Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
✝ Sigrún Ástrós Sig-urðardóttir, sníða-
og kjólameistari,
fæddist í Riftúni í Ölf-
usi 18. október 1913.
Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 6. sept-
ember 2010.
Foreldrar Sigrúnar
Ástrósar voru Pálína
Guðmundsdóttir, f.
31.7. 1871, d. 13.11.
1949, og Sigurður
Bjarnason frá Riftúni
í Ölfusi, f. 15.6. 1870,
d. 5.5. 1948. Sigrún
var næstyngst 13 systkina sem öll
eru nú látin. Systkini Sigrúnar voru:
1) Guðmundur, f. 2. ágúst 1896, d. 6.
ágúst 1987. Kvæntur Helgu Jóns-
dóttur. Börn: Björn, Sigrún, Vigdís
og Ingi Sigurjón. 2) Helga Jórunn,
d. á tíunda ári. 3) Bjarni, d. á fyrsta
ári. 4) Vilborg, f. 21. september
1900, d. 2. desember 1981. 5) Svan-
borg, f. 1.10. 1901, d. 18.1. 1974. Gift
Hallgrími Péturssyni. Börn: Fjóla
Halldóra Halldórsdóttir, Rafnar
Sverrir og Kristinn Vignir. 6) Sig-
ríður, f. 23.4. 1903, d. 4.10. 1992.
Gift Ragnari Þorsteinssyni. Börn:
sínu í fjölda ára og varð þekktur
sníða- og kjólameistari í Reykjavík,
það varð hennar ævistarf.
Sigrún Ástrós giftist hinn 9. ágúst
1954 Haraldi Sigurðssyni bóka-
verði, f. 4. maí 1908, d. 20 desember
1995. Foreldrar hans voru Sigurður
Jónsson, bóndi á Krossi í Lund-
arreykjadal, og Halldóra Jóels-
dóttir. Sigrúnu og Haraldi auðn-
aðist ekki að eignast börn en þau
nutu samveru við börnin í fjölskyld-
unni.
Það var sameiginlegur vilji þeirra
hjóna að allar eignir þeirra rynnu til
stofnunar sjóðs til eflingar rann-
sóknum á korta- og landfræðisögu
Íslands og íslenskri bókfræði og til
útgáfu korta og rita um þau efni.
Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu
Haralds tilkynnti Sigrún Ástrós að
stofnaður yrði „Rannsóknarsjóður
Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur
og Haralds Sigurðssonar“. Það var
ósk hennar að sjóðurinn skyldi huga
sérstaklega að því að finna „hæfan
einstakling til að taka að sér það
verk að skrifa þriðja bindi af Korta-
sögu Íslands, sem Haraldur hafði
lagt drög að“. Heimili Sigrúnar Ást-
rósar og Haralds var í Drápuhlíð 48
en skömmu áður en Haraldur lést
keyptu þau íbúð á Kleppsvegi 62 og
bjó Sigrún þar í átta ár. Síðustu árin
dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Sigrúnar Ástrósar fer fram
frá Áskirkju í dag, 15. september
2010, kl. 15.
Baldur Sigurþór,
Gyða Rannveig, Aldís
Þuríður, Nanna. 7)
Þorleifur, d. á þriðja
ári. 8) Sigurpáll, f.
23.4. 1907, d. 2. mars
1971. Kvæntur Sigríði
Tómasdóttur. Börn:
Sigrún Pálína, Tómas,
Sigurður, Guðbergur.
9) Þorleifur Helgi, d. á
fyrsta ári. 10) Þorleif-
ur, f. 6.9. 1910, d. 4.5
1994. Kvæntur Ingi-
björgu Nikulásdóttur.
Börn: Jóna Ingibjörg,
Sigurður Fossan, Hilmar Nikulás.
11) Helga Jórunn, f. 28.2. 1912, d.
23.10. 1982. Gift Guðjóni Guð-
mundssyni. Börn: Erla Hafrún, Auð-
ur Svala, Hrafnkell Baldur, Helga
Sigríður, Guðrún Sóley. 12) Stein-
unn Þóra, d. ungbarn.
