Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Indverji æfir indverska íþrótt, sem nefnist Malla- khamb, ásamt félögum sínum í borginni Mumbai. Heiti íþróttarinnar er samsett úr orðunum „malla (fimleikamaður) og „khamb“ (staur). Tal- ið er að ef til vill megi rekja íþróttina til tólftu aldar en fyrstu öruggu heimildirnar um iðkun hennar eru frá nítjándu öld. Mallakhamb er blanda af hefðbundnum indverskum fimleikum og sjálfsvarnarlistum og íþróttin felst í því að iðkandinn leikur listir sínar meðan hann heldur sér við lóðrétta stöng eða staur. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda á Indlandi. Þjálfari iðkend- anna á myndinni segir að hópurinn eigi að koma fram við setningarathöfn Samveldisleikanna í Nýju-Delhí í næsta mánuði. Gömul indversk fimleikaíþrótt æfð Reuters Leika listir sínar á staur Viviane Reding, sem fer með dóms- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, hótaði í gær málshöfð- un á hendur stjórnvöldum í Frakklandi vegna aðgerða þeirra gegn sígaunum. Reding gagnrýndi frönsku stjórn- ina harðlega fyrir að senda hundruð sígauna til Rúmeníu og Búlgaríu frá því í lok júlí þegar Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fyrirskipaði að- gerðirnar. „Mér blöskrar þetta ástand sem er til marks um að fólki sé vísað úr aðildarríki Evrópusambandsins vegna þess eins að það tilheyri ákveðnum minnihlutahópi,“ sagði Reding. „Þetta er ástand sem ég hélt að við myndum ekki þurfa að horfa upp á eftir síðari heimsstyrj- öldina.“ „Þetta er svívirða“ Viviane Reding sagði að minnis- blað, sem lekið var í franska fjöl- miðla í fyrradag, væri „í beinni mót- sögn“ við yfirlýsingar tveggja franskra ráðherra sem fullvissuðu framkvæmdastjórn ESB um að að- gerðirnar beindust ekki að sérstök- um þjóðernishópum. Í minnis- blaðinu, sem skrifstofustjóri franska innanríkisráðuneytisins sendi lög- reglustjórum 5. ágúst, segir að rýma beri „300 búðir og ólöglegar byggðir innan þriggja mánaða, búðir sígauna hafa forgang“. Reding sagði það mjög alvarlegt mál að ekki skyldi vera hægt að treysta orðum ráðherra á formleg- um fundum. „Þetta er svívirða,“ sagði hún. bogi@mbl.is ESB hótar málshöfðun  Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnrýnir frönsku ríkis- stjórnina fyrir að vísa sígaunum úr landi  Sakar franska ráðherra um blekkingu Viviane Reding Nicolas Sarkozy Um það bil þrír af hverjum tíu Norðmönnum telja að Marta Lovísa prinsessa eigi að afsala sér titlinum vilji hún halda áfram að reka englaskóla sinn, samkvæmt viðhorfskönnun sem norska blaðið VG birti í gær. Deila hefur blossað upp að nýju um norsku prinsessuna eftir að hún skýrði frá því í viðtali að hún væri ekki aðeins í sambandi við engla, heldur einnig framliðna. „Það er ekki erfitt að komast í samband við látið fólk, ekki frek- ar en að ná sambandi við engla. Það er hægt að ná þessu sambandi hvenær sem við viljum það,“ sagði Marta Lovísa í viðtali við Stav- anger Aftenblad. Fréttavefur VG hefur eftir tveimur norskum biskupum að það samræmist ekki kenningum kirkjunnar að halda því fram að hægt sé að hafa samband við framliðna. Þingmenn úr nánast öllum flokkum Noregs hafa einnig mótmælt ummælum prinsess- unnar og telja að hún hafi gengið of langt. „Það að hún skuli halda því fram að hún sé í sambandi við lát- ið fólk er eintóm ímyndun. Það er hættulegt að dufla við hið yfir- skilvitlega með þessum hætti,“ hefur VG eftir Anne Tingelstad Wøien, þingmanni Miðflokksins í kirkjunefnd norska þingsins. Samkvæmt skoðanakönnuninni telja 34,6% Norðmanna að um- mæli prinsessunnar valdi kon- ungsfjölskyldunni álitshnekki. 