent á milli ára og útgjöld um 3,1 prósent.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-00
++.-+,
/1-/22
+3-+/
+4-22.
++4-32
+-.104
+,0-+,
+51-40
++,-,
+0+-2/
++.-5
/1-/3/
+3-+,4
+4-20/
++,-/4
+-.+/,
+,0-,
+5+-+
/15-25,/
++,-30
+0+-,4
++.-02
/1-25+
+3-/2/
+4-.2
++,-53
+-.+40
+,3-/2
+5+-5/