Sigrún Ástrós lærði kjólasaum og
varð kjólameistari þegar hún kom
til Reykjavíkur. Hún fór til Svíþjóð-
ar, lærði kjólateikningar eftir máli
og útskrifaðist frá „Stockholms Til-
skarar-Akademi“ 1947 með um-
sögninni „Med beröm godkänd“.
Sigrún var með námskeið á heimili
Í dag kveðjum við góða frænku
og vin, Sigrúnu Ástrós Sigurðar-
dóttur. Sigrún fór ung til Reykja-
víkur, lærði kjólasaum og varð
kjólameistari.
Rúna var glæsileg kona, kát og
skemmtileg og hafði ákveðnar skoð-
anir.
Henni var allt fært og gerði flest,
sem hún ætlaði sér. Sjálfstæði var
henni mikils virði. Hún var mjög
hugmyndarík og naut sín best þeg-
ar hún stóð í miklum framkvæmd-
um.
Hún fór á húsmæðraskóla í Sví-
þjóð og lærði vefnað. Þegar hún
kom heim saumaði hún og fram-
leiddi ýmsar vörur og ferðaðist um
landið með rútum og seldi. Rúna fór
aftur til Svíþjóðar til að læra að
teikna og sníða kjóla eftir máli og
varð það grunnurinn að hennar ævi-
starfi. Hún starfaði ávallt sjálfstætt
og kenndi sníða- og fatateikningu á
heimili sínu í fjölda ára.
Þegar hún var orðin 48 ára keypti
hún sinn fyrsta bíl, tók bílpróf og
keyrði þar til hún var 89 ára. Rúna
gat og gerði flest sem hún ætlaði
sér, og tók þátt í lífinu.
Hún giftist Haraldi Sigurðssyni
bókaverði á Landsbókasafninu
1954, og var það mikið gæfuspor.
Rúna var mjög félagslynd og það
var gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna og voru börn þar jafn velkom-
in sem fullorðnir. Það var alltaf
gaman að koma til Rúnu og Har-
alds. Oft byrjaði Rúna að segja frá
einhverju sem henni fannst smellið
og fór að hlæja sínum skemmtilega
dillandi hlátri áður en söguefnið var
orðið ljóst, við vorum öll farin að
hlæja áður en sögunni lauk og eng-
inn man lengur hverjar sögurnar
voru en hláturinn og glaðværðin var
smitandi.
Rúna og Haraldur höfðu mikið
yndi af ferðalögum bæði innanlands
og utan og taldi Rúna eitt minn-
isstæðasta ferðalag sitt vera hesta-
ferð í Öræfasveit löngu fyrir daga
vega og brúa á þeim slóðum. Þau
fóru í brúðkaupsferð til Hollands og
Englands þar sem Haraldur aflaði
sér upplýsinga um landakort af Ís-
landi, sem var áhugamál hans og
varð einnig áhugamál Rúnu. Árang-
urinn varð tveggja binda verk af
Kortasögu Íslands og vann Harald-
ur að því á heimili þeirra hjóna.
Rúna studdi Harald heils hugar í
hans störfum og lagði drjúgt til
bókakaupa.
Rúna og Haraldur töluðu jafnan
um „bækurnar okkar“ og þegar
Landsbókasafn Íslands og Háskóla-
bókasafn sameinuðust í Þjóðarbók-
hlöðu 1994 gáfu þau hjón Þjóðar-
bókhlöðunni allt korta- og korta-
bókasafn sitt sem Haraldur hafði
dregið að þegar hann vann að
kortasögunni. Hjá Sigrúnu og Har-
aldi var allt í röð og reglu, verkinu
var lokið. Þau áttu einnig mikið safn
fagurbókmennta og fræðirita og
mynda þessar bækur nú sérsafn í
Bókasafni Akraness, sem kennt er
við Harald og Sigrúnu.
Síðustu árin var Rúna að mestu
bundin við hjólastól en hún lét það
ekki aftra sér frá því að mæta í all-
ar veislur í fjölskyldunni, jafnan
glæsileg og glaðvær.