32,6% telja að ummælin breyti engu um virðingu fjölskyldunnar en 15,5% eru þeirrar hyggju að meint skyggnigáfa prinsessunnar efli konungsfjölskylduna. 30,7% aðspurðra sögðu að Marta Lovísa ætti að afsala sér prinsessutitlinum. Þegar þátttak- endur í könnuninni voru spurðir hvort þeir teldu að hægt væri að hafa samband við framliðna töldu 23% svo vera en 57% töldu það ómögulegt. bogi@mbl.is Segist tala við framliðna  Um 30% Norðmanna vilja að Marta Lovísa prinsessa afsali sér titlinum Reuters Skyggn? Marta Lovísa prinsessa með eiginmanni sínum, Ari Behn. Telja heimskauta- refinn vera í útrýmingarhættu NORÐURHEIMSSKAUTIÐ Heimskauta- refurinn, eða fjallarefurinn, er á meðal sautján dýrategunda við norðurheims- skautið sem eru taldar í útrým- ingarhættu vegna bráðnunar hafíssins, að sögn bandarísku um- hverfisverndarstofnunarinnar CBD. Á meðal annarra dýra sem taldar eru í hættu vegna bráðn- unarinnar eru ísbjörninn, fjórar tegundir hvala og rostungar, að sögn The Daily Telegraph. Leifar af sprengiefninu TATP, sem kall- að hefur verið „móðir Satans“, fundust á líkama manns sem var handtekinn í Kaupmannahöfn eftir að hann sprengdi sprengju á hót- eli, að sögn dagblaðs í Belgíu. Þetta sprengiefni hefur oft verið notað í hryðjuverkum, m.a. í London árið 2005 þegar 52 menn biðu bana. Fanginn var með belgískt skírteini. Sagður hafa notað „móður Satans“ Dularfulli fanginn. DANMÖRK Viviane Reding kvaðst vera full- viss um að framkvæmdastjórn ESB ætti einskis annars úrkosti en að hefja undirbúning máls- höfðunar gegn frönsku stjórn- inni. Dómstóll Evrópusam- bandsins getur dæmt Frakkland til að greiða sekt. Brotið varðar sektum MÁLSHÖFÐUN UNDIRBÚIN Stjórnarandstæðingar á Ítalíu hafa krafist þess að Silvio Berlusconi biðji gyðinga afsökunar á ummælum forsætisráðherrans um Adolf Hitler í ræðu sem hann flutti á sunnudag. Berlusconi sló á létta strengi þeg- ar hann ávarpaði unga stuðnings- menn sína og sagði m.a. „brandara“ um nasistaleiðtogann. Hann sagði að stuðningsmenn Hitlers hefðu komist að því að hann væri enn á lífi og beð- ið hann um að taka völdin aftur í sín- ar hendur. Hitler hefði neitað því í fyrstu en sagt seinna: „Ég kem aft- ur, en með einu skilyrði: Næst ætla ég að vera illmenni.“ Forsætisráðherrann talaði um efnahagssamdráttinn og atvinnu- leysið í landinu og hvatti unga Ítali til að gifta sig til fjár. „Ég á dóttur sem er ólofuð,“ bætti hann við. Berlusconi áréttaði að hann myndi halda völdunum þótt stjórn hans hefði misst öruggan þingmeirihluta sinn vegna brotthvarfs Gianfranco Fini og flokksbræðra hans. Reuters Umdeildur Silvio Berlusconi á fundi í Róm á sunnudaginn var. Biðji gyðinga afsökunar Þeir sem hafa mjög lítinn fé- lagslegan stuðning eru um 50% lík- legri til að deyja ungir en þeir sem eru með sterk félagsleg tengsl, ef marka má nýja bandaríska rann- sókn. Hún bendir til þess að þeir sem eru í reglulegu sambandi við skyldmenni og vini lifi að meðaltali 3,7 árum lengur en þeir sem lifa í einsemd. Þeir sem hafa mjög lítinn fé- lagslegan stuðning eru jafnlíklegir til að deyja fyrir aldur fram og áfengissjúklingar og áhrifin af því að eignast vini eru svipuð og af því að hætta að reykja, að sögn vísinda- manna. Niðurstöðurnar byggjast á rannsóknum sem náðu til 300.000 manna á þremur áratugum. Einsemdin styttir lífið til mikilla muna BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.