Rúna var svo lánsöm að fá her-
bergi í nýrri byggingu á Hrafnistu í
Reykjavík þar sem hún gat haft
sína persónulegu hluti og leið henni
vel þar.
Hún naut þess að fá ættingja og
vini í kaffi og boð og síðasta boð
Rúnu var í 96 ára afmæli hennar.
Hún gladdist alltaf yfir heimsókn-
um og hringdi í fólk, sem hana lang-
aði að tala við, hún lagði rækt við
ættingja sína og vini.
Langri og farsælli ævi er nú lok-
ið.
Fjölskylda okkar mun sakna
Rúnu en allar minningarnar munu
lifa.
Starfsfólki deildar H2 þökkum
við einstaka umhyggju og umönnun.
Jóna Þorleifsdóttir og
Sigurður E. Þorvaldsson.
Kveðjustundin er runnin upp.
Viðburðaríkri ævi Sigrúnar frænku
er lokið. Hinn 18. október nk. hefði
hún orðið 97 ára gömul. Þrátt fyrir
háan aldur og ýmsa alvarlega lík-
amlega kvilla hélt hún reisn sinni og
viljastyrk. Síðustu árin dvaldi hún á
sjúkradeild Hrafnistu við góðan að-
búnað og umhyggju starfsfólksins.
Hún kvartaði ekki þrátt fyrir að
vera lengstum bundin við hjólastól.
Hugur hennar var vakandi og koll-
urinn býsna klár. Hún hafði gott
skopskyn og kom oft á óvart með
skemmtilegum athugasemdum,
fylgdist vel með þjóðmálum og hafði
sterkar skoðanir á þeim sem hún lét
óspart í ljósi. Rúna frænka, sem við
kölluðum hana gjarnan, var mjög
flink handíðakona. Hún var mikill
fagurkeri og vildi hafa fallegt í
kringum sig og lagði ætíð áherslu á
að vera vel klædd og snyrt. Hún
fylgdist vel með tískunni hverju
sinni enda var starfsvettvangur
hennar áður tengdur þeirri grein.
Hún var lærður sníða- og kjóla-
meistari, hafði menntað sig í þeirri
iðn við Stockholms Tillskärar-Aka-
demi árin 1950 og 1968 og hélt í
mörg ár sníðanámskeið á heimili
sínu í Drápuhlíð.
Árið 1954 giftist hún sæmdar-
manninum Haraldi Sigurðssyni,
bókaverði og rithöfundi, sem lést
árið 1995. Bæði höfðu þau mikla
ánægju af ferðalögum um landið og
saman ferðuðust þau víða erlendis.
Sum ferðalög þeirra tengdust vinnu
Haralds við öflun gagna í Korta-
sögu Íslands, mikið og vandað verk,
sem hann hlaut mikla viðurkenn-
ingu fyrir. Heimili þeirra hjóna í
Drápuhlíð 48 var hlýlegt menning-
arheimili þar sem vel var tekið á
móti gestum sem að garði bar.
Eftir lát Haralds hélt Sigrún
áfram að ferðast bæði innanlands
og utan ásamt vinkonum sínum og
hafði þá gjarnan frá mörgu að
segja. Rúna frænka var litrík per-
sóna sem við munum lengi minnast.
Hvíli hún í friði.
Gyða Ragnarsdóttir.
Sigrún frænka okkar er látin,
komin hátt á tíræðisaldur. Hún
hafði alla tíð gaman af því að vera
vel til höfð og punta sig og bar útlit
hennar ekki vott um svo háan aldur.
Sigrún fylgdist vel með öllu sem var
að gerast í þjóðfélaginu og ekki síst
tískunni enda var hún sníða- og
kjólameistari fyrr á árum. Þau Sig-
rún og Haraldur, eiginmaður henn-
ar heitinn, voru einstaklega gestris-
in og góð heim að sækja. Við
minnumst sérstaklega afmælis-
veislnanna og jólaboðanna sem Sig-
rún hélt á meðan heilsan leyfði en
hún naut sín alltaf best innan um
fólkið sitt. Hún var alla tíð í miklum
samskiptum við frændfólk sitt enda
reyndist það henni vel fram á síð-
asta dag.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Við kveðjum Sigrúnu með sökn-
uðu en minningin um góða konu lifir
Vigdís Guðmundsdóttir,
Baldur Guðmundsson
og fjölskylda.
Eitt er víst, við kveðjum þennan
heim dag einn. Það er mikils virði
að halda reisn alla ævi og lifa lífinu
lifandi, en það gerði hún afasystir
mín Sigrún Ástrós sem oft var köll-
uð Rúna frænka en lagði áherslu á
fullt nafn hin síðari ár. Sigrún var
einstaklega sjálfstæð kona alla ævi,
átti alltaf innlegg í umræðu um
menn og málefni. Hún var eldhugi í
þeim verkefnum sem hún tók sér
fyrir hendur, var alþýðumanneskja
og heimsborgari í senn. Það er
skarð þar sem hún var.
Sigrún dvaldi á Hrafnistu síðustu
árin og undi sér vel, eignaðist vin-
konur af ýmsum þjóðernum úr röð-
um starfsmanna. Hún dundaði sér
meðal annars við að hlusta og horfa
á gamlar upptökur af íslenskum
leikritum og óperum.
Hún var náttúruunnandi og
ferðaðist víða með manni sínum,
Haraldi Sigurðssyni landsbóka-
verði, um landið meðan hans naut
við, en hann lést árið 1995. Har-
aldur var formaður Ferðafélags Ís-
lands, en í ferðum á vegum þeirra
samtaka hygg ég að þau hafi
kynnst. Landmannalaugar var
þeirra staður en þar fannst Sig-
rúnu fallegast á Íslandi. Þau fóru
líka til fjarlægra landa, aðallega í
menningarferðir. Ítalía var uppá-
haldslandið og Róm borgin, enda
margir fallegir sögustaðir þar.
Verkaskipting þeirra hjóna vakti
athygli okkar sem yngri vorum,
enda óvenjuleg á þeim tíma. Sig-
rún keyrði bílinn, skipti um dekk
og sá um allt viðkomandi bílinn.
Hún fór akandi allra sinna ferða
hátt á níræðisaldri enda sjónin góð
og viðbragðsflýtir í lagi. Í útilegum
tjaldaði Sigrún og sá um að ekkert
skorti. Haraldur var andstaðan við
Sigrúnu í fasi og fyrirferð, hafði
mjög rólegt yfirbragð en hún var
skjót til verka. Bæði voru þau
barngóð. Þau voru gott par, nokk-
uð ólík en með mörg sameiginleg
áhugamál og sýndu hvort öðru
virðingu og tillitssemi.
Ég á ánægjulegar æskuminning-
ar úr heimsóknum til þeirra hjóna
í Drápuhlíðina. Heimilið var fal-
legt, fullt af bókum og vinnuað-
staða fyrir saumaskap og sníða-
kennslu, þar sem alls konar
vefnaðarvörur, snið og blýantar
voru á borðum. Sigrún hélt eft-
irsótt sníðanámskeið í rúm 30 ár.
Sigrún minntist námsára frá
Norðurlöndum með ánægju, enda
mörg skemmtileg atvik ljóslifandi
fyrir henni. Það hefur verið áræði
að fara af stað ein á ókunnar slóð-
ir. Hún hafði frétt af sníðakennsl-
unámi í Svíþjóð, sem höfðaði til
hennar. Hún kunni ekkert í
sænsku en hafði upp á sænskri
konu búsettri hér á landi sem lið-
sinnti henni með það og aðra
praktíska hluti. Svo dreif hún sig
af stað. Sigrún hélt utan haustið
1945 til Dalarna í Svíþjóð þar sem
skólinn var. Eftir nýárið hélt hún
til Stokkhólms og lærði þar „alls
konar kúnstir að sníða föt“ og þar
sagðist hún hafa fundið sjálfa sig.
Þetta fannst henni miklu skemmti-
legra en að sauma. Síðar fór hún
bæði til Kaupmannahafnar og
Noregs til frekara náms. Náms-
árin voru henni minnisstæð og æv-
intýri líkust. Þarna eignaðist hún
vini sem hún heimsótti síðar á æv-
inni.
Sigrún Ástrós og Haraldur
lögðu margt til samfélagsins og
komandi kynslóða. Þar á meðal
rannsóknarsjóð sem við þau er
kenndur og er í vörslu Rannís.
Markmið sjóðsins er að efla rann-
sóknir á korta- og landfræðisögu
Íslands og íslenskri bókfræði og
stuðla að útgáfu rita um þau efni.
Margir eiga væntanlega eftir að
njóta styrkja úr umræddum sjóði
við rannsóknarvinnu á komandi ár-
um.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Ástrósar.
Helga G. Halldórsdóttir.
Hjónin Sigrún Ástrós Sigurðar-
dóttir og Haraldur Sigurðsson eru
meðal velunnara Landsbókasafns
Íslands – Háskólabókasafns. Þegar
safnið opnaði í Þjóðarbókhlöðunni
1994 var skýrt frá því að Sigrún og
Haraldur hefðu gefið hinu nýstofn-
aða safni kortabókasafn sitt auk
ýmissa annarra gagna um landa-
kort og sögu þeirra er Haraldur
hafði dregið að þegar hann vann að
bókinni Kortasaga Íslands. Bóka-
gjöfin myndar nú stofninn í hand-
bókasafni fyrir kortasafn þjóð-
deildar.
Fyrir tveimur árum, á þeim degi
sem Haraldur hefði orðið 100 ára,
tilkynnti Sigrún að í samræmi við
erfðaskrá þeirra hjóna frá 1983
hefði verið stofnaður Rannsóknar-
sjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurð-
ardóttur og Haralds Sigurðssonar.
Sjóðurinn veitir styrki til umsækj-
enda en markmið hans er að efla
rannsóknir á korta- og landfræði-
sögu Íslands og íslenskri bókfræði
og stuðla að útgáfu rita um þau
efni. Sjóðurinn er í umsjá Rannís
og fulltrúi frá safninu situr í sjóðs-
stjórn. Úthlutað hefur verið tvisvar
úr sjóðnum. Sigrún var kjólameist-
ari að iðn en Haraldur Sigurðsson
var bókavörður á gamla Lands-
bókasafni við Hverfisgötu í yfir 30
ár og verður ávallt minnst sem eins
mætasta starfsmanns þess. Hann
sinnti auk þess umfangsmiklum
fræðistörfum, var mikilvirkur þýð-
andi og útgefandi og gaf sig tölu-
vert að félagsmálum. Þau hjón
voru samhent og heimili þeirra var
lengst af í Drápuhlíð 48 og var í
senn hlýlegt og menningarlegt og
öðrum þræði vinnustaður húsráð-
endanna beggja. Margir starfs-
menn Landsbókasafns heimsóttu
þau hjón og þóttu þau höfðingjar
heim að sækja.
Sigrún Ástrós kom í heimsókn í
Þjóðarbókhlöðuna 1. október sl. í
tilefni af því að gengið hafði verið
frá stofnun rannsóknasjóðsins, að
setja honum stjórn og úthluta úr
honum. Sigrún vildi hitta sjóðs-
stjórnina og styrkþega auk þess að
skoða sig um í Þjóðarbókhlöðunni.
Var sú heimsókn í alla staði hin
ánægjulegasta. Starfsfólk Lands-
bókasafns Íslands – Háskólabóka-
safns vill þakka Sigrúnu fyrir þann
mikla hlýhug sem hún sýndi safn-
inu og sendir ættingjum hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Steinunn Sverr-
isdóttir, landsbókavörður
og Jökull Sævarsson,
fagstjóri sérsafna.
Sigrún Ástrós
Sigurðardóttir
✝
Eiginmaður minn,
ÓLAF LILLAA,
Stekkjarholti 16,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 11. sept-
ember.
Jarðað verður í kyrrþey.
Guðrún Bjarnadóttir.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést fimmtudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
18. september kl. 14.00.
Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn H. Jóhannesson,
Sveinn Sæmundsson,
Lóa Helgadóttir,
ömmu- og langömmubörn.